Leita í fréttum mbl.is

Þegar ein belja mígur verður annarri mál

Þannig var síðasta vika hjá mér. Allir hlutir að gerast á sama tíma í sömu vikunni. Eins og á öllum heimilum þar sem börn eru þá voru miklar annir vegna skólasetninga. Flestir á mínu heimili eru í námi. Það nám er stundað á öllum stigum nema leikskólastiginu.

Samkvæmt því sem ég hef nýlega lesið þá er áhugi fyrir því að færa grunn-grunn nám yfir á leikskólastigið og líst mér vel á það. Menntaskólaneminn mætti á fund í sínum skóla á þriðjudaginn, grunnskólaneminn mætti á miðvikudaginn og sjálf mæti ég upp í HÍ 4.sept.

En við ætlum að bæta um betur í vetur :) Barnabarnið mitt kemur til okkar frá útlöndum sunnudaginn 3. sept. Hann ætlar að búa hjá okkur um tíma. Hann átti auðvitað að byrja í skólanum á miðvikudaginn en mætir 4. sept eins og ég.

Fróðleikur hinna ýmsu stiga mun því flæða hér heima á öllum hæðum. Herforinginn ég er strax kominn með ákveðna strategíu til þess að allir fái að njóta sín og helst verði æstir í að fylla sig af fróðleik strax í upphafi og svo jafnóðum yfir allan veturinn. Engir smádraumar á ferðinni hér ;)

Það er svo stutt síðan að ég varð stúdent (formlega útskrifuð í desember á síðasta ári) að þegar ég fór með dóttur minni að kaupa skólabækurnar þá hlakkaði ég til þess að hún kæmist upp á annað ár. Þó eru náttúrufræðifögin fög sem ég lærði í fyrra sumar hahahaha.

Ég hlakka til að veita henni hjálp ef hún hefur áhuga og þörf fyrir hana. Nýju ára sonur minn lærði margföldunartöfluna hjá mér í sumar og hafði bara gaman af. Þegar hann sá margföldunarteninginn sem Office Store eða hvað sem búðin nú heitir auglýsit margföldunartenginn þá var hann æstur í að eignast hann. Ég hafði nú ekkert smá gaman af því. Þannig að nú ætla ég að kaupa handa honum eitt stykki tening svo hann geti rifjað upp án þess að  nota blöðin sem við skrifuðum saman.

Námsefnið í 7. bekk er líka áhugavert en mig grunar að fullorðnir hafi meira og meira gaman af því að hjálpa börnum við nám eftir því sem þau komast hærra á skólastigið eða þar til þau eru komin lengra en maður sjálfur. Þá er auðvitað hægt að njóta þess að þau fræði mann á því sem maður ekki þekkir.

Ég hlakka verulega til vetrarins. Nú ætlaði ég að taka mér smá frí svona eins og í eina viku, vera húsmóðir hum???????

Veit þó ekki hvort það nægir mér en ég horfi á skólabækurnar mínar og mig langar nú bara mest til að hefja hraðlestur á þeim, hita svona upp áður en törnin hefst.  

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Kominn strax hér. Þetta er eitthvað sem ég skil svo vel. Vá það er nóg að gera hjá þér í skólamálunum. Ég var einnig við skólasetningu sonardóttur minnar sem fer í 3. bekk og fór svo að staðfesta söngnámið mitt. Hlakka til að takast á við mín verkefni og veit að þú hlakkar líka til að takst á við þín. sé þig á blogginu. Jórunn

Jórunn Sigurbergsdóttir , 25.8.2006 kl. 09:24

2 Smámynd: Birna M

Ég veit ekki með grunnámið á leikskólastigið, er lærð fóstra, þó ég viti að sum börn séu farin að læra stafi og þvílíkt áður en skóli byrjar, dóttir mín þar á meðal. Ég er meira að segja að spekulera í að gefa stúlkunni margföldunarteninginn. En já það er satt, ég er að fara að bæta við mig líka og ætla í nám með vinnunni í vetur. Svo þetta með beljurnar er alveg satt:D.

Birna M, 25.8.2006 kl. 09:28

3 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Gaman að fá þig í heimsókn hingað Jórunn :) Hefurðu verið lengi í söngnámi? Málið er að ég er nánast alæta á tónlist. Hvað er fallegar en hljómfögur rödd sem söngvari getur beitt við mismunandi aðstæður í ólíkum lögum eða hlóðafæraleikari sem er liðugur og skapandi, þá á e´g við þegar hlóðfærið verður hluti af honum og hann hluti af því eða hljómsveitir og kórar þar sem ekki er nóg að hafa sólohæfnina heldur er mikilvægt að hafa hæfileikann að vera partur af heildinni. Ég hef mjög gaman af þessu öllu saman.

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 25.8.2006 kl. 09:30

4 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Ég er svolítið spennt fyrir þessu með leikskólastigið Birna. Ég hefði gaman af því að heyra meira af þínu áliti af því sem fóstra. Heldurðu að þessi hugmynd að færa grunninn í tölum og lestri inn á leikskólastigið sé frekar til trafala en til góða fyrir börnin sem heild? Verður það ef til vill til þess að breikka bilið á milli barnanna þegar þau byrja í grunnskólanáminu?

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 25.8.2006 kl. 09:33

5 Smámynd: Birgitta

Ég myndi halda að ef þeir ætla að færa grunninn inn í leikskóla þurfi hann að vera skylda. Enda held ég að öll börn hafi gott af því að fara í leikskóla áður en þau byrja í skóla. Mér persónulega líst vel á þetta, ef það er rétt að þessu staðið - ekki samræmd próf til að komast upp í grunnskólann og allt það ;).

B

Birgitta, 25.8.2006 kl. 09:43

6 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Birgitta "Góóóóður" hahahahaha

En svona í alvöru, já hann þyrfti aðvera það og þá komum við að peningahliðinni. Ég var einmitt að hugsa um þetta þegar flokkar í borgarstjórnarstarfi voru að ræða um gjaldfrjálsa leikskóla. Ég sé ekki að þetta sé framkvæmanlegt nema með því að hafa leikskólana gjaldfrjálsa.

Ef að annað yrði ofan á þá eru ekki öll börn jöfn í að fá aðgang að því að hefja námi. Einstaklingsmiðað nám fer líka vaxandi og það myndi enn mismuna þeim sem ekki gætu verið á leikskóla.

Það er margt sem þarf að skoða áður en hægt er að framkvæma þetta. En mér finnst hugmyndin spennandi og stökkið á milli leikskóla og grunnskóla er töluvert 8 eða var fyrir 3 árum þegar yngsti minn tók þetta stökk) Ef til vill væri hægt að minnka það.

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 25.8.2006 kl. 09:52

7 Smámynd: Sigrún Sæmundsdóttir

Elsku stelpur mínar, mikið er maður orðin vanafastur. Ég hitaði mér te áðan er ég kom frá sjúkraþjálfara, settist svo niður við tölvuna og fór að skoða blogg, og vanafestan er svo mikil að ég horfði á mynd og hugsaði;;;; hvað ??? blóm?? hvar er ??? HA HA hugsið ykkur. En svona er maður. Það er svo langt síðan ég var með mínar á leikskólastigi, það yngsta er fara á annað ár í menntaskóla. En þegar þau elstu voru að alast upp var engin leikskóli en aftur á móti skóli upp að 12 ára og svo sent í heimavist. En í dag eru 2 í menntaskóla, 1 að klára lokafag í HÍ, og 1 í tónlistaskóla út í Danaveldi. Og mamman á fullu að skoða hvað er boðið upp á í fjarnámi, langar að fara í eitthvað en veit ekki hvað. Nú hljómar maður eins og unglingur sem veit ekki hvað hann vill.

Sigrún Sæmundsdóttir, 25.8.2006 kl. 11:33

8 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Hahaha ég var einmitt að spá í að skella Magna inn til að minna á hann þegar ég fer að hita upp fyrir næsta keppniskvöld. Velkomin í unglingahópinn Sigrún ;)

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 25.8.2006 kl. 13:29

9 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Þetta er rétt með beljuna eins og sést vel hér. Ég er sammála þér um sönginn , það er ekki nóg að geta bara verið sóló það þarf líka að geta verið hluti af heild. Ég hef verið að gera þetta í nokkur ár mér til skemmtunar en þar áður lærði ég á píanó. gæti hugsað mér að læra eitthvað annað líka. Þetta með leikskólastigið finnst mér líka spennandi.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 25.8.2006 kl. 14:08

10 identicon

Snorri er ordinn svo spenntur ad koma heim. Veit nu ekki hvort vegur thyngra skolinn eda ad bua hja ykkur ;) Takk fyrir ad leggja hond a plog. Magga

Magga (IP-tala skráð) 25.8.2006 kl. 16:59

11 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Já það er gaman að spila á píanó. Ég lærði hjá slavneskum kennara þegar ég var á Vopnafirði. Er reyndar ekkert að halda þessu við :(

Magga við hlökkum líka til að Snorri komi til okkar. Stundatöflurnar passa líka vel saman sem er verulega næs :)

Það hefði nú verið skondið ef að þú hefðir komið á sama tíma og orðið samferða mér út í HÍ hahahaha

Já það má nú segja að skólaandinn svífi yfir vötnunum....

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 25.8.2006 kl. 17:48

12 Smámynd: Sigrún Sæmundsdóttir

Pálína... þú þarft að fara inn á http://blog.central.is/rssn og skoða bréf sem þangað var að berast. Við þurfum núna að fara að skipuleggja okkur.

Ég finn samt alveg gífulega áhuga.

Sigrún Sæmundsdóttir, 25.8.2006 kl. 19:42

13 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Já mér finnst fólk almennt vera tilbúnara til þess að leggja það á sig að vaka eða vakna fyrr til þess að kjósa. Það verður því spennandi að sjá hvort þetta tekst ekki. Ég ætla líka að skrifa einhverja pistala til að minna á hann alveg fram að kosningu. Allir punktar velkomnir frá öllum sem vilja eitthvað til málanna leggja sem stuðningsmenn. Þetta verður svona nokkurskonar báráttuvika.

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 25.8.2006 kl. 21:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband