Leita í fréttum mbl.is

Menntaskólinn á Egilstöðum með útibú á Vopnafirði

Þá held ég áfram með námsferilinn. Síðast var ég í MA en næst komandi haust var ME með útibú á Vopnafirði. Það var boðið upp á 3 áfanga ísl 103, Dönsku 103 og Stæ 102. Ég hafði lokið Stæ 102 en fékk bara 6 þannig að mig langaði til þess að hækka einkunnina. Ég skráði mig því í alla þrjá. Þetta var mjög gaman. Að mæta í tíma, hafa kennara og gera heimaverkefni. Það gekk allt mjög vel og vildi ég geta státað af öðru eins í alri skólagöngunni. Þetta voru auðvitað bara 8 einingar og þar að auki hafði ég farið í gegnum einn áfangann áður. Þegar kom að því að einkunnir voru sendar frá ME skildi ég ekki blaðið mitt. Á því var engin einkunn bara bókstafurinn T fyrir aftan öll fögin. Ég þorði ekki að segja nokkrum manni frá þessu en þótti leiðinlegt að vita ekki hvort ég hefði náð.

Efti nokkrar vikur fékk ég upplýsingar um það hvað T-ið stóð fyrir og þá gapti ég af undrun. Það hverlaði nú aldrei að mér að ég hefði fengið 10 í öllum fögunum. Ég hlakkaði til þess að geta haldið þessu áfram á  næstu önn, en því miður þá varð ekkert framhald af þessu. Þar fór sá draumur. Ég hafði nú komist á bragðið að stunda nám í skóla og fann mikinn mun á þessu tvennu. Ég sá mér ekki fært að halda áfram í p-náminu á Akureyri. 

Ég seldi mér þá hugmynd að þetta með námið hafi bara verið þráhyggja í mér. Nú væri ég búin að sanna það fyrir sjálfri mér að ég gæti lært ( eins og það hafi verið það sem þetta allt gekk útá). Þannig að ég lagði námið á hilluna og einbeitti mér að lífinu á hjara veraldar eins og ég og mamma kölluðum Vopnafjörð stundum vegna þess hve einangraður hann var ;)

Nokkrum árum síðar flutti ég aftur til fæðingarstaðarins Reykjavíkur ..... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband