20.9.2007 | 10:35
Aðeins farin að gíra mig niður
Hvernig er þetta er ekki hægt að lengja sólarhringinn aðeins?
Ég hef ekkert breyst með það að hafaaðeins of mikið að gera :) Margt mjög spennandi í gangi. Það er auðvitað allt á fullu í skólanum enda er ég að taka 18 einingar en þar að auki er ég byrjuð að undirbúa BA ritgerðina mína.
Ég og skólasystir mín vorum að leggja fyrir spurningalista í 230 manna hópi í gær. Mér til mikillar ánægju hitti ég tvær ungar konur sem ég þekki til og eru að hefja nám í sálfræði. Þær voru auðvitað meðal þeirra sem fylltu út listann.
Þetta gekk allt saman mjög vel. Í vetur er ég meðal annars að læra klíníska sálfræði sem er mjög áhugaverður kúrs. Í síðasta fyrirlestri var fjallað um rannsóknir á áhrifum hugleiðslu sem hluta af meðferð við kvíða og þunglyndi.
Þetta kveitki nú þvílíkt í mér að nú þarf ég að stilla mína strengi extra vel til að missa mig ekki í sérpælingar á þessu. Ég hef stundað hugleiðslur síðan ´88 og efast ekki um áhrif þeirra á slökun og hvíld en mig langar verulega að kynna mér þessar rannsóknir sem nefndar voru í síðasta fyrirlestrartíma.
Ég fæ ekki betur séð en að lífið sé að komast í fastan farveg núna og hægt að lifa einhvers konar lífi í þokkalga föstum skorðum hehe
þangað til næst ;)
Tenglar
Heimasíður
Heimasíður til fróðleiks og skemmtunar
- Lifeðlisleg sálarfræði Spennandi rannsóknir
- Mind and Life Áhugavert
- Vísindagreinar á PubMed
- Okala foundation Kanadískt stryktarfélag fyrir fátæk börn í Camroon í Afríku
Nýjustu færslurnar
- Fyrir hverju stendur Miðflokkurinn og hvers konar flokkur er hann?
- Úrkynjun er á útleið allstaðar nema hér
- Móðgun við hvern ?
- Netanjahú lýsti því yfir - Ég styð áætlun ykkar, að binda enda á stríðið í Gaza, sem nær markmiðum okkar. Hún mun færa gíslana okkar aftur til Ísraels, afnema hernaðargetu Hamas og stjórn þess og tryggja að Gaza ógni aldrei aftur Ísrael.
- Hungursneyðin mikla á Gasa!!
Athugasemdir
Gunnar Helgi Eysteinsson, 21.9.2007 kl. 06:03
Gaman að sjá að þú bloggar enn. Gangi þér vel og ég er viss um að þetta er áhugavert.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 24.9.2007 kl. 11:53
TAkk fyrir að kíkja hér inn til mín. Já Jórunn þetta er allt mjög áhugavert og sólarhringurinn allt of stuttur í annan endann ;)
Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 28.9.2007 kl. 17:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.