Bloggfærslur mánaðarins, maí 2006
26.5.2006 | 13:29
Í anda Piaget
Prófessor Roy ætlar að feta í fótspor margra annarra og rannsaka sitt eigið barn. Piaget var nú hallmælt vegna þess að hann var að gera tilraunir og mæla og meta þroska sinna eigin barna. Framlag hans um þroska barna hefur haft áhrif á þrosksálfræðina.
Spurningin snýst auðvitað um rétt barnsins. Barn ræður ekki neinu um það hvað að því snýr. Foreldrar eða aðrir ummönnunaraðilar taka ákvarðanirnar. Mér finnst þetta engu að síður afar spennandi og kem til með að fylgjast með þessu. En það hljóta að vaka siðferðisspurningar um þetta. Hver veit nema að þessi framkvæmd eigi eftir að hjálpa okkur til þess að skilja málþroska barna og geti þá ef til vill orðið til hjálpar fyrir þau börn sem ekki þroskast eðlilega.
Vandinn hins vegar er sá að hér erum við bara að tala um eitt barn. Við vitum ekki heili þess er og almannir hæfileikar, greind ofl. það eru því ýmsir vankantar.
Máltaka barns skrásett | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.5.2006 | 13:18
Do it your self
Hjálpaðu þér sjálfur. Fleiri mættu tala í sama dúr og Mogensen hinn danski. Áfallahjálp á auðvitað að vera til staðar fyrir þann sem verður fyrir áfalli sem viðkomandi ræður ekki við að vinna úr sjáfur. En að selja fólki þá hugmynd að það þurfi áfallahjálp þegar það lendir í þessu eða hinu dregur bara ú rmætti mannsins.
Ég var einmitt að ræða þetta um daginn hvernig það þyrfti að breyta áherslum í grunnskólanámi. Til þess að styrkja þjóðina þá þarf einstaklingurinn að nýta mátt sinn. Því ekki að kenna 10 ára + börnum meira um þau sjálf og þá sérstaklega þá þætti sem auka innri styrk þeirra?
Danskur læknir gagnrýnir ofnotkun áfallahjálpar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.5.2006 | 13:06
Gleðifregnir
Hamingjubylgja flæddi um mig þegar ég las fréttina. DV braut af sér með ámælisverðum hætti. Ég hef beðið eftir álíka frétt í langan tíma eins og lítið jólabarn bíður eftir jólunum. Fréttaflutningur DV hefur gengið svo fram af mér að það hálfa væri nóg. Sorglegasta staðreyndin er engu að síður sú að þetta var orðinn hluti af menningu okkar. Á meðan að fólk kaupir slík rit þá er það að segja já takk þetta vil ég! Það gladdi mig því líka mikið þegar sú frétt barst út að DV kæmi nú orðið aðeins út á laugardögum. Væntanlega hefur áskrifendum fækkað. Vonandi batnar menningin okkar eitthvað við það. Stundum vildi ég óska að ég gæti kallað svo hátt, en samt líka svo mjúklega og sannfærandi að fólk virkilega myndi hlusta. Við neytendur ráðum í rauninni svo miklu.
En snúum okkur að fréttinni, sjáum þetta fyrir okkur, bréfberinn í Keflavík stundar njósnir fyrir heilbrigðiseftirlit Suðurnesja :-) þetta minnir bara á orð páfans í mogganum i dag ( sjá nánar um það í eldri bloggfærslu).
Ég kemst ekki hjá því að brosa þó að það sé afskaplega sorglegt og gremjulegt fyrir þá sem fyrir því verða að bornar eru upp á þá rangar sagkir.
DV braut gegn siðareglum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.5.2006 | 12:48
Hjólreiðar varasamar í Svíþjóð?
Keyrði niður sjö hjólreiðamenn og stakk af | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.5.2006 | 12:34
Allt getur nú gerst í grenjandi rigningu!!!
"Páfi hvetur trúbræður sína til að hafna þeim sem falsa orð Guðs" erlendar fréttir moggans 26.5.2006
Ja nú er ég aldeilis hissa. Hvers vegna skyldi páfinn hafa þörf til þess að vara fólk við? Í fréttinni kemur það fram að fólk leitist við að falsa eða hagræða orðum Guðs í Biblíunni og að fólk hafa þörf fyrir að leita að sögulegum aðstæðum. Var það ekki einmitt á þann hátt sem að samantekt og síðar þýðingar Biblíunnar áttu sér stað? Ef til vill er einhver fróður lesandi hér sem getur frætt mig um eitthvað annað.
Ef við gefum okkur þær forsendur að til sé einhverskonar Guð, hvar er þá sannfæringin og trúin á hann þegar sjálfur páfinn verður jafnvel óöruggur eða reiður (talar um að fólk sé að falsa orð Guðs) bara út af Da Vinci lyklinum. Da Vinci lykillinn er þar að auki skáldskapur ;-).
Það mætti nú bara halda að það sé eitthvert sannleikskorn í skáldskapnum...hum. Ekki finnst mér nú verra ef að Jesú hefur komið gegnunum sínum áfram. Hæfileikaríkur, sanngjarn og góður maður.
Veltum aðeins fyrir okkur öllum þeim sem létu sig hafa það að standa úti í hellirigningu að hlusta á páfann predika þetta. Ég segi nú bara hvernig getum við vitað hver falsar orð Guðs og hver ekki?
Ég fór á frumsýningu myndarinnar og fannst hún ágætis afþreying, ekki svo slæmt að drepa tímann með því að horfa á hana en hún skilur ekki mikið eftir. Ég hugsa bara að orð páfans verði til eþss að myndin og boðskapur hennar muni festast mér í minni.
Þannig vinnur líka heilinn. Því oftar sem hamrað er á sömu hlutum því betur festast þeir í minni! Ef hægt er að koma tilfinningum inn hjá þér á sama tíma þá muntu muna það betur. Ég veit ekki alveg hvað páfa gengur til, en hitt veit að nú munu enn fleiri velta þessum ekki svo nýja möguleika fyrir sér.
Páfi hvetur trúbræður sína að hafna þeim sem falsa orð Guðs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 30.5.2006 kl. 22:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
26.5.2006 | 08:46
Til hamingju Jónas Örn!!!
Mikið hefði ég nú viljað geta horft á Meistarann þegar Inga Þóra og Jónas Örn kepptu um fimm milljónirnar. Ég er ekki með aðgang að stöðinni en hef fylgst með viðtölum og fréttum af þeim í blöðunum.
Jafnvægi og yfirvegun hefur einkennt Jónas Örn og það eru einmitt þættir sem skila árangri þegar einstaklingurinn er undir miklu álagi. Þvílíkur snillingur. Ég hef dáðst að hógværð hans. Ég vona svo sannarlega að hann eigi eftir að koma genunum sínum áfram og að vinningurinn trufli hann ekki of mikið. Það er svo skrítið en það getur fylgt því talsverð streita að vinna stóra peningaupphæð.
Jónas Örn Meistarinn á Stöð 2 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.5.2006 | 17:45
Nýtt, rétt fyrir kosningar
Reyndar ekkert tengt kosningunum eða þannig. Það virðist ekki vera mikil hiti í fólki, varla farandi út vegna kulda. Ég er nú bara að prufukeyra bloggið hér eftir ýtarlega skoðun á öllum þeim valmöguleikum sem standa til boða.
Það er gaman að lesa margt af því sem hér er skrifað og er það aðal ástæðan fyrir því að ég valdi þetta blogg. Mér lýst vel á uppsetningu og útlit. Hlakka til að reyta hér inn vonandi eitthvað forvitnilegt, fróðlegt og ef til vill líka eitthvað fyndið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tenglar
Heimasíður
Heimasíður til fróðleiks og skemmtunar
- Lifeðlisleg sálarfræði Spennandi rannsóknir
- Mind and Life Áhugavert
- Vísindagreinar á PubMed
- Okala foundation Kanadískt stryktarfélag fyrir fátæk börn í Camroon í Afríku