Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2006

Talar eftir 19 ár í "Coma"

Þetta er ótrúlegt en satt. Verst að maðurinn var aldrei rannsakaður þannig að enginn veit nákvæmlega hvaða sekmmdir voru í gangi. Maðurinn lendir í alvarlegu bílslysi, lamast og fer í coma.

þannig var ástand hans í 19 ár. Nú eru menn auðvitað hissa á að hann geti sagt allt sem hann vill segja. Hann talar hægt og ef hann er spurður hver sé forseti Bandaríkjanna þá svarar hann eðlilega Ronald Regan.

Það verður áhugavert að fylgjast frekar með fréttum af þessu tilfelli.Getur verið að heilinn lagi sig að einhverju leyti sjálfur? Hvað áhrif á heilann hefur það að vera í coma í 19 ár t.d.?

Ég las fréttina á CNN hér


Hraðlestrarskólinn

Þá er fyrsta kvöldi námskeiðsins lokið. Ég var dauðþreytt þegar ég kom heim. Við byrjuðum á því að taka stöðupróf í hraða og skilningi á efni. Niðurstaðan verður síðan notuð til þess að mæla námsárangurinn í lok námsskeiðs ;)

Farið var í ýmis grunnatriði m. a. atriði tengd mind mapping Tony Buzan´s nánar um það hér

Mér fannst nú sniðugt að heyra það þarna að Hraðlestrarskólinn er orðinn 27 ára. Málið er að þegar ég bjó á Vopnafirði, (1977-1993) þá sá ég svona námskeið  auglýst í Reykjavík og langaði mikið til þess að taka þátt. Það birtist líka viðtal við þann sem þá var að vinna þar og þar voru gefnir nokkrir punktar sem ég byrjaði strax að nota mér.

Bók Tony Buzans kom út á íslensku á meðan ég bjó fyrir austan (man ekki hvaða ár) en hún heitir "Notaðu höfðuðið betur" mig minnir að hún heiti Use Your Mind á enskunni. Þetta er skemmtileg bók og mæli ég hiklaust með henni. 

Ég hafði því nokkuð forskot sem betur fer því að ég fæddist ekki í gær og vaninn getur verið erfiður að eiga við. Þrátt fyrir að hafa ekki áhuga á skáldsögum þá hef ég lesið mikið um ævina. Ég er líka glöð yfir að hafa lesið talsvert á ensku og dönsku því að hraðlestur byggist mikið á því að þú hafir lesið talsvert og þekkir orðin um leið og þú sérð þau.

Það er fyndið að takast á við það að bera orðin ekki fram í huganum. Okkur er svo tamt að gera það. Þrátt fyrir að ég hafi udnanfarin ár í skólanum notað mér þá hraðlestrarpunkta sem ég hafði þá lendi ég enn í því að bera orðin fram af og til, en það gerist helst ef ég þekki þau ekki vel.

Ég var orðin þreytt og dofin í vísifingri hægri handar og eins gott að teknar voru smá pásur. Það er algjört skilyrði að renna fingrinum undrir línuna til þess að stýra augunum yfir orðin. Ekki væri ég hissa þó að sumir nemendurnir hafi verið orðnir þreyttir í augunum, af því að renna þeim svona hratt frá vinstri til hægri og svo aftur og aftur.

Þú berð ekki orðin fram en þú þarft að sjá það. Ég er búin að venja mig á þetta og hef gert þetta í nokkur ár. Ég á hins vegar eftir að þjálfa hraðann að renna fingri, blýanti yfir síðuna og auka hraðann í að fletta ;)

Þegar lesið er svona hratt þá verða flettingar jafnvel hindrun hahahahaha Eins og á öðrum námskeiðum þá er eitt og annað sem mætti sleppa eins og úreltum upplýsingum um starfsemi heilahvelann. Ég átti pínulítið erfitt með að sitja og vera stillt þegar kennarinn var að fjalla um eðli hugans ofl sem tengist því. Þær upplýsingar voru alla vegana ekki í samræmi við það sem ég var að læra í vor. Ég á nú eftir að gauka því að kennaranum, en þetta var svo sem aukaatriði og upplýsingarnar höfðu lítið gildi til eða frá í tengslum við námsárangur þessa námsskeiðs.

Ég var staðráðin í því að fá eins mikið út úr námskeiðinu og hægt væri þannig að ég leiddi þetta bara hjá mér. Það er hins vegar æviábyrgð á náminu og ég get farið eins oft og ég vil á upprifjunarnámskeið. Kennarinn sagði að það væri alltaf verið að uppfæra námsefnið þannig að ég reikna með að ég bendi honum og góðar bækur til að hraðlesa um það nýjasta sem vitað er um starfsemi heilahvelanna og fleira í þeim dúr.

Ég er búin að setja mér markmið fyrir vikuna að komast í 1000 orð á mínútu lesið með skilningi og hananú!!! Í gær var ég að lesa um 700 til mest 956 orð á mínútu. Ég ætla að vera raunsæ og líta á stóru töluna sem einstakt tilfelli ;)  Það er eðlilegt að auka hraðann um 25-30% fyrstu vikuna.

En sem sagt þetta er spennandi og hlakka ég til að fá fleiri punkta sem tengjast þyngri lestri en skáldsögum. En nú bíður "Flekkóttur svertingi og hvítt skítapakk" á borðinu hjá mér eftir að ég vinni heimavinnuna mína sem er lágmark 1 klukkustund á dag. Þrjátíu mínútur fyrir hádegi og þrjátíu mínútum seinni partinn.


Að bregða sjálfum sér fæti ;)

Ég var að borða þessa líka safaríku gulrót í kaffitímanum, þá rifjaðist upp fyrir atvik sem gerðist á Vopnafirði fyrir einhverjum árum síðan ;)

Þannig var mál með vexti að ég elskaði garðrækt, bæði tré, runna, blóm, gras og matjurtir. Eiginlega allt nema arfa. Þetta árið var ég að gera tilraunir með gulrótnarækt í 2ja lítra mjólkurfernum. Þær voru forræktaðar inni, botnin skorinn af fernunum, þær látnar standa í íláti sem hægt væri að vökva ofan í.

Síðan þurfti að venja plönturnar við útiloftið þannig að ég var hlaupandi með dallana út á svalir og svo inn aftur til að ofgera greyjunum nú ekki. Þar kom að því að hægt væri að fara með fernurnar út og stinga þeim ofan í beðin.

Þetta gekk allt vel og æstist leikur þegar þær fóru að vaxa. Ég var farin að þefa upp úr fernunum og þvílíka munnvatnsmyndunin sem átti sér stað. það var varla hægt að bíða dagsins sem þær yrðu ÉTNAR.

Enda brást það ekki þegar dagurinn rann upp og ég stakk úpp í mig fyrstu gulrótinni. Ég hef aldrei á ævinni borðað eins góða gulrót og þessa fyrstu. Nirfillinn braust nú fram í mér, það mátti ekki klára þær allar strax. Ég treynaði gulræturnar fram eftir sumri. Svo gerðist það einn daginn...

Mér lá mikið á, ætla út í garð að ná mér í gulrætur. Ég sting fótunum ofan í rauðu öklaskóna mína en gef mér ekki tíma til að reima þá. Svo er haupið, því að rigningaskúr gekk yfir. Allt í einu er eins og gripið sé í mig á sama tíma og ég er að reyna að berjast til að komast úr sporunum og allt kemur fyrir ekki ....

Ég steypist niður á rennandi blauta grasflötina með nefið niður. Hvað gerðist??? Litli poturinnn minn þeyttist út í loftið. En það var nú ekki allt búið. Því að allt í einu áttaði ég mig á því hvað hafði gerst. Mér var nú allri lokið og hló og hló hló.... 

Mér hafði tekist að stíga með öðrum fætinum á reimina á hinum skónum hahahahahahHAHAHAHA ;) 


Jæja þá er ég til í allt ;)

Ég fékk hringingu í gær frá hraðlestrarskólanum um nýja tímasetningu. ég á sem sagt að mæta í fyrsta tímann í kvöld klukkan 18. Þar mun ég eyða þremur klukkutímum. Í kvöld eigum við aðeins að mæta með skáldsögu á íslensku og blýant.

Með hjálp sambloggara minna hér valdi ég loksins eina bók sem ber það skondna heiti Flekkóttir svertingjar og hvítt skítapakk.. ;)

Konan em hringdi í mig spurði hvort ég væri bæun að velja mér bók. Ég sagði henni fyrst frá því að ég væri nú lítið fyrir það að lesa skáldsögur en meira fyrir fræðiefni. Nú svo sagði ég henni bókartitilinn og hún virtist hafa lúmskt gaman af, en kannaðist greinilega ekkert við titilinn.

Ég er nú svolítið forvitin um innihald bókarinnar. Það gladdi mig líka að heyra konuna segja að það væri nú bara 1. kvöldið sem við værum með skáldsöguna við myndum einnig fara í annars konar efni.

Þetta verða vonandi skemmtilegir 3 klukkutímar hjá mér í kvöld í innlifun minni á flekottum svertingjum og hvítu skítapakki!!! 


Ekkert tekið fram hve langt fríið er

Ég er nú fegin að eiga eftir að horfa á nýja sumarsmellinn með Johny Depp þar sem að kappinn ætlar að taka sér frí frá kvikmyndum um eitthvert skeið og láta reyna á hæfni sína sem sviðsleikara með óttann sér við hönd ;)

Ég myndi nú gjarnan vilja sjá hann leika Hamlet og hver veit nema að ég geri það. Ég segi nú bara svona ;) Enignn veit sína ævina fyrr en öll er ;)

En fólk á að gera það sem það langar til á meðan enn er hægt að gera það. Marlon Brando var orðinn of gamall þegar hann var loksins tilbúinn fyrir Hamlet hlutverkið. Ég styð alla, konur og kalla í að láta drauma sína rætast. að minnsta kosti að gera tilraun til þess ;) 


mbl.is Johnny Depp ætlar að verða við hinstu bón Marlons Brando
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er farin að líta til veðurs!

Ég hélt að ég væri hætt að fylgjast með veðrinu að öður leiti en að líta út um gluggan þegar ég vakna og njóta svo dagsins svona eins og veður leyfir. Úti þegar það er sól en innan dyra ef það rignir. Ég bý við þau forréttindi eins og er að geta valið um þetta.

Ég öfunda nú ekki sérlega þá sem starfa utandyra hér í Reykjavík eins og er. Ekki þurfum við heldur að hafa áhyggjur af vatnsskorti eins og Danir samkvæmt einni fréttinni á mbl.is. Við erum líka lánsöm að vegir eru malbikaðir en ekki bara möl (eða þá drulla eins og sakir standa).

Ég er með dálítinn blett í kringum húsið mitt og hann þarf að slá af og til. Bletturinn er eins og fleiri blettir í grónum hverfum Reykjavíkurborgar fullur af mosa. Í fyrra lagði ég til atlögu með handsláttuvél þ.e.a.s. svona gamaldags sláttuvél sem þú ýtir á undan þér. Það var mjög erfitt að slá blettinn. Ég ákvað því að leggja til atlögu við mosann þegar voraði á ný. 

Þetta gerði ég síðan í vor eftir að prófum lauk. Þá fór ég í Blómaval og  birgði mig upp af alls konar efnum til þess að eyða mosa og auka grassprettu. Ég hafði nú alltaf heyrt að það væri best að bera á í rigningartíð eða alla vegana ekki í sól. Þetta var nú hið besta mál. Ekki vantaði rigninguna;)

Ég var því glöð með grasvinnuna lengi vel. Í ár keypti ég engan mosaeyðir eins og í fyrra en þa´varð bletturinn alveg svartur. Mosinn náði sér þó aftur á strik seinni hluta sumars :( Nú var borðið kalk á , áburður og nokkru síðar grasfræ og enn meiri áburður.

Bletturinn tók vel við sér þó enn sé nú í honum talsverður mosi. Vandamál númer tvö poppar þá upp. Í allri rigningunni þá vex grasið og vex. Ég hafði sælla minninga síðasta árs fest mér kaup á forláta rafmagnssláttuvél, en ég kemst varla út til að slá. Það er alltaf svo blautt !!!!! 

Það var nú orðið þannig að þegar þurran dag eða hluta úr degi gaf þá var gerð tilruan til þess að hlaupa út með vélina. Áður en ég vissi af þá var ég farinn að fara inn á upplýsingasíðuna um veður til þess að sjá spánna fyrir næstu viku. Það fyndna við þetta allt er að það gefur yfirleitt einn þurran dag í viku hverri. Í júní hefur þetta þó verið rúmlega eða tveir og tveir komið í einu ;)

Grasið hefur verið í hærri kantinum til þess að slá það með nettu rafmargnsvélinni, en mælt er með að grasið fari ekki yfir ákveðna hæð. Ég skrapp inn á upplýsinga og spásíðuna um veðrið næstu fimm dagan og viti menn hahahahahaha einn sólardagur eins gott að taka hann strax frá fyrir sláttinn og vona svo að spáin haldi ;)


mbl.is Rigning um sunnan- og vestanvert landið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Man eftir álíka umræðu í kringum 2001

Í húsi á Laugavegi 86 bjó aðallega aðflutt fólk. Margar fjölskyldur voru í húsinu sem var orðið mjög illa farið. Húsið hefur verið flutt og endurgert en bílastæðishús er risið á lóðinni sem það stóð á.

Heilsíðu umfjöllun var í einhverju dagblaðanna um hugsanlegan stjórnmálaflokk innflytjenda. Ég man að meðal annars var rætt við íslenskan mann sem var giftur einni konunni. En nóg um þennan bakgrunn. Fimm ár eru nú liðin og ég hef ekki séð miklar breytingar. Ég hef einmitt verið að furða mig á því hvers vegna stjórnmálaflokkarnir hafa ekki lagt sig fram við að sinna málefnum innflytjenda eins og öðrum málefnum ekki síst í sveitarstjórnarkosningum.

Ég hef talsvert velt þessum málum fyrir mér og hef þá skoðun að grundvallarskilyrði sem þarf að uppfylla er að gera innflytjendum kleift að læra málið. Eins og kemur fram í fréttinni þá er íslenskunámið dýrt. Ef til vill ætti það ekki að kosta neitt. Afleiðingar þess að þeir læra ekki íslenskuna eru þær að fólkið einangrast frá Íslendingum líka þeim sem kunna þessi almennu tungumál sem kennd eru á grunnskóla og menntaskólastigi.

Ein leiðin er að kenna þeim íslenskuna frítt eða kenna einhver af tungumálum þeirra sem fjölmennastir eru á grunnskólastiginu. Eftir því sem ég skoða þetta meira þá líst mér best á fría íslenskukennslu.

Það er líka skrítið að fara á kaffihús þar sem þjónarnir tala ekki íslensku (mamma lenti í erfiðleikum með þetta af því að hún kunni bara móðurmálið sitt) ég hef oft lent í því að þjónarnir biðji mig um að tla ensku! Látum það nú vera þó að ef til vill sé erfitt að fara og fá sér kaffibolla eða þannig;)

En verra er þegar starfsfólk í aðhlynningu á elliheimilum eða sjúkrahúsum getur ekki talað tungumálið sem sjúklingurinn skilur. Ég gæti tekið til dæmis Elliheimilið Grund sem dæmi. Gamla fólkið þar þarf að beita alls konar heimatilbúnu táknmáli til þess að biðja um aðstoð. Þetta eru sorglegar staðreyndir. Íslendingar vilja síður þessa vinnu og innflutta fólkið kann ekki íslenskuna.

Ég velti því stundum fyrir mér hvernig yfirmenn þessara stofnan komi upplýsingum og ábendingum til skila til starfsmannanna. Ef til vill kunna þessir starfsmenn ensku, þýsku, dönsku, frönsku eða spænsku eða eru yfirmennirnir ef til vill færir í t.d. í en me´r skilst að pólverar séu fjölmennastir hér  og talsvert sé af fólki frá Filippseyjum.

Ég hef því undrast á þessu og mér finnst það sorgleg staðreynd að málefnum innflytjenda sé ekki sinnt nægjanlega því samsetning nýs stjórnmálaflokks sameinar ekki endilega fólkið heldur skapar enn frekari aðskilnað. Auðvitað er ekki önnur leið fær ef ekkert er að gert.

Ég vona því að þetta framtak verði til þess að þeir stjórnmálaflokkar sem fyrir eru láti nú hendur standa fram úr ermum og leggi sitt af mörkum til þess að skap betri heild í þjóðfélaginu.

 


mbl.is Hyggst stofna stjórnmálaflokk um málefni innflytjenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vandræði eru þetta.....

Ég þyrfti að líma á mig fartölvuna eða vera með upptökutæki á mér því að lífið líður svo hratt og mig langar að sjálfsögðu til þess að fá sem mest út úr því svona just in case ;)

Málið er að oft dett ég niður á einhver gullkorn sem mig langar að halda upp á og ekki bara það heldur langar mig líka að vita hvaðan gullkornið kom. Ég man alveg eftir þessu heillaráði en ég man ekki lengur hvaðan ég fékk það! Var það í American Scientific Mind, New Scientist, Fréttablaðinu (varla það kemur varla og þegar það kemur þá kemur það svo seint að það passar ekki inn í dagskránna mína að lesa það) Blaðinu eða.....

Best er nú þegar ég finn það á netinu því að þá get ég varðveitt upplýsingarnar og ekki málið að finna þær aftur (ég ætti nú kannski að fara að taka afrit af harða disknum, það væri nú meiri skelfingin ef tölvarn myndi hrynja hjá mér) úff , hætta að hugsa um það....

En svo ég komi mér nú að efninu þá tengdist þetta Gullkorn (af hverju er gefið út fríblað með heilræðum, heilsupunktum og yfirleitt öllu því sem við getum gert til að auka lífsgæðin okkar, ekki enidlega með því að kaupa sér gott rúm, Lazy boy, flatskjá eða þess háttar ...) já ég var víst að reyna að koma Gullkorninu frá mér. Sem sagt súrefnisríkt loft bætir einbeitingarhæfni fólks !!!!!

Það er bara eins og ég hafi nú bara aldrei heyrt þetta áður en jújú ég hef heyrt þetta áður en mér varð hugsað til Þjóðarbókhlöðunnar þar sem ég sit í margar klukkustundir á veturnar. Þar eru teppi á gólfum (ætti að skipta yfir í kork) og allar bækurnar sem gera loftið svolítið þungt og þurrt, en þarna er gott næði.

Málið er að nú hef ég þörf fyrir að læra í SÚREFNISRÍKU lofti og mun að sjálfsögðu  prófa það í haust. Svo er bara að sjá hvort að ég get einbeitt mér betur ;)


Hvers vegna að vera að gefa einhverjar upplýsingar yfirleitt?

Nú eru aðdáendur Harry Potters bókanna ekki sáttir og jafnvel foreldrar þeirra að tjá sig í undurn og reiði. Ég skil bara ekki af hverju Rowling er yfirleitt að gefa eitthvað í skyn. Því ekki að halda söguloknum leyndum?

Það er lítið spennandi í ævintýrasögu eins og Harry Potter að vita asvona óbeint hvað muni gerast. Forvitnin snýst þá um hvernig verður hann drepinn og hver eða hvað drepur hann!

Skýringin sem ég las hér um daginn eða alla vegana ein af þeim væri sú að sumri rithöfundar velja að láta aðalsöguhetjuna deyja til þess að enginn annar geti tekið upp þráðinn og skrifað framhald.

Þá er þetta farið að snúast um peninga en hegðun fólks snýst einmitt svo oft um þá.  Það er hins vegar sorglegt þegar það eru barna og unglingahöfundar sem haldnir eru þeirri þörf. Er ekki Rowling ein af þeim ríkustu í Bretlandi? Það minnir mig. Er það ekki bara fínt og er þá ekki í lagi ef einhverjum öðrum dytti í hug að taka upp þráðinn og verða líka ríkur af því?

Sennilega erfitt fyrir marga, ef til vill gæti ég þetta ekki sjálf, en ég kemst væntanlega aldrei að því til þess að geta bloggað um það hér ;)

Það er hægt að gera svo margt annað en að láta aðalpersónuna deyja, gæti til dæmis bara vaknað upp af draumi ;), misst galdrahæfileikann í stórum slag, nei ég segi nú svona, fínt í sögum fyrir fullorðna stundum er eina leiðin til að ljúka sögu með stæl og þá sögunnar vegna að láta aðalpersónuna deyja.


mbl.is JK Rowling sætir harðri gagnrýni aðdáenda Potters
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að sjálfsögðu á fólk að fá að ráða

Ég er svo sammála því að fólk eigi að fá að ráða því hvort auglýsingabæklingar, inn um blaðalúgu eða auglýsingar í gegnum síma og í þessari frétt fríblöð komi inn á heimili þeirra.

Það gengur samt ekki vel að fá frið fyrir þessu. Við hjónin erum með sérmerkingu í símaskránni um að ekki megi hringja í okkur, það er samt alltaf að gerast af og til og sá sem hringir afsakar sig á þann hátt að yfirmaðuer hans beri ábyrgð, við séum einfaldlega á listanum sem viðkomandi á að hringja í, sumir hafa meira að segja þörf til að hækka röddina.

Ég hef heyrt af fólki sem ekki vildi nein fríblöð ( ég var þá að dreifa Fréttablaðinu með dætrum mínum) og ástæðan var sú að þjófar gætu auðveldlega séð hverjir væri heima og hverjir ekki því að blöðin hrugast upp á gólfinu fyrir innan gluggan.

ég er nú ekki mikið að pæla í þjófum eða þannig en eftir þetta þá tók ég einmitt eftir því hvar þetta var að gerast, blöðin að safnast fyrir. Það ætti því að vera skilyrðislaus krafa að fólk hafi val um hvað er sett inn um blaðalúgur og hvað ekki! 


mbl.is Vilja að Danir geti afþakkað fríblöð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband