Leita í fréttum mbl.is

Gott fyrir hann að geta leitað sér hjálpar

Dýrkun ungdómsins getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Þegar fólk einblínir á að að með hækkandi aldri  minnki möguleikar þess og geta til að gera góða hluti þá setur það stefnuna á vaxandi kvíða eða jafnvel vonleysi. Fólk breytist með aldrinum, en fólk á öllum aldri sýnir af sér snilld. Sumir toppa jafnvel líf sitt þegar þeir standa á sjötugu eins og t.d. Gothe. 

Vísindamenn eru alltaf að öðlast meiri vitneskju um starfsemi heilans. Ljóst er í dag að það sem þú gerir oft getur breytt þykkt heilabarkarins. Vegna sjúkdóma þynnist hann en t.d. vegna ákveðinna tegundar af hugleiðslu þá verður hann þykkri. Heilabörkur í 5o ára manni sem hafði hugleitt að staðaldri 5 daga vikunnar í minna en 1 klukkustund hafði svipaða þykkt á framheilaberki og 20-30 ára einstaklingar. Leigubílstjórar í London eru með stærri dreka en aðrir. 

Á sama tíma og einstaklingur er kvíðinn þá er mikil virkni í möndlungi og vitað er að ef að sterkar tilfinningar svipaðar og kvíði ná tökum á okkur þá er erfiðar að beita skynsemi eða rökhugsun. Kvíði er því tilfinning sem allir ættu að vera meðvitaðir um og leyta eftir hjálp eða finna út hvað þeir þurfa til þess að vera ekki kvíðnir.

Það er margt hægt að gera en mikilvægast af öllu er að hlusta á sjálfan sig eins og leikarinn Keanu Reeves gerði, átta sig á því hvernig manni líður og leyta sér hjálpar ef þörf er á. 


mbl.is Keanu Reeves fékk kvíðaköst af ótta við að verða fertugur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband