Leita í fréttum mbl.is

En yfir í annan gír

Komin niðurstaða úr tölfræði prófinu sem ég tók um miðjan ágúst. Þetta var mikilvægt próf því að ef ég hefði ekki náð því + það að ná ákveðinni einkunn svo að vegið meðaltal 5 ákveðinna áfanga skilaði mér 6+ þá hefði ég ekki mátt halda áfram upp á annað ár í sálfræðinni.

Jibbí ég náði því og meira til :)))) svo nú er ég bæði Magnaglöð og glöð. Ég var reyndar svona nokkuð örugg með mig eins og Ryan sem taldi að hann væri sá hæfileikaríkasti af þátttakendum og með honum myndi SN gera það gott í 20 ár en án hans tja pottþétt ekki í 20 ár.

Ég hef því ákveðið að þroska með mér hógværð og taka strákinn okkar hann Magna mér til fyrirmyndar hehe. Gat ég sleppt því að lauma smá Rock str SN hér í færslu af annari tegund...... nei...........

En ég var svo örugg með mig eftir að hafa lokið prófinu að þrátt fyrir að ekki væri komin niðurstaða þá dreif ég mig í bóksölu stúdenta og keypti allar bækurnar strax og bókalistinn kom upp. Það hefði nú verið þokki ef það hefði farið fyrir mér eins og Ryan!

Nú er ég að liðka skólagírana og drifin fyrir veturinn. Ég þarf að hafa háu g´riana lipra svo ég komist hratt yfir og svo þarf lága drifið að vera í lagi svo ég komist allt. Setja markið HÁTT og njóta lífsins. Hér fyrir fram mig gefur að líta mjög áhugaverðar bærkur og félagslega sálfræði, hugræna sálfræði, sálfræði ritmáls og talmáls, sálfræðileg próf, klíníska og hugræðilega sálfræði og svo elsku uppáhalds tölfræðin mín.

Á morgun byrja ég svo á því að hraðlesta bækurnar svo að efnið byrji nú strax að síast inn. Nú hef ég setið hér og skoðað stundatöfluna og byggt upp skipulag vetrarins þannig að ég geti náð sem mestum árangri.

Svo er þetta þvílíka snilldin að ég skildi detta svona hressilega í Rockstar því að nú vantar mig eitthvað að gera fram að næsta þætti og svo fram að næsta þætti............. síðan þegar allt er búið þa´hef ég svo mikinn tíma fyrir námið því að ég er auðvitað hætt öllu öðru nema hefðbundnu daglegu lífi með fjölskyldu minni og hef því ekkert nema tíma sem ég þarf að nýta þegar keppninni lýkur hahahahahaha 

Nú ég hlakka síðan til að byrja að skrifa smá pistla sem tengjast námsefninu svona eftir því sem áhugi og efni standa til. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband