8.6.2006 | 18:53
Framboð og eftirspurn
Eins og áður þá snýst verðlagning um framboð og eftirspurn. Gott væri nú að vita til þess að jafnvægi væri að skapast á fasteignamarkaðinum. Ég þori nú varla að hugsa til þess að verðlækkanir taki við, vaxandi verðbólga ofl.
Þegar lánsframboð bankanna blómstraði þá sáu margir sér leik á borði. Stækkuðu jafnvel við sig eða þeir sem voru í stóru náðu að nýta sér tækifærið og minnkuðu við sig. Gott fyrir þá áður en samdrátturinn gerir vart við sig. Það er líklegt að þá verði erfiðara um vik að selja stærri eignir.
Mikil uppsveifla hefur átt sér stað í nýbyggingum og minnti það mig á árið þegar margir og jafnvel enn fleiri fóru út í minnkarækt. Það ævintýri endaði ekki vel hjá öllum. En svona er litla Ísland, þegar góð tækifæri birtast sem hægt er að hagnast á þá flykkjast sem flestir í það og svo endar með því að offramboð verður og verðfall í kjölfar þess. Já það getur verið snúið þetta líf.
![]() |
Fasteignamarkaðurinn að kólna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.6.2006 | 12:13
Læddist eins og köttur í kringum heitan graut
Ég skráði mig í fjarnám við Fjölbrautaskólann í Ármúla. Ég var búin að taka ákvörðun. Nú setti ég markið á að ljúka þeim áföngum sem mér hafði verið bent á upp í Háskóla Íslands og einnig að leggja 100 einingar samtals, þá ætti ég 1% líkur (smakvæmt upplýsingum skorarformanns) á að fá undanþágu til þess að hefja námið sem mig hafði dreymt um í tæp 30 ár.
Ég skráði mið í tvo stærðfræðiáfanga, sálfræði, félagsfræði og íslensku samtals 14 einingar. Mælt var með að nemendur tækju 9 einingar en þetta myndi taka mig svo langan tíma og líka kosta mig meira ef ég gæti ekki fengið að taka meira. Ég hugsaði auðvitað ekki fyrir því að sumarprófin stóðu í 4 daga og ég var í 5 áföngum.
Þetta var mikil áskorun en skemmtileg. Ég átti nokkra erfiða stærðfræðidaga um sumarið. Þeir voru svo erfiðir að ég tárfelldi yfir því að ná ekki tökum á efninu. Ég var alveg við það að gefast upp :( allt hitt gekk hins vegar vel. Ég skildi þetta ekki. Stærðfræði hafði alltaf verið mitt auðveldasta fag. Ég var greinilega orðin breytt eða bara of gömul eins og sjálfsagt mörgum fannst og finnst jafnvel enn ;)
Einn dagurinn er mér minnistæðari en aðrir. Maðurinn minn hafði verið að hjálpa mér. Hann er mér mikil stoð og hvatning í náminu. Hann lifir af hjartans einlægni setninguna " í blíðu og stríðu" sem við bæði samþykktum að lifa samkvæmt þegar við giftum okkur. Ég var að selja sjálfri mér þá hugmynd að þetta væri bara rugl. ég stóð upp frá lærdómnum og settist út við glugga. Ég fyllist venjulega af frið þegar ég horfi á gróðurinn.
Ég fór að rifja upp markmiðið mitt. Hvers vegna ákvað ég að halda náminu áfram? Jú mig langaði til þess að hjálpa fólki til þess að hjálpa sér sjálft. Mig langaði í meiri skilning á hegðun manneskjunnar til þess að geta hjálpað öðrum að hjálpa sjálfum sér. Við lifum í mötunarsamfélagi en mig langaði til þess að sjá einstaklinginn eiga frumkvæði. Restin af lífi mínu vildi ég verja til þess að vera hvatning og styrkur fyrir einstaklinginn og ekki endilega á Íslandi. Þess vegna vildi ég læra og vinna mér inn virðingu og viðurkenningu sem mark væri tekið á.
Í dag er ég að lesa yfir gamla dagbókarpunkta sem eru einmitt mikilvægir. Á þeim tíma fannst mér ég ekki hafa það sem ég þurfti til þess að ná árangri. Að gráta yfir skólabókum var það ekki of mikil viðkvæmni? Ef til vill eru fleiri en ég sem lenda í þeirri stöðu. Á þeim tímapunkti er auðveldast að gefast upp, en að halda áfram er erfiðara.
Ég áttaði mig á því á þessari stundu að ég vildi enn ná markmiðinu mínu. Til þess að öðlast viðurkenningu sem sálfræðmenntuð kona ( og það á mínum aldri) þá þyrfti ég minnsta kosti MA í sálfræði og er það tæplega nóg. Til þess að ná MA þurfti ég að ná BA og til þess þá Þurfti ég að komast inn í HÍ. Ég kæmist ekki þangað nema með stúdentspróf eða á 1% líkum með 100 einingar og undanþágu. Til þess að allt þetta væri mögulegt þá þyrfti ég að ná að standast þessa stærðfræðiáfanga!
Ég stóð upp, mér leið mun betur og gat nú haldið áfram að glíma við það sem ég ekki skildi. Þetta var erfiðasta stundin mín fram til dagsins í dag. Ég áttaði mig á því að hjá mér snerist þetta um að gleyma aldrei markmiði mínu. Ég gæti alltaf rakið mig til baka frá því og þannig sótt þann viðbótarstyrk sem mig vantaði til þess að gefast ekki upp.
Í dag finnst mér einkennilegt að ég hafi grátið yfir bókunum, en svona eru tilfinningar okkar. Í gegnum þær birtast þær þarfir okkar sem eru uppfylltar þegar okkur líður vel og eins þær þarfir sem ekki eru uppfylltar þegar okkur líður illa. Með því að skoða þær aukast líkur á því að við getum enduruppfyllt þær uppfylltu og enn mikilvægara uppfyllt þær óuppfylltu.
Þegar kom að prófum í ágúst þá átti ég að taka félagsfræði og sálfræði á sama degi og sama tíma. Kennarinn Þórður Sigurðsson mætti fyrr um morguninn og þannig gat ég tekið prófin tvö í röð. Þetta gekk allt vel hjá mér og lauk ég þessum 14 einingum í fyrsta framhaldsskrefi mínu til þess að láta drauminn minn rætast.
meira seinna....
Bloggar | Breytt 9.6.2006 kl. 09:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.6.2006 | 09:02
Það krefst hugrekkis
Þá kom að því. Ég tæki ofan fyrir Sjálfstæðismönnum væri ég með hatt. Eins og málin standa í dag þá eru þeir sannarlega að sýna ábyrga hegðun. Ég var ekki lítið hissa á viðbrögðum fólks við spurningu Fréttablaðsins hvort ganga ætti til kosninga og yfir 80% þeirra sem fundu sig knúna til að taka þátt vildu einmitt gera það.
Ég lái svo sem ekki almenningi að hafa þessa skoðun þegar forystumenn stjórnarandstöðuflokkanna vilja allir sem einn að gengið sé til kosninga. Eru menn ekki að átta sig á fjárhagslegri stöðu dagsins í dag og mikilvægi þess að sigla þjóðarskútunni?
Það sem við þurfum einmitt ekki er að skapa meiri glundroða og auka á framkvæmdagleði eins og vill fylgja kosningum. Ég dáist að hugrekki Sjálfstæðismanna, þeir hafa aldrei fengið atkvæði mitt en hver veit nema ég eigi eftir að snúa mér í þeim málum.
Í rauninni þyrftu stjórnarflokkarnir einnig að ganga bak orða sinna og hætta við að lækka skatta. Sjálfsagt yrðu margir æstir yfir því. Ég hef ekkert á móti því að skattar séu lækkaðir en HALLÓ... við verðum öll að leggjast á eitt! Við viljum ekki missa þann árangur sem náðst hefur og fá harðan magaskell í neyðarlendingunni.
Opna augun allir sem einn, núna skiptir mestu máli fyrir alla Íslendinga ( eða það ætti að gera það) að veita þeim hvatningu sem þora að taka óvinsælar ákvarðanir til þess að sigla þjóðarskútunni í farsæla höfn stöðugleikans.
![]() |
Vonast eftir samstöðu um dagsetningu flokksþingsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.6.2006 | 08:30
Langanir eru óseðjandi.
Það lítur út fyrir það að langanir séu óseðjandi. Hvað annað gæti valdið því að almennt telji 73% neytenda verslunarleiðangra vera hina fullkomnu afþreyingu? Það hlýtur eitthvað að vera að mér! Mér finnst verslunarleiðangara ekki vera afþreying heldur nauðsyn. Í Hong Kong telja 93% neytenda að verslunarleiðangrar séu hin fullkomna afþreying. Hvað er að mér eða hvað er að fólki?
Ég er bara ekki að ná þessu! Hvernig má þetta vera? Ég er nú bara eitt stórt spurningarmerki!!!!!
Þetta minnir mig á yndislegan laugardag fyrir rúmu ári síðan. Ég var þá nemi í Fjölbrautaskólanum við Ármúla og var meðal annar í trúarbragðasögu ( gagnlegur áfangi það). Skylduverkefni áfangans var að skrifa ritgerð um íslenskt trúfélag. Ég valdi Zen búddista, þeir eru með heimasíðu hér
fyrir áhugasama.
Ég vissi lítið um trú þeirra. Ég fékk að taka þátt í hugleiðsludegi hjá þeim "Zazen" og kynnast iðkun þeirra lítillega. Þangað mætti ég klukkan 06.00 á laugardagsmorgni. Þetta var athyglisverð stund og forréttindi að fá að taka þátt.
Eitt af því sem búddistar líta til og takast á við eru hinar óseðjandi langanir sem mikilvægt sé að binda niður eða hemja. Ég velti því fyrir mér hvort að neyslumenning nútímans sé orsökin eða hvort þetta tilheyri enn eldri tímum. Það mun því væntanlega verða þáttur af minni afþreyingu sem þessi ágæta frétt færði mér að kynna mér það mál aðeins betur þ.e.a.s. ef að upplýsingar um það eru aðgengilegar.
Já mennirnir eru ólíkir sem betur fer það væri nú lítið varið í lífið ef allir væru eins ;) en ég skildi það samt engan veginn að verslunarleiðangrar gætu verið hin fullkomna afþreying......ojjjjj :)
![]() |
Hong Kong-búar duglegustu neytendur í heimi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.6.2006 | 18:47
Einstaklingsmiðað nám í öllum grunnskólum?
Þá eru skólaslit í Vogaskóla afstaðin. Yngsti sonur minn 8 ára fékk sinn vitnisburð í morgun. Þetta var heimilisleg einföld stund sem heppnaðist vel. Krökkunum virtist öllum líða ágætlega og allir hressir með að fara í sumarfrí.
Vogaskóli eins og væntanlega aðrir skólar er að taka í notkun nýtt matskerfi. Sonur minn fékk ekki hefðbundnar einkunnir heldur mat samkvæmt nýja kerfinu. Þetta kerfi er fjórskipt þ.e.a.s. frá besta til lakasta eða Alltaf, Oftast, Stundum eða Sjaldan
Mér líst ágætlega á þetta og hlakka til þess að fylgjast með getu hans næstu árin. Ég hef trú á því að þetta mat auðveldi foreldrum, eldri systkinum og öðrum þeim sem hafa áhuga og getu til þess að veita stuðning.
Sonur minn var hins vegar ekki par hrifinn, fannst þetta allt of flókið eins og hann orðaði það. Hann vildi bara fá einkunnir eins og systir hans frá 1-10Ég reyndi að útskýra þetta fyrir honum en hann stóð fastur á sínu.
Ég var að velta því fyrir mér hvort þetta væri komið í alla skóla eða er þetta eitthvað sem er að fara hægt af stað á næstu árum?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.6.2006 | 18:19
Að gefa 8 ára barni Pozac???
Ég veit ekki hvort mér finnst þetta góðar fréttir eða slæmar. Sjálfsagt eru það góðar fréttir að til séu einhver geðjöfnunarlyf sem óhætt er að gefa svo ungum börnum. En ég vona að sálfræðimeðferð verði aðgengilegri fyrir börn sem fullorðna. Eftir því sem ég best veit þá taka tryggingarnar ekki þátt í kostnaði við sálfræðimeðferð. Ég þekki ekki hvernig þetta er í öðrum löndum en hef heyrt að Sálfræðingafélag Íslands hafi verið að berjast fyrir því að fá það í gegn hér.
Mér finnst það sorgleg staðreynd ef sálfræðimeðferð ( sem er dýr meðferð) gæti ef til vill hjálpað mörgum börnum en að það sé ekki á færi allra foreldra að leita eftir slíkri aðstoð vegna kostnaðar. Ég hef líka lesið fréttir þess eðlis eða þunglyndi muni fara vaxandi alls staðar á næstu áratugum.
Ég hlakka því til að lesa fréttir af Því þegar einhvers staðar í heiminum, helst á Íslandi muni sameiginlegt tryggingakerfi okkar auðvelda þeim sem þurfa á sálfræðimeðferð að halda að verða sér úti um hana.
Mér finnst það óþægileg tilhugsun að þurfa að gefa 8 ára barni Prózac, en ef til vill er ég bara gamaldags og ef til vill hef ég bara litla þekkingu á þessu sviði.
Ég vil hvetja alla foreldra til þess að kynna sér hvaða þættir íta undir þunglyndi eins og t.d. að gagnrýna og niðurlægja barnið sitt í stað þess að láta það vita að það sé elskað þrátt fyrir mistökin sem það kann að gera. Allir gera mistök, ekki bara börn og unglingar. Háfullorðið fólk gerir mistök.
Að lesa allt sem hægt er að komast yfir. það væri kannski ráð að gefinn væri út bæklingur eða upplýsingum safnað saman á heimasíðu um atriði sem íta undir þunglyndi og önnur sem auka sjáflsstyrk.
![]() |
Óhætt að gefa allt niður í átta ára börnum Prozac |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.6.2006 | 18:03
Fyrr má nú fyrrvera eða þannig
ekki léttur leikur fyrir venjulega íslenska konu að skilja þetta. Búið
að loka fyrir aðgang flestra heimilistölva að google.com í Kína. Já það
eru forréttindi að vera Íslendingur og geta búið á Íslandi. Ég nota
google á vherjum einasta degi og stundum oft á dag. En þeim í Kína
finnst ástæða til að halda aðgangi að síðunni frá sínu fólki. Svona er
nú heimurinn skrítinn. Sjáflsagt er þetta bara daglegt brauð hjá þeim,
hver veit?
![]() |
Aðgangur hindraður að Google.com í Kína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.6.2006 | 17:46
Hljóðmálverk
mér á Listasafn Reykjavíkur. Ég varð strax forvitin þegar ég las orðið
hljóðmálverk, vissi ekki hvort um væri að ræða einhverskonar lifandi
málverk. Þetta er spennandi, tónar gára vatn sem ljósi er beint upp í
gegnum og hljóðmálverkið birtist síðan í lofti salarins. Það er
sýnishorn af þessu í mbl fréttinni ;)
![]() |
Hljóðmálverk" og stafræn teiknimynd meðal verka á Carnegie Art Award 2006 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.6.2006 | 13:05
Allir út að hjóla því að nú....
hækkar bensínverðið enn einu sinni. Bæði vegna heimsmarkaðsverð og vegna gengisbreytinga. Enn fáum við einstaklingarnir tækifæri til þess að leggja okkar af mörkum. Með því að hjóla, hlaupa, ganga eða nota almenningsvagna þá leggjum við mörgum góðum valkostum lið.
- sparnaður sem slær á verðbólgu ;) og við verðum ríkari og ríkari hehehe
- bætum heilsuna ( minni kostnaður við alls konar lyf)
- minnkun gróðurhúsaáhrifa ( margt smátt gerir eitt stórt)
- drögum úr umferðarþunga ( bíllinn skilinn eftir heima)
- drögum úr skemmdum á malbiki ( á frekar við á veturnar)
- minnkum eftirspurn eftir bensíni ( ef til vill lækkar verðið þá ;))
![]() |
Olíufélagið hækkar eldsneytisverð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.6.2006 | 12:04
Frír töflureiknir með meiru!
Ég held að ég þurfi að fara að skoða framboðið hjá Google. Þar sem ég er með Gmail þá get ég fengið aðgang að netlægum töflureikni. Ég hef heldur ekki skoðað dagatalið eða skipuleggjarann sem Google býður upp á en hef notað annan frá Borg sem einnig er frír. Það hentar mér vel að nota skipuleggjara. Þegar skólinn er á fullu þá þarf ég á því að halda að vera vel skipulögð og get ekki leyft mér þann lúxus eins og í fríi að blogga á fullu og browsa á netinu mér til gagns og gaman.
Einhver hér sem hefur prófað dagatalið/skipuleggjarann frá Google?
![]() |
Google þróar netlægan töflureikni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.6.2006 | 10:33
Þráðurinn tekinn upp aftur eftir nokkurra ára hlé
Árin liðu hér í Reykjavík og alltaf nóg að snúast. Sálfræðin var farin að kalla á mig á ný. Ég sótti um undanþágu til að hefja nám við Háskóla Íslands þrátt fyrir að hafa ekki lokið stúdentsprófi. Ég vissi til þess að margir höfðu fengið undanþágu sem vöru eldri en 25 ára. En nei var svarið, engar undanþágur veittar það árið.
Ég gerði aðra tilraun 2 árum síðar, en allt fór á sama veg. Þá fór ég á fund Gísla Fannbergs og ræddi við hann um þessi mál. Hann benti mér á að fara í áfangaskóla og ljúka ákveðnum fögum, vera komin með 100 einingar og reyna þá að sækja um. Ég fór einnig á fund skorarformanns Zuilma Gabríela Sigurðadóttur og sagði hún mér að það væru ef til vill 1% líkur á því að undanþága yrði samþykkt. Ég lauk áföngunum og ætlaði að senda formlegt bréf sem færi fyrir skorarnefnd en þá kom tilkynning í blöðunum um það að engar undanþágur yrðu veittar til þess að hefja nám við HÍ.
Þetta hafði mikil áhrif á mig og var ég með tárin í augunum yfir því að þurfa að gefast upp og leggja endanlega þeim draum mínum að læra sálfræði :(
En þá datt upp í hendurnar á mér tækifæri til þess að taka þátt í námskeiði sem haldið var í Odda vorið 2003. Lisa von Schmalensee kom til að kenna samskiptatækni sem er byggð á hugmynd bandaríska sálfræðingsins Marshall Rosenberg. Samkiptatæknin gengur undir nafninu gíraffatungumálið. Ef að þú vilt fræðast meira um það þá eru frekari upplýsingar hér
Ég lauk diploma og stefndi á að kenna öðrum það sem ég hafði lært. Þetta var erfitt og krefjandi nám. Mikilvægasti þáttur þess var að læra hvernig ég gæti komið tilfinningum og þörfum á framfæri án þess að aðrir færu endilega í vörn. Tæknin gengur út á að borin sé virðing fyrir þörfum þeirra sem tjáskipta eiga ( allra)
Á námskeiðinu komst ég í samband við þá sterku þörf mína á halda áfram að læra. Þetta var herslumunurinn sem mig vantaði til þess að vita hvað ég vildi og hvernig ég gæti borið mig að því að öðlast það....
meira síðar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.6.2006 | 09:49
Útskrift 10. bekkjar í Hagaskóla
Yngri dóttir mín var að útskrifast úr 10. bekk frá Hagaskóla í gær. Útskriftin fór fram í Neskirkju. Ég var eiginlega undrandi hve stór og falleg athöfn þetta var. Hagaskóli er til fyrirmyndar hvað þetta varðar. Stundin var ánægjuleg og fengu margir nemendur að njóta sín.
Orð skólameistara eru þau bestu sem ég hef heyrt. Ég vildi að ég hefði ræðuna hans en hver veit nema að ég hafi bara samband við hann o góski eftir afriti! Ég gekk til hans eftir að athöfninni lauk og þakkaði honum persónulega fyrir. Ég vona sannarlega að fráfarandi nemendur Hagaskóla hafi hlustað vel á orð skólameistara.
Þegar ég útskrifaðist sem stúdent frá FÁ þá fór sú útskrift fram í Háskólabíó. Það er sorglegt frá að segja en hún er mér aðallega minnisstæð fyrir þann tíma sem hún tók vegna fjölda nemenda. Sú hefð hefur skapast að kalla hvern nemanda upp og afhendir þá skólameistari eða aðstoðarskólameistari vitnisburðinn og síðan er innsiglað ;) með handarbandi.
Eftir athöfnina í gær þá fannst mér hin innihaldsríku orð skilja meira eftir heldur en langar raðir nemenda að taka við vitnisburði sínum. Ég veit ekki nema að tími sé kominn á að skapa breytingu við slíkar útskriftir. Þetta á sérlega við um 10. bekk og stúdentspróf. Að þessi stund sé eittthvað annað en langar raðir nemenda að taka við vitnisburði. Stórar ákvaraðnir um áframhaldandi lífsstefnu liggja fyrir þessum nemendum. Skólaslit gætu verið góður vettvangur fyrir slíkar hvatningar.
Ungt fólk þarf oft hvatningu og viðurkenningu. Nútímasamfélagið gengur orðið svo hratt að foreldrar gefa sér vart tíma til þess að hæla, styrkja, og vera stolt af börnum sínum í þeirra viðurvist. Slíkar styrkignar gætu aukið getu einstaklingsins.
Öll viljum við sjá börnin okkar ná árangri, verða heilbrigð og hamingjusöm.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.6.2006 | 09:04
Er svona illa komið fyrir Framsóknarflokknum?
Margir vilja hann feigan, að hann þurrkist alveg út. Látum það vera. Fólk hefur gaman að því að hafa skoðanir og þá ekki síst þeir sem standa langt frá eldlínunni. Það er Ísland í dag, það er orðinn partur mennignar okkar, hvort sem að við erum stolt af því eða ekki. En hvað Jón og Gunna úti í bæ segja vegur ekki eins þungt og orð þingmanna og ráðherra.
En ég spyr nú bara í undrun minni yfir viðbrögðum hinna ýmsu manna og kvenna innan Framsóknarflokksins, eigið ekki til nokkra frambærilega forystusauði? Er ekki illa komið fyrir þeim flokki sem á ekki innan sinna banda nokkur leiðtogaefni?
Í hvaða flokka sækjast leiðtogaefnin? Það kann ekki góðri lukku að stýra þegar hver höndin er upp á móti annarri. Ekki þykir mér líklegt að Framsókn muni bæta við sig einhverju fylgi í næstu kosningum, þegar forystufólk flokksins er svo ósamstíga sem raun ber vitni.
Ég skil engan veginn framgöngu Halldórs í því að vilja vinsælasta ráðherrann Guðna Ágústsson út og óvinsælasta fyrrum þingmann Finn Ingólfsson inn! Framsóknarmenn hefðu verið meiri menn að útkljá sín mál, vandamál eru bara til þess að leysa þau, heldur en að koma fram eins og þeir gerðu í sjónvarpinu í gær. Hver höndin upp á móti annarri. Auðvitað eru fjölmiðlamenn ágengir, en í því felst meðal annars þeirra starf. Ég öfunda engan að standa í eldlínunni og berjast við fjölmiðlamenn. En þeir sem velja það að vinna í eldlínunni ættu ef til vill að læra af þeim sem farnast hefur vel þar. Það mætti ef til vill setja saman ákveðniþjálfun fyrir þá þannig að þeir geti haft sínar hugsanir fyrir sig þar til að endanleg lausn er fundin.
Orð Valgerðar gengu svo fram af mér að það hálfa hefði nú verið nóg. Hún treystir ekki samráðherra sínum til að leiða flokkinn. Það er sjálfsagt rétt fyrir hana en ef tekið verður lýðræðilega á þessum málum Framsóknar og Guðni yrði nú fyrir valinu, hver yrði þá staða hennar? Gæti hún verið einn af ráðherrum Framsóknar þar sem hún hefur gefið yfirlýsingu um að hún treysti ekki manninum?
Ef að hún meinti það sem hún sagði þá mun hún ekki geta það. En meinti hún ef til vill eitthvað annað, t.d. að hún vildi frekar sjá einhvern annan en Guðna verða formann flokksins?
Ég er nú bara ein af Gunnunum á Íslandi sem hef mínar skoðanir og óskir og væntingar um að heilsteypt, hreinskilið og hugrakkt fólk vermi íslensku þing- og ráðherrasæti.
![]() |
Auknar líkur eru á því að flokksþingi Framsóknar verði flýtt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.6.2006 | 08:35
Er ástæða til þess að taka þessu alvarlega?
Hefur íslenska hagkerfið sérstöðu vegna þess hve mikil hluti tekna íslenskra fyrirtækja kemur frá útlöndum. Við viljum trúa því, en spár erlendra greiningadeilda eru frekar versnandi. Ég vona sannarlega að verbólga á Íslandi blási ekki út eins og hún gerði hér um árið, étandi allt upp og skapandi erfiðleika víða.
Ef að einhver getur gripið í taumana þá getur Geir H Haarde það. Ég dáðist að honum sem fjármálaráðherra, þrátt fyrir að hafa aldrei kosið Sjálfsstæðisflokkinn. Ég vona líka að Íslendingar hugsi ráð sitt. Að hver og einn leggi sitt af mörkum til þess að leggjast gegn verðbólgunni. Það er sannarlega til mikils að vinna.
Margt ungt fólk áttar sig trúlega ekki á mikilvægi þess að draga úr þenslu og leggja frekar til hliðar. Mér fannst alltaf erfitt að skilja verðbólguferlið og á því ekki erfitt með að setja mig í spor hinna yngri. Það er því enn mikilvægara að bankar og ríkisstjórn grípi til þeirra ráða sem virka. Ég vona það fyrir hönd íslensku þjóðarinnar að okkur takist þetta í sameiningu og að við höfum vilja til þess að skilja þær leiðir sem nauðsynlegt er að velja.
Aðgerðir til þess að draga úr verðbólgu er ekki vinsæl leið og eingöngu fyrir harðjaxla að axla þá ábyrgð. Þó að ég hafi um áraraðir frekar hallast til vinstri en hægri í pólitík þá myndi ég ekki treysta vinstri stjórn til þess að takast á við vandann. Í góðæri hefur hún sýnt sig í framkvæmdagleði, en það þarf einmitt að draga úr henni.
Ef við horfum raunsætt á stöðu mála þá er okkur best komið með þá stjórn sem við höfum og að ekki verði gengið til kosninga eins og vinstri flokkarnir hafa verið að tala um. ég átta mig ekki alveg á því hvað vakir fyrir þeim en mig grunar að það sé eins og því miður svo oft áður það sem snýr að þeim sjálfum en ekki að þjóðarheill. Nú er tími til að sýna ábyrgð. Það er nógu stutt í kosningar og ég vona að þær losi ekki allt úr böndunum, að stjórnarflokkar hafi þann kjark að kaupa ekki kjósendur með mikilli framkvæmdagleði síðustu mánuði kjörtímabilsins eins og reyndar oftast eða jafnvel alltaf gerist.
Tökum höndum saman og náum verðbólgunni niður allir sem einn. Það væri sorglegur endir á nýgenginni velmegun að tapa henni allri niður á þann hátt að margir sitji eftir með sárt enni.
Margur spyr sig er ástæða til þess að taka þessu alvarlega? Já ég tel að það sé full ástæða til þess og að Íslendingar muni standa eftir stoltir þegar draugurinn hefur veriði niður kveðinn.
![]() |
Geir hvattur til að draga úr útgjöldum ríkisins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.6.2006 | 21:41
Stærðin skiptir ekki máli ;)
Ég var að lesa fréttina um hérann sem réðist inn í hóp sleðahunda til þess að vernda umráðasvæði sitt. Þetta minnti mig á lítinn gára, hann Pésa sem dóttir mín átti. Pési var bara nokkurra daga gamall og handmataður þegar hún fékk hann, en viku síðar gáfum við henni annan pafagauksunga sem er mun stærri "Dísu". Dísa var líka nokkurra daga gömul og handmötuð.
Þeir voru því báðir mjög gæfir. En Pési hafði komið fyrst í húsið. Hann var búinn að eigna sér það bæði uppi og niðri. Við gátum ekki haft þá í sama búri. En oft furðaði ég mig á því hvernig þetta er hjá dýrunum. Ég var einmitt að lesa almennu sálfræðina og fylgdist með hegðun fulglanna. Þetta auðveldaði mér heldur betur glósuvinnuna.
Dísa var sem sagt miklu stærri en Pési og hefði auðveldlega geta gengið frá honum. Það hefði nú samt mátt halda að Pésa fyndist hann mun stærri en hún. Greyið Dísa, þegar hún flaug og settist á sama stólbak og hann þá varð hann árasargjarn og rak hana niður eftir stólbakinu og þar hékk hún greyið.
Ég skildi því söguna um hérann sem var að verja svæðið sitt þó að hann þyrfti að horfast í augu við 13 sleðajhunda. Hann réðist nú ekki á þá sem betur fer og þeir ekki að honum, en þegar hann allt í einu stökk út úr hundahópnum þá sló hann með loppunni á trýni nokkurra hunda.
Hann mátti sko þakka fyrir að sleppa lifandi!
![]() |
Reiður héri réðist á sleðahunda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.6.2006 | 21:24
Menntaskólinn á Egilstöðum með útibú á Vopnafirði
Þá held ég áfram með námsferilinn. Síðast var ég í MA en næst komandi haust var ME með útibú á Vopnafirði. Það var boðið upp á 3 áfanga ísl 103, Dönsku 103 og Stæ 102. Ég hafði lokið Stæ 102 en fékk bara 6 þannig að mig langaði til þess að hækka einkunnina. Ég skráði mig því í alla þrjá. Þetta var mjög gaman. Að mæta í tíma, hafa kennara og gera heimaverkefni. Það gekk allt mjög vel og vildi ég geta státað af öðru eins í alri skólagöngunni. Þetta voru auðvitað bara 8 einingar og þar að auki hafði ég farið í gegnum einn áfangann áður. Þegar kom að því að einkunnir voru sendar frá ME skildi ég ekki blaðið mitt. Á því var engin einkunn bara bókstafurinn T fyrir aftan öll fögin. Ég þorði ekki að segja nokkrum manni frá þessu en þótti leiðinlegt að vita ekki hvort ég hefði náð.
Efti nokkrar vikur fékk ég upplýsingar um það hvað T-ið stóð fyrir og þá gapti ég af undrun. Það hverlaði nú aldrei að mér að ég hefði fengið 10 í öllum fögunum. Ég hlakkaði til þess að geta haldið þessu áfram á næstu önn, en því miður þá varð ekkert framhald af þessu. Þar fór sá draumur. Ég hafði nú komist á bragðið að stunda nám í skóla og fann mikinn mun á þessu tvennu. Ég sá mér ekki fært að halda áfram í p-náminu á Akureyri.
Ég seldi mér þá hugmynd að þetta með námið hafi bara verið þráhyggja í mér. Nú væri ég búin að sanna það fyrir sjálfri mér að ég gæti lært ( eins og það hafi verið það sem þetta allt gekk útá). Þannig að ég lagði námið á hilluna og einbeitti mér að lífinu á hjara veraldar eins og ég og mamma kölluðum Vopnafjörð stundum vegna þess hve einangraður hann var ;)
Nokkrum árum síðar flutti ég aftur til fæðingarstaðarins Reykjavíkur .....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.6.2006 | 14:59
Ekki gott að verða mál á stærstu lestarstöð Evrópu!
Stærsta lestarstöð í Evrópu sem kostaði 65,6miljarða skartar einu karlaklósetti og einu kvennaklósetti!!!!!
Hahahahahahahahahahaha
Ég get nú rétt ímyndað mér að röðin sé löng, menn og konur verða bara að fasta áður en þeir leggja það á sig að ferðast um þessa stöð. Annars er bara voðinn vís, vonandi nóg af ræstingarliði á svæðinu hahahahahaha.... ég hef bara ekki heyrt hann betri í langan tíma...
Þetta er hins vegar að gerast í alvörunni og er sko ekkert grín, en ég get varla skrifað þessa færslu fyrir hlátri.... hahahahahahahaha
Þvílíkur lífstíll í Berlín. Ætli það séu engar sjoppur, kaffiteriur eða veitingastaðir á stærstu lestarstöð í Evrópu?.... Ætli einhver kaupi sér eitthvað að drekka þar..hahahahahahahaha
Ég held ég verði bara að hætta þessu er að pissa á mig af hlátri hahahahahaha eins gott að það eru tvo klósett í húsinu og engir 30.000 þúsund manns að bítast um þau á dag hahahahahahaha....
![]() |
Eitt salerni fyrir hvort kyn á stærstu lestarstöð Evrópu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.6.2006 | 13:50
Nýtt skref í jafnrétti kynjanna
Glæsilegt, ég vona að þetta fari alla elið í gegn. Það mun sannarlega koma í ljós hvort Danir eru hynntir jafnrétti eða ekki þegar þjóðaratkvæðisgreiðsla fer fram um það hvort prinsessan missi ríkiserfðarétt sinn ef hún eignast yngir bróðir eða ekki.
Fyrir mér er jafnrétti sjálfsagður og eðlilegur þáttur lífsins. Íslendingar hafa líka náð árangri í þeirri baráttu. Enn má þó bæta stöðuna og einnig gæta þess að halla ekki á karlmenn í ákafa leiksins.
Sátt og samlyndi er gott veðurfar í samskiptum manna þó að það væri ef til vill frekar litlaust ef aldrei gengi neitt á ;)
![]() |
Danir skrefi nær því að tryggja rétt krónprinsessu til ríkiserfða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.6.2006 | 13:27
Hvað ætli hann sé þungur?
12,5 km af ull! Hvað ætli ullin vegi? Ef við vissum hve breiður hann er, hvaða prjón var notað, númerið á prjónunum sem notaðir voru (stærð hverrar lykkju) þá væri ef til vill hægt að reikna þetta út hum..
Eða hvað voru notaðar margar hespur og hvað hver hespa var þung ;)
Ég lenti í þessum spuna þegar ég var að spá í hvort ekki væri dýrt að flytja þennan stóra trefil á milli staða hahahahahaha Vonandi skilar þetta uppátæki kvennanna einhverju til ungmennafélaganna í Þýskalandi. Alla vegana sniðug hugmynd hjá þeim og áreiðanlega fútt í því að taka þátt en hvort hún er hagkvæm það á alveg eftir að koma í ljós. Ég ætla að fylgjast með því ;)
![]() |
Þýskir þorpsbúar segjast hafa prjónað lengsta fótboltatrefil í heimi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.6.2006 | 11:42
Lífsbaráttan
Það var rétta orðið hjá Guðna. Framsóknarflokkurinn stendur nú sem aldrei fyrr frammi fyrir því að leggjast af. Lífsbarátta flokksins er það sem máli skiptir annars verður enginn flokkur. Ég man ekki betur en að Finnur Ingólfs hafi verið óvinsælasti stjórnmálamaðurinn rétt áður en hann valdi að stíga út úr stjórnmálum. Að vera varaformaður og jafnframt óvinsælasti stjórnmálamaðurinn er ekki beint yfirlýsing um að viðkomandi sé farsæll til þess að auka líf flokksins. Ég held að Framsóknarflokkurinn myndi leggjast af í eitt skipti fyrir öll ef Finnur væri formaður flokksins. Ég skil ekki að mönnum hafi yfir höfuð dottið það í hug.
Gott fyrir grasrótina að láta í sér heyra. Það þarf mikinn kraft til þess að þróunin snúist við. Framsóknarmenn vilja flestir gefa lítið fyrir það að ósætti eða klofningur sé innan flokksins. Ég held að sannleikurinn sé alltaf sagna bestur og ekki síst í pólitík, en þar virðist oft vera farið frjálslega með sannleikann.
Ég mun til dæmis seint gleyma orðum Ingibjargar Sólrúnar þegar hún var spurð fyrir síðustu borgarstjórnarkostningar sem hún var í framboði, hvort hún myndi sitja út allt kjörtímabilið.. Hún svaraði kokhraust að vanda að það ætlaði hún að gera. Í þeim kosningum kaus ég hana, mér leist vel á þennan kvenskörung. En það leið ekki langur tími þar til að hún tilkynnti að hún ætlaði sér annað en að sitja út tímabilið. Ég varð fyrir miklum vonbrigðum og veit um fleiri. Mér þyrkir líklegt að það að fara frjálslega með sannleikann komi niður á flokkunum sama hvað þeir heita. Ég treysti ekki Ingibjörgu Sólrúnu lengur.
Minn framtíðardraumur um stjórnmálakonur og menn er sá að þeim verði umbunað sem hæfir eru og ekki þá síst þeim sem bera virðingu fyrir sannleikanum og hafa bein í nefinu til þess að horfast í augu við þau vandamál sem upp koma. Vandamál eru eitthvað sem þarf að leysa annars vaxa þau handhafanum yfir höfuð.
Með þessum orðum vil ég senda hvatningarorð til allra þeirra sem eru tilbúnir til þess velja lífi sínu þann starfsvettvang sem pólitík er.
![]() |
|
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Af mbl.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.7.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 71900
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Heimasíður
Heimasíður til fróðleiks og skemmtunar
- Lifeðlisleg sálarfræði Spennandi rannsóknir
- Mind and Life Áhugavert
- Vísindagreinar á PubMed
- Okala foundation Kanadískt stryktarfélag fyrir fátæk börn í Camroon í Afríku