22.12.2006 | 10:30
Pabbi og bróðir hans lifðu Spænsku veikina af
Þegar ég las fréttina um hina skæðu Spænsku veiki þá rifjaðist upp fyrir mér það sem mamma hafði sagt mér. Pabbi var fæddur 1918 og Dóri bróðir hans var yngri. Þeir fengu báðir spænsku veikina og var vart hugað líf, pabbi þá árs gamall og Dóri bara kornabarn. Þetta er fermingarmynd af pabba og er hann klæddur í fyrstu fötin sem hann vann sjálfur fyrir :)
Hugur minn leitar til þess hve dýrmætt hvert mannslíf er. Það að pabbi lifði af varð síðar til þess að ég og fjögur systkini mín urðum til og síðan öll börnin okkar 14 o. s.frv. Í hverjum einstakling býr neisti, einstök hugsun og óendanlegir möguleikar.
Það er því mikilvægt að minna hvern og einn á hve miklu máli hver einstaklingur skiptir og að engir tveir hugsa alveg eins! áþessum tímamótum leitar hugur minn til fortíðarinnar með þakklæti til allra þeirra sem lögðu hönd á plóginn svo að mitt líf gæti orðið til. ég fyllist þakklæti til allra þeirra sem að gætt hafa líf mitt ljósi, hlýju í hjarta og fengið fram bros eða hlátrasköll frá mér.
ég þakk alíka fyrir alla þá sem snert hafa við annars konar tilfinningum hjá mér. Tilfinningum sem hafa sagt mér eitt og annað um sjálfa mig og orðið hjálp á leið minni til aukins þroska. Lífið er sannarlegar einstakt og manneskjurnar sem snerta líf hvers einstakastar :)
Gleðileg Jól vinir og vandamenn
![]() |
Annar inflúensufaraldur á borð við spænsku veikina gæti dregið 81 milljón manna til dauða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 10:32 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Heimasíður
Heimasíður til fróðleiks og skemmtunar
- Lifeðlisleg sálarfræði Spennandi rannsóknir
- Mind and Life Áhugavert
- Vísindagreinar á PubMed
- Okala foundation Kanadískt stryktarfélag fyrir fátæk börn í Camroon í Afríku
Athugasemdir
vonandi sleppum við við svona faraldur ..
Ólafur fannberg, 22.12.2006 kl. 11:27
Jórunn Sigurbergsdóttir , 22.12.2006 kl. 17:52
Og ég þakka þér fyrir fallegt blogg sem fékk mig til að staldra við og hugsa. Stressið í kringum okkur er orðið svo gífurlegt að það mikilvægasta í lífinu vill gleymast, þs. fólkið. Góð hugleiðinleg hjá þér. Gleðileg jól , hafðu það yndislegt á jólunum. Kær kveðja Ester
Ester Júlía, 23.12.2006 kl. 23:43
Gleðileg jól og takk fyrir þessa hugvekju.
Birgitta, 24.12.2006 kl. 14:00
Bestu jólakveðjur til þín.
Sigrún Sæmundsdóttir, 24.12.2006 kl. 16:13
Takk fyrir kveðjurnar ykkar
Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 28.12.2006 kl. 16:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.