Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2006

Sometimes live is pain

Eins og núna þegar sólarhringarnir eru allt of stuttir og alls konar mál poppa upp sem ég hef í rauninni engan tíma til að sinna, hvað þá að leysa. Nú er ég til dæmis að læra fyrir próf þegar ég þyrfti að vera að gera að minnsta kosti 3 aðra hluti. 

Týpískt!!!! En svona undir niðri þá skil ég þetta allt saman. Það gerir lífið ekki endilega auðveldara. Til gamans þá má nefna það að nemi á öðru ári í sálfræði fer í vímuástand yfir því að fá yrir 8 í einkunn. Ég fékk fregnir af því frá góðhjörtuðum samnemanda mínum sem sparaði mér sporin út í Odda í gær að ég hafi komist yfir það mar í prófi í tölfræði 3     Jeyjjjjjjjjjjj

Í Odda er samfélag fólks sem lærir og lærir og lærir og svo lærir það líka ofan á allt hitt. Ég hef hitt fólk og kynnst úr ýmsum deildum og á ýmsum aldri. Það er einstaklega gaman af því. Núna er ég farin að skilja fyrrverandi BA nemendur sem ég hef átt samtöl við og tala um að Oddi sé þeirra annað heimili.

Í hnotskurn þá á ég tvö heimili (mitt og ODDI), fullt af frábærum samnemendum sem eru aðalhvatning mín í dag að undanskildum einstökum ektamaka sem stendur með mér í gegnum súrt og sætt (ef ég man þetta rétt)hehe 

Lífið er frumskógur, þar er fullt af plöntum sem eru fallegar, forvitnilegar og spennandi ( verst hvað ég hef lítinn tíma) 

 


Nú er nóg komið

Ég hef bara ekki haft neinn aukatíma fyrir BLOGGIÐ! Allt á fullu í skólanum nema hvað?????

Dóttir mín, frumburðurinn komin heim eftir ársdvöl eða svo í útlöndum og og og og..........

En svo að ég snúi mér að öðru. Lífið er stórkostlegt, snjórinn litar allt hvítt og birtan breiðist yfir land og lýð. Nú er ég svolítið upptekin af íslenskunni enda að læra fyrir próf í hugfræði og talsverð umfjöllum um lesblindu og erfiðleika samfara henni nánar tiltekið í stafsetningu. Ekki vissi ég að þeir sem væru lesblindir væru yfirleitt líka mjög slakir í stafsetningu.

Skólinn í vetur hefur verið skemmtilegur svona félagslega séð þrátt fyrir að ég hafi ekki enn farið í vísindaferð með krökkunum ;) Eina uppgötvun hef ég þó gert um sjálfa mig. Ég og próf í tölvuveri fer ekki saman. Greindartalan hríðlækkar og almennt stress tekur yfir á margföldum hraða. Þetta er ekki beint skemmtilegt og kostar mig að sjálfsögðu í einkunnum. 

Ég hef unnið talsvert á tölvur og jafnvel kennt öðrum en allt ekmur fyrir ekki. Ég bara lokast. Úff úff úff.

Það þýðir auðvitað ekkert að setja þetta fyrir sig ég verð bara að standa mig betur alls staðar annars staðar en í tölvuverinu. Svo var ég nú að lesa það einhvers staðar að það sem að skelfir þig svona það þarftu að æfa oftar svo að ef til vill ætti ég að leggja það til að það væri boðið upp á  fleiri próf í tölvuverinu :) muhahahahahahahahaha

En nú er pásan búin og mér ekki til setunnar boðið nema að ég sé að lesa glósur á sama tíma! 


Ætli margir hafi hugsað eins og ég?

Ég reyndi allt til að ná í miða strax upp úr hádegi en fékk au skilaboð á midi.is að engir miðar væru til sölu. Ég gafst á endanum upp en þótti samt skrítið að allir miðar væru búnir rétt upp úr hádegi. Dagurinn leið og ég sendi dóttur minni og samáhugamanni fyrir tónleikunum sms að ég hafi því miður ekki náð í neina miða buhunhhu.

Svo leið dagurinn og komið að kveldi þegar mín ákvað að prófa einu sinni enn bara svona að gamni mínu og viti menn þá gekk þetta bara smurt og við mæðgurnar getum staðið saman og rifjað upp skemmtilegheitin frá því í sumar og haust.

Ef til vill voru fleiri eins og ég bara héldu að allir miðar  væru búnir þegar álagið á tölvukerfinu var bara svona mikið ;) 


mbl.is Miðar á Rock Star tónleika seljast hratt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta kallar maður að fara hringinn ;)

Hvernig mun viðra næstu daga? Jú vindar munu blása úr öllum áttum nema austan,byrjar með suvestan og vestan átt, fer síðan yfir í sunnan, þaðan yfir í norðan og svo aftur í suðvestan. Hvað varð um austan vindinn????  það mun bæði verða heitt og kalt. Þetta minnir mig á kallinn sem leit að jafnaði til veðurs hvern morgun, athugaði vindáttina á spottanum sínum og sagði ..........

"Tja ef hann verðu ekki þurr í dag þá rignir hann!" 


mbl.is Veðurstofan varar enn við óveðri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já það er gott að búa á Íslandi

En mörg okkar komast ekki að því nema með því að fara til annarra landa þar sem munur á lífsgæðum eða einstaklingsfrelsi er mikill. Yndislegt að heyra af ferð Sigurrósar til Svasílands. Sjálfsagt er nú ekki mikið um slíkar uppákomur þar.

Líf meðlima Sigurrósar verður væntanlega ríkara eftir en áður :) 


mbl.is Sigur Rós heimsótti Svasíland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þettta skrifa ég sérstaklega til unga fólksins.

Hagsmunanefnd stúdentaráðs boðaði fulltra nemenda til fundar síðastliðinn fimmtudag. Þarna voru samankomnir deildar-, deildarráðs- og skorarfulltrúar nemenda HÍ. ég mætti að sjálfsögðu sem skorarfulltrúi sálfræðinema á 2. ári.

Þetta  var hinn fróðlegasti fundur og sjálfsagt mjög gagnlegur að minnsta kosti fyrir þá fulltrúa sem sitja í fyrsta sinn. Ég dáðist af ungu fólkinu sem situr í hagsmunanefnd stúdenta. Ég ætla ekki að láta fram hjá mér fara og kæmi mér margt meira á óvart en að þau eigi eftir að skipa áberandi sess í samfélaginu í framtíðinni til dæmis í stjórnmálum ;)

Það er mikil vinna að vera í háskólanámi en að láta frá sér fara tækifæri til þess að sitja í hinum ýmsu nefndum sem hægt er að bjóða sig fram í veldur mér ákveðinni undrun. Auðvitað er þetta auka álag en reynslan er ómetanleg og ekki síður sú kynning sem einstaklingurinn fær á meðal þeirra hinna sem með honum starfa. Oft eru það einstaklingar sem láta að sér kveða þegar fram líða stundir. Málefnin eru áhugaverð og betur sjá augu en auga. Stórir fundir af þessu tagi eru því verulega til bóta.

Ég vil með þessum skrifum mínum hvetja ungt fólk til þess að bjóða sig fram í nefndarstörf þeirra framhaldsskóla sem þeir stunda nám við, sérstaklega á háskólastigi en einnig á menntaskólastigi. Allt of fáir kandídatar buðu sig fram í sálfræðiskor í vor. Þegar ég sá að nokkur skörð þyrfti að fylla þá bauð ég krafta mína fram en sannarlega tilbúin til að víkja fyrir ungu fólki ;) Svo varð þó ekki raunin og mun ég því með glöðu geði eða gleði í hjarta sem hljómar miklu betur,  gegna embættinu í eitt ár.

 

 

 

 


Þar fór það!

Ég sem ætlaði að storma inn í eldhús og snara fram indælis karrýrétt með MIKLU Túrmerik og lifa svo happy ever after.

 


mbl.is Túrmerik-þykkni kann að vinna gegn liðagigt og beinþynningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband