3.9.2006 | 12:37
Spennandi dagur
Barnabarnið mitt að koma heim til Íslands eftir ársdvöl í útlöndum. Spennan er orðin mikil bæði hjá okkur og honum. Mamma hans var nú að hafa áhyggjur af því að honum fyndist kalt enda búið að vera um 38 stiga hita úti í nokkuð langan tíma.
En Ísland tekur aldeilis vel á móti honum. Ég held bara að þessi helgi sé með bestu sumardögunum í ár. Á hádegi í dag var t.d. 15 stiga hiti og logn! Ég settist hér út á svalir í sólina áðan og var hreint að drepast úr hita. Ég þorði nú bara ekki öðru en að drífa mig inn svo að puttarnir á mér myndu nú ekki brenna upp. Þeir verða að vera í lagi aðfaranótt miðvikudagsins ;)
Svo fann ég þessa forlátu hanska sem ég gæti nú gripið til ef að sumarið á svölunum freistar mín á ný. En fjölskyldan er sem sagt að stækka um einn í einhvern óakveðinn tíma. Þetta minnir mig á lag sem Guðfinna ofl. sungu um árið "ég vil að börnin fái að fæðast stærri ....um fermingu það gæti látið nærri..."
Nú fæ ég sem sagt að prófa það. Lífið er nú að færast í vetrarfarveginn svona smátt og smátt. Rockstar senn á enda og þá verð ég nú í rólegri kantinum eða þar til að kosningabáráttan fer á fullt hér heima í klakanum.
Skólinn hefur auðvitað algjöran forgang og allt sem lítur að honum. Krakkarnir allir byrjaðir í skólanum og barnabarnið og ég byrjum á morgun. Ég fíla það vel því að regla og skipulag eru mínar ær og kýr. það er þó alltaf gaman að sletta aðeins úr klaufunum svona inn á milli t.d. vaka ein nótt í miðri viku eða svo :)
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ferðalög, Vinir og fjölskylda, Lífstíll | Facebook
Tenglar
Heimasíður
Heimasíður til fróðleiks og skemmtunar
- Lifeðlisleg sálarfræði Spennandi rannsóknir
- Mind and Life Áhugavert
- Vísindagreinar á PubMed
- Okala foundation Kanadískt stryktarfélag fyrir fátæk börn í Camroon í Afríku
Athugasemdir
Hehe ég var líka að fá barnabarn heim aftur eftir smátíma í útlandinu. Bara 16 og hálfsmánaðargutti. Bara fjör:))
Birna M, 3.9.2006 kl. 14:48
En gaman fyrir þig :) Ég elska börn á öllum aldri og það er svolítið fyndið þegar ég er spurð um það hvaða aldur sé mest spennandi þá lendi ég alltaf í sömu vandræðunum. Þau eru svo mikið' kraftaverk, nýfædd oh svo yndisleg, en síðan kemur 1. athafnaskeiðið, allt að gerast og hver mánuðurinn meira og meira spennandi. Þegar tungmálafærnin færist svo í aukana þá fer einstaklingseðlið að koma meira í ljós og ég vil , ég vil ekki hahahaha svona gæti ég haldið áfrma alveg fram undir 99 ára en það er elsti einstaklingur sem ég hef átt því láni að fylgjast með spöl og spölk úr lífinu.
Að sjá barnið lifa áfram í fullorðnum einstaklingi, stríðnina, djókið og óvæntu uppátækin.... ég elska það og vonandi verð ég þannig gamalmenni one day ;)
Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 3.9.2006 kl. 15:27
Já.börn á öllum aldri eru skemmtileg. Elsta manneskja sem ég þekki er bráðum 102 ára og hef ég þekkt hana síðan ég var 16 ára. Það er kona með stílog karekter. Njóttu þess vel að hafa barnabarnið og njóttu skólans vel. Bestu kveðjur Jórunn
Jórunn Sigurbergsdóttir , 3.9.2006 kl. 19:53
Takk Jórunn mín :)
Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 3.9.2006 kl. 22:11
Æjá þessi kríli eru yndisleg öllsömul skemmtu þér vel með guttanum litla.
Birna M, 4.9.2006 kl. 00:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.