Leita í fréttum mbl.is

Afhverju var Vegas-partíið leyst upp og Dilana borin út í miðju lagi?

Ég er alveg að deyja úr forvitni. Já ef ég efaðist um að ég væri djúpt sokkin í sápuna þá er ég ekki í vafa lengur. Fólk er að spá í þetta hægri vinstri. Hvað átti Jason við þegar hann sagði  "couple of guys over dit it?"

Átti hann þá við Lúkas og Toby sem dóu af drykkju klukkan 22:30? Hvers vegna var Dilana borin út? Var Tommy Lee að freaka út? Átti Jason ef til vill ekki við Lúkas ogToby, voru einhverjir aðrir að fara yfir strikið seinna um kvöldið þegar þeir SAKLEYSINGJARNIR sváfu á sitt blauta græna eyra?

Hahahahaha, ekki veit ég heort einhver fær einhver svör við þessum spurningum en nefið á mér hefur lengst, augun orðin eins og undirskálar og svo er ég auðvitað komin með Dúmbó eyru. Vonandi sleppur ekkert framhjá mér ;)

Ég hlakka spennt til næturstemningarinnar í stofunni heima ! Eru ekki fleiri en ég að springa ?
mbl.is Magni syngur annað lag eftir David Bowie
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Ég var að fikta í færslulistanum mínum og eyddi einhverjum svörum þaðan við þessari færslu, reyndar allri færslunni, ákvað að skrifa hana aftur,hahahaha. Sorry folks :(

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 15.8.2006 kl. 21:43

2 identicon

Ég sá raunveruleikaþáttinn í nótt er ég var að lesa dóma hjá LAXGUY, ég sá ekki allt því að talvan er alltaf að frjósa eða stoppa í miðjum þáttum. Magni virðist alltaf fá góða dóma. Ég sá Toby og Lukas , kossinn á milli Storm og TL og svo Dilönu og TL tala saman en hef mist af ansi mörgu held ég. Þetta verður spennandi í nótt. En ég tók eftir því að LAXGUY var að tala um að það væri ekki hægt að hafa eftir það sem TL lét út úr sér þarna á sunnudagskvöldið og það er auðvita búið að klippa þetta til er við sjáum þetta í nótt

Sigrún (IP-tala skráð) 15.8.2006 kl. 22:00

3 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Tommy Lee hefur nú aldrei verið neinn engill. Ég hafði hann því allt eins grunaðann eins og einhvern af þátttakendum. Mér fannst einmitt svolítið fyndið þegar Jason er að tala við Toby , Toby alveg á eyrunum, faðmandi hann að sér. En Jason sagði að sumir hefðu farið yfir strikið og hann væri að fylgjast með þeim, sá sem yrði söngvari hjá þeim væri alltaf og alls staðar að kynna hljómsveitina. Ef að menn væru að láta gera grín af sér þá væri líka verið að gera grín að honum og það myndi hann ekki líða.

Ef til vill er verið að spila upp smá drama fyrir okkur áhorfendur hver veit, hver veit ;)

maður tekur þessu nú ekki alvarlega því að það sem Jason sagði á engan vegin við um Tommy Lee eins og best kjemur fram hjá LaxGuy eins og þú sagðir Sigrún.

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 15.8.2006 kl. 22:07

4 identicon

Hehe þetta var býsna skemmtilegur reality þáttur í þetta skiptið. Flottir töffararnir Lukas og Toby að drepast hálf ellefu eða "þegar maður getur ennþá hringt í afa og ömmu" eins og Ryan komst svo skemmtilega að orði, ekki mikið partýþol það... Ég var líka aðeins hissa á því hvað Jason var alvarlegur og þótti spes þetta komment hans um að hann myndi ekki þola að tilvonandi söngvari væri eitthvað að gera sig að fífli því að það væri í raun að gera alla hljómsveitarmeðlimi að fíflum, hann veit það alveg örugglega að hann er að stofna hljómsveit með Tommy Lee er það ekki?

Bjarki (IP-tala skráð) 15.8.2006 kl. 23:08

5 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Já ég er ekkert smá búin að hlæja að þessu. Ég held að Jason hafi nú ekki alveg verið skýr í kollinum. Hann var svo upptekinn af Zayru. Ég gat nú ekki varis hlátri þegar þau tvistuðu saman í slow motion. Ætli þetta sé upprennandi tískudans hjá rockfans (Supernova´s);) Þetta er í reality þættinum.

Algjör snilld líka það sem Toby segir í viðtalinu. Að Magni hafi drukkið 14 Romm í kók og verið nærri búinn að drekkja sér í sundlaugarkörfunni. Mig grunar nú að Toby sé með lipra skáldagáfu en ef þú ert ekki búin/n að hlusta á þetta þá er þetta á síðu Fíkilsins http://blog.central.is/addict/?page=components&id=268366&y=2006&m=8&d=14

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 16.8.2006 kl. 00:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (31.10.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Okt. 2024
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband