6.1.2007 | 09:09
Fólk úr fortíðinni poppar upp ofl skemmtilegt
Það hafa orðið fagnaðarfundir hjá mér og ættingjum, vinum og kunningjum sem ég hef ekki séð í mislangan tíma. Á fimmtudaginn fór ég með dóttur minni í Fjölbrautaskólann í Ármúla (skólinn minn, þaðan útskrifaðist ég sem stúdent árið 2005)
Alltaf svo skondið augnablik þegar maður hittir einhvern sem maður hefur ekki hitt í einhver ár og veit að maður á að þekkja en .....
Þetta gerðist einmitt á leiðinni að skólanum. Tvær konur horðfust í augu, hik kom á báðar og ganga stöðvaðist, Pálína hljómaði í eyrum mér en ég þurfti aðeins lengri tíma. Ég þekki þig, ég á að vita hver þú ert ........ Stella!!!!!
Einhvern veginn svona var þetta. Stella Skaftadóttir er skyld mér í gegnum móðurlegginn og höfum við ekki hist í mörg mörg ár. Bara fyndið að við skyldum þekkja hvor aðra. Hún býr í Vestmannaeyjum. Þetta voru fagnaðarfundir. Hlín dóttir hennar er einu ári eldri en dóttir mín og hefur hún stundað ná við FÁ.
Svo var farið inn í skólann og þá rakst ég á nemanda sem sat í einhverjum áfanga með mér og svo auðvitað kennara sem gaman var að hitta á ný. á leiðinni út úr skólanum rakst ég síðan á kunningjakonu sem ég hef ekki séð til margra ára. Þetta finnst mér alltaf svo skemmtilegt :)
Í gær lögðum við aftur leið okkar upp í skóla til að fá breytingar á stundatöflu. Þá hitti ég Margréti sögukennara en hún var í miklu uppáhaldi hjá mér, lifandi og afburðahress kennari. Ég tóka trúarbragðasögu hjá henni og er það mér mjög minnistæður kúrs.
Hvað var nú fleira skemmitlegt?
Já einmitt, við mæðgur fórum síðan út í Norræna hús til þess að ég gæti kynnt mér og keypt bókina góðu sem ég var að blogga hér um um daginn. Leitin að tilgangi lífsins. Höfundurinn var í búðum nazista og lifði það af án þess að tapa skynseminni.
Ég stefni á að hefja lestur þessarar merkilegu bókar en höfundur telur að tilgangur sé með lífi hvers einstaklings og að hver einstaklingur þurfi að finna þann tilgang sjálfur. En meira um bókina síðar.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Bækur, Dægurmál, Vinir og fjölskylda, Vísindi og fræði | Facebook
Af mbl.is
Innlent
- Við erum stödd á víðsjárverðum tímum
- Aðalmeðferð í Neskaupstaðamáli í febrúar
- Framkvæmdir við borgarlínu hefjast á morgun
- Hildur ráðin forstöðumaður
- Dagur sat sinn síðasta borgarráðsfund
- Sérfræðingar að sunnan spyrja ekki íbúana
- Óvíst hve mikið af gögnum hópurinn komst yfir
- Tilkynnt um nauðgun annan hvern dag
- Mögulega verið betra að hlusta á íbúa
- Aldrei fleiri ferðamenn til Íslands
Erlent
- Hægari vindur gæti auðveldað slökkvistarf
- Eitraði fyrir eins árs dóttur sinni
- Auglýsing eða hótun?
- Gera árás á sama tíma og heimsókn Starmers stendur yfir
- Netanjahú frestar atkvæðagreiðslu um vopnahlé
- Flaug Bezos á sporbaug
- Varaði við hættulegri fákeppni
- Lausn verði að fylgja vopnahléi
- Verðbréfaeftirlitið höfðar mál gegn Musk
- Biden vann með Trump að vopnahléinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Heimasíður
Heimasíður til fróðleiks og skemmtunar
- Lifeðlisleg sálarfræði Spennandi rannsóknir
- Mind and Life Áhugavert
- Vísindagreinar á PubMed
- Okala foundation Kanadískt stryktarfélag fyrir fátæk börn í Camroon í Afríku
Nýjustu færslurnar
- Fyrsti áfangi borgarlínu felur ekki í sér að kaupa farartæki
- Samsæriskenning dagsins - 20250116
- Á VIRKILEGA AÐ FARA ÚT Í ÞETTA FYRIRFRAM "DAUÐADÆMDA" VERKEFNI???? ?
- Engin noti harp vopnið til að búa til flóðbylgjur til að eyðileggja heilu landsvæðin og þá aðra hernaðar mikilvæga staði og staði þar sem sönn þekking er á peninga kerfinu.
- Hvernig myndu SKAGFIRÐINGAR bregðast við ef að UFO-diskar stoppuðu yfir SAFNAÐARHEIMILI Sauðárkróks; myndu þeir fyllast hræðslu eða koma saman til skrafs og ráðagerða?
Athugasemdir
Alltaf gaman að hitta skemmtilegt fólk ekki síður ef maður sér það sjaldan eða langt síðan síðast. Gaman að lesa bloggin þín, vinkona.
Kær kveðja Sigrún.
Sigrún Friðriksdóttir, 6.1.2007 kl. 12:05
Takk vinkona
Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 6.1.2007 kl. 12:42
Ég er nú bara alltaf að segja sama og Sigún. Gaman að hitta skemmtilegt fólk hvað þá ef maður hefur ekki séð það lengi. Alltaf gaman af bloggunum þínum. Og þetta með að hver einasta manneskja hafi tilgang, það er allveg rétt. Njóttu bókarinnar Pálína mín og svo hlaka ég til að heyra um hana hjá þér.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 6.1.2007 kl. 13:39
Það er svo gaman þegar gamlir vinir poppa upp. Þá rifjast upp svo margt... Þú lætur vita hvernig bókin er.
Íris, 6.1.2007 kl. 15:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.