Bloggfærslur mánaðarins, júní 2006
30.6.2006 | 20:51
Fyndið að sjá þessa mynd þar sem að ég var að horfa á...
Cosmos með Carl Sagan (myndin er með fréttinni á mbl.is). Þeir þættir eru frá áttunda áratugnum en aðalatriðin standa þó enn fyrir sínu ;)
Ég sá þessa þætti í sjónvarpinu ef ég man rétt, alla vegana var margt kunnuglegt sem bar fyrir augu.
En smástirnið 2004 XP14 mun þjóta fram hjá jörðu í örlítið meiri fjarlægð frá henni en tunglið. Ekki veit ég hvort við sjáum nokkuð þar sem svo bjart er á Íslandi en þetta á víst að sjást í Evrópu.
Já mér fannst þetta skemmtileg tilviljun að vera nýkomin frá sjónvarpstækinu, búin að vera upptekin af upphafi heimsins séð í gegnum vísindagleraugun og sjá svo þessa frétt um leið og ég sest hér við tölvuna ;)
Smástirnið 2004 XP14 heimsækir reikistjörnuna Jörð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.6.2006 | 15:08
Miðbærinn mun færast upp að Rauðavatni innan fárra ára ;)
Þegar ég fæddist 1953 þá var miðbærinn í kringum Lækjartorg. Mörgum fannst djarft að byggja Kringluna og voru uppi raddir um að þessi verslunarmiðstöð eða "Moll" væri svo langt frá miðbænum að enginn myndi fara þangað til að versla.
Árin liðu og það kom að því að erfitt var að fá stæði í nálægð Kringlunnar. Nú er komið í ljós að "ANDI" Morgunblaðsins dregur að sér fólksfjöldann, enda margir Íslendingar áhugasamir fyrir fréttum og meðfylgjandi góðgæti.
Ég þori nú varla að hugsa til þess sem verða mun, en ég frétti að tekist hefði að flytja "Hinn óskilgreinda ANDA" upp að Rauðavatni Endilega hlustið á fréttina á mbl.is orðum mínum til útskýringar.
Ég sem hélt að þetta hefði eitthvað með Kringluna að gera hum???? ;)
Morgunblaðið flytur í Hádegismóa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.6.2006 | 14:46
Tölfræði síðustu ára
Ég fékk hugmynd um daginn og ætlaði að fylgja henni strax eftir. Hugmyndina fékk ég þegar ég var að skoða tölfræði einkunna í hinum ýmsu áföngum sem ég hafði tekið próf í. Ég er búin að sjá að staða mín miðað við samnemendur mína er sú að ég er að meðaltali rúmlega staðalfráviki fyrir ofan meðaltal.
Í sumum áföngum gengur mér þó betur en það en í öðrum er ég með meðaleinkunn. Miðað við að ég beiti sömu námstækni og sé að takast hlutfallslega á við jafnmargar einingar miðað við aðra nemendur þá giska ég á að staða mín í þeim áföngum sem ólokið er muni verða svipuð þ.e.a.s. ef ég fylgi þessum sama nemendahóp í aðalatriðum.
Þá skaust hugmyndin upp í kollinum á mér að skoða tölfræði þeirra áfanga sem ég á enn ólokið. Hversu hátt fall væri í áfanganum, hver væri meðaleinkunnin og hversu hátt staðalfrávikið væri. Út frá þessum upplýsingum ( miðað við að gefa mér þær forsendur að nemendur sem sækja í sálfræðinám á ári hverju séu með svipaða greind og getu til að læra og að prófin séu svipuð að þyngd), þá gæti ég giskað á hvar staðsetning mín yrði í hverjum áfanga og lagt meira á mig í þeim sem spáin liti illa út í;)
Ég er nú ekki búin að tala við marga en þeir sem ég hef talað við hafa ekki getað bent mér á hvert ég á að leita. Ef að þú sem ert að lesa þetta hefur hugmynd um hvernig ég gæti fengið aðgang að þessum tölfræði upplýsingum þá væri ég afar happy með það;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.6.2006 | 14:30
Leið til að bjarga deginum?
Eg var að lesa grein í einu af uppáhaldsblöðunum mínum um "busy businessfólk" allar þær truflanir sem eyða tíma þeirra og hvað hægt er að gera til þess að bjarga deginum.
Enski textinn er örlítið brot úr annars mjög áhugaverðri grein. Textinn er leið til lausnar við vandanum "Got a minute?"
Saving the day (From issue 2557 of New Scientist magazine, 28 June 2006, page 48)
Tips for surfing the wave of interruptions: -
Get a bigger monitor. A Microsoft study found it helped people work up to 44 per cent faster - one of the biggest boosts to productivity yet.
Put up a clear "do not disturb" sign, or an obvious signal that you are busy. Insist that your colleagues respect it.
Rearrange your office furniture so your desk faces away from the flow of people, so no one can catch your eye.
Always stand up to talk to someone who is interrupting you, so they know what they're doing.
Put a big clock in plain view of visitors and check it while you are talking.
Be prepared: if an interruption is likely to take longer than 2 minutes, add it to your to-do list and go back to what you were already doing.
Keep a notebook open and write down what you are doing as soon as you are interrupted.
Cutting 2 centimetres off the front legs of a chair makes it just uncomfortable enough to keep visits short.
- hahahahaha
Afhverju ekki bara að segja samstarfsmönnum sínum þegar þeir koma og trufla t.d. Þegar ég er að vinna og einhver kemur og ónáðar mig þá verð ég vonsvikin/pirruð eða eitthvað annað sem á við um þig. Ég hef þörf fyrir að nota tímann minn til þess að ljúka því verkefni sem ég er að vinna. Ertu til í að trufla mig ekki þegar myndin mín ( getur verið af hverju sem er t.d. glaður broskall að veifa ;)) er á borðinu?
- Ég held að fastir starfsmenn myndu nú læra þetta, en hver veit????
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.6.2006 | 10:20
Hefurðu áhuga á heilanum?
Var að lesa einfalda aðgengilega fína síðu um heilann og starfsemi hans hér
Ég vildi að ég hefði fundið þetta á meðan ég var í lífeðlislegu sálarfræðinni. Síðan er myndræn, skýr og vel framsett, fínt þegar maður er að læra of vill nýta sér þetta sem glósutækni og einnig fyrir forvitna eða fróðleiksfúsa einstaklinga.
Málið er að allt sem við gerum hefur áhrif á heilann! Þess vegna finnst mér hann svo spennandi viðfangsefni að gleyma sér í ;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.6.2006 | 09:48
Eitthvað til þess að velta fyrir sér?
það er nú svo með fréttkornin eins og önnur korn sem við lesum t.d. skáldsögukornin;, alltaf gott að kynna sér bakgrunn þess sem á kornið.
Ég velti aðeins fyrir mér hvað væri átt við í korninu þegar talað er um að meginsparnaður fólks liggi í húsnæði þess. Ef til er það rétt í miklu meira mæli en ég hef verið að gera mér grein fyrir, enda skudunum vafin;)
Ætli það geti verið að undirliggjandi pælingar um að fólk sé að tapa aðalsparnaði sínum þegar húsnæðisverð lækkar á ný hafi eitthvað með það að gera að sumir bankar buðu 100% lán og flestir ef ekki allir 90%? Hvað gerist ef að húsnæðisverð lækkar mikið? Þá stendur eignin ekki lengur skuldinni sem er ekki bara tap aðalsparnaðar hins fasteignaeigandans heldur áhyggjuefni lánsveitandans.
Ef að það versta sem gæti gerst myndi gerast og fasteignaeigendur í hrönnum réðu ekki við afborganir stóru lánanna sinna, ekki væri hægt að selja eignina þar sem að kaupverðið sem fæst fyrir hana er mun lægra en skuldirnar sem á henni hvíla. Þessir eigendur yrðu gjaldþrota og lánveitandinn myndi auðvitað tapa umtalsverðu fjármagni.
það er ekki undarlegt að margir séu áhyggjufullir og aðrir sé afskaplega þakklátir fyrir allt það hugrekki sem stórnvöld ásamt hverjum hugsandi manni taki á sig ábyrgð til þess að koma þessum málum í lag. Best fyrir alla er væntanlega að fasteignaeigendur geti staðið undir sínum skuldbindingum. Hér er ég nú bara að leika mér með eina hlið málanna sem er auðvitað bara brot af allri vandamálaheildinni.
Ég las líka í morgun um að vegagerðarmenn fyrir vestan hefðu flaggað fána sínum í hálfa stöng. Svona er þetta alltaf, sá sem missir eitthvað úr sínum aski verður svekktur jafnvel þegar talað er um stórmál sem þessi. Ég bjó í mörg ár úti á landi og hafði mínar skoðanir m.a. um samgöngumál en þegar slík spenna er í hagkerfi þjóðarinnar þá ættu allir, bæði ég og þú, ríkisstjórn, bankar ofl.ofl.ofl. að leggjast á eitt. Allt er hægt ef samstaða og vilji eru fyrir hendi.
Fólk þarf að gera sér grein fyrir stöðu mála áður en allt er komið í óefni. Þannig er það því miður svo oft að það þarf svo mikið til til þess að einstaklingar, fyrirtæki og stjórnir séu tilbúin að axla ábyrgðina. Þú gætir til dæmis spurt þig " Hvað þarf að gerast til þess að ég sé tilbúin/n að draga úr neyslu og byrja að spara?"
Því ekki að kynna að staðaldri hverju þetta og hitt myndi breyta? það er sagt við fólk að það þurfi að halda að sér og draga úr neyslu. Af hverju ekki að setja þetta myndrænt upp, mata það ofan í okkur neytendur að ef við myndum minnka neysluna um x margar krónur á mánuði þá gæti það haft þessar og hinar góðu afleiðingarnar.
Ég held því miður að meðal Jón og Gunna átti sig ekki á því að þeirra sparnaður geri yfirleitt nokkuð. Hvað máli skiptir þó að ég spari? Hvað máli skiptir eitt atkvæði? það breytir ekki neinu! Þetta er það sem ég heyri. Það þarf að markaðsetja sparnað, samdrátt í neyslu þannig að fólk finni að um þjóðarátak er að ræða. Þannig að fólk geti verið stolt af því að taka þátt í að minnka þenslu og eyða vonandi ;) verðbólgu.
Þessi morgunpistill minn er nú að verða allt of alvarlegur, ég held tæplega að það sé hollt fyrir mig að vera svona alvörugefin í morgunsárið. Ég held að ég gæti lifað meinlæta lífi 6 daga vikunnar til að byrja með, aukið það síðan eftir 4 vikur í 26 daga af hverjum 28 og hver veit ef til hert ólina enn meir ef að hægt væri að sýna mér fram á að það myndi skila árangri.
Þetta er auðvitað ekki sanngjarnt þar sem að ég er vön meinlætalífi og þar af leiðandi líklega léttara fyrir mig en náunga minn sem er ekki vanur því (kornið mitt og ég fátæki og skuldugi námsmaðurinn á auðvitað auðvelt með að skrifa svona) Það má líka líta til verslunareigenda og þjónustuaðila sem myndu missa spón úr aski sínum ef fólk tæki nú upp á því að minnka neyslu.
Eins dauði er annars brauð og brauð annars er dauði eins ;) Þannig að eins og sést þá er þetta ekki einfalt mál;)
Nú ætla ég að hefja mig upp úr þessum djúpa dal og lesa spennandi vísindagreinar, því þar eru margar spennandi framfarir, sem að fylla mig að von um bjarta framtíð og betra líf ;)
Glitnir segir að aðgerðir ríkisins hefðu átt að hefjast fyrr | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.6.2006 | 09:12
Ekkert skrítið að fylgi Samfylkingar dali nema...
ef litið er til þess að Samfylkingin hefur verið í stjórnarandstöðu. Ég fæ ekki betur séð en að sveitarstjórnarkosningarnar hafi áhrif á skoðanir fólks. Ef til vill á það bara við um áhrif borgarstjórnar.
Ég las Fréttablaðið í morgun og þar gat ég skoðað línurit nokkurra skoðanakannana. það sem ég tók sérstaklega eftir var að eftir sveitarstjórnarkosningarnar þá hefur fylgi Sjálfstæðisflokks dalað aðeins og fylgi Samfylkingar fallið niður um u.þ.b. 10% en fylgi hinna flokkanna hefur aukist og ekki síst Framsóknarflokks.
Ég veit ekki hvort innkoma Jóns og ráðherraembættisbreytingar hafa ráðið miklu um þetta eða hvort að það samkomulag sem að náðist á milli Framsóknar og Sjálfstæðismanna í borgarstjórn skipti þar sköpum.
Mig grunar að niðurstaða borgarstjórnarkosninganna ráði talsverðu og ef Björn Bjarnason myndi stíga til hliðar þá held ég að fylgi Sjálfstæðismanna myndi aukast. Ég hef heyrt fáa hæla honum og störfum hans en marga hneikslast á þeim. Björn er orðinn þreyttur, enda féll hann niður hér um daginn. Hann er líka allt of upptekinn af því hve óörugg Íslenska þjóðin er.
Ég tók líka eftir því þegar Framsókn og Sjálfstæðismenn voru búnir að mynda meirihluta í borgarstjórn hve erfitt það var fyrir Dag að óska þeim og borgabúum velgengni. Auðvitað þarf sterka einstaklinga til þess að standa í eldlínu stjórnmálanna og þeir þurfa líka að geta tekið því þegar þeir tapa. Mörgum kjósendum finnst það barnalegt þegar keppni um atkvæði hefur átt sér stað og sigurvegari stendur uppi að ekki sé hægt að taka því og læra af reynslunni. Stjórnmálamenn sem geta samglaðst með andstæðingum sínum, óskað þeim til hamingju eru líklegri til þess að geta átt árangursríkt samstarf við ólíka einstakæinga heldur en þeir sem geta helst bara starfað með sínum flokki eða nálægum flokkum.
það verður gaman að fylgjast með þróun mála;)
Dregur úr fylgi Samfylkingarinnar samkvæmt nýrri könnun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.6.2006 | 11:23
Vandaðar vísindagreinar, viðurkenndar heimildir
Setti linkinn inn á heimasíður/tenglar. Þessi síða nýttist mér vel í náminu og á áreiðanlega eftir að gera það áfram. Síðan er aðgengileg og það sem mér finnst svo gott við hana er að þegar ég hef leitað og fundið eitthvað sem passar mér þa´er einning bent á álíka efni og mjög auðvelt að velja það og skoða.
Þetta sparaði mér tíma við ritgerðarsmíði, en það vill oft fara mikill tími í leit. Ef að þú hefur áhuga á vísindagreinum þá hvet ég þig til að kíkja hér inn. það gæti hins vegar tekið frá þér tíma;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.6.2006 | 10:52
Viltu vita meira?
Ég var að fá eintak af New Scientist í pósthólfið mitt og þar var grein um rannsóknina á augunum sem eru að fylgjast með þér og vhernig áhrif það hefur á hegðun þína. Tveir forvitnilegir linkar eru hér og hér
Góða skemmtun ;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.6.2006 | 09:20
Munkurinn sem seldi sportbílinn sinn
Hefurðu lesið bókina?
Ég frétti af þessari bók í gær og jafnframt að hún væri yfirleitt ekki inni á bókasöfnunum þrátt fyrir að einvher 5 eða 6 ár séu síðan hún var þýdd á íslensku.
það væri gaman að fá komment frá þér ef þú hefur lesið hana. Ég er enn að gera upp við mig hvaða bók ég á að velja til að lesa á hraðlestrarnámskeiðinu, þar sem ég nenni yfirleitt ekki að lesa skáldsögur ;)
Ég ætla að trítla á bókasafnið seinna í dag eða á morgun og kíkja á bækurnar sem mér var bent á í gær. Las reyndar einvherja eina bók eftir Auði Haralds og var ekki hrifinn af henni en fékk a.m.k. tvær ábendingar um hana sem góðan/fyndinn höfund svo er spurning með 101 Reykjavík. Ég sá ekki myndina en hef heyrt vel af henni látið þannig að ef til vill fíla ég þá bók ;)
Annars þarf höfundurinn ekki að vera Íslendingur, bókin þarf að vera á íslensku þar sem að það er tungumálið sem ég hef mest lesið og hraðlesturinn byggist í upphafi á því skilst mér ,)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Af mbl.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Heimasíður
Heimasíður til fróðleiks og skemmtunar
- Lifeðlisleg sálarfræði Spennandi rannsóknir
- Mind and Life Áhugavert
- Vísindagreinar á PubMed
- Okala foundation Kanadískt stryktarfélag fyrir fátæk börn í Camroon í Afríku