15.7.2006 | 18:11
Ég þurfti að nota S5
Ég hef dregið úr strætónotkun eftir að leiðarkerfinu var breytt. Fyrir mig tekur þetta einfaldelga of langan tíma og kostar of mikinn pening. það hefði engan veginn borgað sig fyrir okkur að ég og dóttir mín tækjum strætó síðastliðinn vetur.
Við skoðuðum alla valkosti hinna ýmsu korta og einkabíllinn kom einfaldlega betur út. ég vildi samt geta notað almenningsvagna og minnka notkun einkabílsins til þess að draga úr mengun. Enn sem komið er þá er það of dýrt.
þegar ég las fréttina þá velti ég fyrir mér hvort gerð hefði verið könnun á því hvað þyrfti til þess að fólk væri æst í að velja strætó? Ef að strætó á að kosta þá þarf valkosturinn að vera spennandi fyrir þann sem borgar ekki satt?
það er líka lítill tilgangur með að reka strætó ef fáir eða engir eru tilbúnir að nota hann. Ég skildi aldrei þessar breytingar á leiðakerfinu sem innleiddar voru fyrir nokkru síðan. Hver var eiginlega tilgangurinn? Var hann ekki einhverskonar hagræðing? Notendur eru síðan ekki sáttir við þá hagræðingu því fyrir marga kemur hún einfaldlega illa út. Þannig að þeir hætta baras að nota hann og þá fer nú hagræðingin fyrir lítið!
Það bilaði hjá mér bíllinn hérna um daginn og fór ég með hann á verkstæði. Eini vagninn sem hentaði mér að taka var númer 5 en það á víst að leggja hann niður í sparnaðarskini hahahahaha
Lækka á rekstrarkostnað Strætó um 360 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Dægurmál, Ferðalög | Breytt s.d. kl. 18:12 | Facebook
Af mbl.is
Erlent
- Herra Volvo er genginn
- Sakar dómstólinn um gyðingahatur
- Merkel segir Trump heillaðan af einræðisherrum
- Hótar Bretum og Bandaríkjamönnum
- Hættir við að reyna að verða ráðherra Trumps
- Segir að Rússar séu að nota Úkraínu sem tilraunasvæði
- Handtökuskipun á hendur Netanjahú og Gallant
- Leitar á ný mið eftir kolranga könnun
- Mun borða nærri 900 milljóna króna banana
- Skutu langdrægri eldflaug í átt að Úkraínu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 71732
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Heimasíður
Heimasíður til fróðleiks og skemmtunar
- Lifeðlisleg sálarfræði Spennandi rannsóknir
- Mind and Life Áhugavert
- Vísindagreinar á PubMed
- Okala foundation Kanadískt stryktarfélag fyrir fátæk börn í Camroon í Afríku
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.