Bloggfærslur mánaðarins, júní 2006
29.6.2006 | 09:16
Var ekki Magni að tala um að stelpur hefðu ekki áður komið til greina?
Ég man ekki betur en að svo hafi verið þegar hann kom fram í Kastljósi,) Hann nefndi að mig minni r einhverja eina ákveðna, man því miður ekki hver hún var en ég tók því þannig að eins stelpa væri í 15 manna hópnum. Ég var því heldur betur hissa þegar ég las yfir þátttökulistann og lýsingu á þeim sem Magni þarf að keppa við.
Enginn furða að sviti spretti fram á ennið, það væri nú gaman að heyra sýnishorn frá þeim öllum, en ég óska Magna nú velgengni með enn meiri styrk en áður ;)
Styttist í að Rock Star: Supernova hefjist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.6.2006 | 09:00
Er frelsi ekki lykillinn eða vöntun á frelsi skýringin
Hamingjan er eitthvað sem allir vilja vera aðnjótandi að. Þegar ég las fréttina um að Íslendingar væru hamingjusamasta þjóð í heimi þá rifjaðist upp fyrir mér efni sem ég las um í fyrra.
Þetta var tilraun ( ég man því miður ekki úr hvaða kennslubók þetta var) sem fór fram á elliheimili. Á einni hæðinni fékk fólk frelsi til þess að ráða sér meira sjálft. Það fékk pottablóm til að hugsa um. Blómin voru alfarið á ábyrgð þeirra. Fólkið hafði líka meira val um hvað það borðaði. Það gat tekið á móti gestum og verið með kaffi og einhvern léttan mat inni í íbúðinni sinni.
Fólkið var ánægðara en fólkið á hinum hæðunum og það lifði lengur. Mér vað þá hugsað til munarins á þjónustuíbúðum og elliheimilum þar sem að fólk deilir oft herbergi með einum eða fleirum. að búa gamlafólkinu áhyggjulaust ævikvöld er ef til vill ekki hið besta mál.
Við virðumst þrífast vel við að bera ábyrgð á einhverju og hafa frelsi.
Talandi um frelsi þá detta mér áhrif trúarbragða í hug. Við Íslendingar búum við ákveðið frelsi þrátt fyrir að flestir tilheyri einhverjum trúarbrögðum. Ég þekki alla vegana ekki marga sem að finna fyrir kvöð þegar talað er um trú. Íslendingar eru ekki í trúarlegu stríði. Trúarátökin á Íslandi eru manna á milli þegar verið er að orðskakast vegna ólíkra skoðana. Reyndar ætti trú ekki að draga fram árasarhneigð, reiði , hatur, kúgun ofl. heldur skilning, kærleika, samhygð og þess háttar, en þannig er það nú samt.
Að ala á siðferðiskennd og náungakærleik einstaklingsins og treysta honum til að finna fótum sínum forráð leiðir fólk til hamingju. Hvað ætli mörg % fullorðinna hafi þörf til þess að láta ala sig upp? Ætli það veiti þeim ekki meiri hamingju, betri sjálfsmynd, meiri velgengni ef þeim væri treyst til að lifa lífi sínu?
Ég er frjáls, ég er frjáls dadaraddara....... og brosi allan hringinn eins og margir aðrir Íslendingar ;)
Var að fá upplýsingar um link á BBC um hamingjuna viltu taka hamingjutest hér
Íslendingar hamingjusamasta þjóð heims | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.6.2006 | 08:37
En spennandi
Aldrei hefði mér nú dottið í hug að hægt yrði að láta tennurnar vaxa á ný að minnsta kosti ef þú hefur rótina. Vísindin eru frábær, ákveðnar hljóðbylgjur sem nudda rótina eða góminn fá tönnina til að vaxa á ný.
Í fréttinni var líka talað um kjálkann, þannig að þetta virðist líka eiga við um beinin... hum
Ég hlakka nú til að sjá hvað þetta kostar. Hvað verður þá um tannsmiði? Eru stíftennur ekki settar ofan á rót? Verður þeirra vinna þá bara fólgin í því að smíða góma, miðað við að nýja tæknin þurfi rót tannarinnar til þess að hægt sé að láta tönnina vaxa á ný.
Tennurnar endurnýjast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.6.2006 | 08:28
Afhverju ætli sé svona mikið stress í Osló?
Ég held að hraði nútímans eigi stóran þátt í stressi unga fólksins. Ég man eftir því þegar ég var að spjalla við fólk á aldrinum 18 -30 ára um breytta tíma frá því ég var á þessum aldri, þá sögðu stelpurnar að það væru gerðar miklu meiri kröfur til þeirra núna. Ung kona í dag þarf að vera "superwoman" með menntun og starfsframa til viðbótar við allt það sem þær þurftu áður að hafa eða geta.
Ég var ekki hissa á þessu en hins vegar hissa á svörum strákanna. Þeim fannst gerðar til þeirra kröfur um að vera flottir, gáfaðir, menntaðir, fyndnir, ríkir og á sama tíma áttu þeir að vera góðir fjölskyldumenn tilbúnir til að hlusta og spjalla. Þeir voru því mjög óöruggir og næstum víst að einn maður gat ekki uppfyllt allar þessar kröfur.
Ef að þetta er rétt og á líka við um þá sem búa í Osló þá er ef til vill ekki skrítið að jafnvel matarlykt úr húsi nágrannans fari í taugarnar á þeim ;)
Helmingur pirraður yfir nágrönnunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.6.2006 | 14:05
What The Bleep Do We Know?
Hefurðu séð myndina? Ég hef séð viðtöl við sérfræðinga á ólíkum sviðum sem eru að fjalla um efni myndarinnar. Einhver sagði mér um daginn að þessi mynd væri til á Íslandi en ég hef ekki fundið út hvar hún fæst.
Umfjöllunarefni hennar er efni sem vísindi og trúarbrögð hafa fjallað um, veröldin og maðurinn sem í henni lifir.
Gaman væri að heyra frá þér ef að þú hefur séð myndina og ekki síst ef að þú manst eftir einhverjum ákveðnum punktum í henni. Ég hef heyrt að hún sé "mindshaking" ;) Ef þig langar að kíkja á heimasíðu tengda efninu þá er hún hér
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
28.6.2006 | 13:15
Gott að hann var ekki skelfingu lostinn
Steggja og gæsapartý fara stundum yfir strikið og úr því verður eitthvert slys sem enginn sá fyrir. Mér fannst fyndnast við fréttina að fjöldi björgunarmanna í lofti og landi væru að bjarga verðandi brúðguma sem flaut í flotgallanum hinn rólegasti og vissi ekki einu sinni að hann væri í hættu staddur ;)
Þetta minnir mig á eit sumarfríið með fjölskyldunni. Við fórum saman mamma, ég maðurinn minn og börnina okkar þrjú. Þau tvö elstu voru þá 15 og 12 ára. Einn daginn fórum við með rútu í tívólí. Þarna voru tugir þúsunda manna og við sem bjuggum í 700 manna þorpi á Íslandi.
Allt gekk að óskum þar til að við týndum eldri krökkunum. Ég rauk þá af stað og leitaði en allt kom fyrir ekki. Allt í einu sá ég hátalarakerfi í garðinum þannig að ég leitaði næst að einhverjum sem gæti leyft mér að kalla á þau í gegnum kerfið. Þetta var hið mesta mál. Ekki mátti nota kallkerfið nema í einhvrjum alveg sérstökum tilvikum og þetta var ekki eitt af þeim. Ég man enn hvað ég var taugveikluð yfir því að hafa týnt börnunum mínum.
Krakkarnir skiluðu sér síðan sjálfir og í þessum stóra tívolígarði þá hittumst við á torginu við innganginn. Þau voru hin glöðustu búin að fara og prófa einhver tæki og draugahús og fleira sem boðið var upp á. Mikið var ég nú fegin að sjá þau aftur og hafði nú einvher orð um það. Hahahahaha
Þá horfðu þau hissa á mig og sonur minn þessi 11 ára sagði "já en mamma við vorum aldrei týnd, við vissum alltaf hvar við vorum....hum" hahahahahaha
gaman þegar svona minningar rifjast upp við það eitt að lesa fréttaskot ;)
Brúðgumi á floti úti á firði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.6.2006 | 12:45
Hjálp.....fyndin skáldsaga á íslensku
þannig er mál með vexti að ég hef aldrei verið mikið fyrir skáldsögur. Tók mig reyndar til fyrsta veturinn sem ég bjó á Vopnafirði (1977-8) ;) og las tugi skáldsagna eftir erlenda höfunda. Viðbrigðin að flytja frá Reykjavík til Vopnafjarðar voru gríðaleg. Ég þekkti auðvitað engan og maðurinn minn fyrrverandi átti hugmyndina af því að flytja þar sem hann langaði til þess að starfa sem kennari úti á landi.
Ég varð síðan södd af skáldsagnalestri og las frekar lítið eftir það. Ég er meira fyrir alls konar fræðiefni og þá ekki síst það sem bætir einstaklinginn, líkamlega og andlega ;)
Nú er ég í vanda stödd. Ég er að byrja á hraðlestrarnámsskeiði 4 júlí, var að fá mail frá skólastóranum og á að mæta með skáldsögu grrrrrrr.... síðan ég las mailið þá hefur þetta sótt á huga minn. Nú e´g komst loks að niðurstöðu þess efnis að best væri fyrir mig að lesa eitthvað fyndið.
Nú eru góð ráð dýr hvaða bækur á íslensku eru fyndnar??? HJÁLP!!!!!!!
Geturðu bent mér á einhverja fyndna bók og svo hleyp ég á safnið og athuga málið PLEASE
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.6.2006 | 10:41
Myndir af augum upp um allt ;)
Sé það tilfellið að heiðarleii fólks aukist ef að myndir af augum eru í nálægð þess þá ætti nú að koma slíkum myndum víða fyrir. Hver veit ef til vill er hægt að draga úr fjármálamisferli sem er orðið nokkuð áberandi í hér eins og annars staðar í heiminum.
Svo er spurningin hvort að myndir af augum auki heiðarleika á öllum sviðum. Það mætti svo nýta sér til framdráttar þegar einhver heit eru sett. Á skemmtistöðum ( gæti dregið úr framhjáhaldi;)), í eldhúsinu ef þú ert á sérstöku mataræði, svona mætti víða sjá hagnýtt gildi augnamynda hahahahaa
En þetta hljómar ódýr og einföld lausn og líklega spilar nú eitt og annað inn í þetta t.d. persónuleiki fólks. Sá hlýðni bregst líklega betur við þessu en t.d. uppreisnarkarakterinn eða hvað haldið þið???
Það væri nú bara snilld ef að myndirnar á veggjunum heima hjá okkur hafa svona óbein áhrif. Fleiri tæki og tól til þess að stjórna mannlegri hegðun, sinni eigin og auðvitað líka annarra hum...
Ég ætti kannski að fara að taka niður allar blómamyndirnar sem ég elska og fegra heimili mitt með og fjárfesta í augnamyndum...hum??
Viltu vita meira???
Ég var að fá eintak af New Scientist í pósthólfið mitt og þar var grein um rannsóknina á augunum sem eru að fylgjast með þér og vhernig áhrif það hefur á hegðun þína. Tveir forvitnilegir linkar eru hér og hér
Góða skemmtun ;)
Alsjáandi augu auka heiðarleikann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 29.6.2006 kl. 10:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.6.2006 | 09:10
Sjálfsagt góður efniviður....
En hvernig er þetta með hina virku framsóknarmenn sem hafa staðið í eldlínunni undanfarið er enginn þeirra hæfur í formanninn eða hefur enginn þeirra áhuga á formannsstöðunni? Ég er bara hissa á þessari stöðu. Þetta lítur svolítið þannig út að flokkurinn eigi ekki álitlegan einstakling til þess að gegna því embætti að einhverra manna mati.
Fyrst lágu allra augu á Finni Ingólfs sem líka stendur fyrir utan flokkinn og reyndar hafa fleiri verið nefndir til, menn sem ekki eru í eldlínunni. Mér finnst þetta ótraustvekjandi en ef til vill eru framsóknarmenn síður leiðtogatýpur en annarra flokka menn eða minni mitt farið að gefa sig. Ég man ekki eftir svona uppákomu í formannshræringum áður.
Mér þætti nú vænt um ef einhver sem les þetta og veit betur muni fræða mig um það, því að trú mín á getu Framsóknarmanna til þess að vera sterkir stjórnmálamenn fer minnkandi. Eru flestir einstaklingar sem laðast að Framsókn og starfa fyrir hann ef til vill fylgjendatýpur en síður forystutýpur? Sjálfsagt eru margar fleiri ástæður fyrir þessu en fyrir mig eru þetta vonbrigði að vita það að flokkurinn er ekki með í fararbroddi einstaklinga sem hafa áhuga eða sem aðrir í flokknum hafa áhuga á að taka að sér formannsstöðu flokksins.
Jón Sigurðsson gefur kost á sér í embætti formanns Framsóknarflokksins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.6.2006 | 08:54
Lífstíllinn ætti nú betur við bankareikninginn okkar heldur en líkamann!
Skyndibitafæðinu hefur aðallega verið kennt um offituvandann ásamt minnkandi hreyfingu. Sem sagt orkuríkt færði orkusparandi lífstíll ( tölvan, dvd-ið, góð samgöngutæki, lyftur góðir hægindastólar sem erfitt er að standa upp úr ;)) þessi lífstíll ætti frekar að eiga við um bankareikninga okkar en líkamann. Við leggjum inn og leggjum inn og tökum lítið út og líkaminn stækkar og stækkar ;)
Ég man einnig eftir að hafa lesið um að minni svefn sé í raun fitandi. Þetta á samt ekki við um alla. ég þekki mjög granna einstaklinga sem sofa lítið að jafnaði og feitlagna einstaklinga sem sofa mikið að jafnaði, þannig að sjálfsagt er ekki um einn stakan orsakavald að ræða heldur tvo eða fleiri.
Ég hvet þig til að lesa fréttina á mbl.is en þar eru nokkrir Þættir nefndir. Það sem ég er hissa á er að ekki er Candida sveppurinn nefndur en mig grunar nú samt að hann sé mikill skaðvaldur. Það var hér um árið að mikið var skrifað um þennan svepp svonas eins og það væri tískubóla, svo hefur minna borið á umfjöllun um hann.
Ég hef verið mest alla ævi í kjörþyngd eða undir henni og brenndi of miklu þegar ég var 10-12 ára. Mamma og pabbi voru þá skilin og mamma flutti með okkur krakkana í nýtt hverfi. Ég missti því alla mína vini, fór í nýjan skóla og átti strembið ár framundan. Án þess að ég viti neitt um það en mig grunar nú samt að tilfinningalíðan spili einnig inn í neysluvenjur.
Eftir að ég átti síðasta barnið mitt sem er 8 ára í dag þá seig á ógæfuhliðina ég fór að leggja inn í líkamsbankann ,) Fyrir ári síðan fór ég til Matthildar Þorláksdóttur sem er heilprakter og notar einhvers konar mælitæki sem er tölvutengt og mælir meðal annars hvort gersveppurinn er til vandræða. Ég mældist með mikinn svepp. Ég var samt hissa því að ekki hafði ég nein ytri einkenni sem fylgja honum. Kviðarholið var hins vegar þanið og ég borðaði alls ekki mikið. Ég var búin að vera grænmetisæta + kjúklingur og fiskur í tvö ár. Margir héldu að ég myndi leggja af við það en svo var ekki ég hélt bara áfram að stækka.
Til að gera langa sögu stutta þá gerði ég allt sem ég gat til þess að fylgja eftir ráðleggingum hennar um breytt mataræði sem átti að stuðla að því að drepa sveppinn nánast niður. Eftir því sem mér skilst þá er hann til staðar hjá okkur öllum en við ákveðin skilyrði þá vex hann og yfirtekur góða gerlagróðurinn í smáþörmunum og heldur síðan áfram að blása út eins og svampur sem settur er í vatn.
Ger, sykur, sveppir og sterkja (kartöfflur, pasta) eru kjörin fæða fyrir hann og skapa þær aðstæður í innyflum sem hann vex vel við. Mér tókst að fylgja leiðbeiningum hennar í 6 vikur en svo gafst ég upp og fann ekki mikla breytingu.
Núna tæpu ári síðar keypti ég mér candida kit í heilsuhúsinu en það eru hylki með jurtablöndu sem vinnur gegn sveppnum og síðan hylki sem auka góðu gerlana. Það var tekið fram á umbúðunum að forðast áðurnefndar vörur ger, sykur... til þess að ná sem bestum árangri.
Mér þótti nú slæmt að geta ekki fengið mér rauðvínsglas en allur sykur út og allt ger út og ég held að það tvennt sé það allra allra versta sem maður setur í sig ef þetta ástand er til staðar. Eftir þrjár vikur á miklu grænmetis og prótínfæði fann ég mun. Kviðarholið bara hjaðnaði niður og hélt því áfram. Ég var aldrei svöng en fann þó að einbeiting var ekki eins góð og venjulega.
Ég veit ekki hvert samhengið er og á eftir að sjá hvað gerist eftir að ég hætti að taka inn töflurnar sem auka góða gerlagróðurinn. En það hafur ekkert annað breyst í lífi mínu, ég er ekki í meiri hreyfingu og borða mig alveg sadda, það sem ég borðaði minnst af voru kolvetni að undanskildum þeim sem voru í hýðishrísgrjónum, spelthrökkbrauði (án gers og sykurs). Mig grunar nú að hér á bak við liggi blanda af áhrifaþáttum en veit ekki hverjir það eru.
Það sem kom mér mest á óvart og var ástæðan að ég vildi blogga út frá þessari frétt var hin mikla þörf að troða sykri allar mögulegr vörur. Það eru til svo margar tegundir af kryddum að ég skil þetta bara ekki. Ég held líka að neytendur sé almennt ekki að lesa innihaldslýsingu allra þeirra vara sem þeir kaupa.
Ég keypti til dæmis reyktan lax frá fyrirtæki á Akranesi. Þessi lax var verulega góður og sá ég hann sem góðan valkost ofan á spelt kexið mitt í staðinn fyrir osta sem ég hafði áður notað. Ég var búin að borða nánast eitt skykki ( 1/2 flak af meðalstórum lax) þegar ég einhverra hluta vegna fór að lesa innihaldslýsinguna (sennilega verið búin að lesa fréttablaðið og vantað eitthvað meira að lesa).
Innihald: lax, salt og sykur.......... þar fór það , er ekki verið að troða sykri í lax!!!!! ég varð auðvitað reið og svekkt því að ég sá á eftir laxinum sem áleggi. Ég hef nú verið að dreifa þessum upplýsingum til allra sem vilja heyra þær. Reyktur lax er bara fínn án sykurs. Ég kaupi ekki meiri lax frá þeim.
Sömu sögu má segja um Mjólkursamsöluna, það er sykur í nánast öllu. Sykur gerir mat bragðgóðan en getur skapað heilsuvanda hjá fólki síðar á ævinni. Þar að auki húkkast fólk á sykurbragðið. Það er góður sykur í ávöxtum og mun betri leið til þess að bæta bragð en að nota hvíta sykurinn.
Ég varð nú harðari í því að lesa innihaldslýsignar og komst að því að það er bara erfitt að kaupa tilbúna vöru sem ekki inniheldur ger eða sykur. En þetta tókst og ég þarf að fara í búð og kaupa mér minni föt því að gamla mittið mitt er að koma aftur til baka eftir nokkurra ára fjarveru ;)
Nýjar kenningar um offitu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tenglar
Heimasíður
Heimasíður til fróðleiks og skemmtunar
- Lifeðlisleg sálarfræði Spennandi rannsóknir
- Mind and Life Áhugavert
- Vísindagreinar á PubMed
- Okala foundation Kanadískt stryktarfélag fyrir fátæk börn í Camroon í Afríku