Leita í fréttum mbl.is

Betur fór en á horfði

Síðan ég bjó á Vopnafirði þá hef ég ekki geta vanið mig af því að líta til veðurs bæði í veðurspá sjónvarpsins og annars staðar þar sem ég kemst í þær upplýsingar m.a. hjá einum af sambloggurum mínum hér á bloggi mbl.is. Á Vopnafirði dreymdi mig fyrir veðrinu en það gerist nú ekki hér í Reykjavík.

Spáin fyrir þessa fyrstu alvöru ferðahelgi leit nú ekki svo vel út og var víða verið að spá einhverri vætu alla Hvítasunnuna. Yngsti sonur minn fór í bústaðsferð með ömmu og afa og var ég að hafa áhyggjur af því að það væri nú lítið hægt að athafna sig utandyra vegna vætunnar.

Það var því ánægjulegt að líta til veðurs þennan morgun og sjá að útlitið alla vegan fyrir daginn í dag er mun betra en reiknað hafði verið með.  8-17 stiga hita er spáð fyrir daginn hægviðri og léttskýjuðu. Ég samgleðst því með öllu ferðaglöðu fólki að fá tækifæri til þess að upplifa sýnishorn íslenskrar veðráttu á einni helgi smá sól, smá vætu og mismunandi hitastig þ.e.a.s. ef að veðurspáin heldur.

Allir grillarar geta nú tekið gleði sína og upplifað hina íslensku sumarstemningu nútímans, þar sem vígalegir kappar velta við hlöðnum prjónum á glóðum og æra mannskapinn með lyktinni af krydduðu kjötu og úrvals grænmeti.

Þegar ég var duglegust við að fara í tjaldferðalög ( sem ég reyndar var aldrei mjög dugleg við) en þá greip hjátrúin í mig og regnhlífin, regnkápan eða/og stígvélin urðu að fara með því annars myndi örugglega rigna ;) 

 


mbl.is Spáð 8-17 stiga hita í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 71574

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband