Leita í fréttum mbl.is

Á það sama við í 1. 2. og 3ja heims ríkjum?

Heilsa, fjárhagsleg staða og menntun eru ráðandi þættir í hamingju fólks og í þeirri röð sem ég skrifa það. Danir eru hamingjusamastir, Íslendingar eru í 4 sæti, Úkranían sem var á botninum í svipaðri könnun fyrir ekki svo löngu síðan voru núna í sæti 174 en óhamingjusamasta fólkið er t.d. Zimbabwe eða í sæti 177.

Það er áhugavert að skoða kortið sem þeir eru með á síðunni hér 

Þetta kemur mér sannarlega ekki á óvart því að ef að þú hefur heilsuna í lagi þá geturðu frekar aflað þér tekna sem síðan gerir þér kleift að stunda nám.  Þegar sú staða er fyrir hendi þá metur þú væntanlega heilsuna sem miklvægasta þáttinn. Auðvitað getur fátækt verið m.a. orsök heilsuleysis.

Mikil vinna, léleg laun vöntun á fjármagni til að byggja upp heilsuna eða viðhalda henni. það er því erfitt að átta sig á því hvort þessar hamingjukannanir séu í rauninna að mæla það sem þær ættu að vera að mæla.

Á það sama við í 1. 2. og 3ja heims ríkjum?  

 


mbl.is Danir hamingjusamastir í heimi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viltu láta skoðun þína í ljós?

Stundum eru niðurstöður kannana skoðaðar. Ekki veit ég hvort SN fylgjast með almennri umfjöllun enmér þykir það samt líklegt. Þetta snýst jú um aðdáendur ekki satt. Yfirleitt eru það þeir sem eru að taka þátt. Þannig má sjá eitthvað af straumunum sem eru í gangi. Pollground.com er með þessar kannanir ásamt mörgum fleirum um allt milli himins og jarðar :)

Um að gera að taka þátt og merkja við það sem er réttast fyrir mann. Kíktu hingað

Should Phil been fired from RockStar MSN if the article about him is ture.

fleiri kannanir á líkum nótum hér 


Fréttin sem líklega henti Phil út

Originally published Friday, July 14, 2006

Ég var að lesa fréttina sem orsakaði það að Phil var hent út úr keppninni. Það kemur vel í ljós að lífið snýst um tónlist og miklar fórnir hafa verið færðar hjá honum eins og svo mörgum :) 

 "I mean, really I just hope to gain exposure. I love my band and I love the music," he said. "I'm not stoked about the music Supernova's popping out."

Gaurarnir tóku þessu alvarlega og var David Navaro víst með blaðið í kjöltunni í þættinum (ég tók ekkert eftir því ;))

Fólk er að sjálfsögðu með skoðanir á þessu og hefur ýmislegt verið látið flakka. Charlie pabbi Phils er búinn að senda inna annað innlegg í umræðunum á rockband.com (það er linkur hjá mér í blogginu á undan þessu) Rykið er að falla, fólk er að jafna sig (vonandi) en eitt er víst að þetta var mikil lexía fyrir bæði SN og þátttakendur.

Hrikalegar umræður á bloggi Zayru. Ég var ekki alveg að fatta hvað hún hafði allt í einu fengið margar heimsóknir. Það er þó ein og ein + færsla en margir eru að segja henni að drífa sig í sóló ferlil eða eitthvað. 

Ég verð að taka undir með Charlie " hvers vegna eru niðurstöður kosninganna ekki birtar?"  

Hér er linkur á dóma Supernova óklippt 


Rock Star Dad (pabbi Phil´s sem var sendur heim) tjáir sig

"I’m not a blogger, rock fan hyper, or musical genius. I am a lover of good music of all types...........This brings me to the 3 points of writing this entry. Integrity, honesty and bad business. Phil Ritchie made a mistake by telling a reporter that his primary purpose for being on the show was to promote his band. There are 11 other people that are there for the exact same reason. Only 1 of them will be able to alter his or her true motive. Phil made a bad business decision by telling the truth. He can’t help it. He is the most honest person I know on the planet And, I assure you he has more integrity in his little finger than the 4 rich guys sitting up there passing judgment. I think that the voting is bullshit and bogus. If Phil made it to the bottom 3 this week I’ll eat my hat. Why don’t they publish the results? So they can manipulate the show and choose the bottom 3 to suit their politcal and rating agenda. If I’m wrong, please Supernova, let an independent auditor post the true results each week Yea right!....................Charlie Ritchie – Phil’s Dad"

Mér fannst viðeigandi að benda á þetta innlegg. Ég pældi mikið í því hvernig stæði á þessu öllu og hef ekki skilið hvers vegna Phil lenti í botn 3 þar sem hann á stóran aðdáendahóp. Á sama tíma velti ég fyrir mér hversu þekktur Magni er erlendis eða hve fljótt hann hefur unnið sér inn aðdáendahóp (þar sem hann hefur verið öruggur).

Ég hef líka verið að leita hvort einhvers staðar séu birtar niðurstöður úr kosningunum (sem er fulkomlega eðlilegt að gera) en hef hvergi fundið neitt. Þetta virðast því vera frekar ófaglegar kosningar. 

Við þurfum ekki að hafa áhyggjur vegna Magna. Magni hefur miklu meiri sönghæfileika en allir hinir strákarnir og SuperNova eru heillaðir af honum það kom snemma í ljós.

Þetta breytir engu um það að þættirnir eru skemmtilegir að horfa á. söngvararnir leggja allt á sig sem þeir geta og það er alltaf gaman af hæfileikakeppni. Eðlilega falla tár og reiði, vonbrigði og fleiri erfiðar tilfinningar fara af stað þegar hugsað er um sanngirni, heiðarleika o.þ.h.

Ég hvet þá sem hafa áhuga á að fylgjast með að lesa innlegg rockstardad 

tilvitnunin sem ég setti hér inn er bara brot af því inleggi.  


Elísabet Alba enn einn rokkarinn eða hvað;)

Elísabet Alba keppti nýverið í hinni erfiðu keppni Trophée Ruinart. Íslendingurinn skar sig úr hópnum með óhefðbundna hárgreiðslu :)

Hún er talin skara framúr á sínu sviði á Íslandi. Ekki eru komnar niðurstöður úr keppninni og veit Elísabet Alba því ekki í hvaða sæti hún lenti en hún stefnir á að verða númer eitt á Íslandi.

Hún dró að sér athygli fjölmiðlamanna fyrir óhefðbundið útlit sitt (ef til vill voru menn að hugsa um Silvíu Nótt) en hún var hvergi bangin og sagði að hanakamburinn og eyrnalokkarnir hefðu engin áhrif á hæfni hennar til þess að þefa af, smakka eða umhella víni!

Hún er talin efnilegast vínþjónn landsins og er það bara snilld hjá henni að drífa sig í eina af erfiðustu vínþjónakeppni sem haldin er!!!

Fréttin er í fréttablaðinu í dag 


Það er vit í þessu.......

Háhýsi í Skuggahverfi. Þau ættu að skapa gott skjól fyrir norðanáttinni án þess að skyggja á sólina lungann úr deginum. Aðvitað missa nágrannar fallegt útsýni og ég þekki það að hafa haft Esjuna sem augnayndi út um gluggan heima.

Það er reyndar alveg ótrúlegt hvað fjallasýn er áhrifamikil og hve vel hún skýtur rótum hjá manni.  Ég aldist ekki upp við Esjusýnina heldru kom hún in í líf mitt síðar. Þegar ég flutti til Vopnafjarðar þá hafði ég alíka fjallasýn þar og man ég að ég var fegin.

Sama má segja eftir að ég flutti aftur í bæinn og eftir nokkur ár komst aftur í húsnæði þar sem Esjan sást út um gluggan (þvílíkur léttir) mig grunar að þeir sem hafa Keili sem fjallasýn þekki þessa reynslu ;)

Þrátt fyrir þessi sterku ítök fjallanna þá my ndi ég í dag frekar velja mér skjólgóðan stað og skjótast síðan í fjallasýnisferðir af og til. Það er bara svo næs að setjast út í sólina í logni ;) og þar að auki þá er sá kosturinn líklegri til þess að draga mann út heldur en ef það er alltaf rok í garðinum og fjallasýnin bara beint út um gluggann hum.......

Byggðin ætti sem sagt að vera þannig að háhýsin væru nyrst og smáhýsin syðst svona svipað og sætum er komið fyrir t.d. í kvikmyndahúsum og á öðrum áhorfendastöðum :) 


mbl.is Vinna við hæsta íbúðarhúsnæði landsins að hefjast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að lifa til að borða eða borða til að lifa?

Hrikalegt til þess að hugsa hvað offita færist í vöxt og ekki síst hjá börnum. Vandamálið er að ef einstaklingur sem er ofþungur er ekki í þjálfun þá eru miklar líkur á einhverjum sjúkdómum. Nú er svo komið að röntgentæknin nýtist ekki sumum þessum sjúklingum.

Geislarnir ná annað hvort ekki til líffæranna vegna fitulagsins eða að sjúklingurinn kemst ekki í röntgentækið.

Þetta minnti mig á setningu sem ég heyrði fyrir einhverjum árum síðan. Lifir þú til þess að borða eða borðarðu til þess að lifa.

Mér finnst gaman að borða góðan mat með fjölskyldu, ættingjum eða vinum. Ef til vill væri bara vit í að taka upp gamla siðinn sem var heima hjá mömmu að lifa til að borða einu sinni í viku, en borða til að lifa hina sex dagana ;) 


mbl.is Sífellt fleiri of feitir fyrir röntgenmyndatöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeir hafa gleymt að villuleita hahahaha

Vandræðaleg mistök að markaðsetja prentvillupúka og gleyma að villuleita. Enn vandræðalegra að leiðrétta þetta á hefðbundinn máta. Þeir hefðu ef til vill geta nýtt sér mistökin og bent á hve hrikalegar prentvillur geta orðið eins og í þeirra dæmi!

Það hefði nú einhverjum þótt bara snilld ;) 


mbl.is Prentvilla í tilkynningu um prentvillupúka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Líklega var engin strategía í gangi hjá Supernova

"I had a horrible feeling about this Tommy Lee comming to OC thing.......I wish I was wrong.......But, after talking to someone close to Lennex, it has been said that the Newpaper on Dave's Lap Had an article in it about how Phil was on RS SN for promoting Lennex, That's why he was axed and the whole questioning of his commitment. I read the article, he does say "I'm not stoked about the music SN is putting out" Why oh Why did he say that."

Þessar línur koma af umræðuvef áhugasamra um RS SN.

Alir 15 þátttakendurnir sem komust í úrslit gera sér grein fyrir að það er bara einn sem vinnur. Líkurnar á því að komast ekki áfram eru auðvitað miklu meiri en þær að standa upp sem sigurvegarinn (ég er einmitt að lesa um líkindareikning ;))

Að taka þátt í keppni (þekki það af reynslu) er tilfinningaleg áreynsla og margt líkt með því og að spreyta sig á prófi. Þegar þér gengur vel þá þakkarðu hæfni þinni en þegar þér gengur illa þá finnur þú blóraböggul :) Þetta hefur verið skoðað með prófárangur. Lágri einkunn er skellt á þungt próf, ósanngjarnan kennara eða aðrar ástæður.

En hvað með þessa keppni? Við erum farin að heyra það hjá keppendum að þeir eru byrjaði að undirbúa jarðveginn (að falla á prófinu) með því að tala um hina keppendurnar og hvernig þeir eru að bregða fæti fyrir þeim.

Ef við gefum okkur að tilvitnunin sem ég byrja pistilinn á sé sönn þá þarf hún ekki að þýða að Phil hafi í upphafi ætlað eingöngu að taka þátt til þess að auglýsa grúppuna sína. Hann gæti alveg eins hafa sagt þetta vegna þess að hann var farinn að gruna að hann ætti ekki séns á að sigra.

Supernova gaurarnir stjórnast líka af því sem að þeim beinist og ef tilvitnunin er rétt þá skil ég afhverju þeir sendu hann heim. Mér fannst Phil ekki hafi sýnt það neitt frekar en sumir aðrir en að láta hafa þetta eftir sér í viðtali úbbs það er ekki gott.

Nú er ljóst að þátttakendur þurfa að gá að því hvað þeir segja því að hvernig sem allt fer þá er auglýsingin alltaf góð og þegar kemur að því að fara heim (ef þú vinnur ekki ;)) þá er skynsamlegt að gera það með jákvæðum stæl því þannig nýtist auglýsingin þér áfram sem meðbyr.

Já það er vandlifað í honum heimi!

 


Strategían hjá Supernova ????

Fyrstu viðbrögð mín voru HA??????? svo hristi ég mig hressilega eins og blautur köttur og henti hér inn stuttu bloggi og ákvað síðan að sofa á þessu.

Nú er ég vel vöknuð og búin að drekka eðalbollann minn (þ.e.a.s. innihaldið úr honum;) Espresso hússins Kaffitárs) heilinn kominn á fullt blast og málið krufið til mergjar ;)

Hvers vegna fór Zayra ekki HEIM?????     OK hún er einn stór brandari eins og Sunna segir á sínu bloggi? Ef til vill er hún partur af prógramminu hjá Supvernova?

Ég held að þessir gaurar viti alveg hvað þeir eru að gera. Þeirra markmið er líklega eins og flestra annarra "vinnandi :)" manna og kvenna ða þéna peninga. Það skiptir því öllu máli að söngvarinn sem verður fyrir valinu hafi allt það sem þarf til þess að peningaflæðið verði sem mest.

Þættirnir eru ákveðin markaðssetning fyrir það sem koma skal. Zayra gefur þeim lit. Hún er kjaftfor t.d. þegar þeir hneiksluðust á því að hún þekkti ekki lögin sem þeir hefðu spilað og hún svaraði því til að hún hefði nú bara verði ungabarn með bleiju þegar þau voru vinsæl!

Þeir voru ekki par hrifnir en samt, þetta var góður punktur hjá henni. Mig grunar að þeir hendi henni ekki út fyrr en seint en hún á samt engan séns. Stelpan heldur ekki almennilega lagi.

Annar þáttur strategíunnar... 

Hvað gerðist hjá þátttakendum eftir að niðurstaðan varð ljós? Hvernig munu þau hegða sér næstu daga? Magni gerði grín að búningnum hennar Zayru, mun það hafa einhver áhrif á samskipti þátttakenda. 

Nú er eins og verið sé að etja þátttakendum saman. Hvaða þátttakendur virkilega þrá að syngja með bandinu? Ég hafði nú ekki pælt í þannig en auðvitað er það einn af mikilvægustu þáttunum fyrir Supernova. Allir þátttakendur fá mikla auglýsingu út úr því að vera með og öll vilja þau vera sigurvegarar. En er það vegna þess að þau vilja ólm vera söngvari Supernova?

Nú mun ég horfa á plús frammistöðu söngvaranna út frá eftirfarandi.

  • raddsvið
  • frumleiki
  • sviðsframkoma (hreyfingar, klæðnaður og tengsl við áheyrendur)
  •  viljinn til að verða The Rocker
  • leiðtogahæfni

og mínus frammistöðu út frá

  • mónótóník
  • hroka
  • og vöntun á öllum plúsþáttunum

Supernova mun gera það sem þarf til þess að sterkur persónuleiki söngvaranna komi í ljós og veikleikar þeirra poppi upp. Því meira sem ég hugsa um það því meira vit sé ég í því að band sem spilar saman í eitt ár þarf að hafa söngvara sem aðdáendur dáleiðast af :)

Frímínútur mínar næstu vikuna mun verða notaðar til að pæla í þessu. Mannleg hegðun er jú aðal áhugamál mitt og sellurnar fóru heldur betur í gang í nótt When the Shit hit the Fan 

 Á þessari síðu er samantekt um þátttakendur og blogg allra þátttakenda


Niðurstaða könnunarinnar hver fer heim?

JÆJA  

Þá er komið að niðustöðu kosninganna fyrir viku 4. Ég var svo viss að þetta var ekki einu sinni spennandi. Ég hafði reyndar áhyggjur já ÁHYGGJUR að ef að Josh myndi lenda í botn 3 ásamt Zayru þá yrði hann látinn fara því að hann ætti það sameiginlegt með henni að hafa lent 3svar á botninum. 

Ahorfendur eru búnir að sýna það að þeir hafa ekki áhuga á Zayru!!! Supernova kemur hins vegar alltaf til með að ráða því hver FER! Einu áhrifin sem áhorfendur geta haft er að gefa Supernova ekki færi á að senda sinn rokkara heim með því að KJÓSA.

Það voru nærri 100 manns sem kusu hér á síðunni minni og vonandi hver einstaklingur bara einu sinni. Síðast tóku aðeins 14 þátt. Þátttakan hefur því u.m.b. sjöfaldast. Það er alveg pottþétt að ég mun setja inn könnun í næstu viku á sama tíma að viku liðinni :)

Niðurstaðan var þessi 

Dana 7,3%, Dilana 3,1%, Jill 4,2%, Josh 6,2%, Lukas 1,0%, Magni 16,7%,

Patrice 2,1%,Phil 2,1%, Ryan 2,1%, Storm 2,1%, Toby 1,0% og Zayra 52,1%

96 hafa svarað

Ég sótti til gamans niðurstöðuna af Rockband.com (þar sem hver og einn getur bara kosið einu sinni) 

Poll Question:
Who do you think is going home this week?

Results:
Dana  [17%]17 votes
Dilana  [0%]0 votes
Jill  [9%]9 votes
Josh  [19%]20 votes
Lukas  [2%]2 votes
Magni  [0%]0 votes
Patrice  [2%]2 votes
Phil  [4%]4 votes
Ryan  [3%]3 votes
Storm  [0%]0 votes
Toby  [0%]0 votes
Zayra  [45%]46 votes

 

Poll Status: Locked  »»   Total Votes: 103 counted  »»  

Last Vote: 07/26/2006 3:42:04

 

 

Hvað er athyglisvert. Einmitt Zayra er talin líklegust heim í báðum könnununum og atkvæðafjöldinn líkur. Það er hins vegar einkennilegt að 16% töldu að Magni yrði sendur heim í minni könnun en enginn á Rockband.com 

Niðurstaðan með Dönu og Josh er svipuð í báðum könnunum. Phil þótti alls ekki líklegur til að verða sendur heim. Mér hefur líka sýnst hann eiga stóran aðdáendahóp en sá hópur hefur verið sofandi á kosningatímanum eða verulega ósáttur við flutninginn hans? 

Takk öll fyrir að taka þátt og endilega veriði með aftur í næstu viku. Það væri auðvitað gaman að sjá hversu nösk við erum að átta okkur á vilja kjósenda í fyrsta lagi og síðan á strategíu Supernova. Því þeir eiga jú síðasta orðið ;) 


Magni öruggur en.....

Ég var ekkert smá hissa þegar Phil var sendur heim og ástæðan.... Supernova voru ekki vissir um að hann hefði einlægan áhuga á að vera í bandinu!!!

Zayra var í botn 3 í þriðja sinn en Phil og Patrice í fyrsta sinn!! Nú ætla ég að sofa á þessu og blogga svo í fyrramálið. það gæti verið ýmiskonar plott í gangi hér. Það var ljóst á andlitum allra þátttakenda og Zayru meðtalið að enginn átti von á þessu.

Ég held að flestir hafi reiknað með að Zayra færi...... 


mbl.is Phil sendur heim úr Rock Star Supernova
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég spyr mig oft að því.....

hvernig ég hafi farið að áður en ég samþykkti að fá mér GSM. Ég var ein af þessum tregu og hef bara átt tvo síma síðan ég byrjaði :)

Nú nota ég hann mikið í skeytasendingar (til að spara tíma og pening) sem vekjaraklukku, áminnara, úr, myndavél jú og einstöku sinnum sem SÍMA. Mér finnst frábær kostur að geta vitað hver er að reyna að ná í mig ef ég get ekki svarað. Einnig að geta slökkt á honum ef mér sýnist svo. Síðast en ekki síst að geta hringt ef ég lendi í erfiðleikum eða er með fjölskyldunni á ferðalagi í bænum eða erlendis og hef misst sjónar af þeim ;)

Þvílíkt frelsi, ég held bara að ég vilji ekki vera án Gsm símans.


mbl.is Geta ekki án símans verið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er nú ljóta ástandið á blaðaútburðinum

Í gær fékk ég hvorki Moggann né Fréttablaðið og Blaðið kemur seinni part dagsins með póstinum. Ég er að vísu ánægð með mbl.is því að oftsr en ekki streyma sömu fréttir þar inn og birtast seinna í blöðunum.

Ég hafði nú samt ákveðnar væntingar um að geta æft mig í hraðlestrinum á Mogganum :( Það er erfiðara að æfa hraðlestur á netinu. Fréttir les ég alla daga og því gráupplagt að slá tvær flugur í einu höggi! En það eru nú bara engar flugur til að slá núna, þegar ekkert blað kemur inn um lúguna.

Ég hringdi í moggann í gær og sagði þeim að þetta væri nú ekki besti tíminn til þess að segja já takk við kynningaráskrift ( Hraðlestrarskólinn) þar sem blaðið kæmi bara alls ekki. Konan sagðist myndu senda blaðið um hæl n það er ekki enn komið. Kannski hællinn sé svona stór ;)

Eftir að hafa tölfræðst svolítið þá skaust ég niður í kaffi og viti menn FRÉTTABLAÐIÐ var KOMIÐ!!!! Aldrei hefði mér dottið í hug að ég yrði hissa á því klukkan rúmlega 16:00 Lítillát ljúf og kát tyllti ég mér á eldhússtólinn með dýrgripinn sem síðan innihelt afskaplega lítið af nýjum fréttum.

Ég rakst þó á viðtal við föður Magna og fleiri fjölskyldumeðlimi á Borgafirði eystri. Þar sem að ég er svolítið high af keppninni og orðin útúr-rokkuð þá gleypti ég hana í mig. Ég skildi nú enn betur hvers vegna söngvurunum leiðist og finna jafnvel fyrir söknuði og heimþrá.

Þeir mega sem sagt hringja heim tvisvar í viku í 15 mínútur í senn. Ég man að Dilana var eitthvað að tjá sig um þetta og það að allt væri tekið upp sem þau segja. Þetta hlýtur að taka á taugarnar??? Faðir Magna hafði ekki heyrt í honum síðan 20 júní! En hann sagði að ef Magni kæmist langt þá mættu nokkrir fjölskyldumeðlimir heimsækja hann.

Ég held að það yrði rosa gaman fyrir fjölskyldumeðlimina en fyrir söngvarana bæði gaman og síðan mikill söknuður í kjölfarið. Líklega eykur það á tilfinningaflæði sem getur bæði verið hið besta mál og hið versta.

Þetta minnir á Survivour, ótrúlega margt líkt. Mér finnst skipta máli að vita þetta og mun leggja mig  jafnmikið eða meira fram við að styðja Magna svo lengi sem hann hefur áhuga á að komast lengra. Síðasta bloggfærslan hans virkaði á mig eins og krafturinn væri búinn. Hún var skrifuð einum eða tveimur dögum fyrir "Heroes".

 

 


En hvað með samkynhneigða?

Ætli það breyti engu um greind karlmanna að morgni ef þeir deila rúmi með öðrum karlmanni? Ætli konur sofi jafnórólega þegar þær deila rúmi með annarri konu og þegar þær deila rúmi með karli?

Mér finnst þessar spurningar spennandi vangaveltur þar sem að það að koma genunum sínum áfram getur kostað sitt fyrir karlinn ( t.d. meðlög ef hlutirnir ganga ekki upp) og það sé því mikilvægt að greindin lækki í návist kvenna.... hum ????

Skil ekki óróleikann hjá konunum. Þær eru kannski bara varari um sig, alltaf á vaktinni ;)


mbl.is Félagsskapurinn truflar svefn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mig grunar að Supernova fíli Magna mjög vel því að...

athugasegmdirnar snúast um smáatriði sem samt skipta miklu máli að söngvari grúppunnar hafi í lagi og séu hugsaðar til þess að fínstilla hann. Magni hefur ekki klikkað. Margir vilja sjá hann líflegri á sviðinu og ef til vill í öðruvísi outfitti, en söngurinn hefur ekki klikkað. 

Þeir tóku það einmitt fram í gær að það hefði ekkert verið athugavert við sönginn heldur er það sambandið við áhorfendur og hversu lifandi líkamstjáning hans er. Mig grunar að þeir sjái hann sem valkost og vilja þess vegna gera það sem þarf til að smáatriðin komist í lag! Mér fannst nú allt í lagi að hann væri með gítarinn í svona rólegu lagi.

Það gæti hins vegar orkar tvímælis hvernig hann brást við dómnum. "ég er ekki að syngja fyrir ykkur núna heldur fyrir manneskju hinu megin á hnettinum" Sumum finnst þetta æðislegt, einlægt en ef til vill vilja áhorfendur að hann sé að syngja  fyrir þá.

Við megum ekki gleyma því að sumir dómarnir í gær virkuðu rosalega jákvæðir, en voru samt gefnir söngvurum sem eiga ekki mikinn séns t.d. Jill og Dana. Þær voru báðar að bæta frammistöðu sína en komast samt ekki með tærnar þar sem Magni er með hælana ;)

Við erum vön svo góðu með Magna að það er svolítið sjokkerandi þegar hann fær DÓM, ég held að Magni sé alveg pottþéttur áfram og enn í 3-5 bestu sætunum ;)

 


mbl.is Magni fékk misjafna dóma frá Supernova
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver verður sendur heim í kvöld?

Skoðanakönnunin :) er uppi í dag, lokast klukkan 23:59. 

Mig grunar að fimm eftirfarandi lendi í botn 3 einhvern tímann á meðan kosning stóð yfir.

Zayra

Josh

Phil

Dana

Jill

Af þessum myndi ég setja Zayra, Josh og Phil á hinn endanlega botn.

Zayra verður send heim. Hún er bara ekki að meika það. Dana og Jill voru að standa sig betur en þær hafa gert áður en það er svo sem ekki víst að sú framför nái til kjósenda. Phil virðist eiga slatta af aðdáendum en mér finnst hann orðinn litlaus og fylgi Dönu hefur minnkað mikið.

Ef þú hefur skoðun endilega taktu þá þátt í könnuninni minni ;) 


STORMANDI lukka...

Það er kominn dagur enn á ný. Storm var svo stórkostleg í Rock Star Supernova að ég held ég hafi bara ekki sleppt henni í alla nótt. Þegar ég vaknaði þá er hún staurinn sem stendur upp úr ;)

Þetta var glæsilegt hjá henni. Hún kom mér á óvart þrátt fyrir að ég væri nú undir eitt og annað búið. Storm hefur sýnt að það er töggur í henni en hún var engu að síður nýja surpræsið í nótt.  Ég verð ekkert nema HISSA ef einhver annar verður valinn til þess að endurflytja lag sitt.

Hún tók lagið "Anything Anything" Dramarama-lag. Þetta var eitt af hressari lögunum en mér fannst róleg lög vera í stærra hlutfalli en áður. Ég ætla annars ekki að tjá mig of mikið um hana vegna þeirra sem ætla að horfa á þáttinn hitt get ég sagt að hún kom fleirum en mér á óvart. 


Ólíklegt að Magni lendi í botn þremur

Dilana brást ekki frekar en fyrri daginn. Hún var frábær og fékk líka frábæra dóma. Toby var líka flottur í sínum flutningi.

Storm toppaði allt sem hún hefur gert og finnst mér líklegt að hún verði fyrir valinu í að endurflytja lag sitt. Ryan var allt í lagi sýndi framfarir og sama má segja um Jill hún fékk samt ekki einhliða góða dóma hjá grúppunni.

Lúkas, Phil og Patrice voru eins og alltaf, vantar breytileika hjá þeim, Lúkas fékk allt í lagi dóma.

Zayra, Josh og Phil eru líklegust til að lenda í botn þremur. Jill og Dana voru greinilega að berjast fyrir sínu.

Magni söng vel, en þetta er samt sísta lagið hans því miður. Hann fékk slaka dóma og sérstaklega fyrir performancinn... meira seinna :) 

 


Glæsilegt hjá mbl.is að birta lagalistann

Ég hef verið að leita og leita og googla en ekki fundið lagalistann. Það er svo gaman að vita hvað lög á að taka og hver á að taka hvað. Jafnvel að rifja lögin upp áður en þau verða flutt í keppninni.

Nú reynir á Magna. Ég vona að honum takist að rokka Bowie lagið upp en ég hef annars ekki áhyggjur af flutningnum. Ég held að Magni hafi raddsvið til að ráða vel við lagið og ekki nóg með það heldur tekst honum svo vel að setja sálina í lagið ;) 

 

Lagalistinn í kvöld lítur svona út:

  1. Lukas - Bittersweet Synphony: The Verve
  2. Zayra - Call Me: Blondie
  3. Dana - About A Girl: Nirvana
  4. Patrice - Remedy: The Black Crows
  5. Toby - White Wedding: Billy Idol
  6. Magni - Heroes: David Bowie
  7. Ryan - I Alone: Live
  8. Jill - Brown Sugar: The Rolling Stones
  9. Phil - One Headlight: The Wallflowers
  10. Dilana - Time After Time: Cyndi Lauper
  11. Josh - No Rain: Blind Melon
  12. Storm - Anything Anything: Dramarama

mbl.is Magni sjötti í röðinni í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband