Leita í fréttum mbl.is

Friðgeir Grímsson "Til hamingju"

Á föstudaginn var ég í fyrsta sinn viðstödd doktorsvörn. Frændi minn var að verja ritgerðina sína en hann er á jarðfræðivsiði og sergreinin er steingervingar. 

Þetta var einkar áhugavert enda hefur hann síðastliðin ár verið að rannsaka setlög á ymsum aldri :) 15 milljón ára gömul og niður í 6 milljón ára gömul. Vestfirðirnir voru aðalstaðirnir sem hann heimsótti.

Eftir þennan atburð varð ég ekki bara fróðari um það hvernig svona vörn fer fram heldur líka að fleiri trjátegundir uxu á Íslandi fyrir 15 milljón árum síðan heldur en fyrir 6 milljón árum síðan.

Gleðin hélt síðan áfram um kvöldið þar sem ættingjar og vinir samglöddust með Friðgeiri.

Ég hafði nú verið á flugi frá því um morguninn þ.e.a.s. andlegu eða hugmyndalegu flugi enda þá búin að sitja fyrirlestur hjá henni Heiðdísi í heilsusálfræðinni. Ég má nú til að gauka því hér með í færsluna að það virðist vera hin mesta heilsubót fyrir fólk að eiga einhverja að sem hægt er að spjalla við um það sem á manni liggur. Sérstaklega á þetta við ef það er af erfiðari toganum veldur áhyggjum eða kvíða.

Gott er að eiga góðan að og gerast honum líkur segir máltækið. Ég hef nú alltaf málglöð verið og hef mikið að þakka fyrir þar sem fullt er af frábæru fólki í kringum mig sem sannarlega hefur verið til staðar ef ég þarf að tjá mig um eitthvað.

Líklega á ég eftir að blogga meira um þetta en í þessa dagana er lítill tími aflögu. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Til hamingju með hann frænda þinn.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 26.2.2007 kl. 17:32

2 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

Til hamingju með frænda þinn.. bíð spennt eftir næstu færslu um fyrirlesturinn í heilsusálfræðinni :)

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 27.2.2007 kl. 11:25

3 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Takk fyrir það stelpur mínar og Fanney ég ætla sannarlega að blogga meira um þetta í heilsusálfræðinni svona þegar næsta vika er liðin. Þetta er mjög áhugaverðar pælingar

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 27.2.2007 kl. 19:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband