Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2006

Harðsperrur í hægri handlegg af lestri ;)

Þetta hefði mér aldrei dottið í hug. Að hægt væri að fá harðsperrur í handlegginn af því að lesa!!!! Ég er sem sagt búin að sitja úti í sólinni meiri hluta dagsins, njóta þess að vera til, safna kröftum eftir svettið og æfa mig í hraðlestri. Ekki þýðir að slá slöku við, ég stefni í að ná hærri einkunnum á næstu önn í HÍ og hraðlesturinn er eitt af skrefunum sem geta gert mér það kleift.

Ég er nú farin að renna fingrinum svo hratt undir línuna að á endanum get ég ekki lesið meira vegna þess að ég er orðin svo þreytt í handleggnum hahahahahahaha

Er þetta hægt? Ég hlakka sko til að geta lesið hratt bara með því að renna fingrinum frá vinstra horni niður í hægra horn. Hef reyndar notað þá arðferð í mörg ár, en næ ekki sama hrað og með hinni aðferðinni.

Nú get ég ekki æft mig meira því að hendin á mér er bara ekki að virka rétt hahahahaha og ég sem hélt að þreyta í augum eða tímaleysi væru aðalástæður fyrir því að maður tekur sér hlé frá lestri! En "Hvítt skítapakk og flekkóttur svertingi" verður nú að bíða þess að hendin á mér komist í lag.


Fordómar?

Hvort ætli það séu fordómar eða vöntun á íslensku kunnáttu sem ræður því að Pólverjar fá ekki vinnu miðað við þá menntun sem þeir hafa. Ég hef heyrt af konum sem eru háskólamenntaðar en hafa ekki geta fengið neitt að gera hér á Íslandi nema vinna í fiski eða skúra gólf.

Ef það eru fordómar þá er það sorgleg staðreynd og mikilvægt að vinna á þeim vanda svo að hann vaxi ekki með komandi kynslóðum. Ef íslensku kunnáttan er vandamálið þá erum við enn og aftur komin að því sem svo oft hefur verið talað um. 

Það er ekki nóg að opna landið fyrir innflytjendum heldur þarf að tryggja það að þeir geti fengið tækifæri til þess að læra íslensku. Grunnnámið ætti ekki að osta neitt og þeir sem hafa farið í frekara nám í íslensku gætu gengið fyrir með betri vinnu. 

Það er ein leiðin til þess að hvetja til þessara breytinga þannig að sem flestir ættu að hagnast á því. Það er á allan hátt gott fyrir innflytjendur að sjá möguleika á að geta nýtt nám sem þeir hafa eða jafnvel að verða sér út um ná á Íslandi. það er hagur allra að innflytjendur læri íslensku og geti tekið virkan þátt í íslensku samfélagi og blandast meira en nú er. 

Allir þeir sem njóta þjónustu þeirra munu þá fá betri þjónustu þar sem tungumálavandinn er horfinn. 


mbl.is Menntun nýtist ekki Pólverjum á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef til vill spurning um meiri hreyfiþörf?

Strákum líður verr í skóla og stúlkum og gengur yfir höfuð ver en stúlkum á sama aldri. Strákar hafa frá náttúrunnar hendi meiri hreyfiþörf en stúlkur. Í fyrra las ég grein í New Scientist þar sem einmitt var verið að gera rannsóknir/tilraunir sem tengjast þessu.

Þegar ég  las greinina þá fór ég að hugsa um íslenska skólakerfið. Krafan um að sitja kyrr. Hve langar kennslustundir eru án hléa og þar fram eftir götunum. Ég get ekki annað en tekið undir það að íslenska venjan hentar stúlkum betur en strákum.

Ég er svo sammála því að í menningarsamfélagi beri að skoða allt það sem geti jafnað þennan mun. Á Íslandi hefur barátta fyrir jafnrétti átt sér stað um áratugaskeið. Hér hallar undir fæti hjá karlkyninu og því þarf að kippa í lag. Ef til vill væri skynsamlegt ef hægt er að koma því við að námsstundir séu kynjaskiptar en leikstundir eigi börnin saman. Þá væri hægt að haga aðstæðum á besta mögulegan veg fyrir bæði kynin.

Í fréttinni er reyndar verið að tala um einelti. Ég er mjög hissa á því ef að strákar eru frekar lagðir í einelti en stelpur, en auðvitað getur það samt verið staðreynd. það væri þá fróðlegt að vita hvers vegna það er. 

Hér er samantekt úr greininni sem ég gerði í vetur. 

 

Do Venus and Mars Ride the School bus?

This week I read an article in Newsweek about boy brains and girl brains. A principal in Owensboro became worried 70% of children diagnosed with learning disabilities were boys. He participated in a course for educators on brain development. It came clear to him that biologically the girl brain and the boy brain were different.

The brains develop differently. Girls have more active frontal lobes and stronger connections between the brain hemispheres and the “language center”. Girl brains mature earlier than boy brains.  He decided to divide the classes by gender.

He also took into account the different hormones in girls and boys. Girls have more oxytocin, and therefore a stronger need for bonding. They were given a soft carpeted area to discuss their feelings. On the other hand boys have less serotonin in their brains, probably meaning that they have stronger need to fidget more. They got short exercise periods over the day. Boys have a higher level of testosterone and are theoretically more competitive, so they got timed multiple choice tests. The girls were also given multiple choice tests and a  longer time to finish them. Changing from mixed gender classes into single gender classes “was the edge they needed” said the principal happily, the grades are going up and discipline problems are down.

 

Bibliography;

Newsweek, 2005 September, Boy Brains, Girl Brains. Volume CXLVI, no12

 


mbl.is Strákum líður verr í skólanum en stúlkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svettið í gær var mesta þrekraun lífs míns

Ég mætti upp á svæðið klukkan 18:00. Fyrst voru fagnaðarfundir. Margar af perlum lífs míns voru þarna samankomnar og gleðistraumar fóru um mig aftur og aftur. Já er ekki lífið skrítið. Margir eða 9 af 16 var fólk sem ég þekkti. Suma þekkti ég betur en aðra en gleðistraumar flæddu og flæddu.

Þetta er eins og munurinn á að hlusta/horfa á myndband eða vera á life tónleikum. Allir sem farið hafa á tónleika þekkja muninn á því. Þokkalega erfitt að setja þetta í orð. Endurfundirnir toppuðu þetta kvöld.

Ég fíla það vel að fara í svett og stundaði það reglulega einu sinni í mánuði hátt í tvö ár. Það kom fyrir að ég færi tvisvar í mánuði. Ég er ekki frá því að líkaminn aðlagist þessum lífstíl og þeim miklu hitabreytingum sem fylgja þessu.

Þegar líður svona langt á milli þá finnst mér þetta erfiðara. Það er líka skondið að fatta það svona daginn eftir hve mikið ég hafði saknað návistar við allar þessar perlur lífs míns. Þessa einstöku einstaklinga sem eru svo einstakir hver og einn að ég vildi að ég væri listamaður og gæti dregið upp séreinkenni hvers og eins.

Stundin við eldinn hefur oft verið hjá mér bæði svona social stund og inlifun í frumkrafta náttúrunnar. Að taka þátt í þessari athöfn er svona með því áhrifameira fyrir mig í að tangjast náttúrukröftunum.

Nonni og Heiðar geilsuðu, ég hef ekki hitt þá í meira en ár. Percy vekur alltaf upp í mér stríðnispúkann bara án þess að gera nokkuð ;) (eftir því sem ég best veit) hum.....

Kjartan dregur fram það æðra í mér en með stríðnisívafi. Arndís og Hulda kölluðu fram í þetta sinn meiri þorsta í samskipti, Sigga Rut dregur fram hlýju, umhyggju og þörfina til að skilja tilgang lífsins og svona gæti lengi haldið áfram, en ég saknaði Díönu það hefði verið svo næs að hitta hana líka.  

Í dag er ég glöð og þakklát fyrir að hafa verið svo gæfusöm að ganga spöl í lífi mínu með slíkum perlum. Þessum litlu en samt svo stóru þáttum í lífinu gleymir maður og það er sannarlega gott að vera minntur á það við svona yndislegar aðstæður eins og í gær.

En aðeins meira um reynslu svettsins. Danstíminn var með þeim bestu sem ég hef tekið þátt í. þarna vor nátturbörnin að lifa sig inn í hljómfallið. FRÁBÆRT!!!!!   

Svo hófst þrekraunin. Við skriðum inn í tjaldið eitt af öðru. Fyrsta umferð var HEIT, siðanvar tjaldið opnað lítillega og fólk jafnaði sig. Önnur umferð var yndisleg, þegar þrjár umferðir voru búnar þá höfðum við setið í tjaldinu í 1,5 klukkutíma. Við héldum nokkur að 4 umferðir væru búnar. Fólk var orðið dasað, enda líka gott veður sól og svona....

það kólnaði því aldrei mikið á milli umferða þegar tjaldið var opnað. Þar að auki sat ég í miðju tjaldi og loftið sem kom inn þurfti þ´vi að fara hringinn eða beint yfir steinana sem eru í miðju tjaldinu þannig að eins mikið og ég þráði að finna ferska loftið streyma inn þá naut ég þess aldrei þetta kvöld....

Tvær umferðir voru eftir. Ég rétt réði við 4 umferðina en fann að mikið var af mér dregið. Það ver arfitt að syngja með, hitinn var gífurlegur. Ég tók á það ráð að setja þurr handklæði yfir höfðu mér til að hlífa mér aðeins. Ég held að ég hafi farið 20 - 30 sinnum í svett og ég hef aldrei sett neitt yfir höfuðið og aðeins einu sinni lagst niður og líkaði ekki sú reynsla.

Handklæðið var fínt. Auðvitað blotnaði það fljótt því að mikil gufa er í tjaldinu, sérstaklega þegar ausið er yfir steinana. Ég skil ekki þá sem vilja hafa blautan poka á kollinum, ég myndi halda að höfuðið yrði heitara þar sem rakinn í stykkinu er fljótur að hitna og hann leiðir vel niður í höfuðið. en flestir eru að nota blauta poka.

Ég lifði af 4 umferð en vá hvað ég var orðinn þreytt. Ég hafði samt drukkið mikið af vatni!!! Þá hófst lokaumferð og ég var bara ekki að meika þetta. Ég var gjörsamlega búin á því. Mig langaði til að hrópa OPNA löngu fyrir tímann.

Á endanum gat ég bara ekki meir. Ég gafst upp og lagðist niður og sennilega hef ég bara sofnað. Ég man tæplega eftir lokahnykknum. Eftir að þessu lauk og flestir voru farnir út þá bara lá ég þarna ásamt nokkrum hræðum sem völdu það eins og ég ;)

Sennilega sofnaði ég aftur... fór síðan út og hellti yfir mig ísköldu vatni og hresstist þokkalega vel við það. Jú ég hafði lifað þetta af en ég held bara að engin reynsla í lífi mínu hafi tekið eins mikið á ekki einu sinni 5 barnsfæðingar.

Ég er reyndar ekkert fyrir það gefinn að gefast upp...... það skýrir sjálfsagt mikið hversu mikil ruan þetta var, því að í lokin gafst ég hreinlega upp í að aðlagast hitanum, vera hitinn, þola áreitið og njóta þess að hafa mikla STJÓRN hahahahaha já ég held að ég hafi hér hitt naglann á höfuði!!!

Nú líður mér þokkalega, er enn þó nokkuð dösuð og þreytt er að þamba vatn til að bæta mér upp vatnstapið. Ég er auðvitað alveg ný og ekkert er betra. Öll gamla dauða og hálfdauða húðin dettur auðvitað af manni. Ég hef hvergi annars staðar kynnst því (fer oft í sund og gufu). Húðin verðu mjúk eins og á ungabarni "alveg ný" ;) og ennisholubólgan sem var nú orðin krónisk hjá mér hverf þegar ég stundaði svettið reglulega. Ég veit ekki hvort þetta eina skipti dugar nú til þess að hreinsar þær nú. Lílega þarf ég að fara aftur í ágúst til að kippa þeim óskunda í lag.

En ef þið perlurnar mínar lesið þennan pistil minn þá vil ég segja eitt..."takk fyrir að vera til og velja það að vera á sama tíma og sama stað að gera eitthvað sem ég er að gera líka" 

 

 

 


Gaman fyrir þig ;)

Til hamingju með áfangann Elín. Ég er ekki hissa að þú hafir þörf fyrir hvíld. Það er gott forskot að geta hafið Háskólanám svona ung, sérstaklega ef að þú ætlar í Lögfræðina sem er þrælerfið :)

Ég óska þér velgengni í starfsleitinni og valinu ;)

 

 


mbl.is Fjórburinn Elín Guðjónsdóttir útskrifast sem stúdent 17 ára:
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skelfing sem þetta tekur á

Alltaf þegar ég les fréttir af síamstvíburum og aðskilnaði þeirra þá leitar hugur minn til foreldranna. Ég get ekki ímyndað mér áhyggjur þeirra eða þeirri ákvörðun að láta aðskilja tvíburana.

Þessar "tvær" yndislegu stúlkur eru 10 mánaða gamlar og segja læknar það vera kraftaverk ef önnur þeirra lifir afhvað þá báðar.

Ég hef gengið með fimm börn, fætt þau öll á eðlilegan hátt og þau öll verið heilbrigð. Ég man að ég spurði sérstaklega um það þegar ég átti annað barnið mitt hvort það væri ekki örugglega heilbrigt og var svo utna við mig að þegar ég rankaði við mér á ný þá vissi ég ekki hvort ég hafði átt stelpu eða strák en ég vissi að barnið var heilbrigt.

Ég hugsa oft um það hve mikið kraftaverk getnaður og fæðing er og að við skulum svo mörg njóta þess að vera heilbrigð. Þetta ferli er allt svo viðkvæmt að það er eiginlega mesta furða. Það er ekki laust við að ég sé hissa á sjálfri mér eða jafnvel skammast mín fyrir að finnst það svo sjálfsagður hlutur að vera heilbrigð, eiga heilbrigðan mann og fimm heilbrigð börn. 

Hugur minn er núna hjá foreldrum tvíburanna. Ég vona svo sannarlega að minnsta kosti annar tvíburinn lifi aðskilnaðinn að. 


mbl.is Læknar í Sjanghæ aðskilja samvaxnar tvíburasystur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þarna er þá draugafréttin komin aftur ;)

Þetta er einmitt fréttin sem ég las í morgun hugs....hugs... Svo þegar ég ætlaði að blogga með henni þá fann ég hana hvergi. Ég fór því og googlaði á einhverja linka til þess að finna heimasíðuna en hér er línkurinn líka.

Ég sé líka að það er búið að bæta við fréttina upplýsingum um Matt því í morgun kom ekkert fram um að hann væri fasteignasali, eða þannig las ég fréttina í morgun. Ég veit nú ekki hvað er í gangi hjá mér hahahahahaha.

Ég var líka að lesa kommenta frá Siggu Beinteins og henni leist nú bara rosalega vel á Magna. Hún vildi að vísu klæða hann í leðurgalla og að tattóið kæmi í ljós;)

Sem sagt það þarf aðeins að rokka strákinn upp ;) Ég kveð þá allar draugafréttir í dag og dríf mig aftur út í sólina. Var mig kannski bara að dreyma í morgun? 


mbl.is Magni áfram í Rock Star þættinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað finnst þér???

Ég var að lesa umfjöllun um Rock Star Supernova keppnina í Fréttablaðinu í morgun. Ég var hissa á því að fólk væri tilbúið í að kjósa bara landann (Magna í þessu tilviki) jafnvel þó að einhver annar væri betri.

Ég hafði allan vilja til þess að kjósa Magna þegar ég byrjaði að horfa, en eftir að hafa hlustað og horft sérstaklega á afrísku stelpuna (Dilana ef ég man rétt) þá heillaðist ég svo upp úr skónum að ég ákvað að mitt atkvæði færi til hennar!!!

Þjóðarstoltið er auðvitað sterk í manni og rís alltaf upp á afturendann þegar Íslendingur er að gera það gott einhvers staðar úti í heimi en "kommon" sá hæfasta á sigurinn er það ekki?

Það á að ráða þann hæfasta í starfið ;) Allir ættu að eiga sömu möguleika á að vinna ef hæfileikinn sem verið er að mæla er til staðar. Ef að hver þjóð kýs bara sína stjörnu þá á Magni engan séns. Ég vona svo sannarlega að ef að Magni hefur það sem hann þarf til þess að sigra keppnina þá séu fleiri en við Íslendingar tilbúnir til þess að kjósa hann ;)

það er svo sem ekki nema von að margir séu sí og æ að tala um klíkuskap ofl. í þeim dúr eins og t.d. Gísli Marteinn gerði þegar hann var að kynna Eurovision (þá vildi ég hafa átt sértæka fjarstýringu sem gæti bara sett hann í MUTE eða þurrkað bara alveg út). En áfram með stuðning við hæfileikaríkasta tónlistamanninn!!!

Íslendingurinn ég verð kampakát ef það verður Magni en  líka ef einhver annar nær þeim árangri og á hann sannarlega skilið.


Endursýning á RockStar Supernova á skikkanlegum tíma

Ég get ekki séð að framhaldsþættirnir séu endursýndir. Ég get ekki horft á þættina á tímanum 1-2 að nóttu í miðri viku. Ég myndi samt hafa gaman af því að fylgjast með. Mér finnst alltaf gaman af því að fylgjast með hæfileikafólki spreyta sig og ekki síst í tónlist. 

Ég gat nú ekki annað en hlegið þegar ég sá í auglýsingum í gær raunveruleikaþátt boxara, hver lifir af og verður "meistarinn"  ;)

Já því ekki, það eru margir sem hafa áhuga á því. Ég fór að láta mig dreyma um raunveruleikaþátt þar sem besti gítarleikarinn væri valinn. Þó að ég hafi áhuga á mörgum mismundandi hljóðfærum þá held ég að sólóleikur á gítar eigi vinninginn. Jazzaðar útfærslur fá hárin til að rísa!!! En þetta eru nú bara draumar eða þannig.

Ef þú veist til þess að þættirnir verði endursýndir endulega skjóttu því hér inn;) Það getur svo sem verið að hægt sé að "dánlóda" þeim héðan 

Var eithvað að reyna þetta í morgun en án árangurs. ef til vill bara mikið álag á síðunni. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband