2.6.2006 | 16:15
Komin upp á lag með kerfið
Nú er ég komin vel upp á lag með kerfið. Hér hef ég notið þess að verja svolitlu af tíma tíma mínum síðan ég komst í kosningahaminn.Ég er sem sagt búin að hita upp. Mér finnst gaman að fylgjast með og les að sjálfsögðu fréttir á hverjum degi. Mbl.is er í uppáhaldi hjá mér en ekki eini fréttamiðillinn sem ég sæki í. Ég hef oft verið spurð að því hvernig ég fari að því að gera það sem ég geri á hverjum tíma. Ekki veit hvort ég lít út fyrir að geta áorkað miklu minna en ég síðan geri eða hvort það er eitthvað annað;)
Í u.þ.b. 30 ár hef ég átt mér draum sem ég er nú að leggja mikið á mig til að gera að veruleika. það er gaman að lifa drauminn sinn jafnvel þó að hann sé enn í fæðingu. Manneskjan hefur átt minn hug allan svo lengi sem ég man eftir mér. alt sem tengist henni, bæði líkamlega heilsa, andlega heilsa, næring beggja þessara þátta og hegðun einstaklingsins. Í dag heillar þetta mig enn allt en hegðunin er mjög framalega.
Námið mitt gengur einmitt út á það að reyna að skilja hegðun. Námið er erfitt, krefjandi og afar skemmtilegt. Ég hef því nokkrum sinnum spurt sjálfa mig hvers ég sé megnug. Er þetta meira en ég ræð við? Draumurinn minn er að ljúka þessu námi og nota svo það sem eftir er af lífinu til þess að gera góða hluti fyrir mig og mína og vonandi einhverja fleiri með þeirri þekkingu sem ég mun afla mér á leiðinni í gegnum það. Að hámarka getu sína er aðaláhugamálið.
Flokkurinn "leiðin að markmiðinu" mun innihalda blogg um það að gera draum sinn að veruleika. Þetta er fyrsta innleggið sem ég set þar inn. Ég vona svo bara að vinir, vandamenn og aðrir gestir hafi gaman eða gagn af ;)
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Vinir og fjölskylda, Leiðin að markmiðinu | Breytt s.d. kl. 22:32 | Facebook
Af mbl.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Heimasíður
Heimasíður til fróðleiks og skemmtunar
- Lifeðlisleg sálarfræði Spennandi rannsóknir
- Mind and Life Áhugavert
- Vísindagreinar á PubMed
- Okala foundation Kanadískt stryktarfélag fyrir fátæk börn í Camroon í Afríku
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.