Leita í fréttum mbl.is

Kannski ég verði bara ekki veik þessi jólin ;)

Þannig hefur það hins vegar verið undanfarin einhver ár að á um það bil jóladag hef ég fyllst af einhverjum kverkaskít. ég var farin að halda að ég hefði bara ofnæmi fyrir jólatrénu eða .... en þegar ég vaknaði í gærmorgun fann ég að eitthvað var í uppsiglinug í hálsinum á mér og jabb jólapestin komin og í fyrra fallinu. 

Ég er nú ekkert rosalega fúl ...bara smá. Það hefði verið hræðilegt að vera hundveik á aðfangadag ( þar sem ég tel mig þokkalega ómissandi í eldamennskunni ;)) eða í síðasta prófinu, þurfa að ýta þ´vi á undan sér alveg fram í ágúst. Nei ég skreið bara undir sæng eftir eitt koníaksglas og vaknaði mun hressari í morgun :)

Þetta minnti mig hins vegar á undanfarin ár og setninguna sem tengdamamma sagði við mig hér fyrir um það bil viku síðan þegar við vorum að ræða um það að við hjónin myndum borða með þeim á jóladag og mæta í allsherjar jólaboðið á annan í jólum. " Verður þú þá ekki veik þessi jól" Ég svaraði sperrt og góð með mig að nú ætlaði ég ekki að slaka neitt á, sleppa því að hvíla mig og þá yrði ég sjálfsagt ekkert veik...hum?

Mig grunar nefnilega að veikindi mín undan farin ár hafi verið vegna allt of mikillar vinnun í desember og þrátt fyrir að nú sé ég ekki að vinna þá er jú heilmikil vinna að vera í háskólanámi. En allt kom fyrir ekki. Hugsunin sem ég gæli við þessa stundina er sú að ég verði bara búin með pestina þegar jólin koma Whistling

Það er ekki skynsamlegt eða lýsir mikilli umhyggju fyrir náunganum að mæta veikur í jólaboð lalalalalaaaaaa

Þannig að kæru vinir og aðrir vegfarendur, snarið nú fram úr ermum ykkar töfradrykkjum og annarri hollustu sem drepur sem fyrst slíkar umgangspestir sem andþrengsli, hálsbólga, eyrnaverkur, hósti og kvef er.

En út með vælið og inn með jólagleðina. Nú stefni ég niður á næstu hæð, leyfi jólalögunum að peppa mig upp og held áfram að koma jólunum í húsið...... þetta er nú allt á réttri leið, kalkúnninn var keyptur í rokinu í gær og bíður þess að verða stöffaður og stungið í ofninn :) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband