Bloggfærslur mánaðarins, júní 2006
18.6.2006 | 20:27
Gaman hefði nú verið ef þau fjölguðu sér hér
Þau eru svo falleg aðmírálsfiðrildin. Það er synd að þau geti ekki fjölgað sér hér. Það skýrir auðvitað hvers vegna þau sjást sjáldan á Íslandi.
Ég myndi nú frekar vilja að vespan gæti ekki fjölgað sér á Íslandi en alls konar skrautfiðrildi gætu það í staðinn. en svona er lífið, oftast þurfum við að skreppa til útlanda til þess að njóta þeirrar fegurðar sem heitari landssvæði bjóða upp á.
Ég er alls ekki að gera lítið úr fegurð þeirra dýra og plantna sem þrífast eins norðarlega og Ísland er bara aðeins að svífa í dagdraumum um enn meiri fegurð til að skynja en til staðar er ;)
![]() |
Aðmírálsfiðrildi í Flóanum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.6.2006 | 17:11
Lesa hraðar, lesa hraðar,hraðar, hraðar....
Sólarhringurinn er að verða llt of lítill. Þar sem áhugi minn snýst um hegðun og eðli mannsins þá er af nægu að taka. Alltaf þegar ég les fréttir sem á einhvern hátt tengjast lífsmöguleikum mannsins, vellíðan hans, velgengni, sársauka og sorgum þá beinist hugur minn að því hvernig maðurinn gæti hámarkað getu sína í aðstæðum hverju sinni. Þá á ég ekki við "hvað sem það kostar".
Orð eru oft svo fátækleg eða að minnsta kosti geta mín til þess að nota þau til þess að tjá mig um það sem ég er að meina. Þörf mín fer vaxandi til þess að lesa meira og meira, meira, meira...... ;)
Ég sá í blöðunum fyrir nokkrum dögum síðan auglýsingu um hraðlestrarnámskeið. Þetta er ekki einhver bóla heldur hefur hraðlestur verið kenndur um nokkurt skeið. Ég les talsvert hratt, enda fékk ég góða punkta fyrir mörgum árum síðan hvernig ég ætti að beita mér. Þetta var bara einn mikilvægur punktur. Hann hefur nýst mér um langt skeið.
Ég ákvað að slá til ef að kennslan rækist ekki á við dagskránna mína sem er nokkuð þétt fyrir ,)
En viti menn, kennslan fer einmitt fram á kvöldi sem ég er alltaf laus. Þetta verður spennandi. Ég á eftir að tjá mig frekar um það hvernig þetta virkar á mig. Ég hef heyrt að algengasti aldurinn sé 15-25 ára en ég set það nú ekki fyrir mig. Mér finnst fólk á öllum aldurskeiðum áhugavert og ekkert eitt aldurskeið skemmtilegra í návist og samvinnu en annað. Þau eru bara ólík. Ég held einmitt að viðhorf okkar til annarra ráði oft miklu um það hvernig okkur gengur í samvinnunni við þá.
Sem sagt allar bækur sem ég á eftir að lesa mun ég vonandi fljúga í gegnum en ég veit ekki til þess að eins auðvelt sé að lesa hratt á netinu. Þetta á nú allt eftir að koma í ljós.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.6.2006 | 15:24
Ég hef nú verið að bíða eftir þessu í meira en ár
Ég yrði hissa ef hún biði sig ekki fram. Hillary er efnilegur frambjóðandi, ég heyrði því oft fleygt þegar Bill Clinton var forseti að hún ætti nú ekki minnstan þátt í velgengni hans.
Það tekur auðvitað sinn tíma að vinna sig inn eða upp í forsetaframbjóðandaferlið í Bandaríkjunum, en ég held að hún sé efnileg í embætti forseta.
![]() |
Vísbendingar um að Hillary Clinton hyggi á forsetaframboð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.6.2006 | 15:18
Þetta kalla ég fyrirhyggju
Plöntufræjabanki, söfnum fyrir framtíðina. Frábær hugmynd vísindamanna að varðveita við bestu skilyrði hinar ýmsu plöntutegundir. Þangað má sækja fræ ef að plöntusjúkdómar eða annar óskundi eyðir einhverri tegundinni.
Þetta er öryggisventill framtíðarinnar. Mér finnst fólk líka almennt vera að velta meira fyrir sér hinum ýmsu þáttum sem gætu skaðað lífsafkomu manna, dýra og planta eða ætti ég ef til vill að segja lífs á jörðinni. Mér finnst þetta fyrirhyggja af bestu gerð. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið.
Hver veit hvert þeir stefna næst?
![]() |
Fræ allt að þriggja milljóna plantna varðveitt í sífreranum á Svalbarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.6.2006 | 12:34
Almenna sálfræðin
Þetta var almennt talið erfiðasti áfanginn enda 5 einingar á meðan hinir voru 4 eða jafnvel bara 3 einingar. Mér fannst áfanginn skemmtilegastur og hefði viljað kunna hraðlestur. Bókin er yfir 700 síður. Þrjú hlutapróf voru þreytt í þessum áfanga í byrjun október, nóvember og desember. Það var fyndið hvernig ég breytti um námstækni eftir hvert hlutapróf.
Til þess að geta haldið náminu áfram eftir áramótin þá þurfti að standast þennan áfanga. Þetta var því tvímælalaust mikilvægasti áfanginn á haustönn. Ég lagði því áherslu á hann. Tölfræðin fannst mér hins vegar ekki mjög áhugaverð enda gekk mér verst í henni.
Ég var vön háum einkunnum í fjölbraut eins og fleiri nemendur sem sækja í þetta nám. Við þurftum nú að venjast því að fá lágar einkunnir. Mjög algengt er að meðaleinkunn í áföngum sé á bilinu 4,5 til 6 sem mér finnst mjög lágt.
Ég stóðst alla áfangana nema tölfræði I en þar var ég með meðaleinkunn 4,5. Tæplega helmingur nemendanna féll í þessum áfanga. Ég var þó nokkuð fyrir ofan meðaleinkunn í almennu sálfræðinni og var því örugg áfram í námið eftir áramótin. Tölfræði I þyrfti ég hins vegar að taka aftur í ágúst eins og fleiri.
Það var mikið spennufall um jólin. Ég var í síðasta prófinu (minnir mig) 18. desember og vorönnin byrjaði ekki fyrr en 17. janúar. Þetta er með meiri hátíðarstemningu sem ég hef upplifað og fann ég fyrir miklu þakklæti til fjölskyldu minnar, tengdafjölskyldu og vina sem öll studdu mig áfram hver á sinn einstaka hátt. Það verður aldrei of oft sagt hve stór þáttur í velgengni og hamingju einstaklingsins félagslegu samskiptin eru. Ég er rík kona á þann hátt. Ég var nú bara orðin svolítið löt þegar skólinn byrjaði eftir áramótin.
Námið var skemmtilegra en mig hafði grunað. Ég hlakkaði til að halda árfram eftir áramót. Ég var þó búin að sjá að einhverju þyrfti ég að breyta því að meðaleinkunnin mín var bara 7,17 eftir haustönn, en ég þarf að ná 7,25 lágmark til þess að eiga möguleika á framhaldsnámi. Þá er ég að tala um réttindanám (starfsleyfi) eða MA (mastersnám). BA í sálfræði er ekki mikilsvirði held ég svona eitt og sér, þó að það sé mjög gagnlegt nám.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.6.2006 | 11:59
Rosalega lýst mér vel á hann Geir
Hann er trausturvekjandi, yfirvegaður og var um orðin sín. Ég tek sérstaklega undir það með honum að gera útlendingum sem setjast hér að kleift að læra íslensku. Útlendingar verða síður hluti af samfélagi okkar ef þeir læra ekki íslenskuna.
Þeir mynda þá hópa innan samfélagsins sem jafnvel eru einangraðir eða aðskildir frá heildinni. Einnig er það slæmt þegar þeir fara að vinna við þjónustustörf og geta ekki talað málið. Mér þótti það til dæmis frekar sorglegt þegar móðir mín lá á Grund að starffólkið sem vará allan hátt gott starfsfólk skildi ekki fyrirspurnir eða óskir þeirra sem lágu þar og gátu ekki gert sig skiljanleg. Gamla fólkið þarna kunni jafnvel bara tungumálið sitt íslenskuna, sem dugði ekki til að biðja um aðstoð.
Það er líka einkennilegt að fara á kaffihús eða út að borða og þurfa að panta á ensku á íslensku veitingahúsi! Ég hef lent nokkrum sinnum í þessu hér í Reykjavík og fannst þetta eiginleg fyndið, rosa skrítin tilfinning. Þetta er svo sem ekkert tiltökumál fyrir þá sem geta talað annað tungumál en íslenskuna en það eru bara ekki allir sem geta það.
Það er því mikilvægt að útlendingar sem sækjast eftir því að setjast að á Íslandi geti fengið tækifæri til þess að læra málið, að það sé til dæmis ekki of dýrt fyrir þá. Margir þessara útlendinga eru ekki efnafólk, heldur fólk sem kemur hingað til þess að öðlast meiri lífsgæði heldur en er í þeirra heimlandi. Ég er sannfærð um það að lífsgæðin verða meiri þegar fólkið getur tjáð sig á íslensku.
![]() |
Verðmætin í sögu og tungu mega ekki gleymast í velmegun og útrás |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.6.2006 | 11:40
Að hita upp fyrir sumarsmellinn í ár ;)
Í gærkvöldi barði ég augum myndina "Pirates of the Caribbian " og hafði svo gaman af henni.Snilldarmyndir sem vefja bröndurum inn í annars þokkalegan spuna. Ég ætla mér sannarlega að sjá mynd númer tvö í sumar og hlakka til að komast að því svona fyrir mig hvort hún verði ekki besti smellur sumarsins. Johnny Depp leikur svo skemmtilega ævintýralegan karakter.
Það er ágætis samantekt um hann hér
Þessi mynd inniheldur svo margt, spennu, grín, ævintýramennsku, rómantík, klógindi ofl. ofl. Ég var undrandi á því hvað ég hafði gaman af því að horfa á hana aftur. Er ekki mikið fyrir að horfa oft á sömu myndina nema þær sem eru þess eðlis að erfitt er að ná innihaldinu í einu áhorfi.
Þá dettur mér í hug myndin "What the Bleeb Know" sem er eins konar viðtalsmynd ( ekki handrit) en ég þarf einmitt að horfa á hana aftur áður en ég fjalla um hana hér.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.6.2006 | 11:27
Gott gæti orðið mun betra
Ég er mjög hrifin af mbl.is Þar get ég lesið fréttirnar þegar mér hentar. Viðmótið er þægilegt og fljótlegt að velja það sem ég legg áherslu á eða hef mestan áhuga á þá stundina. Það kemur því ekki á óvænta að heimsóknum á mbl.is hafi fjölgað.
Ég hef rekið mig á það þá daga sem ég nota tölvuna mikið að það er tiltölulega lítið nýtt í öðrum fréttamiðlum. Yfirleitt er ég búin að lesa um þær á mbl.is
Eitt myndi nú samt auka gleði mína enn frekar og það væri ef erlendum fréttum og alls konar könnunum fylgdu heimildir. Oft langar mig til að lesa meira, stundum á ég erfitt með að trúa því sem ég er að lesa t.d. um kannanir og þá myndi ég vilja geta átt þess kost að skoða tölulegar upplýsingar eða myndrit enn frekar.
Ég er því afar glöð þá sjaldan gefinn er kostur á því að linka sig inn á aðra síðu þar sem hægt er að fræðast meira um málið. Yfir höfuð er ég samt ánægð. Ég er frekar fréttafíkill en hitt. Sjónvarpsfréttir hafa verið ofarlega á lista hjá mér þar til ég fór nýverið að nota mbl.is. Mér finnst gaman að fylgjast með og það hentar mér vel að geta gert það eins og boðið er upp á á mbl.is
![]() |
Heimsóknum á mbl hefur fjölgað frá síðustu fjölmiðlakönnun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.6.2006 | 07:53
Gangi honum vel með ritgerðina sína
Það er nefnilega ótrúlega mikil spenna og áreiti frá huganum sem fylgir því að vinna stóra upphæð og alveg sérstaklega ef að þú ert vanur eða vön að hafa lítið.
Ég fékk nú bara (;)) eina milljón í vinning í apríl síðastliðnum þá á þröngum fjárhagslegum tímamótum. Ég varð auðvitað rosglöð með vinninginn og ætlaði bara að verja honum í skynsamlega hluti og þyrfit því ekkert að vera að hugasa um hann. Gerði heiðarlega tilraun til þess að læra enda stutt í prófatíð, en viti menn það voru bara í tíma og ótíma alls konar draumar og pælingar að skjótast upp í huga mér. Mér gekk erfiðlega að halda einbeitingu í þrjá daga. ég gekk því frá niðurgreiðslu skulda og gat þá einbeitt mér aftur. En eitt var ég meira þakklát fyrir en annað og það var að hafa ekki dottið í lukkupottinn daginn fyrir próf hjúkk....
Ég samgleðst með námsmanninum með 14 millurnar sínar og vona að hann geti einbeitt sér að ritgerðinni sinni.
![]() |
Blankur námsmaður vann 14 milljónir á skafmiða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.6.2006 | 07:39
Snilldarkerfi
Enn ein staðfestingin á því hve vel líkaminn er gerður til þess að lifa af. Því meira sem ég les um starfsemi líkamans þeim mun hrifnari verð ég. Mér fannst getnaðurinn og vöxtur og þroski fóstursins alveg þvílíka kraftaverkið. Mér fannst nú bara mesta furða hve mörg börn verða til og það fullsköpuð. Þetta kerfi er stórkostlegt eða kraftaverk eins og ég var vön að kalla það.
En nú í vetur þegar ég var að læra lífeðlislegu sálfræðina þá heillaðist ég nú alveg upp úr skónum af heilanum og taugakerfinu. Það er ótrúlegt hve vel heilinn er varinn. Að vísu velti ég nú fyrir mér hversu gott það er í sumum tilfellum eins og Þegar fólk neytir áfengis. Þá fækkar upptökustöðvum (til að vernda heilann fyrir víninu) þess vegna þarf fólk alltaf meira og meira vín til þess að finna á sér.
Vínmagnið verður samt alltaf meira og meira í líkamanum og það fer auðvitað illa með annað t.d. lifrina. Það tekur lifrina langan tíma að losa sig við áfengið, sem er einn af orsökum skorpulifrar. Heilinn er hins vegar varinn fyrir eiturefnum eins lengi og hægt er.
En talandi um þörfina að leggja sig eftir matinn tengist afkomugetunni. Ég hef líka tekið eftir því þegar ég er að fara í próf að það borgar sig ekki fyrr mig að borða áður en ég fer. Það þarf að gerast minnsta kosti 2 klukkustundum fyrir próf. Mér finnst það koma niður á einbeitingunni enda tekur meltingin til sín gífurlega orku þegar verið er að melta fæðuna.
Já mér finnst alltaf gaman af pælingum um manneskjuna ( eiginlega á öllum sviðum) ;)
![]() |
Síðdegisblundurinn útskýrður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tenglar
Heimasíður
Heimasíður til fróðleiks og skemmtunar
- Lifeðlisleg sálarfræði Spennandi rannsóknir
- Mind and Life Áhugavert
- Vísindagreinar á PubMed
- Okala foundation Kanadískt stryktarfélag fyrir fátæk börn í Camroon í Afríku
Nýjustu færslurnar
- Meðan ábyrgir leiðtogar fagna í Moskvu flaðra krataeigirnar upp um blóðhunda NATO
- Neyð dáinnar túngu
- HÚN VERÐUR AÐ RÆÐA VIÐ HANN UM MÁLEFNI ÍSLANDS OG VARNARSAMNINGINN VIÐ BANDARÍKIN.....
- Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða og þeirra sem erfa munu landið
- Raunverulegur þáttur Úkraínu í síðari heimsstyrjöldinni.