Bloggfærslur mánaðarins, maí 2006
31.5.2006 | 19:05
Mál til komið
Rétt hjá Valgerði. Fólk á að vera málefnalegt, alveg sama hverju verið er að mótmæla. Mótmæli eiga fyllilega rétt á sér, en þegar ráðist er að persónunni þá á að taka á því. Það mætti halda að Valgerður ein hafi haft valdið en ekki allir 44 þingmennirnir, þingmennirnir sem voru lýðræðislega kosnir af Íslendingum til þess að taka ákvarðanir.
Valgerður kærir hótanir á mótmælaspjaldi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.5.2006 | 17:18
Hvernig lík eru lögð til
Ég fór að þjóminjasafnið fyrir stuttu og bloggaði einmitt um það hér. Þar skoðaði ég meðal annar mjög heillega beinagrind ( mér leið eins og ég væri að ganga á gröf). Það sem ég tók sérstaklega eftir var hvernig líkið hafði verið lagt til. Ég reikna með því að fornleifafræðingar leggi beinagrindurnar til eins og þær fundust. Get mér þess til. Líkið hafði sem sagt verið lagt í fósturstellingu. Lá á hlið með bogin hnén. Umræða skapaðist um þetta og þótti þeim sem þátt tóku líklegt að þetta kæmi til vegna þess að Íslendingar sváfu í litlum rúmum með bogin hnén.
Nú var ég að lesa grein um fornleifafund í Forum Romanum í Rómaborg og tók eftir að líkið sem þar hafði verið lagt til fyrir u.þ.b. 3000 árum síðan, sem reyndar er forvitnileg vitneskja þar sem kenningar hafa verið uppi um upphaf Rómarbyggðar fyrir u.þ.b. 2700 árum, lá á bakinu með hendur niður með síðum.
Þekkir þú ástæðuna fyrir ólíkum aðferðum við að leggja til lík?
Formóðir fornra Rómverja fannst í Forum Romanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.5.2006 | 17:01
Allt hefur sína kosti og galla
Vísindaskáldskapur að verða að veruleika? Ég hef verið aðdáandi vísindaskáldskapar. Það er heillandi að hvíla sig á raunveruleikanum og lifa sig inn í ævintýri skáldskaparins. En brátt gætu myndir um huliðshjálma ekki talist til skáldskapar. Ég ætla nú ekki að örvænta því það er til svo margir snilldar rithöfundar að þeir skálda bara einvherja nýja snilld sem vísindamenn glíma síðan við að gera að veruleika í ókominni framtíð. Það væri nú ef til vill ráð að líta á gömlu sögurnar og spá í hverju hægt er að eiga von á í framtíðinni ;)
En óneitanlega opnast ýmsar leiðir með huliðshjálm úr efni sem leiðir ljósið hjá sér. Þá er ég ekki bara að tala um í hernaði en líklega verður það fyrst notað þar ( ef til vill því miður) en svona er lífið í dag, en hugurinn fór á flug hjá mér, hvað með rannsókaraðila, einkaspæjara svo eitthvað sé nefnt.
Þó að mig hrylli að vissu marki við tilhugsuninni að "stóri bróðir" eigi enn hægara um vik þá get ég ekki annað en samglaðst með vísindamönnunum. Það hlýtur að ver gaman að glíma við sl+ikar þrautir og lenda svo viðunandi lausn. Það er með þetta eins og flest annað í lífi okkar, allt hefur sína kosti og galla.
Vísindamenn hanna huliðshjálm | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.5.2006 | 14:33
Ég verð bæði reið og sorgbitin
Að ginna 15 ára stúlku til þess að smygla kókaíni eða yfirleitt að ginna ungt fólk til þess að smygla eiturlyfjum gerir mig bæði reiða og sorgbitna. Ég geri mér fulla grein fyrir því að það hefur ekkert upp á sig að reiðast en tilfinningar eru tilfinningar og erfitt að koma í veg fyrir að þær poppi upp, hins vegar er hægt að takast á við þær.
Eiturlyfja og smyglhringir einbeita sér væntanlega að því að finna leiðir til þess að koma efninu á milli landa. Það er því til lítils að einbeita sér að þeim. Þeim verður ekki breytt nema að það sé eitthvað sem þeir velja sjálfir. En hvað ræður því að 15 ára unglingur er fáanlegur til þess að smygla efninu?
Vita unglingar ekki um áhættuna sem fylgir þeim verknaði? Ef að það er ástæðan að 15 ára unglingar geri sér ekki grein fyrir hvaða afleiðingar þeta hefur fyrir þá sjálfa og jafnvel fyrir alla væntanlega neytendur efnanna þá þarf að fræð þá. Það ættu foreldrar að gera og jafnvel ætti slík fræðsla að vera í skólum.
Þegar ég var unglingur þá var sýnd mynd sem að reyndar tengdist því að aka undir áhrifum áfengis. Myndin var blóðug eins og hún situr í minningu minni, en hún hafði áhrif á mig. Ég myndi vilja að fræðsla um allt það sem snertir ferli eiturlyfja frá ræktun til neytanda væri sýnt í skólum fyrir 14 - 16 ára ugnlinga. Unglingar er ekki minna þroskaðir í dag en 1970 og þeir horfa nú þegar á efni á DVD og í sjónvarpi eða bíóum sem er blóðugt. Því ekki að vekja þau til vitundar? Ef til vill gæti það komið í veg fyrir misnotkun manna og kvenna sem veigra sér ekki við að ginna ungt fólk til slíkra gerða.
Ég er sorgbitin vegna stúlkunnar sem nú þarf að horfast í augu við það að hafa látið ginnast eða hverngi svo sem þetta hefur atvikast. Foreldrar fræðið börnin ykkar allir aðrir sem vettlingi geta valdið. Við viljum ekki að ungt fólk hefji lífsferil sinn á þennan hátt ef hægt er að komast hjá því.
Reyndi að smygla kókaíni í leikfangabangsa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.5.2006 | 12:53
Maðurinn hefur alltaf haft gaman af því að skilja umhverfi sitt
Einu sinni hélt maðurinn að jörðin væri flöt og að Guðirnir sýndu reiði sína með því að skekja landið og láta fjöllin spúa eldi. Vísindin hafa svo í aldanna rás sýnt okkur og sannað á margan hvernig efnis heimurinn er og hvað veldur þessu og hinu. Ég las í fréttunum ekki bara eina heldur tvær greinar sem tengjast nýjum upplýsingum sem breyta þeirri vitneskju sem við áður höfðum. Eins og að á Norðurpólnum hafi ríkt hitabeltislofslag fyrir u.þ.b. 55 milljónum ára og að meðalhiti þar hafi verið mun meiri en áður var haldið. Aðalástæðan hafi verið gróðurhúsaáhrif sem hafði hækkað hitastig jarðar.
Þetta er áhyggjuefni vísindamanna í dag að hitastig sem einmitt að hækka á jörðinni vegna gróðurhúsaáhrif. Vonandi hreyfa svona fréttir við einstaklingum jafnt sem fyrirtækjum og öllum þeim sem taka þátt í því að auka loftmengun. Grænt er vænt. Það er einmitt það sem talið er að hafi gerst að ákveðin burknategund hafi breitt úr sér og unnið gegn koltvísýringnum þar til að hitastig fór að lækka aftur. Nú er um að gera að hvetja alla til enn frekari ræktunar.
Hitabeltisloftslag ríkti á norðurskauti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.5.2006 | 10:41
Kærleikurinn sýndur í verki
Fæðing Shiloh Nouvel dóttur Angelina Jolie og Brad Pitt´s gæfa fyrir börn í Namibíu. Það er gaman að lesa fréttir af fólki sem leggur sig fram við að hjálpa náunganum ekki síst minnstu bræðrum sínum og systrum, börnum heimsins. Það hlýtur að verða góð tilfinning fyrir Shiloh Nouvel þegar hún eldist að vita til þess að fæðing hennar hafi bætt aðstöðu margra fátækra barna í Namibíu.
Já þau eru töff karakterar Brad Pitt og Angelia Jolie og sýna kærleikann í verki. Ég er stolt af þeim.
Jolie og Pitt styrkja fátæk börn í Namibíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.5.2006 | 17:28
Ábending til lagahöfunda að semja ekki væmin og vinsæl lög í Bretlandi
Ef lagahöfundi tekst að semja vinsælt lag og það er einnig væmið þá á hann það á hættu að það verði bannað í útvarpsflutningi. Þetta á alla vegana við í Bretlandi nánar tiltekið á útvarpsstöðinni Essex FM og sérstaklega ef lögin eru falleg eða væmin eins og fram kemur í fréttinni.
Það er þokkalegt eða hitt þó heldur að það að vera of geðþekkur geti komið þér á bannlista. Fólk er bara búið að fá nóg.
Lög James Blunt bönnuð á breskri útvarpsstöð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.5.2006 | 16:52
Mér hlýnar um hjartaræturnar
Oft hef ég dáðst að björgunarsveitamönnum enda full ástæða til. Þeir leggja sig oft í mikla hættu og gera alltaf allt það sem mannlegur máttur leyfir þeim. Nú hef ég verið að fylgjast með hvernig fimmenningunum reiðir af sem lentu í snjóflóðinu á Hvannadalshnjúk.
Þyrlunni tókst ekki að lenda vegna lélegs skyggnis. Í fyrsta sinn sem vitað er stökkva björgunarmenn úr þyrlu til þess að sinna björgunarstörfunum. Já við getum svo sannarlega verið stolt af björgunarsveitarmönnum sem gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að koma hinum slasaða eða týnda til hjálpar.
Þökk sé þeim öllum
Björgunarmenn stukku í fallhlífum á Hvannadalshnjúk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.5.2006 | 12:44
Ætli verðið ráði ekki miklu?
Samkvæmt nýrri skýrslu um netgæði í OECD löndum sem nýsjálenska stofnunin InternetNZ hefur gert þá koma Íslendingar ekki vel út. Ég vil nota tækifærið og hrósa þeim sem sendu fréttina inn á mbl.is fyrir að hafa tengil með frekari upplýsingum með.´
Þetta gladdi mig mikið þar sem ég sendi bréf þess eðlis til þeirra, því oft hefur mig langað til þess að kynna mér málin betur ;)
En sem sagt kostnaðarþáttur okkar dregur úr netgæðum samkvæmt þeim staðli sem þeir nota til að meta stöðu landanna. ég sá það líka í skýrslunni að við mættum bæði ná því að lækka verðið en einnig að auka hraðann.
Gaman, gaman að láta sig dreyma um það
Netþjónusta á Íslandi fær ekki háa einkunn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.5.2006 | 11:14
Hulduhrútslegur .... hvað er nú það?
Takk fyrir Össur að bæta íslenska orðaforðann minn. Ég var að lesa áhugaverða grein um samskipti Íslands, Bandaríkanna og NATO. Þar klingir Össur út með lýsingu á Jaap De Hoop Scheffer að hann hafi verið hulduhrútslegur.
Ég stamaði aðeins á orðinu og fylltis af löngun til þess að vita hvernig maðurinn var. Var hann leyndur, hulinn, falinn hrútur. Hvað þýddi það þá þegar sagt væri að maðru væri hrútur? Ég fann ekkert um það að vera hrútslegur bara hrútleiðinlegur sem þýddi mjög leiðinlegur. Ég dró því þá ályktun að maðurinn væri mjög falinn, leyndur, leyndardómsfullur....
Þá datt mér það snjallræði í hug að fletta upp orðinu hulduhrútslegur og viti menn það er til í orðabókinni. Ég sem var búin að pæla þetta allt út. Hulduhrútslegur er sá maður sem lætur ekki hreinskilnislega upp álit sitt. Ég var nú ekki svo langt frá því hann virðist hafa verið að fela eitthvað.
Þá fór ég að velta fyrir mér afhverju þetta orð heyrist ekki alltaf um stjórnmálamenn á kosningatímum.
Ætli það sé vegna þess að Ísland er ekki lengur bændasamfélag? Þess vegna minna af hrútamáli í gangi en ég hef nú samt oft heyrt talað um hrútleiðinlegt fólk þó að hundleiðinlegir einstaklingar sæki nú stíft á. Enda hundahald ríkara en hrútahald í lífsstílnum okkar í dag!
Framkvæmdastjóri NATO segir bandalagið muni bregðast við ef viðræður Íslands og Bandaríkjanna skila ekki niðurstöðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Af mbl.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Heimasíður
Heimasíður til fróðleiks og skemmtunar
- Lifeðlisleg sálarfræði Spennandi rannsóknir
- Mind and Life Áhugavert
- Vísindagreinar á PubMed
- Okala foundation Kanadískt stryktarfélag fyrir fátæk börn í Camroon í Afríku