2.1.2007 | 20:13
Þegar maður missir minnið þá missir maður ekki bara minnið....
Samkvæmt nýrri rannsókn þá missum við líka hæfileikann til þess að dreyma dagdrauma. Væntanlega hefur það áhrif á hæfni okkar til að setja okkur markmið eða réttra sagt að ná markmiðum okkar. Ýmis konar tækni sem ég hef lært til að auðvelda sér það inniheldur meðal annars það að sjá sig vera búinn að ná markmiðunum. Samkvæmt rannsókninni sem fjallað er um í fréttinni þá virðist sá möguleiku vera úti ef að minnið fer því að sömu heilasvæði séu notuð við báðar framkvæmdirnar.
Hér er nú væntanæega bara hálf sagan sögð því að vísindamenn eru búnir að komast að því að minnið virðist tengjast mörgum svæðum í heilanum. Spurningin er því hvaða minnissvæði er einnig tengt dagdraumahæfninni?
Framtíðarhugsanir byggðar á minningum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Vísindi og fræði | Facebook
Tenglar
Heimasíður
Heimasíður til fróðleiks og skemmtunar
- Lifeðlisleg sálarfræði Spennandi rannsóknir
- Mind and Life Áhugavert
- Vísindagreinar á PubMed
- Okala foundation Kanadískt stryktarfélag fyrir fátæk börn í Camroon í Afríku
Athugasemdir
ha minnið hvað er það?
Ólafur fannberg, 2.1.2007 kl. 21:01
Gaman af þessu. Gott að átta sig á því að dagdraumar eru nauðsynlegir. Já okkur eldri líka. Leiðinlegt þetta með minnið. Eitt er víst að það er eins og fólk með minnissjúkdóma eigi ekki eins gott með að gleðjast og áður en á sjúkdómnum bar.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 2.1.2007 kl. 23:16
Það er alveg ótrúlega magnað að lesa rannóknir og greinar um minnið og heilann.
Líka ótrúlegt að hugsa til þess, eins og tæknin er í dag og framfarir miklar, hvað við vitum lítið um þetta líffæri. Notum bara brot af því - pælið ef við næðum að nýta stærri hluta heilans - hvað gætum við þá???
B
Birgitta, 3.1.2007 kl. 10:16
Athyglisverður punktur hjá þér Jórunn með gleðina. Já og ég tek sko undir þetta með tæknina í dag. Alltaf eitthvað nýtt að koma í ljós.
Er ég að gelyma einhverju;)
Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 3.1.2007 kl. 20:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.