Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2006

Afhverju skiptir það ekki máli?

Hvað veldur því að fólki finnist ekki skipta máli hvort það notar atkvæði sitt í kosningum? Það er orðið ljóst að þátttaka var um það bil 4% lakari en í síðustu kosningum. Þetta er ekki bara að gerast á Íslandi. Áhugi fólks virðist fara minnkandi. Ég hef spurt nokkra sem orðið hafa á vegi mínum síðan á kosningadag og svörin sem ég fæ eru "það breytir engu hvort eð er" 

Ég er ekki sammála því en engu að síður þá er það skoðun þeirra sem þetta segja. Ég horði á fréttir og kastljós á ruv í gær. Þar voru vegfarendur teknir tali. Einn af mörgum sem ekki hafði trú á þeim meirihluta sem myndaður hafði verið í Reykjavík, maður sem kominn var til ára sinna og þar af leiðandi væntanlega með þokkalega reynslu af kosningum og því sem kemur í kjölfar þeirra sagði " þeir hegða sér alltaf öðru vísi þegar þeir eru komnir með valdið" 

Þetta leiddi huga minn að öðru. Hvers vegna er svona erfitt fyrir stjórnmálamenn að segja sannleikann. Í fréttum og kastljósi voru oddvitar listanna í Reykjavík spurðir í þaula eins og undanfarna daga. Mest áberandi var þó flest það sem tengdist Ólafi F-lista manni en  þar fór tvennum sögum af því hvað hafði gerst annars vegar á milli Ólafs og hinna 3ja flokkanna sem sátu á morgunfundinum þegar ólafur fór í matarhlé og hins vegar það sem farið hafði á milli Vilhjálms og Ólafs. Það er augljóst að einhver eða einhverjir eru ekki að segja sannleikann. Afhverju? Það skil ég ekki.

Er þetta ef til vill ein af ástæðunum að fólk missir áhugann á að nota atkvæði sitt. Það er ekkert að marka það sem menn og konur segja fyrir kosningar. Eitthvað sem ég heyri oft.

Er pólitík ef til vill lík Survivor þáttunum til þess að sá hæfasti vinni þá þarf að beita klókindum og einn þáttur þeirra er að segja ekki sannleikann. Slæmt þykir mér þó að vita til þess að menn og konur velji þann kostinn að segja ósatt.

En ég kemst auðvitað ekkert lengra með þetta en ég lifi nú alltaf í voninni um að pólitíkusar framtíðarinnar standi upp úr vegna heiðarleika, sannsögli og því að vera menn og konur orða sinna! 

 


mbl.is Töluvert minni kosningaþátttaka nú en 2002
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott framtak gegn heimilisofbeldi

Það gladdi mig að frétta af því að Jón Kristjánsson félagsmálaráðherra hafi undirritað samning um framkvæmd verkefnis "Karlar til ábyrgðar"

Karlar eru í áberandi meirihluta sem gerendur í heimilisofbeldi. Meðferðarúrræði fyrir þá er mikilvægt skref til framfarar. Heimilisofbeldið verður oft vítahringur sem erfitt er að rjúfa. Þó að þolendur styrki oft hegðun karlsins með því að gefa eftir og hlýða skipunum hans eða öðru því sem hann er að reyna að ná fram með hegðun sinni þá geta þolendur lítið annað gert. Eina leiðin til þess að vinna með þennan vanda er því í gegnum gerandann. Sálfræðingar munu veita gerendum sem sjálfviljugir leita sér hjálpar. Ég vona að sem flestir sem eiga við þennan vanda að stríða finni þörf hjá sér til þess aðleita sér hjálpar. Mér finnst ólíklegt að gerendur fyllist vellíðan eftir slíkan verknað. Ég trúi því að þeir hafi fest í vítahring styrkingarferlis. Þ.e.a.s. með því að beita valdi þá ná þeir sínu fram, hvort sem það er bara þögn til þess að horfa á sjónvarp eða eitthvað stærra.

Allt of stór hópur kvenna og jafnvel barna líka verða fórnarlömb heimilisofbeldis. Samkvæmt frétt á mbl.si er talið að á hverju ári verði um 1100 konur þolendur þess. Ég hlakka til að sjá þær tölur lækka og gleðst yfir þessu framtaki sem getur verið einn af mörgum þáttum til þess að skapa betra líf á Íslandi.

 


mbl.is Skrifað undir samning um verkefnið „Karlar til ábyrgðar"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á Adamsklæðum einum saman á efsta tindi heims

Hvað gekk manninum til?

Vildi hann komast nær Guði? Margir hafa trúað því að því hærra sem þeir fara, komast sem næst himninum og á stað þar sem fáir fara ( innan við 1400 manns hafa farið á tindinn síðan 1953) komist þeir nær Guði. Aðrir að ef þeir séu á Adams- eða Evuklæðunum einum saman, eru bara eins og Guð skapaði þau þá komist þau nær Guði. Maðurinn var á Adamsklæðum einum saman í 3 mínútur en talan 3 tengist hinni heilögu þrenningu. Var það þetta sem maðurinn var að gera eða....

Vildi hann setja heimsmet og komast í heimsmetabók Guinnes eins og talsmenn hans segja. Ef það er rétt var þá tilgangur mannsins á sama tíma að gera það og nálgast Guð sinn á sama tíma eða......

Vildi hann sína vanvirðingu og hneykslun. Hefði þá ekki verið nóg að bera á sér óæðri endann? 

Nota Búddistar orðið Guð? Ég minnist þess ekki þegar ég tók viðtal vegna rítgerðar sem ég var að skrifa um Zen búddista. Þeir trúa ekki á Guð. Hvað ætli það þá þýði þegar sagt er að búddistar líti á fjallið sem Guð?

Ég vildi svo gjarnan fræðast meira um þetta. Hegðun einstaklingsins er ráðgáta sem ég spái mikið í og þörf mín að skilja hvað fær fólk til þess að hegða sér eins og það gerir bæði jákvætt og neikvætt fer vaxandi, enda er það aðalviðfangsefni sálfræðinnar að auka skilning á hegðun mannsins.

 


mbl.is Stóð berrassaður á hæsta tindi í heimi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslendingar að gera það gott í samvinnu við Jens Lien

Til hamingju Ingvar og Júlíus! Alltaf gaman að fá viðurkenningu fyrir vel unnin störf og Cannes er ekki af verri endanum eða þannig ;)

Ég hlakka til að berja myndina augum í haust, skondið efnisval. Ég hafði fregnir af því í dag að aðalpersónan væri í þyngdarlausu umhverfi og þyfti að vera í sérstökum stígvélum til þess að geta fótað sig. Er það ekki fyndið að þurfa þess í eigin lífi eftir dauðann.... hum


mbl.is Norsk-íslensk mynd vann til verðlauna á Cannes
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frítt fyrir alla í strætó og afnema skatta á reiðhjólum

Margt smátt gerir eitt stórt og maður líttu þér nær! Hver og einn getur auðvitað lagt sitt af mörkum til þess að draga úr gróðurhúsaáhrifum. En betur má ef duga skal. Hvað ef eftirfarandi væri sett í forgang?

Frítt sé í strætó fyrir alla, og skilvirkara leiðakerfi?

Einkabílalaus dagur einu sinni í viku ( svona eins og sjónvarpslausi dagurinn um árið)? 

Uppbygging hjólreiðastíga?

Afnám tolla og annarra skatta á reiðhjól?

Ræktun trjáa?

Ef að frítt væri í strætó fyrir alla þá væri það talsverður sparnaður fyrir meðalfjölskyldu og margir velja þann kostinn sem tekur minnst úr peningaveskinu.  Það myndi minnka gróðurhúsaáhrif bæði vegna útblásturs en ekki síður vegna svifriksins þegarnagladekkin rífa upp malbikið. Við minnkun bílaumferðar myndu vagnarnir halda vel áætlun, minna hætta á umferðarslysum sem sagt sparnaður á ýmsum sviðum á sama tíma.

Nýr lífstíll, hjólreiðamenning dregur ekki bara úr gróðurhúsaáhrifum heldur eykur brennslu, dregur úr fitusöfnun á líkamanum, bætir heilsuna hressir og kætir. 

Mér finnst þetta með strætu afar spennandi hugmynd sem auðvitað kostar mikla peninga. Auðvitað þarf að taka þá frá einhverju öðru og hér erum við að tala um fastan rekstrarkostnað eins og laun og viðhald vagnanna. Spurningin er því hvernig þetta er framkvæmanlegt. Ég efast hins vegar ekki um að þetta er hægt.

Ég styð því Evrópusambandið af heilum með von um batnandi menn sem lifa best. 


mbl.is ESB hvetur heimili til vinna gegn gróðurhúsaáhrifum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er við hæfi að segja?

Sjálfstæðisflokkur og Framsókn náðu að mynda meirihluta í borgarstjórn. Hvað er við hæfi að segja? Það er alltaf við hæfi að segja hug sinn. Framsóknarmenn með Björn Inga í fararbroddi sýna hugrekki og óska ég þeim velfarnaðar. Ég hlakka til þess að sjá hvernig Björn Ingi vinnur að þeim málum sem hann mun einbeita sér að. Hann geislar af lífi, ef til vill hefur nýji heilbrigði lífsstíllinn eitthvað með það að segja ;) sem er hið besta mál en mig grunar að það sé tlasverður töggur í honum ( annars hefði hann tæplega náð þeim árangri sem hann náði) Ég óska öllum þeim sem að meirihlutanum standa velgengni í samstarfinu.

Þetta er í fyrsta sinn sem tveir flokkar mynda meirihluta í borgarstórn en ekki í fyrsta sinn sem þessir tveir flokkar vinna tveir saman. Ég hef trú á því að þeir geti náð árangri í samstarfinu og hlakka til þess að sjá og lifa þær breytingar eða áhrif sem þeir munu skapa í Reykjavík.  


mbl.is Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson verður borgarstjóri í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lífið heldur áfram

Ég fyllist stollti og aðdáun þegar ég fæ fregnir af fólki sem horfir
til framtíðar, staðfast í trú sinni á batnandi líf. Ég vildi að ég gæti
óskað þeim til hamingju auglitis til auglitis, með tár í augum dáist ég
að þeim. Þetta eru sannkallaðir "survivours" eyðileggingin allt í
kringum þau, eldfjallið að gjósa og þau að einbeita sér að því að koma
heimili sínu í lag. Þó að athöfnin hafi verið látlaus þá er gleðin til
staðar mitt í allri eyðileggingunni. Já hvers er ekki maðurinn einmitt
megnugur!
mbl.is Gengu í það heilaga á hamfarasvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afhverju er ég ekki hissa?

Ef fólk les frambjóðendagreinarnar á síðu mbl.is þá skrifar Ólafur þar að flugvallarmálið sé stærsta málið. Ég á erfitt með að sjá að F listinn nái því máli fram. Það þýðir í raun að 4 flokka stjórn kemur heldur ekki til mála og því þarf Sjálfstæðisflokkurinn að leita til VG listans eða Framsóknar, Dagur var búinn að gefa þá yfirlýsingu að samstarf á milli D lista og S lista kæmi ekki til greina.

Ef til vill eru Framsóknarmenn ragir við að fara í samvinnu við Sjálfstæðismenn þar sem að þeir koma alltaf illa út í alþingiskostningum eftir slíkt samstarf. Enginn veit nú fyrir víst hvers vegna svo er, en Ólafur stjórnmálaspekingurinn sjálfur :) telur að gæti verið vegna þeirra sem eru á vinstrivæng Framsóknar. Kjósendur voru að kalla eftir breytingum það er nokkuð ljóst. Samstarf á milli VG og D er sannarlega breyting en líklegast finnst mér í stöðunni sem komin er upp að D og B munu á endanum renna í eitt. Þurrkast þá Framsóknarflokkurinn út í næstu kostningum eða? 


mbl.is Ekkert varð úr frekari viðræðum D og F-lista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brugðu sér í bústaðsferð með myndavélina

Þetta er nú bara eins og hjá Lalla Jones nema hann braust inn í hús og
lagðist með góða bók í rúm húsbóndans og sofnaði þar. Þessir brutust
inn í sumarbústað í Vaðnesi létu einnig fara vel um sig eins og Lalli
gerði um árið, en í heita pottinum ekki húsbóndarúminu, tóku myndir af
liðinu og skildur svo myndavélina eftir, eða þannig. 
mbl.is Brutust inn í sumarbústað en skildu eftir myndavél
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fleiri vilja flugvöllinn burt

Það eru ekki bara Reykvíkingar sem eru að pæla í því hvort flugvöllurinn þeirra sé betur staðsettur einhvers staðar annars staðar en hann er. Borgirnar sem voru minni þegar staðsetning flugvallanna var ákveðin og samgöngur ekki eins góðar og þær eru í dag, hafa verið að þenjast út. Nú er svo komið að margra mati að staðsetningin sé skipulagsslys. Sjálfsagt er það rétt ef við skoðum staðsetninguna miðað við núverandi aðstæður. Ef til vill eru þó flugvellirnir þáttur í stækkun byggðar. Betri samgöngur svo dæmi sé nefnt. Aðstæður í dag kalla á breytingar bæði hér heima á Íslandi og líka við London. Auðvitað eiga flugvellir ekki að vera inn í byggð. Margt mælir gegn því t.d. aukin slysahætta og megnun, bæði vegna útblásturs og hávaða.

Vangaveltur mínar í lok kosninga og staðsetnignu flugvallarins hafa aukist. Að hafa hann áfram í Vatnsmýrinni virðist vera eitt af aðalmálum F listans. Það hlýtur að vera stóri hnúturinn í að mynda meirihlutastjórn þar sem F listamenn væru þátttakendur. En allt getur auðvitað gerst í pólitík eins og síðustu áratugir hafa sýnt. 


mbl.is Vilja flytja Heathrow-flugvöll austur fyrir Lundúni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband