Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008
17.1.2008 | 16:32
Láttu ekki þitt eftir liggja - deildu þessu með eins mörgum og þú getur
Eftirfarandi texta fékk ég sendan frá samnemanda mínum og bið þig að deila honum á allan þann hátt sem þér dettur í hug!
Gefðu þér smá stund til þess að lesa þetta:
Bara á eina stofnun - héraðssjúkrahúsið í Vestfold í Noregi - koma að meðaltali 5 sjúklingar á dag með bráða heilablæðingu.
Heilablæðing ( líka nefnd Slag eða Heilablóðfall ) er í reynd þriðja helsta dánarorsök í Noregi og fellir fólk á öllum aldri - þótt aldraðir séu þar í meirihluta - Taktu nú eftir:
Það var veisla og Inga hrasaði og datt. Hún fullvissaði alla um, að allt væri í lagi með sig ( þau buðu henni að hringja í lækni ) hún hefði bara hrasað um stein af því að hún væri í nýjum skóm. Henni var hjálpað við að laga sig til og var færður matur á nýjan disk og þrátt fyrir að hún virtist svolítið óstyrk, hélt Inga áfram að skemmta sér það sem eftir var kvöldsins.
Maðurinn hennar hringdi seinna og sagði frá því að Inga hefði verið flutt á spítalann og kl 6:00 um morguninn hefði hún verið dáin. Hún hafði fengið heilablæðingu í veislunni.
Hefði fólkið vitað hvernig maður getur þekkt einkenni heilablæðingar, væri Inga mögulega enn á lífi.....
Það tekur bara fáeinar mínútur að lesa þetta: Taugalæknir fullyrðir að fái hann sjúkling með heilablæðingu til meðferðar innan þriggja tíma geti hann afmáð allan skaða af völdum áfallsins ... Að fullu og öllu!
Að hans sögn, felst lausn vandans í því að fólk geti borið kennsl á einkennin, fengið greiningu
og komið sjúklingnum undir viðeigandi læknishendi innan þriggja tíma.
Að bera kennsl á Heilablæðingu (Slag)
Nú segja læknar að allir geti lært að bera kennsl á heilablæðingu með því að beita þremur einföldum ráðum:
1. * Biðja manneskjuna að HLÆJA .
>>
2. * Biðja manneskjuna að LYFTA BÁÐUM HANDLEGGJUM
>>
3. * Biðja manneskjuna að SEGJA EINA EINFALDA SETNINGU
(sem er í samhengi) ( t.d. ...Sólin skín í dag).
>>
Ef viðkomandi á í erfiðleikum með eitthvert þessara atriða -
hringið þá strax í neyðarnúmerið 112 og lýsið einkennunum..
Hjartasérfræðingur segir að ef allir sem fá þennan tölvupóst, senda
hann áfram á 10 aðra, getir þú að minnsta kosti reiknað með því að einu mannslífi verði
bjargað.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.1.2008 | 22:00
Lífið er svo spennandi ....
Allt að gerast !
Það eina sem ég vildi breyta er að geta aðeins hægt á hraða tímans. Fjölskyldan og námið hefur átt allan mig hug síðustu mánuðina. Ekki er ég hissa þó að einhver hafi haldið að ég hafi bara sprungið á limminu en nei aldeilis ekki.
Þannig hefur það nú verið undanfarin 7-9 ár að ég hef alltaf fengið kvef og hálsbólgu um jól eða áramót og er það bara orðinn hálfgerður brandari. Ég var farin að halda að ég hefði ofnæmi fyrir grenitrjám eða einhverju öðru sem fylgdi jólahaldinu.
Nú var ég hins vegar heilsuhraust og hef haft hátt um það hvar sem ég hef komið ;)
Búin að komast fyrir vandan og verð líkelga ekki veik aftur á þessum árstíma. En ég var aðeins of góð með mig og hrósaði happi full senmma því að nú ligg ég í kvefinu og hálsbólgunni sem hefur ekki sleppt því að líta við hjá mér um hver áramót!
Ekki að ég hafi nú saknað þeirra og var best að segja drullufegin að vera nú loks laus. En fátt er svo með öllu illt og um að gera að vera bjartsýn. Ég þarf að mæta í eitt próf seinni partinn í janúar og því eins gott að kvefið kom núna en ekki þá eða þannig.
Annars gekk mér vel í prófunum nema helst í sögu sálfræðinnar en sá kúrs er bara ótrúlega skemmtilegur og erfiður að sama skapi. Ég er nú farin að sjá fyrir endann á BA náminu og skil bara ekki hvað þetta leið hratt. BA ritgerðin er stóra verkefni vorannar og svo væntanlega réttarsálfræði svona til að hitta skólafélagana ;)
Ég hitti tvo unga sálfræðinga í Kvíðameðferðarstöðinni sem mér leist mjög vel á. Önnur þeirra Sóley Dröfn Davíðsdóttir útskrifaðist hér á Íslandi 2001 og hin Sigurbjörg Lúðvíksdóttir útskrifaðist í Bergen 2003. Þær reka Kvíðameðferðarstöðina í Lágmúla ásamt tveimur öðrum.
Það var afskaplega gott að koma til þeirra og spjalla við þær um starfið. Eins og nafn stöðvarinnar gefur til kynna þá eru þær að einbeita sér að kvíðaröskunum en til þeirra teljast m.a. allar tegundir af fælni, felmturröskun eða panic og almenn kvíðaröskun. Félagsfælni er eitt af því sem þær hafa sérhæft sig í. Ég hvet alla þá sem vilja, þurfa eða þekkja einhvern sem þarf á aðstoð að halda að kíkja á heimasíðuna þeirra kms.is eða hafa samband við þær í síma 822-0043
Miðvikudaginn 16. janúar munu þær ásamt Þresti Björgvinssyni doktor í sálfræði, en hann hefur sérhæft sig í áráttu og þrjáhyggjuröskun vera með kynningu í Odda stofu 101 klukkan 12:10.
Annars er bara allt hið besta að frétta af mér og mínum fyrir utan nefrennsli, hæsi og hósta.
Vísindi og fræði | Breytt 12.1.2008 kl. 16:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Af mbl.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Heimasíður
Heimasíður til fróðleiks og skemmtunar
- Lifeðlisleg sálarfræði Spennandi rannsóknir
- Mind and Life Áhugavert
- Vísindagreinar á PubMed
- Okala foundation Kanadískt stryktarfélag fyrir fátæk börn í Camroon í Afríku