Leita í fréttum mbl.is

Munkurinn sem seldi sportbílinn sinn

Hefurðu lesið bókina?

Ég frétti af þessari bók í gær og jafnframt að hún væri yfirleitt ekki inni á bókasöfnunum þrátt fyrir að einvher 5 eða 6 ár séu síðan hún var þýdd á íslensku.

það væri gaman að fá komment frá þér ef þú hefur lesið hana. Ég er enn að gera upp við mig hvaða bók ég á að velja til að lesa á hraðlestrarnámskeiðinu, þar sem ég nenni yfirleitt ekki að lesa skáldsögur ;) 

Ég ætla að trítla á bókasafnið seinna í dag eða á morgun og kíkja á bækurnar sem mér var bent á í gær. Las reyndar einvherja eina bók eftir Auði Haralds og var ekki hrifinn af henni en fékk a.m.k. tvær ábendingar um hana sem góðan/fyndinn höfund svo er spurning með 101 Reykjavík. Ég sá ekki myndina en hef heyrt vel af henni látið þannig að ef til vill fíla ég þá bók ;)

Annars þarf höfundurinn ekki að vera Íslendingur, bókin þarf að vera á íslensku þar sem að það er tungumálið sem ég hef mest lesið og hraðlesturinn byggist í upphafi á því skilst mér ,)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ása Björg

Hvað með að lesa bara Harry Potter? Endalaust ágætar bækur! Einhverja af bókum Guðrúnar Helgadóttur? Yndislega bækur sem henta öllum aldurshópum, þó þær séu flestar titlaðar barnabækur. Og ef þú ert ekki búin að lesa Draumalandið þá er það skyldulesning. Allar bækur Lizu Marklund eru líka góðar, spennusögur.

Ása Björg, 29.6.2006 kl. 17:40

2 Smámynd: Ester Júlía

Já td. " í Afahúsi" og "Jón Oddur og Jón Bjarni" eftir Guðrúnu Helgadóttur eru yndislegar bækur!

Ester Júlía, 29.6.2006 kl. 17:46

3 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Takk, takk ;) á morgun fer ég á safnið og vel 1-3 bækur

Mér líst vel á þessar uppástungur. Hef ekki lesið Draumalandið en mikið heyrt um hana talað. Jón Oddur og Jón Bjarni voru góðir las þá um árið, en takk fyrir þetta ;)

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 29.6.2006 kl. 22:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband