Bloggfærslur mánaðarins, júní 2006
4.6.2006 | 08:37
Grænsápa í stað eiturs?
Er einhver hér sem hefur heyrt að það dugi að nota grænsápuvatn til úðunar gegn fiðrildalirfum á birkitrjám. Ég er með tré við húsið mitt sem fór frekar illa síðasta sumar. Laufblöðin rúlluðust upp, skorpnuðu og féllu síðan af. Ég er ekki fylgjandi því að nota eitur ef ég kemst hjá því. Helst vildi ég sjá menningu Íslendinga breytast þannig að eftirsóknaverður lífstíll væri: allt í endurvinnslu sem hægt er, ekkert eitur, vaxandi hljólreiðar og heilsársdekk fyrir þá sem aka um á bílum, en snúum okkur aftur að ræktuninni.
Einhver nefndi þetta við mig með grænsápuna en ég veit ekki hvenær á að úða og hvernig eiga hlutföllin á milli sápu og vatns að vera?
Það væri kærkomið ef einhver með græna fingur les bloggið mitt og kommentar á þessa punkta:)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.6.2006 | 10:15
Frelsið er besti valkosturinn
Að þurfa á því að halda að fá bætur fyrir þetta og bætur fyrir hitt heftar frelsi einstaklingsins. Hann verður á vissan hátt háður þeim bótum sem hann á rétt á og reiknar með þeim sem hluta af framfærslufé sinu. Breytingar á vaxtabótum vegna verðmætaaukningar á fasteignum geta orðið mörgum erfiðar. Ég þakka bara mínu sæla fyrir það að hafa ekki sótt um fyrrframgreiddar vaxtabætur. En ekki nóg með það þegar menn og konur eru að sækja um lán til fasteignakaupa þá er gjarnan tekið með í reikninginn vaxtabótaupphæðin, litið er á hana sem framfærslufé!
Íslendingar væru auðvitað best settir ef að þeir hefðu allir mannsæmandi laun, hægt væri að hvetja til sparnaðar ( og auka þannig sjálfstæði og öryggi hvers manns), draga þannig úr verðbólgu, auka stöðugleika og fyrst og síðast frelsi. Ég vildi að ég gæti státað af því að standa svo vel fjárhagslega að allt áður upptalið væri hlutskipti mitt en því er miður svo er ekki enn.
Mér finnst ábending Vinstri- grænna tímabær " þeim sem vilja spara og minnka skuldir er refsað". Í annari hendinni er verið að benda fólki á að spara til þess að slá á verðbólguna og með henni er þeim refsað fyrir að auka eignir sínar (vaxtabætur felldar niður). Það er því ljóst að einvherju þarf að breyta hér.
![]() |
Hvetur til þess að grunni vaxtabóta verði breytt strax |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.6.2006 | 09:55
Veitið börnunum athygli
Sorglegt þegar unglingar fá hugmyndir um að eitra fyrir kunningjum, skóla- eða vinnufélögum til þess að fá athygli. Ég fæ ekki betur séð en að stúlkan hafi þráð athygli mjög heitt og það ekki bara frá foreldrum sínum heldur einnig frá ættingjum. Hvað er hún að reyna að segja?
Ég er stjarna, ég er vinsælust, ég hef hæfileika eða????? Ég er sannfærð um það að ef að barn fær athygli fyrir það sem það gerir ( gott að margra mati) þá minnka verulega eða að öllum líkindum hverfa atvik eins og þetta. Foreldrar geta valið hvað hegðun þair veita athygli og á þann hátt aukið líkurnar á því að barnið endurtaki þá hegðun. Allt of oft er það þannig í hraða nútímans að foreldrar og aðrir umannendur barna og unglinga veit neikvæðri hegðun athygli en nota ekki tíma sinn í að veita viðkomandi athygli þegar skapandi, uppbyggileg hegðun á sér stað. Ég hef heyrt foreldri segja " ég ætla ekki að trufla hann því hann er sv duglegur að dunda sér núna" en einmitt það að trufla þann þátt er líklegt til að barninu finnist enn meira gaman að gera það sem það gerði og muni því endurtaka það. Leikurinn er ekki bara áhugaverður heldur fær maður líka athygli ( ást, hróst o.s.frv.). Svona atburðir eru sannarlega hróp á hjálp.
![]() |
Reyndi að eitra fyrir keppinautinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.6.2006 | 09:42
Skilningsríkir samborgarar ;)
Aumingja presturinn í Rumson sem lifði og hræðist innan um efnafólkið. Hann flæktist í snöru freistingarinnar og stal $ 75.000 til þess að kaupa sér dýra bíla og ferðast. En samborgarar hans hafa fullan skilning á stöðu hans enda flestir vel efnaðir. Sorglegt fyrir manninn að hafa valið sér það lífstarf að vera prestur þar sem að líf enfisheimsins heillaði hann svo mjög.
Samborgurum hans hefur greinilega líkað vel við hann því að þeir taka upp hanskann fyrir hann. Að lifa hátt er einfaldlega lífstíllinn í Rumson! Já það er margt skrítið í henni veröld.
![]() |
Prestur dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir þjófnað úr kirkjusjóðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.6.2006 | 09:09
Betur fór en á horfði
Síðan ég bjó á Vopnafirði þá hef ég ekki geta vanið mig af því að líta til veðurs bæði í veðurspá sjónvarpsins og annars staðar þar sem ég kemst í þær upplýsingar m.a. hjá einum af sambloggurum mínum hér á bloggi mbl.is. Á Vopnafirði dreymdi mig fyrir veðrinu en það gerist nú ekki hér í Reykjavík.
Spáin fyrir þessa fyrstu alvöru ferðahelgi leit nú ekki svo vel út og var víða verið að spá einhverri vætu alla Hvítasunnuna. Yngsti sonur minn fór í bústaðsferð með ömmu og afa og var ég að hafa áhyggjur af því að það væri nú lítið hægt að athafna sig utandyra vegna vætunnar.
Það var því ánægjulegt að líta til veðurs þennan morgun og sjá að útlitið alla vegan fyrir daginn í dag er mun betra en reiknað hafði verið með. 8-17 stiga hita er spáð fyrir daginn hægviðri og léttskýjuðu. Ég samgleðst því með öllu ferðaglöðu fólki að fá tækifæri til þess að upplifa sýnishorn íslenskrar veðráttu á einni helgi smá sól, smá vætu og mismunandi hitastig þ.e.a.s. ef að veðurspáin heldur.
Allir grillarar geta nú tekið gleði sína og upplifað hina íslensku sumarstemningu nútímans, þar sem vígalegir kappar velta við hlöðnum prjónum á glóðum og æra mannskapinn með lyktinni af krydduðu kjötu og úrvals grænmeti.
Þegar ég var duglegust við að fara í tjaldferðalög ( sem ég reyndar var aldrei mjög dugleg við) en þá greip hjátrúin í mig og regnhlífin, regnkápan eða/og stígvélin urðu að fara með því annars myndi örugglega rigna ;)
![]() |
Spáð 8-17 stiga hita í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.6.2006 | 18:23
Gott fyrir hann að geta leitað sér hjálpar
Dýrkun ungdómsins getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Þegar fólk einblínir á að að með hækkandi aldri minnki möguleikar þess og geta til að gera góða hluti þá setur það stefnuna á vaxandi kvíða eða jafnvel vonleysi. Fólk breytist með aldrinum, en fólk á öllum aldri sýnir af sér snilld. Sumir toppa jafnvel líf sitt þegar þeir standa á sjötugu eins og t.d. Gothe.
Vísindamenn eru alltaf að öðlast meiri vitneskju um starfsemi heilans. Ljóst er í dag að það sem þú gerir oft getur breytt þykkt heilabarkarins. Vegna sjúkdóma þynnist hann en t.d. vegna ákveðinna tegundar af hugleiðslu þá verður hann þykkri. Heilabörkur í 5o ára manni sem hafði hugleitt að staðaldri 5 daga vikunnar í minna en 1 klukkustund hafði svipaða þykkt á framheilaberki og 20-30 ára einstaklingar. Leigubílstjórar í London eru með stærri dreka en aðrir.
Á sama tíma og einstaklingur er kvíðinn þá er mikil virkni í möndlungi og vitað er að ef að sterkar tilfinningar svipaðar og kvíði ná tökum á okkur þá er erfiðar að beita skynsemi eða rökhugsun. Kvíði er því tilfinning sem allir ættu að vera meðvitaðir um og leyta eftir hjálp eða finna út hvað þeir þurfa til þess að vera ekki kvíðnir.
Það er margt hægt að gera en mikilvægast af öllu er að hlusta á sjálfan sig eins og leikarinn Keanu Reeves gerði, átta sig á því hvernig manni líður og leyta sér hjálpar ef þörf er á.
![]() |
Keanu Reeves fékk kvíðaköst af ótta við að verða fertugur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.6.2006 | 16:15
Komin upp á lag með kerfið
Nú er ég komin vel upp á lag með kerfið. Hér hef ég notið þess að verja svolitlu af tíma tíma mínum síðan ég komst í kosningahaminn.Ég er sem sagt búin að hita upp. Mér finnst gaman að fylgjast með og les að sjálfsögðu fréttir á hverjum degi. Mbl.is er í uppáhaldi hjá mér en ekki eini fréttamiðillinn sem ég sæki í. Ég hef oft verið spurð að því hvernig ég fari að því að gera það sem ég geri á hverjum tíma. Ekki veit hvort ég lít út fyrir að geta áorkað miklu minna en ég síðan geri eða hvort það er eitthvað annað;)
Í u.þ.b. 30 ár hef ég átt mér draum sem ég er nú að leggja mikið á mig til að gera að veruleika. það er gaman að lifa drauminn sinn jafnvel þó að hann sé enn í fæðingu. Manneskjan hefur átt minn hug allan svo lengi sem ég man eftir mér. alt sem tengist henni, bæði líkamlega heilsa, andlega heilsa, næring beggja þessara þátta og hegðun einstaklingsins. Í dag heillar þetta mig enn allt en hegðunin er mjög framalega.
Námið mitt gengur einmitt út á það að reyna að skilja hegðun. Námið er erfitt, krefjandi og afar skemmtilegt. Ég hef því nokkrum sinnum spurt sjálfa mig hvers ég sé megnug. Er þetta meira en ég ræð við? Draumurinn minn er að ljúka þessu námi og nota svo það sem eftir er af lífinu til þess að gera góða hluti fyrir mig og mína og vonandi einhverja fleiri með þeirri þekkingu sem ég mun afla mér á leiðinni í gegnum það. Að hámarka getu sína er aðaláhugamálið.
Flokkurinn "leiðin að markmiðinu" mun innihalda blogg um það að gera draum sinn að veruleika. Þetta er fyrsta innleggið sem ég set þar inn. Ég vona svo bara að vinir, vandamenn og aðrir gestir hafi gaman eða gagn af ;)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.6.2006 | 12:44
Það er töggur í þeim
Já gömlu naglarnir standa fyrir sínu eða á ég ef til vill að segja að Keith Richards standi fyrir sínum. Stundum setur maður markið of hátt ( kókoshnetan) og fellur til jarðar, en fall getur líka verið fararheill.
Aðdáendur Rollinganna kætast líklega og myndi ég gera það ef ferð þeirra lægi til Íslands. Þegar ég las fréttin aum fallið þá hafði ég verulegar áhyggjur um að aldurinn yrði honum til trafala. Alltaf skjótast nú fordómarnir upp hjá manni. En hann slapp bara vel og sagt er að hann sé orðinn heill heilsu. Húrra fyrir því.
Alltaf gaman að sjá gamla snillinga halda snilldi sinni áfram og áfram og áfram........
![]() |
Rolling Stones tilkynna um hljómleikaferð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.6.2006 | 12:24
Leggjumst öll á eitt
Það er ánægjulegt að sjá að menn og konur eru að vinna í því að stöðva verðbólguna. Ég vona sannarlega að samkomulag náist um hugmynd frá Samtökum atvinnulífsins. Mér finnst líka sanngjarnt hvernig þetta er sett fram hjá þeim. En Samtök atvinnulífsins eru ekki þeir einu sem eru að gera eitthvað í málunum.
Í Fréttablaðinu í morgun sá ég auglýsingu frá Kb banka um hækkun innlánsvaxta. Það væri vit í því að bankarnir tækju saman höndum allir sem einn og hækkuðu innlánsvexti til þess að hvetja fólk til sparnaðar. Fyrir stuttu síðan sá ég auglýsingu frá S24 einnig um hækkun innlánsvaxta. Nú er bara að biða og sjá hvað setur.
Íbúðaverð hefur reyndar enn verið að hækka þó að það sé nú lítið miðað við það sem gerðist á síðasta ári. Það er von til þess að stöðugleiki komist á það, en þær hækkanir hafa haft talsverð áhrif á verðbólguna.
Þegar velmegun eykst og fólk kemst í betri stöðu þá er auðvitað mikilvægt að reyna að halda þeirri stöðu. Til þess þurfa allir að leggjast á eitt. Margt smátt gerir eitt stórt segir máltækið. Þetta er svona eins og með gróðurhúsaáhrifin, sumum einstaklingum finnst ekki taka því að taka þátt vegna þess hve litlu máli framlag hans er. Ef allir hins vegar myndu hugsa svona þá fer það að skipta máli ekki satt?
Leggjumst því öll á eitt, sýnum lit, styðjum þá sem að koma með leið til lausnar með þvi að vera virkir þátttakendur.
![]() |
Bjóða 12 þúsund króna hækkun á mánuði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.6.2006 | 10:10
Einhver komst í feitt þegar hann fór á klósettið ;)
Aumingja skattheimtumaðurinn sem þurfti að leggja frá sér skjalatöskuna með u.þ.b. 2 milljónum króna í seðlum þegar hann var að athafan sig á klósettinu. Ætli það sé mikil von um að sá næsti sem náttúran kallaði á á sama svæði steig þar inn og fann töskuna. Sannarlega væri það fréttnæmt. Mig rekur nú ekki í minni að hafa lesið margar fréttir um fundvísa einstaklinga sem hafa lagt það á sig að skila fund sínum.
Eru menn enn að innheimta skatta í beinhörðum peningum í Austurríki. Ég viðurkenni hér með fávisku mína en ég hélt bara að seðlar væru komnir úr tísku. Seðlar eru greinilega stór þáttur í menningu Austurríkismanna þega skattheimtumenn innheimta eftir þeirri leið.
![]() |
Skattarnir gleymdust á klósettinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Af mbl.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.5.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Heimasíður
Heimasíður til fróðleiks og skemmtunar
- Lifeðlisleg sálarfræði Spennandi rannsóknir
- Mind and Life Áhugavert
- Vísindagreinar á PubMed
- Okala foundation Kanadískt stryktarfélag fyrir fátæk börn í Camroon í Afríku
Nýjustu færslurnar
- Meistarinn og tíminn, ljóð frá 15. apríl 2017.
- Til allra þeirra sem líf og heilindi skipta máli.
- Ísland þarf á þér að halda.
- Himinn og haf milli móttöku Trumps og Bidens í Sádi Arabíu 2022 og 2025
- ÞÁ ER BÚIÐ AÐ UPPLÝSA ÁSTÆÐUNA FYRIR "AÐGERÐARLEYSI" DÓMSMÁLARÁÐHERRA Í EMBÆTTINU FRÁ ÞVÍ AÐ HÚN KOM Í RÁÐUNEYTIÐ........