Leita í fréttum mbl.is

Aðeins farin að gíra mig niður

Hvernig er þetta er ekki hægt að lengja sólarhringinn aðeins?

 Ég hef ekkert breyst með það að hafaaðeins of mikið að gera :) Margt mjög spennandi í gangi. Það er auðvitað allt á fullu í skólanum enda er ég að taka 18 einingar en þar að auki er ég byrjuð að undirbúa BA ritgerðina mína.

Ég og skólasystir mín vorum að leggja fyrir spurningalista í 230 manna hópi í gær. Mér til mikillar ánægju hitti ég tvær ungar konur sem ég þekki til og eru að hefja nám í sálfræði. Þær voru auðvitað meðal þeirra sem fylltu út listann.

Þetta gekk allt saman mjög vel. Í vetur er ég meðal annars að læra klíníska sálfræði sem er mjög áhugaverður kúrs. Í síðasta fyrirlestri var fjallað um rannsóknir á áhrifum hugleiðslu sem hluta af meðferð við kvíða og þunglyndi. 

Þetta kveitki nú þvílíkt í mér að nú þarf ég að stilla mína strengi extra vel til að missa mig ekki í sérpælingar á þessu. Ég hef stundað hugleiðslur síðan ´88 og efast ekki um áhrif þeirra á slökun og hvíld en mig langar verulega að kynna mér þessar rannsóknir sem nefndar voru í síðasta fyrirlestrartíma.

Ég fæ ekki betur séð en að lífið sé að komast í fastan farveg núna og hægt að lifa einhvers konar lífi í þokkalga föstum skorðum hehe

þangað til næst ;) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson


Gunnar Helgi Eysteinsson, 21.9.2007 kl. 06:03

2 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Gaman að sjá að þú bloggar enn. Gangi þér vel og ég er viss um að þetta er áhugavert.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 24.9.2007 kl. 11:53

3 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

TAkk fyrir að kíkja hér inn til mín. Já Jórunn þetta er allt mjög áhugavert og sólarhringurinn allt of stuttur í annan endann ;)

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 28.9.2007 kl. 17:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband