Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2006

Skyldi hún hafa játast honum?

Ja hérna sá tók aldeilis áhættu. Hann hefur nú varla reiknað með að lenda í þessum ævintýrum. Ég hef nú lesið um það einvhers staðar að þegar fólk er ástfangið þá er það ekki með sjálfu sér (nokkurs konar geðveila eða þannig;))

Hann biðlar til hennar en hún er ekki viss um að hún sé tilbúin til að fara út í bindinguna. Vinurinn drífur sig þá bara úr öllum fötunum og hleypur nakinn um hverfið. Auðvitað þurfti eitthað að gerast. Þar kemur par og hann stingur sér inn í runna til að fela sig.

Parið var vart um sig þegar það sér í bera leggina í runnanum og er nakta biðlinum skipað að koma fram. Skotið er að honum og átti hann fótum fjör að launa..

Samkvæmt sálfræðinni þá hefur daman hans sennilega orðið meira hrifin af honum og hitt parið sem lendir þarna líka í tilfinnaþrungnu augnabliki sömuleiðis orðið meira ástfangið hvort af öðru, svo ég tali nú ekki um nakta biðilinn. 


mbl.is Nakinn biðill í skothríð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð dæla

Ég var nú bara farin að sakna bloggsins. Mikið að gera hjá mér núna og rétt tími til að lesa fréttir en enginn tími til að blogga. En ég stóðst nú ekki fréttina af dælunni okkar "hjartanu" . Ég var virkilega hissa á því að eldri hjörtu væru bara nokkuð jafn góð þeim yngri ( sem gjafahjörtu). Reyndar mun meiri líkur á dauða í kjölfarið, en þeir sem lifa ígræðsluna af og lifa í 10 ár + standa vara eins að vígi hvort sem þeir fengu hjarta úr 20-30 ára eða 50 ára. 

Eldir hjörtu verða því líklega meira notuð í framtíðinni. Ég velti samt fyrir mér afhverju þessi minnkandi munur kemur fram eftir þetta langan tíma. Það er sem sagt meiri hætta fyrstu mánuðina sem síðan minnkar og minnkar. Ætli aðlögunartíminn sé lengri fyrir eldra líffæri?

Mér finnst allt svo áhugavert sem snertir heilsu og vellíðan að þetta vakti auðvitað upp spurningar hjá mér. En ég hef ekki enn fundið nein svör :(

 

 


mbl.is Eldri hjörtu jafn góð og ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sálfræðinemar, Anima félag þeirra og fleira áhugavert

Vá enginn smá áhugi á náminu. Hátt á þriðja hundrað nemendur hófu nám. Ég kynntist fljótlega nokkrum nemendum ( eitthvað sem ég átti alls ekki von á). Eftir því sem leið á námið þá áttaði ég mig á því hve fordómafull ég í rauninni var. Ég var eiginlega búin, alveg ómeðvitað að ákveða það að ungu fólki fyndist asnalegt af eldra fólki að hefja háskólanám. En það var nú alls ekki reyndin. 

Ef að einhverjum hefur fundist það, yfirleitt verið eitthvað að pæla í því þá barst mér það aldrei til eyrna. Ég átti auðvelt með að spjalla við þá nemendur sem sýndu áhuga. Ég rakst líka á nemendur á þriðja ári sem ég þekkti svolítið til. Það var gaman að spjalla við þá og ekki var nú verra að fá tækifæri til að fræðast um tilhögun námsins.

Ég vissi að námið væri krefjandi, þar sem ég þekkti konur sem höfðu stundað það. Ég held meira að segja að kröfurnar hafi minnkað. Ein af þeim sagði mér að það hefðu verið 30 nemendur í sálfræðinni þegar hún stundaði nám þar fyrir u.þ.b. 20 árum síðan :)

Áherslur hafa breyst og andleg/sálfræn vandamál heldur að aukast. Það er því ekki skrítið að þessu námi sé sýndur áhugi.

Ég hef alltaf verið mikil félagsvera og mér líkar vel við félagsstarf. Ég ákvað því að styrkja Animu félag sálfræðinema. Það stóð nú svo sem ekkert sérstaklega til að stunda félagslífið með unga fólkinu en ég vildi styrkja félagið. Ég er sannfærð um að það er gott fyrir nemendur að hittast og alveg sérstaklega fyrir unga fólkið sem á alla framtíðina fyrir sér.

Hver veit ef til  vill eiga einhverjir þessara nemenda eftir að vinna saman jafnvel í mörg ár ;)

Þetta lagðist allt vel í mig. Ég var í fullu námi + enskri málfærni sem mér fannst sniðugt að taka þar sem það er mikið að lesa og mest allt á ensku. Ef til vill á líka eftir að fara út og þá skiptir miklu máli að viðhalda tungumálafærninni eða helst auka hana. 

I was happy as a Clown :))) 


Fyrir áhugasama

Ég var að lesa skemmtilega samantekt um Tomma og fleiri stjörnur hér

Held að fyrsta myndin þar sé af Tomma þegar hann lék í Vannilla Sky en það er stutt síðan ég sá hana. Ég fór ryst að sjá hana í bíó en mundi ekki svo mikið eftir henni. Svolítið skrýtin mynd en klassaleikarar. Það er alltaf gaman að sjá góðan leik þó auðvitað sé það best þegar söguþráðurinn hentar manni líka. 


mbl.is Sýnishornið úr Mission Impossible III valið það besta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sniðug hugmynd

Ég velti því fyrir mér hvort að foreldrar eigi frumkvæðið um að kaupa bókina handa krökkunum sínum eða hvort breskir krakkar séu svona áhugasamir um leiki fortíðarinnar hahahaha ( þegar ég  var lítil;))

Svo margir krakkar í dag hafa meiri áhuga á öðrum hlutum en pappírsskutlum, skordýrum, veit ekki með að klifra í tré hum, ætli það sé ekki enn áhugavert. Ég var eiginlega "tomboy" þetta var allt spennandi fyrir mig þegar ég var lítil svo ég tali nú ekki um fótsýrðu kassabílana sem þurfti að hlaupa með upp í brekku og bremsurnar voru bara fæturnir í jörðina hahahahaha

Í dag finnst mér þetta svolítið hættulegt en aldrei slasaði ég mig neitt á þessu. Ég átti nú aldrei svona kassabíl, en ef ég átti kringlu eða kex þá gat ég leigt mér nokkrar salibunur hjá strákunum í hverfinu.

Það er rosalega gaman að rifja þetta upp hér sit ég nú fyrir framan tölvuna með þvílíka brosið allan hringinn og væntanleg líka smá ævintýraglampa í augunum. 


mbl.is Hættulega strákabókin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Neytendavaldið

Ég furða mig á því aftur og aftur afhverju neytendur nota ekki vald sitt. Taka saman höndum og versla ekki vörur eins og til dæmis iTunes frá Apple. Ég er ekki sérstaklega að taka Apple fyrirtækið fyrir heldur er verið að fjalla um vörufrá þeim í frétt mbl.is sem ég er að blogga út frá.

Átta neytendur sig virkilega ekki á því að sameiginlegt vald þeirra virkar? Ef að vara selst ekki þá er enginn tilgangur að framleiða hana. Ef að nógu margir sniðganga fyrirtæki sem býður upp á ósanngjarna skilmála þá er það tilneytt til þess að breyta þeim ellegar illa fer fyrir rekstrargrunni fyrirtækisins.

Mötunarsamfélög eru hættuleg þegnum þeirra á vissan hátt. Sköpunarkraftur, frumkvæði og fleira í þeim dúr dofnar. Þegnarnir kaupa það sem auglýst er. Trúa því sem sagt er við þá og lifa svo jafnvel ósáttir.

Þetta er svona svipað og með atkvæðisréttinn. Þegar ég spyr fólk afhverju það kjósi ekki þá fæ ég oft svarið eitt atkvæði breytir engu. Ef ég svara því til að ef allir hugsuðu svona þá myndi bara þeir sem í framboði væru kjósa sjálfan sig. Mikilir öfgar og fáir tilbúnir til að hlusta á þá, en auðvitað skiptir hvert atkvæði máli.

Þetta á líka við um neyslusamfélagið. Neytendur velja hverjir komast af, hverjum gengur vel. Þeir eru að greiða atkvæði með rekstri í hvert sinn sem þeir kaupa eitthvað. Margir er bara að hugsa um peningana sína "ég versla í Bónus af því að þá fæ ég fleiri vörur fyrir sama pening" eða tímann sinn  " þægilegt að versla á horninu" o.s.frv. en auðvitað eru neytendur líka að segja ég vil að þessi þjónusta verði hér áfram. 

Ég ímynda mér að það geti verið spennandi að lifa í samfélagi virkra neytenda. Þá væri lífið auðvitað ekki eins fyrirsjáanlegt, þar sem að fumkvæði, sköpun og hugsjónir væru stærri þáttur en í dag.  


mbl.is Neytendasamtök á Norðurlöndum vilja skýringar frá Apple
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú var ég orðin vel vopnuð

Fyrsti dagurinn í draumanáminu mínu runninn upp. Nú var ég vel vopnuð öllum þeim græjum sem myndu gera mér kleift að ná árangri. Alveg er þetta týpískt. Þegar ég ætla að setja nýja (gamla) bílinn okkar í gang þá bara drepur hann á sér jafnhraðan. Ég stressast auðvitað aðeins upp, leiðinlegt að geta ekki komið tímanlega í fyrsta fyrirlesturinn. Ég hafði aldrei áður verið í HÍ og vissi því ekkert hvernig þetta væri. En ég átti að mæta klukkan 8:05

Ég var ekki vön að nota strætó en sé vagninn koma og tek til fótanna, mig minnti að ég hefði einhvern tímann séð númer 14 stoppa hjá bóksölu stúdenta. Það var rétt munað, þaðan þurfti ég síðan að labba upp í Háskólabíó. Hjartað barðist í brjósti mér, ég var orðin aðeins of sein. ég læddist inn og fann mér sæti  á 4 bekk.

Ég hafði nú svo sem ekki misst af neinu og gat bara slakað á.  Ég þreyttist auðvitað fljótt í augunum og átti eftir að venjast nýju gleraugunum. Hljómgæði í salnum voru góð og enginn kennaranna verulega djúpraddaður en það hefði verið hið versta mál fyrir mig. Það var dálítið skondin tilfinning að sitja í bíósalnum sem ég hafði svo oft setið í áður mér til afþreyingar og að afþreyingin nú væri draumanámið. 

Næstu daga myndi ég sjá hvernig þessu væri háttað og hvernig best væri fyrir mig að nálgast það. 


Take the Lead

Skrapp í bíó í kvöld með yngri dóttu minni. Myndin er byggða að sannsögulegum atburðum og er um danskennara sem Antonio Banderas leikur. Hann kennir vandræða unglingum samkvæmisdansa með ívafi. Skemmtileg blanda tónlistar í myndinni ;)

Banderas fer vel með hæutverkið og lifði ég mig vel inn í myndina. Ekki laust við að eitt og eitt tár væri að mynda sig við að brjótast út úr augum mínum. Fín afþreying, enda alltaf gaman af dans og/eða söngvamyndum. Ég hugsa bara að ég eigi eftir að sjá hana einhverntímann aftur. Hún minnti mig á margan hátt á "Save the Last Dance" þó þær séu á margan hátt ólíkar.

Þá er bara að drífa sig í bíó. Önnur forsýning verður á fimmtudaginn og ekki er nú verra að Masterkorthafar frá frían miða ;)

Takk fyrir mig Mastercard eða þannig :) 


Eina pillu af bjór takk

Ætli það sé framtíðin? Efni í bjór dregur úr hættu á blöðruhálskirtils
krabbameini. Mörgum finnst nú kannski lítið til þess koma að innbyrða
bjór í pilluformi, en því miður, ef tilgangurinn er sá að koma í veg
fyrir blöðruhálskrabbamein þá duga ekki færri en 17 glös af bjór á dag.
Hum ég gæti nú trúað að þegar til lengdar lætur þá muni allur sá bjór
skapa ýmiskonar annarar tegundar vanda ;)
mbl.is Efni í bjór virðist draga úr hættunni á blöðruhálskirtilskrabba
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þingkona veðjar rassinum á sér ;)

Sennilega hefur finnska þingkonan MaaritFeldt-Ranta ekki mikla trú á að þjóðverjar verði heimsmeistarar í knattspyrnu. Konur virðast hafa talsverðan áhuga á nákvæmlega því hvort þjóðverjar vinni eða ekki. Fyrir nokkrum dögum hætti 94 ára kona við að deyja. Hún ætlaði fyrst að vita hvort þjóðverjar yrðu heimsmeistarar, fyrr færi hún ekki!

En finnska þingkonan veðjaði annarri rasskinninni þ.e.a.s. hún ætlar að láta tattóvera þýsa fánann á hana ef þeir verða heimsmeistarar. Jahérnaja... heehehehee 


mbl.is Veðjaði rassinum á þýskan sigur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband