Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2006
17.8.2006 | 20:43
Creep með Magna komið upp
Ég var að skoða síðu Fíkilsins
Þar er Creep með Magna komið upp til hlustunar. Ég er að sjálfsögðu búin að horfa og hlusta tvisvar þá vantar bara niðurstöðurnar úr elimination þættinum þar sem Lúkas með tár á hvarmi og Dilana með tárin trillandi niður kinnarnar standa að ég held heilluð ;)
Ég tók sérstaklega eftir því núna að salurinn skrækti með vá þetta var svo flott hjá honum.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
17.8.2006 | 18:12
Ertu tengdur eða skyldur Magna ég er með upplýsingar fyrir þig.
Ég fékk sent mail frá Íslending sem býr úti og er að reyna að koma contact skilaboðum til Magna. Hann hitti var á staðnum á sunnudaginn þegar keppnin fór fram. Ég bauð honum að setja emailið á bloggið mitt ef að það næði til einhverrra sem gæti komið því t.d. til Eyrúnar konu Magna.
Her er það.
Hello:
I would write to you in Icelandic but I am at work. I had the oppertunity to go to the taping of Supernova today. I also had the pleasure of meeting Magna. I am so proud to be Iclandic and a fan of the show. I spoke to Maggna today before the show we spoke in Icelandic and he was surprised that there was a person from Icelad there. If you talk to him please give him my contact information. I think he is the man!!! I know Gilby, Tommy and Jason think he is very talented.
Besta Kvedja.
Jon Bergmann
Jon Palsson
Assistant Executive Chef
Harrahs Rincon Casino and Resort
jpalsson@rincon.harrahs.com
Office 760/ 751-3296
Cell 760/ 801-5943
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
quote:
Originally posted by Anne
Did you hear what Gilby said : Magni, you are SOOOOO FARRRR FROM GOING HOME!!!! Loved it
quote:
Originally posted by aussieb
quote:
Originally posted by Magniwins
I am still in tears over Magni's performance. He also reminded me of Kurt Cobain as well.
Huh?? Do you mean clothing wise.
quote:
Originally posted by Magniwins
Magni showed more emotion tonight then I have seen this season IMO
It was so powerful. I loved how he laid on the floor and started singing. What he was singing was so vulnerable at that point, it captivated me.
quote:
Originally posted by dinaw
Based on what I saw tonight, I think Magni is the one to beat. I don't care that Dilana got to sing w/ the band--I wasn't jumping out of my chair for it. I think it hurt her--don't know if it was due to the lyrics, the Solid Gold dancers, or what....
I think Magni will win.
Magni KILLED Creep. Excellent job! Again, far superior than Lukas' version. More powerful stage presence, nice falsetto, plenty of emotion in the performance, played the lyrics to fit his situation (I don't belong here - while standing next to Z and Patrice, and again at the end sitting on the floor). Overall the best performance of the night.
Rokkhljómsveit verður aldrei neitt nema að einhver vilji hlusta á tónlistina hennar. Svo einfalt er það nú ;) Ég vona að þeir komi með bitastæð lög næstu vikurnar, þannig að sá keppandi sem á endanum vinnur og hefur skrifað undir skuldbindandi árssamstarfs samning fái ekki að launum kvöl og pínu í heilt ár.
Já það má nú segja að tvær hliðar séu á öllum peningum, Thats for sure!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
17.8.2006 | 07:35
Áhrif tónanna smugu inn í sál mína þegar Magni söng Creep
Nú er þetta búið að snúast við. Elimination þátturinn skemmtilegri en keppnisþátturinn. Í gærkvöldi horfði ég ekki á raunveruleika þáttinn (var reyndar búin að berja hann augum á netinu) og var að vinna í gærkvöldi og kom ekki heim fyrr en rétt fyrir 23:00.
Ég hefði getað hroft á skjar 1+ en hafði ekki áhuga. Mér fannst mörg laganna frekar leiðinleg í þessari viku;). Þetta var auðvitað skrítið en svo settist ég tímanlega fyrir framan kassan til að horfa á Elimination þáttinn.
Ég henti inn smá bloggi í nótt sem er færslan hér á undan. Það sem ég hef verið að velta fyrir mér eru atkvæðin sem Magni er að fá. ég var farin að óttast það að þetta gæti komið fyrir. Núna hafa þau öll lent í botn 3 nema Dilana og Lúkas.
Dilana og Lúkas eru með stærsta aðdáenda hópinn og það er nokkuð pottþétt að þau lenda aldrei í botn 3. það verður gaman að fylgjast með því. Magni sýndi svo um munar hvað hann getur. Ég var djúpt snortin að hlusta og horfa hann. Ég gleymdi stund og stað og áhrif tónanna smugu inn í sál mína, hjartað barðist í brjósti mér......
En ég var fain að hafa áhyggjur af því að þrátt fyrir þa´miklu hæfileika sem Magni hefur þá er hann ekki mjög þekktur fyrir utan þá auglýsingu sem þættirnir hafa veitt honum. Varla duga þeir Íslendingar sem vaka til að kjósa hann? Þeim fer líka áreiðanlega fækkandi þar sem þátturinn er sýndur svo seint og það er erfitt að fara að vinna eftir 4 tíma svefn.
Það má því búast við að Magni eigi eftir að verma botn 3 í næstu þáttum annað hvort þangað til hann vinnur eða þangað til SN ákveður að senda hann heim. Hann mun því líklega gefa allt í þá þætti sem eftir eru og fá enn meiri auglýsingu en áður.
Það er ekki slæmt að lenda í botn 3 þegar þú ert kominn svona langt. Málið er að þú færð að syngja tvisvar í vikunni og því er sjónvarpað til milljóna manna. Nú er um að gera að gera sitt besta og fá sætan sigur í laun sama klukkan sá sigur .... í næstu viku eða 13.sept ;)
viðbót
Ef að þú ert tengdur Magna eða fjölskyldu hans kíktu þá á þetta
Magni meðal þeirra sem fæst atkvæði fengu en heldur áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
17.8.2006 | 00:28
Magni í botn þremur en ..............
Supernova spilaði í fyrsta sinn saman og valdi einn af keppendum til að syngja með sér. Þau höfðu öll fengið að æfa lagið í vikunni. það var mjög sniðugt að horfa á hvert og eitt syngja smá brot og svo tók næsti við. Skemmtilega klippt saman.
Dilana varð fyrir valinu og stóð sig frábærlega. Pottþétt að stelpa getur frontað bandið. Hún féll engan veginn í skuggann af þeim.
Ryan fékk endurflutninginn... ég er bara ekki að skilja það. Mér finnst hann vera að vaxa í söngnum en hann er svo krepptur á nokkrum nótum þegar hann fer upp, en gaman fyrir hann :)
Þá er komið í ljós hverjir lentu á einhverjum tímapunkti í botn 3.
Zayra
Toby
Patrice
Storm
Magni
En meira á eftir, ég mun bara bæta neðan á þessa færslu ;) í auglýsingunum.
Toby og Storm voru örugg en Magni okkar tók Creep
...............................
Hann TÓK Creep !!!!!! Vá ég trúði hverju orði sem hann sagði buhuhuhuhuhuhuh
og Dilana , tárin runnu niður andlitið á henni. Vá og sviðsframkoman hjá Magna toppaði allt sem hann hefur gert. Hann lagðist á gólfið þú verður bara að sjá þetta ef þú ert ekki búin að því.
!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Magni sestu á rassinn sagði Gilby þú ert langt frá því að fara heim
Það var bara einn sendur heim og í þetta sinn kom það í hlut Zayru
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
16.8.2006 | 10:25
Skiptar skoðanir um Magna
Mér fannst Magni skila Starman betur heldur en Bowie sjálfur. Það var gott að hlusta á hann og ég er svo sammála Supernova um raddflutning lagsins. Magni ræður vel við öll þau lög sem hann hefur spreytt sig á.
Nú fer að skipta máli að allir sem vettlingi geta valdið kjósi og kjósi. Ég hef nú reyndar efast af og til um það hvort að atkvæði kjósenda séu yfir höfðu notuð. Það er auðvitað ósanngjarnt að láta okkur halda það ef svo er ekki, en hvergi er hægt að sjá dreifingu atkvæða. Hvað eru Lúkas og Dilana t.d. að fá mörg % atkvæðanna?
Ef að fans ráða mestu um það hverjir lenda í botn þremur þá lenda þau aldrei þar, alveg sama hvað þau gera af sér. Fans eru líklegri en allir aðrir til þess að fyrirgefa goðinu sínu þegar það gerir mistök. Þetta kom greinilega í ljós þegar Lúkas grillaði textann fyrir tveimur vikum síðan :)
Ég var að lesa í morgum almennar skoðanir fólks sem tjáir sig á rockband.com. Skoðanir eru skiptar eins og gengur og gerist en það sem er athyglisvert er að fólk er samt nokkuð samstíga í því hvað er gott og hvað er ekki gott.
Mikill meirihluti rómar sönginn en þeir sem eru ekki sáttir eru að tala um að hann sé ósýnilegur á sviðinu, og fataval sé vandamál. Sem sagt hreyfingarnar og fatavalið er það sem fólk er ekki sátt við. Ég get auðveldlega séð hann í topp þremur en Dilana og Lukas hafa það sem hann vantar, þó að hann sé tvímælaalust með bestu röddina af þeim öllum og sá eini sem hefur gott vald á henni. Honum gengur líka vel að túlka tilfinningalega þætti ljóðanna, það sést í andliti hans og augum þegar hann syngur. Eitthvað annað en flutningurinn hjá Patrice "Messages in aBottle" þar sem hún var skælbrosandi syngjandi texka sem ekki er nú beint happy happy joy joy!
Ég lagði mig fram við að rifja upp í huganum þá þætti sem búnir eru og reyna að muna sviðsframkomu og klæðnað :) Það eina sem ég mundi eftir voru ákveðin Bubba spor, ég vildi að ég ætti töfrastrokleður og gæti strokað þau út hahahahaha en annað var það ekki. Ég er sammála því að ef hann gæti breytt einhverju þarna þá myndi hann vinna á. Eitthvað kool þarf að að vera eftirminnalegt í framkomunni.
Magni þarf ekki fatnað til að vekja athygli á söngnum sínum. Söngurinn hans selur sig sjálfur. Ég fíla það. það er hins vegar alltaf gaman af sérstökum performance. Svona eins og séreinkenni listmálarans sem þú finnur í hverri mynd.
Hvað gæti Magni gert?
Magna hrósað fyrir Starman | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
16.8.2006 | 01:55
Þessi þáttur var aldeilis á öðrum nótum og Magni slær Bowie út!
Zayra var fyrsti flytjandinn og flutti fumsamda lagið sitt Lluvia De Mar . Fyrst var ég hissa á henni að flytja 5 ára gamalt lag, en það var víst eitthvað sem þátttakendur máttu gera. Þetta er auðvitað ekki að sýna hver hún er í dag. Mér fannst þetta bara fallegt hjá henni.... ekkert rokk í því
Magni var næstur í röðinni með Starman (David Bowie) Magnig bregst manni ekki. Mér finnst hann bara stöðugt batna. Ég var búin að hlusta á Bowie og fílaði ekki þetta lag hjá honum. Magni hitti hins vegar í mark með það fyrir minn smekk (sorry Bowie aðdáendur) Flottur karl í hvítum fötum. Sagðiswt aldrei hafa verið svona vel klæddur:) Hann fékk flotta dóma.
Patrice þá var komið að henni með Message in a Bottle (The Police). Ég er orðin þreytt á henni. Mér finnst hún einhvern vegin alltaf hljóma eins. Þetta er eiginlega synd því að hún hefur heilmikla rödd. En svona er þetta. Ég nota tímann til að fá mér að drekka skrifa hér inn nokkrar línur o.s.frv. En þetta var svo ófrumlegt og dómarnir lélegir
Lukas var góður eins og síðast. Hann ætlar sér greinilega að reyna að hafa hálsinn opinn svo að tónarnir komist til skila. Eitthvað gleymdi hann sér nú samt. En lagið Hero (Chad Kroeger) hljómaði vel hjá honum þó ég hafi ekki smekk fyrir lagið.
Storm var með eitt af mínum uppáhaldslögum I Will Survive (Gloria Gaynor). Ég fíla bæði lag og texta. Ég óttaðist að hún myndi ekki ná að flytja þetta fyrir minn smekk sem og var. Ég veit ekki hvernig fer fyrir henni en hún á nú slatta af aðdáendum. Supernova gaurarnir voru ekki hressir með hana. Hrikalegt..... Vegas ferðin hefur líklega tekið sinn toll... ef til vill var það hluti af planinu
Toby tekur Solsbury Hill (Peter Gabriel) með Gilby on acoustic guitar. ..... Ekkert sem stóð upp úr en ég hafði samt gaman af bongo trommunum . Þeir voru ánægðir með hann en þó sérlega Tommy Lee yfir að hann hefði hlaupið nakinn í kringum laugina til þess að fá lagið!
Ryan var með In the Air Tonight (Phil Collins) Var þokkalega góður en samt smá erfitt þegar hann fór upp. Supernova voru mjög ánægðir og Dave fannst þetta besta lag so far. Ég er nú aldeilis ekki sammála honum. Mér finnst Ryan vera að þroskast í söngnum en er ekki alveg fullvaxinn ;)
Dilana Cats in the Cradle (Harry Chapin) söng vel að vana en mér fannst Magni langbestur. Dave fannst Dilana vera best.
Ég hef áhyggjur af Storm í bottom 3, Patrice, Ryan og Zayra. Ef að tveir verða sendir heim aftur þá grunar mig að Patrice sé annar aðilinn og annað hvort Ryan eða Zayra?
Niðurstaðan eftir fyrstu tölur
Zayra, Patrice og Toby
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
15.8.2006 | 21:36
Afhverju var Vegas-partíið leyst upp og Dilana borin út í miðju lagi?
Ég er alveg að deyja úr forvitni. Já ef ég efaðist um að ég væri djúpt sokkin í sápuna þá er ég ekki í vafa lengur. Fólk er að spá í þetta hægri vinstri. Hvað átti Jason við þegar hann sagði "couple of guys over dit it?"
Átti hann þá við Lúkas og Toby sem dóu af drykkju klukkan 22:30? Hvers vegna var Dilana borin út? Var Tommy Lee að freaka út? Átti Jason ef til vill ekki við Lúkas ogToby, voru einhverjir aðrir að fara yfir strikið seinna um kvöldið þegar þeir SAKLEYSINGJARNIR sváfu á sitt blauta græna eyra?
Hahahahaha, ekki veit ég heort einhver fær einhver svör við þessum spurningum en nefið á mér hefur lengst, augun orðin eins og undirskálar og svo er ég auðvitað komin með Dúmbó eyru. Vonandi sleppur ekkert framhjá mér ;)
Ég hlakka spennt til næturstemningarinnar í stofunni heima ! Eru ekki fleiri en ég að springa ?Magni syngur annað lag eftir David Bowie | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
15.8.2006 | 19:38
Hjúkk, þá er tölfræðiprófið búið :)
Hér sit ég í nettu spennufalli. Prófið búið og ég nokkuppttþétt að hafa ná því. Vonandi er ég ekki of góð með mig. Næst á dagskrá er að hætta alveg að hugsa um það :)
Ég dreif mig með yngir dóttur minni í Griffil að versla skólabækurnar fyrir 1. árið hennar í menntó. Við fjárfestum einnin í forláta reiknivel Casio Fx320 minnir mig ;) Þetta slapp nú nokkuð vel hjá okkur þar sem að talsvert af bókunum var til notaðar og þá u.þ.b. 1/3 ódyrari. Við sluppum með tæpar 35.000 krónur.
Það bjargaði okkur líka aðeins að ég átti eina dönsku bókina og þýsku bækurnar sem eru annars mjög dýrar og mjög góðar. Sannkallaðar do it your self bækur. Þýska fyrir þig 1 og 2 ásamt frábærri málfræðibók. Þær eru svo góðar að ég tók þrjá síðustu áfangana 203,303 og 403 á einni önn og fékk 9 í einkunn í þeim öllum. Það er bara bestu meðmæli sem ég get gefið kennslubók!
Já það liggur við að það sé dýrara að kosta sig í menntaskóla en í háskóla. Ég á nú eftir að sjá bókalistann fyrir haustönnina hjá mér en mig grunar að þar liggi kostnaðurinn í kringum 20 ö 30 þúsund.
Það hlakkaði líka aðeins í mér yfir forsjálninni því að ég safnaði 5000 kr inn á opinn sparnaðar/vaxtareikning hjá Glitni og hann dugði fyrir skólagjöldum og skólabókum dóttur minnar 50.000 kr. Nú þarf ég að starta nýjum reikning og byrja að safna fyrir næsta hausti hahahaha.
Fyrirhyggjan í fyrirrúmi ;)
Nú get ég sinnt fjölskyldunni og hlakkað til Rock Star því að ekki ætla ég að sleppa því að horfa á þáttinn, að minnsta kosti ekki þar til skólinn byrjar hahahahaha
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.8.2006 | 07:46
Raunveruleikaþátturinn er kominn upp
Vegas ferðin not of this world eins og Magni orðaði það. Þetta lítur út fyrir að hafa verið skrautlegt og ekki happy happy joy joy fyrir suma að komast að því að Jason var að fylgjast með hegðun þeirra allan tímann.
Alltaf gaman að horfa þrátt fyrir að þetta sé nú meira og minna leikið allt saman. það kom að því að ég settist aftur niður við að horfa á "sápu" Persónuleikar þátttakenda látnir koma enn betur í ljós. Magni er hið mesta gæðablóð :)
Dilana og Toby vildu bæði ólm syngja með Gilby. Hahahaha það sem Dilana fékk Toby til að gera ef að hún myndi eftirláta honum lagið :)))
Sem sagt þátturinn er kominn á síðu rockstar en ef þú vilt vera laus við auglýsingarnar þá er sniðugt að fara á síðu fíkilsins þar er þetta líka komið inn og án auglýsinga ;)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Tenglar
Heimasíður
Heimasíður til fróðleiks og skemmtunar
- Lifeðlisleg sálarfræði Spennandi rannsóknir
- Mind and Life Áhugavert
- Vísindagreinar á PubMed
- Okala foundation Kanadískt stryktarfélag fyrir fátæk börn í Camroon í Afríku