Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2006

Nú styttist í að ég myndi hefja draumanámið mitt :)

Ég leiddi nú hugann að skynfærunum. Málið er að þegar ég var 22ja þá þurfti ég gleraugu vegna litilsháttar nærsýni. Ég fékk síðan ofnæmi fyrir umgjörðunum og hætti að nota gleraugun. Ætlunin var alltaf að fá sér ný og betri en það voru aldrei til peningar fyrir þeim. Ég komst af án þeirra (sjónin ekki svo slæm). Heimurinn varð að vísu loðnari með tímanum en ég vandist því. 

Ég hafði tekið eftir því þegar ég fór í bíó að ég gæti ekki lesið textann, en það kom svo sem aldrei að sök. Nú hins vegar runnu á mig tvær grímur. Myndi ég sjá glærur og þá punkta sem sumir kennarar veldu að skrifa á töflu. Ég óttaðist að svo væri ekki. Nú var ráð að leita til sérfræðings og láta mæla sjónina og fjárfesta síðan í gleraugum.

Þetta gekk allt vel. Ég fékk tíma nokkrum dögum síðar og þær fréttir að sjónin hefði versnað og ég þyrfti í rauninni tvískipt gleraugu. Málið var að styrkleikinn var orðinn það mikill að ég gat ekki lesið (eða glósað hjá mér) með sömu gleuraugum og ég þyrfti til þess að sjá skýrt frá mér.

Augnlæknirinn sagði mér líka að margir þyrftu nokkurn tíma til að venjast gleraugunum. Það var kominn september og skólinn rétt að byrja. Ég var ekki í góðum málum. Að ég skyldi nú ekki hafa hugsað fyrir þessu. Ég ákvað engu að síður að fá mér tvískipt gleraugu ég yrði að takast á við það ef það tæki mig langan tíma að venjast þeim. Vegna nikklesofnæmisins þá varð ég á fá mér Títan gjarðir. Úff þetta myndi sko kosta...

En þetta var nú ekki allt. Þegar ég var 17 ára varð ég fyrir skaða á heyrn. Það hafði bara verið skoðað einu sinni og ekkert hægt að gera. Heyrnin var heldur að versna. Ég pantaði því tíma hjá sérfræðing og vildi vita hver staðan mín væri og hvort eitthvað væri hægt að gera. Loksins var ég tilbúin til þess að láta þessi mál ganga fyrir ýmsu öðru, en það hafði ég aldrei áður getað gert.

Fréttirnar þar voru ekki góðar. Heyrnin hafði versnað og ekkert hægt að gera við því, eða það var mér alla vegana sagt. Hún var þó ekki svo slæm að ég þyrfti heyrnartæki, nema ef ég sæti í stórum sal og hljóðið bærist illa.

Ég stefndi þá á að kaupa mér gleraugu og velja mér síðan sæti framarlega í salnum þannig að öruggt væri að ég myndi heyra ef kennari notaði ekki míkrafón. Gleraugun kostuðu tæp 70 þúsund, samt bara einföld ( þó þau væru tvöföld) gleraugu. Það var sem sagt enginn mega stíll á þeim.

Ég var líka komin með bókalistaog gat farið og verlsað skólabækurnar. Vááááá´mikið hlakkaði ég nú til að fara að byrja. Skyldi ég ráða við þetta, eða var ég að hætta mér út í eitthvað miklu meira en ég gæti ráðið við? 

 


Enn einu sinni spyr ég ......

hver segir sannleikann? Alveg er það með eindæmum hve ríkt það er í manneskjunni að segja ekki sannleikann. Svo mikið ber þeim í milli Þorsteini Pálssyni og Jóhanni Haukssyni og Hallgrími Helgasyni að ég get bara hrist höfuðið.

Allir hljóma þeir svo sem trúverðugir en hvað veldur því að þeir sjá málið á svo ólíkan hátt. ég hef svo sem lesið um þá tilhneigingu fólks að sjá og túlka hluti í takt við það sem passar þeim sjálfum.Manneskjan getur verið ótrúlega blind á það sem ekki passar inn í hennar heim.

Alvarlegar ásakanir ganga í rauninni í báðar áttir. Þorsteinn segir frá hinu rétta í Fréttablaðinu í dag. sé það raunin þá er Jóhann Haukss. frekar ódrengilegur í sínum pistlum og Hallgrímur greinilega hlynntari Jóhanni (Fréttablaðið í gær)því að hann sér það rétta hjá honum. Þorsteinn vitnar í grein Hallgríms og segir að hann verði síðan sjálfur að standa fyrir sínu.

En hvað veit ég? Mér fannst eiginlega ég hafa sóað tíma mínum í að lesa pistla sem greinilega eru ekki byggðir á traustum grunni, þar sem að mönnum ber talsvert mikið á milli. Eini tilgangurinn væri þá sá að vekja máls á þessu hér í blogginu. Ég hef staðið mig að því, stundum þegar ég les blöðin að ég tek mark á því sem ar stendur. Samt veit ég um mörg mál, sem hafa birst á síðum blaðanna þar sem farið er með rangt mál eða mistúlkanir, jafnvel rangtúlkanir ( fréttin selur betur) hafa átt sér stað.

Ég hef samt það mikla þörf til að fylgjast með samfélaginu og því hvernig menning okkar breytist smátt og smátt með hegðun fólksins. Mikið vildi ég nú óska þess að einn af þeim þáttum væri meiri hreinskiptni að fólk einfaldlega segði satt frá og myndi draga úr þeirri þörf að vera alltaf að túlka orösk orða annarra. En þetta er nú auðvitað fjarlægur draumur sem er því miður ekki líklegur til þess að rætast.

Mér er því nær að láta mig dreyma um mína þátttöku (hegðun) í samfélaginu því að það er víst eini vettvangurinn sem ég get haft áhrif á ( mín eigin hegðuð) ;) 


mbl.is Unnið að starfslokasamningi Jóhanns Haukssonar við Fréttablaðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá er bara að bíða og sjá

Á morgun fáum við að vita hverjar sameiginlegar áherslur Framsóknar- og Sjálfstæðismenn hafa komist niður á. Báðir láta vel yfir viðbrögðum sinna flokksmanna þá eigum við eftir að sjá hvernig almenningi líst á.

Mér finnst þetta áhugavert og er ekki kvíðin niðurstöðu þeirra. Eins og komið hefur fram þá eru þessir flokkar vanir að vinna saman. Margir eru að tala um leikskólamálin og hafa áhyggjur af því að lítið verði úr þeim loforðum. Það eru alltaf tvær hliðar á öllum málum. Ég er nú sjálf 5 barna móðir og veit hve mikil bót það hefði verið að hafa frían eða ódýran leikskóla. Ég hef því fullan skilning á afstöðu barnafólks. Ég þekki hins vegar ekki hvernig það er að vera barnlaus og jafnvel öryrki eða atvinnulaus, en ég heyrði einmitt skoðun þeirra hér um daginn. 

Þeim fannst þetta ekki vel farið með peninga borgarinnar. Það er auðvitað sjónarmið út af fyrir sig og þegar ég setti mig inn í það þá var það líka vel skiljanlegt. En svona er lífið það er aldrei ein hlið á málinu, heldur tvær eða fleiri....

Ég hefði hins vegar viljað sjá frítt í strætó þar sem ég er sérstakur áhugamaður um það að draga úr umferðarþunga, uppspændu malbiki (svifryksmengun) og útblástursmengun.


mbl.is Sjálfstæðismenn og Framsókn funduðu með flokksmönnum í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert smá hvað HM er ómissandi fyrir suma ;)

Enginn púls fannst á Maríu gömlu 94 ára, en sonur hennar og læknir höfðu báðir gengið úr skugga um það. Hún var látin. Allt í einu rís hún upp og sðyr hvenær næsti leikur Þjóðverja sé. Líklega hefur nú fólki verið nett brugðið og fræddi læknirinn hennar hana um það að hún hafi verið látin, en nei, nei hún tók það nú ekki í mál. Fyrst ætlaði hún að sjá hvort Þjóðverjar yrðu heimsmeistarar. 

Það lítur bara út fyrir að gamlar konur lifi lífinu lifandi, ein 102ja að taka þátt í kvennahlaupinu á Íslandi og önnur 94 að fylgjast með boltanum. Ekki öll nótt úti enn :) 


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svona eiga konur að vera!

Hundrað og tveggja ára að taka þátt í kvennahlaupi. Svona eiga konur að
vera. Heilsan er auðvitað mikilvægasti þátturinn þarna eins og svo víða
annars staðar. Þetta hlýtur að hafa verið gaman fyrir hana Torfhildi.
Ég samgleðst með henni, það hefði verið gaman að vera á staðnum og
getað óskað henni til hamingju í eigin persónu. Ef að einhver
aðstandandi hennar les þetta þá bið ég viðkomandi um að koma
heillaóskum til skila ;) 
mbl.is Elsti þátttakandinn í kvennahlaupinu var 102 ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stúdentsskírteinið

Jæja það var nú ekki allt búið, þó að öllum einingum væri lokið þá var ég auðvitað að gera þett á óhefðbundnum tíma. Engar útskriftir frá Sumarskólanum og ekki nema í maí og desember í FÁ. 

Ég hafði sótt um skólavist í HÍ fyrir 5 júní með fyrirvara um að ég næði prófunum. En til þess að hægt væri að samþykkja mig inn í skólann þá þurfti ég stúdentsskírteini eða a.m.k. afrit af slíku. Sumarskólinn hefur þann sið að senda einkunnir rafrænt til þeirra skóla sem nemendur stunda nám við.

Þegar Sumarskólinn hafði skilað af sér einkunnum þá voru allir farnir í sumarleyfi í FÁ. Ekki var þeirra að vænta aftur fyrr en um prófatíma fjarnámsnemenda eða eftir verslunarmannahelgina. Ég var nú orðin frekar óörugg þar sem að það þurfti að vísa nemendum frá Háskólunum vegna mikillar aukningar á aðsókn. Ekki yrði tekið við neinum undanþágum þannig að ég varð að fá skírteinið.

Ég mætti upp í FÁ um leið og opnað var fyrsta dag eftir sumarleyfi. Þá voru menn og konur auðvitað rétt aðhita upp og ekkert nema eðlilegt við það. Iðnaðarmenn voru þar að störfum og skrítið að koma þarna aftur við þessar aðstæður. Ég sagði afgreiðslustúlkunum á skrifstofunni ( frábærar konur) raunir mínar og allt var gert til þess að hjálpa mér að leysa úr þessum vanda.

Fyrst þurfti að finna Kristján Thorlasíus en hann sá um frágang á bráðabirgðaskírteini, staðfestingu um að ég hefði lokið námi þó að formleg útskrift færi ekki fram fyrr en í desember. Þegar hann var búinn að þessu þá þurft að finna skólameistara til þess að undirrita skjalið. Upphófust nú hlaup um skólann upp og niður stiga og úr vesturálmu yfir í austurálmu.

skólameistari hafði skilið símann sinn eftir á skrifstofunni sinni þannig að við gátum ekki nýtt okkur tæknina. að lokum fundum við hann og undirritaði hann nú skírteinið með bros á vör.

Loftið var örlítið spennuþrungið og hugsaði ég með mér "alltaf þarf ég nú að gera hlutina aðeins öðruvísi en venja er til"

Ég dreif mig síðan beinustu leið upp í nemendaskráningu HÍ LOKSINS.....LOKSINS eftir öll þessi ár var ég á leiðinni í draumanámið mitt!!!

Vegna fjárhagserfiðleika okkar þá hafði geymt pening fyrir skólagjöldunum á sérreikning sem ég annars notaði ekkert. Ég var búin að vera með hann þar síðan í maí. Þegar búið var að lagfæra skráningu mína og samþykkja mig inn, ég búin að velja áfangana sem ég ætlaði að ástunda á haustönn og vorönn eins og alltaf er gert (þó ég hafi ekki vitað það), þá  var komið að því að greiða skólagjöldin. Það var lokaskrefið í þessu ferli til þess að skránig mín væri fullgild.

Þá tekur ekki betra við en að kortinu mínu er hafnað. Ég botna bara ekkert í þessu. Spennan hjá mér var það mikil að ég fattaði ekki strax að ég væri ekki með rétt kort! Ekki nóg með það, því þegar ég áttaði mig á því þá vissi ég að ég gæti auðvitað millifært en ég mundi bara ekki eftir því að til væru símar þannig að ég ók út Eiðistorg og millifærði þar í bankanum, fattaði þá að auðvitað hefði ég getað hringt og hahahahahahaha gat nú sem betur fer bara gert nett grín að sjálfri mér.

Jæja en nú gat ég sett punktinn fyrir ofan i-ið og byrjað að hlakka til septembermánaðar. Þá myndi væntanlega hefjast nýtt tímabil í lífi mínu :)))) 


Ég varð fyrir vonbrigðum þegar...

ég heyrði dóma um nýjustu Pixar myndina "Cars" Pixar hafa verið að gera stórfínar myndir en svo koma þessir hræðilegu dómar. Myndin allt of löng, takmörk fyrir því hve marga bílabrandara er hægt að segja í einni og sömu myndinni o.s.frv.

Ég hef greinilega gleypt við þessu því að helgaraðsókn myndarinnar í USA kom mér skemmtilega á óvart. Ég hef greinilega tekið mark á gagnrýnandanum sem ég var að lesa um daginn.  Ég er nú von að lesa svona pistla með gagnrýnu hugarfari en ég hef greinilega sofið á þeim verði um daginn.

Það verður gaman að berja myndina augum með syni mínum þegar þar að kemur :) 


mbl.is Bílarnir brunuðu á toppinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Magni hefur ákveðinn sjarma

Magni hefur sérstaka persónulega útgeislun. Ég væri ekkert hissa þó að
hann stæði eftir sem sigurvegari. Þetta er spennandi tækifæri og óska
ég honum bestu mögulegu velgengni. Það klæðir hann best að vera bara
hann sjálfur og lifa sig inn í það sem hann er að takast á við á
hverjum tíma.
mbl.is Magni næstum kominn í Rock Star: Supernova
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland góður staður til að fjalla um loftslagsbreytingar

Ég hlakka til að skreppa upp í HÍ á miðvikudaginn. fá tækifæri til þess að hlusta á vísindamennina ræða málin. Mér finnst Ísland fín staðsetning fyrir slíkan fund þar sem að við búum við tiltölulega hreint loft ef við berum okkur saman við önnur lönd. 

Ástandið hefur þó farið versnandi hér eins og annars staðar. Það verður áhugavert að fylgjast með því sem kemur fram á samráðsþinginu. 


mbl.is Samráðsþing um loftslagsbreytingar hefst í Reykjavík á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að hægja á beinþynningu

Ég er búin að vera í lífsstíls og heilsubótarstuði í dag. Google sjóðheitt af leit að bætandi áhrifum greips. Ég fann upplýsingar um að fræin ( steinarnir) væru afar hollir og að greipávöxturinn væri góður fyrir sýkingar í munni t.d. sár eða aumir gómar. Greipið á líka að vinna vel á magabólgum og magasárum ofl.ofl.

Síðan rakst ég á þessa síðu hér 

Ég á nú erfitt með að trúa þessu en hver veit, ef til vill eru það andoxunarefnin sem koma í veg fyrir beinþynningu. Sem sagt um að gera að fá sér ferskan greipsafa á fastandi maga á morgnana eða appelsínusafa ( á að gera sama gagn varðandi beinþéttni).  Rannsóknirnar hafa einungis verið gerðar á rottum og skila góðum árangri þar. Gæti bara vel verið að safinn virki líka vel á okkur mennina ,)


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband