Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2006

Stærðin skiptir ekki máli ;)

Ég var að lesa fréttina um hérann sem réðist inn í hóp sleðahunda til þess að vernda umráðasvæði sitt. Þetta minnti mig á lítinn gára, hann Pésa sem dóttir mín átti. Pési var bara nokkurra daga gamall og handmataður þegar hún fékk hann, en viku síðar gáfum við henni annan pafagauksunga sem er mun stærri "Dísu". Dísa var líka nokkurra daga gömul og handmötuð. 

Þeir voru því báðir mjög gæfir. En Pési hafði komið fyrst í húsið. Hann var búinn að eigna sér það bæði uppi og niðri. Við gátum ekki haft þá í sama búri. En oft furðaði ég mig á því hvernig þetta er hjá dýrunum. Ég var einmitt að lesa almennu sálfræðina og fylgdist með hegðun fulglanna. Þetta auðveldaði mér heldur betur glósuvinnuna.

Dísa var sem sagt miklu stærri en Pési og hefði auðveldlega geta gengið frá honum. Það hefði nú samt mátt halda að Pésa fyndist hann mun stærri en hún. Greyið Dísa, þegar hún flaug og settist á sama stólbak og hann þá varð hann árasargjarn og rak hana niður eftir stólbakinu og þar hékk hún greyið.

Ég skildi því söguna um hérann sem var að verja svæðið sitt þó að hann þyrfti að horfast í augu við 13 sleðajhunda. Hann réðist nú ekki á þá sem betur fer og þeir ekki að honum, en þegar hann allt í einu stökk út úr hundahópnum þá sló hann með loppunni á trýni nokkurra hunda.

Hann mátti sko þakka fyrir að sleppa lifandi! 


mbl.is Reiður héri réðist á sleðahunda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Menntaskólinn á Egilstöðum með útibú á Vopnafirði

Þá held ég áfram með námsferilinn. Síðast var ég í MA en næst komandi haust var ME með útibú á Vopnafirði. Það var boðið upp á 3 áfanga ísl 103, Dönsku 103 og Stæ 102. Ég hafði lokið Stæ 102 en fékk bara 6 þannig að mig langaði til þess að hækka einkunnina. Ég skráði mig því í alla þrjá. Þetta var mjög gaman. Að mæta í tíma, hafa kennara og gera heimaverkefni. Það gekk allt mjög vel og vildi ég geta státað af öðru eins í alri skólagöngunni. Þetta voru auðvitað bara 8 einingar og þar að auki hafði ég farið í gegnum einn áfangann áður. Þegar kom að því að einkunnir voru sendar frá ME skildi ég ekki blaðið mitt. Á því var engin einkunn bara bókstafurinn T fyrir aftan öll fögin. Ég þorði ekki að segja nokkrum manni frá þessu en þótti leiðinlegt að vita ekki hvort ég hefði náð.

Efti nokkrar vikur fékk ég upplýsingar um það hvað T-ið stóð fyrir og þá gapti ég af undrun. Það hverlaði nú aldrei að mér að ég hefði fengið 10 í öllum fögunum. Ég hlakkaði til þess að geta haldið þessu áfram á  næstu önn, en því miður þá varð ekkert framhald af þessu. Þar fór sá draumur. Ég hafði nú komist á bragðið að stunda nám í skóla og fann mikinn mun á þessu tvennu. Ég sá mér ekki fært að halda áfram í p-náminu á Akureyri. 

Ég seldi mér þá hugmynd að þetta með námið hafi bara verið þráhyggja í mér. Nú væri ég búin að sanna það fyrir sjálfri mér að ég gæti lært ( eins og það hafi verið það sem þetta allt gekk útá). Þannig að ég lagði námið á hilluna og einbeitti mér að lífinu á hjara veraldar eins og ég og mamma kölluðum Vopnafjörð stundum vegna þess hve einangraður hann var ;)

Nokkrum árum síðar flutti ég aftur til fæðingarstaðarins Reykjavíkur ..... 


Ekki gott að verða mál á stærstu lestarstöð Evrópu!

Stærsta lestarstöð í Evrópu sem kostaði 65,6miljarða skartar einu karlaklósetti og einu kvennaklósetti!!!!!

Hahahahahahahahahahaha

Ég get nú rétt ímyndað mér að röðin sé löng, menn og konur verða bara að fasta áður en þeir leggja það á sig að ferðast um þessa stöð. Annars er bara voðinn vís, vonandi nóg af ræstingarliði á svæðinu hahahahahaha.... ég hef bara ekki heyrt hann betri í langan tíma...

Þetta er hins vegar að gerast í alvörunni og er sko ekkert grín, en ég get varla skrifað þessa færslu fyrir hlátri.... hahahahahahahaha

Þvílíkur lífstíll í Berlín. Ætli það séu engar sjoppur, kaffiteriur eða veitingastaðir á stærstu lestarstöð í Evrópu?.... Ætli einhver kaupi sér eitthvað að drekka þar..hahahahahahahaha

Ég held ég verði bara að hætta þessu er að pissa á mig af hlátri hahahahahaha eins gott að það eru tvo klósett í húsinu og engir 30.000 þúsund manns að bítast um þau á dag hahahahahahaha.... 


mbl.is Eitt salerni fyrir hvort kyn á stærstu lestarstöð Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýtt skref í jafnrétti kynjanna

Glæsilegt, ég vona að þetta fari alla elið í gegn. Það mun sannarlega koma í ljós hvort Danir eru hynntir jafnrétti eða ekki þegar þjóðaratkvæðisgreiðsla fer fram um það hvort prinsessan missi ríkiserfðarétt sinn ef hún eignast yngir bróðir eða ekki. 

Fyrir mér er jafnrétti sjálfsagður og eðlilegur þáttur lífsins. Íslendingar hafa líka náð árangri í þeirri baráttu. Enn má þó bæta stöðuna og einnig gæta þess að halla ekki á karlmenn í ákafa leiksins.

Sátt og samlyndi er gott veðurfar í samskiptum manna þó að það væri ef til vill frekar litlaust ef aldrei gengi neitt á ;)


mbl.is Danir skrefi nær því að tryggja rétt krónprinsessu til ríkiserfða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað ætli hann sé þungur?

12,5 km af ull! Hvað ætli ullin vegi? Ef við vissum hve breiður hann er, hvaða prjón var notað, númerið á prjónunum sem notaðir voru (stærð hverrar lykkju) þá væri ef til vill hægt að reikna þetta út hum..

Eða hvað voru notaðar margar hespur og hvað hver hespa var þung ;)

Ég lenti í þessum spuna þegar ég var að spá í hvort ekki væri dýrt að flytja þennan stóra trefil á milli staða hahahahahaha Vonandi skilar þetta uppátæki kvennanna einhverju til ungmennafélaganna í Þýskalandi. Alla vegana sniðug hugmynd hjá þeim og áreiðanlega fútt í því að taka þátt en hvort hún er hagkvæm það á alveg eftir að koma í ljós. Ég ætla að fylgjast með því ;) 


mbl.is Þýskir þorpsbúar segjast hafa prjónað lengsta fótboltatrefil í heimi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lífsbaráttan

Það var rétta orðið hjá Guðna. Framsóknarflokkurinn stendur nú sem aldrei fyrr frammi fyrir því að leggjast af. Lífsbarátta flokksins er það sem máli skiptir annars verður enginn flokkur. Ég man ekki betur en að Finnur Ingólfs hafi verið óvinsælasti stjórnmálamaðurinn rétt áður en hann valdi að stíga út úr stjórnmálum. Að vera varaformaður og jafnframt óvinsælasti stjórnmálamaðurinn er ekki beint yfirlýsing um að viðkomandi sé farsæll til þess að auka líf flokksins. Ég held að Framsóknarflokkurinn myndi leggjast af í eitt skipti fyrir öll ef Finnur væri formaður flokksins. Ég skil ekki að mönnum hafi yfir höfuð dottið það í hug.

Gott fyrir grasrótina að láta í sér heyra. Það þarf mikinn kraft til þess að þróunin snúist við. Framsóknarmenn vilja flestir gefa lítið fyrir það að ósætti eða klofningur sé innan flokksins. Ég held að sannleikurinn sé alltaf sagna bestur og ekki síst í pólitík, en þar virðist oft vera farið frjálslega með sannleikann.

Ég mun til dæmis seint gleyma orðum Ingibjargar Sólrúnar þegar hún var spurð fyrir síðustu borgarstjórnarkostningar sem hún var í framboði, hvort hún myndi sitja út allt kjörtímabilið.. Hún svaraði kokhraust að vanda að það ætlaði hún að gera. Í þeim kosningum kaus ég hana, mér leist vel á þennan kvenskörung. En það leið ekki langur tími þar til að hún tilkynnti að hún ætlaði sér annað en að sitja út tímabilið. Ég varð fyrir miklum vonbrigðum og veit um fleiri. Mér þyrkir líklegt að það að fara frjálslega með sannleikann komi niður á flokkunum sama hvað þeir heita. Ég treysti ekki Ingibjörgu Sólrúnu lengur. 

Minn framtíðardraumur um stjórnmálakonur og menn er sá að þeim verði umbunað sem hæfir eru og ekki þá síst þeim sem bera virðingu fyrir sannleikanum og hafa bein í nefinu til þess að horfast í augu við þau vandamál sem upp koma. Vandamál eru eitthvað sem þarf að leysa annars vaxa þau handhafanum yfir höfuð.

Með þessum orðum vil ég senda hvatningarorð til allra þeirra sem eru tilbúnir til þess velja lífi sínu þann starfsvettvang sem pólitík er. 


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta ekki djók?

Að fimmtungur aðspurða vilji frekar týna giftingahringnum en farsímanum er það ekki djók? Að þriðjungur vilji frekar týna veskinu sínu en farsímanum! Ég er ekki alveg að skilja þetta. Ef til vill er þetta fólk með svona dýra farsíma? Ég skil hinsvegar þetta með úrið og vekjaraklukkuna, að yfir 70% aðspurðra noti farsíma í sat áðurnefndra hluta. Ef til vill er ég svona gamaldags og lengi að tileinka mér tæknina en ég vil nú frekar týna símanum mínum og kaupa mér annan heldur en að týna giftingahringnum eða veskinu. Ég ætti nú ef til vill að endurskoða þetta með veskið. Það er jú ekki svo dýrt að endurnýja það og tilkynna glatað kort til endurnýjunar....hum?

Ég hef ekki verið mikið fyrir myndatökur, þannig að þó að ég eigi bæði stafræna myndavél og síma með myndavél þá nota ég eiginlega hvorugt. En samkvæmt þessari könnun þá þurfa myndavélaframleiðendur að hugsa sinn gang sömuleiðis úrsmiðir, nú ef til vill munu farsímar framtíðarinnar líka koma í stað giftingahringja og debet og kreditkorta....hver veit. Bara allt í einu tæki. Þetta er auðvitað hið besta mál fyrir nútímakonuna og litlu nútimaveskin sem eru í tísku, allt í einu nettu tæki það sleppur létilega í litlu handtöskuna ;)

Spurning með máltækið að geyma ekki öll eggin í sömu körfunni eða eitthvað á þann veg..... Vá hvað ef þú myndir þá týna símanum þínum þá er bara allt glatað!!! 


mbl.is Farsímar gætu tekið alfarið við af stafrænum myndavélum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar óttinn ræður för

Óttinn er mörgum tilfinningum yfirsterkari og oftar en ekki kemur hann í veg fyrir skynsamlegar ákvarðanir. Forseti Írans fullyrðir að ekki eigi að nýta kjarnorku til vopnaframleiðslu heldur til þess að sjá þegnunum fyrir raforku. Erfitt er að treysta því að þau orð séu rétt. Hvers vegna? Einmitt vegna óttans við að svo sé ekki. Að tilgangurinn sé einmitt sá að tryggja Írönum ákveðið forskot ef/þegar til átaka kemur. Allt vopnakapphlaup snýst um að eiga mestu og bestu vopnin, hvort sem að til stendur að beita þeim eða ekki. Þeim yrði þá að minnsta kosti beitt með hótunum um að beita þeim. 

Samskipti manna og þjóða hafi um langan aldur gengið út á það að ná meiri völdum. Það er fallegur draumur að hugsa sér að mannskepnan muni þroskast og skapa í sameinginu frið á jörð. En er það raunhæft? Er það ekki bara eins og í ævintýrunum þar sem dýrin í skóginum eiga öll að vera vinir?

Ég vona það sannarlega að Solana nái samkomulagi við forseta Írans en ekki finnst mér erfitt að skilja þessa togstreitu sem hefur verið að myndast. Menn eru alltaf samir við sig og að treysta öðrum er ekki alltaf það léttasta sem þeir takast á við.

Ég hef verið að horfa á Shogun (þáttasería um átök í Japan um 1600) ein grundvallarreglan hjá Japönum þess tíma var að treysta engum...... 

Hvernig svo sem þetta allt fer þá óska ég þess að engum verði haldið á óttanum, því að undir áhrifum ótta er maðurinn líklegri til þess að framkvæma óskynsamlegar athafnir. 


mbl.is Javier Solana komin til Írans til samningaviðræðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leyndardómar Snæfellsjökuls

Já það verður gaman að sjá nýja uppsetningu þessarar myndar. Með tæknibrellum nútímans ætti að vera hægt að gera flotta mynd. Ég sá gömlu myndina fyrst fyrir mörgum árum síðan en síðan aftur fyrir u.þ.b. tveimur árum. Þá tók ég eftir ýmsu sem hægt væri að gera rosaflott með nýrri tækni. Ég hafði einmitt á orði hve spennandi það væri ef einhverjum dytti nú í hug að endurgera myndina.

Sú ósk mín virðist vera að rætast og bíð ég spennt eftir útkomunni :)

Ég óska Anítu Briem til hamingju með tækifærið, það hlýtur að vera gaman að leika í þessari mynd! 


mbl.is Aníta Briem leikur í Hollywood-stórmynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glæsilegur dráttur

Sá var heppinn. Það er nú ekki á hverjum degi sem "bryggjupollar" ;) fá lax á öngulinn.

Til hamingju Helgi. Ég man nú bara ekki eftir því að hafa heyrt um að þetta hafi gerst áður. En svona er Ísland í dag "Allt getur gerst"!!!!! 


mbl.is Óvenjulegur happadráttur í Vestmannaeyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband