Leita í fréttum mbl.is

Annasamasta sumar sem ég hef átt í langan tíma ;)

Ég á nú ara ekki orð, enda hefur farið lítið fyrir mér hér í sumar hehe. 

Börnin á leikskólanum mínum eru frábær.....börn eru frábær. Það snerti mig þó að haldinn var fjölskyldudagur í leikskólanum í júni og þar voru örfá börn sem ekki fengu að njóta návistar fjölskyldu sinnar.

Ég fann fyrir mikilli samkennd hjá þessum börnum sem biðu þolinmóð eftir þvÍ að amma eða afi, systir eða bróðir, frænka eða frændi eða MAMMA     EÐA     PABBI     KÆMU.    

Því miður er það svo að ekki eta allir komið þ´vi við að mæta á fjölskyldudaga í leikskólum og skólum. Þetta varð til þess að ég fór að hugsa um jafnréttið. Hvers eiga þau börn að gjalda sem eiga foreldra sem einhverra hluta vegna geta ekki tekið þátt?

það eru svo margar spurningar sem hafa vaknað hjá mér eftir þessa reynslu mína að vinna sem leiðbeinandi á leikskóla. Börnin eru eitt af því sem við njótum í lífinu sem inniheldur sakleysi, fegurð, traust og óendanlega möguleika í lífinu. Margar bærkur hafa verið skrifaðar og alltaf heyrir maður speki frá og af börnum en að vinna með þeim er einstök reynsla sem ég vildi óska að allir gætu fengið hlut í.

Það eru þó ekki næginlega margir sem velja sér að vinna þessa vinnu...... enda eru launin lág en ábyrgðin og álagið talsverst. ég er ánægð méð það að hafa ákveðið að vinna með börnum í sumar og hef þ´vi öðlast reynslu sem er ómetanleg að mínu mati.

Fyrir utan vinnuna mína hfur allt verið á fullu. BA ritgerðarefnið hefur átt hug minn upp að vissu marki og vonast ég til að hitta samnemanda minn á næstunni og einnig leiðbeindann. Nú svo á ég mér líf fyrir utan nám og vinnu hehe og þar er margt að gerast.

Ég þyrfti að þrefalda lengd sumarsins til þess að komast yfir þetta allt. Ef til vill er kominn tími til að ég læri að takast á við mátulega mörg verkefni í einu svona miðað við tímann sem ég hef....hahahahahahaha

Alla vegana þá dreymdi mig það í nótt að við hjónin værum að staðfesta heit okkar og gifta okkur aftur..... en við höfðum bara pantað kirkjuna og svo höfðum við bara gleymt öllu hinu sem þarf að gera t.d. að panta prstinn og hljóðfæraleikarana, athuga í hverju við ætluðum að vera og hafa til einhverjar veitinagar fyrir hina fjölmörgu gesti okkar en 07.07.07 áttum við tíma í einni af kirkjum landsins sem nánar til tekið var staðsett í læknagarði hahahahaha

Segiði svo að ég hafi ekki byrjað helgina vel en það allra besta við þetta allt saman var það að maðurinn minn vakti mig með kossi í miðjum draum þannig að ég þurfti ekki að takast á við það að leysa úr vandanum sem var sá að klukkan var orðin 5 mínútur yfir eitt og við áttum tíma í kirkjunni klukkan eitt (en höfðum reyndar ekki pantað prest) og ég ar ekki einu sinni búin að ákveð í hverju ég ætlaði að vera ....hvað þá með' allt hitt hahahahaha

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Njóttu þess sem eftir er að sumrinu. Já, börn eru fólk og gaman af þeim oft á tíðum. 

Hvað skild draumurinn þinn tákna ?

Jórunn Sigurbergsdóttir , 8.7.2007 kl. 12:52

2 Smámynd: Kolla

Innlitunarkvitt

Vona að þú hafir það rosalega gott í sumar

Kolla, 14.7.2007 kl. 15:32

3 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Takk Jórunn og Kolla :) Gaman að heyra frá ykkur, ég óska ykkur líka alls hins besta í sumar. Ég hefði bara ekki trúað því að það væri hægt að hafa svo mikið að gera að ég mætti ekki vera að því að blogga hehe 

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 30.7.2007 kl. 17:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband