Leita í fréttum mbl.is

Ágætis hugmynd í glósutækni

Ég hitti vinkonur mínar um daginn og hraðlesturinn barst í tal. Við pældum aðeins í því hvers vegna þetta ætti að virka eða þannig ;) Málið er að efnið er lesið hraðar og oftar. Endurtekning auðveldar minnisfestingu. Ég veit svo sem ekki hvort að ég verði miklu fljótari að ljúka námsbókinni endanlega af því að ég er að lesa hana alla svona þrisvar sinnum og svo enn meir fyrir próf ;)

Mér líst þokkalega á þetta og hlakka til að fara í næsta tíma sem er á morgun. Ég hef nú verið á óþekktarskónum undanfarna daga þar sem að ég á að vera að lesa á íslensku en allt efni sem ég er að læra er á ensku. Þannig að ég æfi mig meira á ensku en íslensku og hana nú !!!

Ég tók mig til og reiknaði út meðallengd línunnar í tölfræðibókinni. Þegar ég var með það á hreinu taldi ég fjölda lína á hverri blaðsíðu svona til að auðvelda mér að fylgjst með vaxandi hraða. Það er auðvitað talsverður munur að hraðlesa kennsluefni á erlendu tungumáli eða að lesa skáldsögu á íslensku. Hjá mér munaði þetta heilum 300 orðum á mínútu.... púff. 

Ég hlakka sannarlega til að auka hraðann í kennslubókunum. Ég fékk hins vegar ágætis hugmynd í glósutækni. Ég hef notað mind-mapping sem Tony Buz.... skrifaði um fyrir einhverjum áratugum síðan. Nú er ég að glósa öðruvísi. Ég hraðles einn kafla og glósa það sem ég man. Svo hraðles ég sama kafla aftur og bæti við glósurnar (nota þá annan lit) síðan hraðles ég kaflann í þriðja sinn og glósa (enn í öðrum lit). Það er mjög áhugavert að  sjá í hvaða skipti ég er að glósa mest og það kemur vel í ljós með mismunandi litum.

Ég hef alltaf glósað hugkort strax eftir fyrsta lestur en nú glósa ég það í lokin til þess að stytta glósurnar enn frekar og gera þær myndrænni. Mér finnst frábært að leika mér að þessu og ná upp hraða áður en að skólinn byrjar í haust. Vonandi verð ég orðin fim í fingrunum þá og hætt að fá harðsperrur í handleggina af því að lesa hratt og fletta hratt hahahahah 

ég hef nú frekar talist skipulögð í námi og starfi en ég held að það keyri nú um þverbak þegar ég ætla líka að nota liti t.d. glósa einhverja kenningu og nota þá blátt með en rautt á móti ;) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 71575

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband