Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2006

Ekki er allt sem sýnist

Ef að þig langar til þess að láta reyna á sjónskynjun þína þá er upplagt að skella sér hingað 

Sjónin getur stundum gabbað okkur;) 


Námið í MA

Ég var í P-námi. Netið var ekki orðið að veruleika. Þar sem ég sit hér og rifja þessar minningar upp þá skil ég eiginlega ekki hvernig ég fór að án netsins. Ég nota netið mjög mikið bæði við leik og störf.

En nóg um það, hverfum aftur til fortíðar....

Námið fór þannig fram að ég fékk upplýsingar um það hvaða bækur og hvað í þeim ég ætti að lesa á önninni. Ekki voru gerðar kröfur um verkefnaskil og því fylgdi að ég fékk engar staðfestingar á því hvort ég væri á réttri leið. Þegar leið að prófum þá fór ég á bílnum frá Vopnafirði til Húsavíkur en þar bjó eldri systir mín með fjölskyldu sína. Ég hafði tekið glósur upp á segulbandsspólur og lét þær ganga yfir mér í bílnum. Það hentaði mér bara ágætlega. Þetta var nokkuð seinfarið því að styttri leiðin frá Vopnafirði til Akureyrar (um Mývatn) var ekki orðin fær.

Þar sem að ég þekkti engan á Akureyri þá gisti ég á Húsavík og lagði svo eldsnemma um morguninn af stað þaðan til Akureyrar til þess að þreyta prófin. Verst þótti mér að prófdagarnir náðu yfir tæplega tveggja vikna tímabil og ég var bara í 4 áföngum. Það mynduðust því auðir dagar á milli.

Þetta nám varð mér dýrt. Ég þurfti að fá frí frá vinnu og fundarstörfum meðan á þeim stóð. Ég gleymi því seint þegar ég steig inn í MA til að þreyta fyrstu prófin sem ég tók þar í desember ári fyrr. Mér leið hörmulega. Fannst ég engan veginn passa þarna og spurði sjálfa mig samviskuspurninga t.d. hvers vegna í ósköpunum ég væri að þessu brölti. Á þeim tíma leið mér mjög vel á Vopnafirði og sá ekki annað liggja fyrir mér en að veða ellidauð þar. Hvað hafði ég með menntun að gera þar? það var ekki eins og litla samfélagið þar byði upp á marga möguleika! En áfram hélt ég.

Tvisvar sinnum kom það fyrir mig á Akureyri að sofna úti. Miklar vegaframkvæmdir voru á leiðinni milli Húsavíkur og Akureyrar þannig að ég vildi hafa vaðið fyrir neðan mig og lagði snemma af stað. Í bæði þessi skipti var ég heppin en kom þá allt of snemma í bæinn. Lögreglan vakti mig á bekk í grænum reit í miðbænum ( hefur sjálfsagt haldið að ég væri drukkin ;)) hún tjáði mér að ekki væri leyfilegt að sofa í almenningsreitum bæjarins. Í seinna skiptið sofnaði ég við tré rétt hjá gamla skólanum. Þannig að mér lærðist það að ekki er leyfilegt að sofa úti á Ake nema á tjaldstæðunum og þá væntalega inni í tjaldi ;) 

Námið gekk nokkuð vel lauk öllum áföngum nema einum sem ég féll í fékk 4 :( 

Næst lá leið mín í öldungadeild ME sem gerði tilraun með að hafa útibú á Vopnafirði meira um það síðar..... 


Big Five persónuleikaprófið ;)

"Big Five" stendur fyrir 5 grunngerðir persónuleika. Vaxandi áhugi hefur verið fyrir hugmyndinni síðustu 50 árin. Grunn persónuleikagerðirnar fimm eru Extroversion, Agreeableness, Conscientiousenss, Neuroticism og Openness. Ef að þú tekur prófið þá er það í fimm liðum. Til gamans mæli ég með að þú copy-pastir hverja niðurstöðu t.d. í word þannig að þú getir skoðað í heildina hvernig þú skorar í hverri persónuleikagerð fyrir sig. Gaman, gaman  ;)

Ef þig langar til þess að taka smá persónuleikapróf þá klikkarðu hér 


Skemmtileg samantekt af Michael Jackson

Var að lesa skemmtilega samtekt af ferli Michael Jackson hér ....



Forvitnin vakin

Hvað ætli sé í tilboðspakkanum. Olíuverð sveiflast upp og niður á meðan á þreifingum stendur. Þegar tilboðin eru bitastæð þá lækkar verðir en samfara yfirlýsingum forseta Írans um að þeir láti ekki kúga sig og óski eftir því að tilboðum sé breytt í samræmi við það þá hækkar olíuverðið.

Ég er nú orðin afar forvitin um það hvað sé í tilboðspakkanum. Hvaða viðskiptaþvíngunum eru þeir að hóta gangi forsetinn ekki til samninga?  


mbl.is Solana á leið til Írans með tillögur vesturveldanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Shogun

Eins og undanfarna daga þá má með sanni segja að ég lifi í fortíðinni hahhaha. Það er ekki nóg með að ég hafi legið yfir sögu heimspekinnar heldur valdi ég mér Shogun (sjónvarpsþáttaröð) sem afþreyingarefni. Þessir þættir voru gerðir 1980. Sagan segir frá atburðum sem gerðust í Japan um 1600. 

Ég man eftir því þegar þeir voru sýndir í sjónvarpinu. Ég bjó þá á Vopnafirði og var mjög spennt fyrir þeim, hlakkaði alltaf til næsta þáttar og fannst þeir mjög spennandi. Það er skrítið að horfa á þá aftur núna mörgum árum síðar. Greinilega er orðinn meiri hraði í spennumyndum nútímans því að mér fannst fyrstu 5 klukkutímarnir frekar rólegir. Það var ekki svo mikið mál að taka sér hlé. Í gærkvöldi horfði ég á disk númer 2 af 5 og fannst efnið nú meira spennandi. Richard Chamberlain er fínn að vanda enda leikur hann afar spennandi karakter.

Ég velti því fyrir mér hvort nýju myndirnar sem boðið er upp á í dag hafi svona miklu hraðari atburðarrás eða hvort maður breytist svona mikið sjálfur með árunum. Sjálfsagt er það hvoru tveggja......

Japanir skera sig á margan hátt úr enn í dag og það er einnig áberandi í þáttunum hversu ólíkir siðir þeirra eru frá því sem Bretinn hefur vanist. 


Í dag lít ég stolt til baka

Það er ótrúlega gaman að lesa um gömlu snillingana, Sókrates, Plató, Aristóteles og Alexander mikla. Þeir eins og reyndar fleiri settu sannarlega svip sinn á mannlífið. Það má segja að þeir hafi ekki bara breytt sinni sögu, sínu lífi heldur brutu þeir blað í söguna ( hugmyndir þeirra mörkuðu ákveðin þáttaskil). Þegar ég hverf svona langt aftur í tímann þá eru að rifjast upp fyrir mér ýmsar gamlar minningar.

Þráin til að læra dó aldrei hjá mér. Ég stefndi á framhaldsnám sem ung 16 ára stúlka en varð þá ófríks af fyrsta barninu mínu. Aðstæður voru þannig að erfitt var að fá aðstoð þannig að ég breytti um stefnu og valdi að hugsa um heimili og barn. Rúmum tveimur árum síðar gerði ég tilraun númer tvö en var þá enn orðin ófrísk án þess að hafa vitað af því og ekki var um annað að ræða en að snú frá fyrra vali og velja aftur að hugsa um heimili og börn.

Árin liðu og ég reyni ekki á ný fyrr en fjórum árum síðar. Þá tek ég ákvörðum um að fara í Öldungadeildina í Hamrahlíð. Á þessum tíma var ég að vinna á dag og kvöldvöktum sem símastúlka á Landspítalanum. Ég sá mér leik á borði að sækja um næturvaktir og fara í skólann. Fyrrverandi eiginmaður minn sækir þá um atvinnu á Vopnafirði. Þær fréttir voru mér ekki gleðifréttir en ég fylgdi ákvörunum makans án þess að mögla. Það var erfitt að skila aftur þeim skólabókum sem ég hafði fengið lánaðar og segja upp vinnunni sem ég hafði verið ráðin í með þeim skilirðum að ég færi ekki eftir sumarið.

Mér fannst ég afar mislukkuð á þessum tíma. Ég var í raun að ganga á bak orða minna og það fannst mér mjög erfitt. Þar að auki var ég að fjarlægjast tækifærið til þess að læra þegar ég flytti á tiltölulega afskekktan stað úti á landi. Mörg ár liðu áður en gerð var ný atlaga til náms. Auðvitað var ég í bréfaskólum en mér þótti aldrei mikið til þeirra koma. En þráin til að læra yfirgaf mig aldrei.

Enn var ég heima að hugsa um börnin. Við fluttum á Vopnafjörð og þar bjuggum við í 17 ár. Mér leið vel á Vopnafirði. Þar kynntist ég góðu og skemmtilegu fólki, en ég saknaði tækifæranna sem Reykjavík bauð upp á.  Ellefu ár liðu en þá þurfti ég til Reykjavíkur vegna krónísks brjósklos sem lét mig ekki í friði. Mér fannst ég vera orðin gamalmenni. Gat ekkert gert án þess að verða kvölum kvalin í bakinu. Ég var í meðferð hjá sjúkranuddara í 3 mánuði og tók þá í leiðinni Skrifstofutækninám sem Tölvufræðslan stóð fyrir. Það var gaman að fara í skólann (4 klst. á dag). Mér gekk mjög vel í þessu námi, fannst það freka létt enda tengt ýmsu sem ég hafði starfað við.

En ég hafði ekki uppfyllt þörf mína. Námið þurfti að vera meiri áskorun og meira nám en 3ja mánaða skóli. Ég skildi aldrei alveg þessa djúpliggjandi sterku hvöt sem keyrði mig áfram. Ég las mikið um mín hugðarefni og þá alveg sérstaklega allt það sem viðkom heilsu einstaklingsins, líkamlegri sem andlegri. Markmiðið var alltaf það sama. Hvernig getur einstaklingurinn fengið meira út úr lífi sínu? Hvernig getur hann hjálpað sér sjálfur?

Árin liðu, lækir, ár og fljót runnu áfram til sjávar og enn beið ég tækifæris.  Árið 1989 hóf ég svokallað P nám við Menntaskólann á Akureyri. Meira um það síðar....

 


Sannarlega hlakka ég til þess ;)

Gaman að geta hugsað jákvætt til haustsins svona í upphafi sumars. Það er ekki mánuður síðan ég fór í síðasta prófið og samt strax fasrin að hlakka til haustsins. Einkennilegt hvernig mannskepnan er . Ég er nú búin að vera að vinna úti í garði í morgun. Gott að ljúka sem mestu áður er viku rigningarskammturinn dettur úr lofti þ.e.a.s. ef að veðurstofan hefur rétt fyrir sér. Nú er lag að drífa áburðinn á grasið og í trjá og runnabeð ef menn og konur hafi ekki nú þegar lokið því af. ég bíð síðan eftir því að droparnir fari að detta svo að ég geti hlaupið út með grasfræið sem vonandi þéttir grasflotina. Ég tilheyri þeim hópi fólks sem á garð og er að berjast við mosa í flötinni :-(

En snúum okkur að efninu. Arnaldur Indriðason er frábær rithöfundur. Skemmtilegar fléttur í bókunum hans og Mýrin ekki síst af þeim. Nú er tökum á Mýrinni að ljúka og ég get farið að hlakka til haustsins, þá mun ég njóta þess að sjá söguna myndrænt og bera hana saman við innri myndatökur mínar sem áttu sér stað á sama tíma og ég las bókina, en þá byrjar skólinn aftur og margt nýtt og spennandi að fást við. 

Markmiðið er því að njóta augnabliksins í allt sumar og hlakka jafnframt til haustsins! 


mbl.is Tökum á Mýrinni að ljúka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta líst mér á

Fyrst vil ég óska hjólreiðamönnunum góðs gengis. Það er sannarlega eitthvað til að dást að þegar hver maðurinn af fætur öðrum leggur upp í langferð innanlands tistyrktar góðu málefni. Ef vel er staðið að málum þá getru slík ferð bæði vakið athygli styrktarmálefninsins en hún getur líka aukið þrek og úthald þess sem leggur í langferðina. Hér fara fjórir saman og ekki sami vandinn og þegar einn eða tveir ganga saman. Ef einhver verður þreyttur á öðrum þá getur sá hinn sami bara spjallað við annan af hinum tveimur. Ég held líka að félagsskapur fjögurra sé ólíkur félagsskap tveggja. En allt eru þetta nú bara presónuelgar pælingar mínar um mannlegt eðli og sannarlega ekkert eitt rétt í þeim efnum. 

Hjólreiðar eru auðvitað hið besta mál, flottur lífstíll. Að ferðast hringveginn gangandi eða hjólandi eða far á bát umhverfis landið eins og gert var í fyrra ef ég man rétt er orðinn hluti íslenskrar menningar!

Gangi ykkur vel á fákum ykkar fjórmenningar! 


mbl.is Hjóla umhverfis landið til stuðnings langveikum börnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlýtur að vera einstakt

Það hlýtur að vera alveg einstakt að ganga hringinn. Kynnast landsfjórðungunum, veðurfarsbreytingunum og vera einn með náttúrunni. Ég velti samt þessu síðasta fyrir mér að vera einn með náttúrunni. Maðurinn er fyrst og síðast félagsvera að vísu hittir Jón Eggert auðvitað fólk þar sem hann staldrar við ( gott fyrir hann) en í fyrra fylgdist ég með átakinu "haldtur leiðir blindan" þar kom einmitt fram þetta með félagslega þáttinn. Það reyndi á félagslegu tengslin, þeir höfðu bara hvorn annan. Hvernig ætli þetta sé þegar maður gengur einsamall? Reynir það á samskiptin við sjálfan sig? Er hugurinn ef til vill hjá náttúrunni eða ef til vill með Guði? 

Hver svo sem svörin eru við þessum pælingum mínum þá dáist ég að þessum göngugörpum og ef ég gengi með hatt þá myndi ég taka ofan fyrir þeim ;) Ég hef líka oft heyrt listamenn tala um að sköpunarkrafturinn sé meiri þegar þú ert einn með náttúrunni. Það væri ef til vill snilld að hafa með sér lítið upptökutæki og semja vísur eða semja lög og blístra melódíuna inn á bandið?


mbl.is Rétt rúmlega hálfnaður með gönguna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband