20.12.2006 | 16:17
Jeyjjj prófin búin og jólin að koma
Það er líklegast kominn tími á mig að skrifa nokkrar línur. ég var sem sagt í síðasta prófinu í morgun og nú er bara að undirbúa jólin. Ég ætti nú að fara létt með það alla vegna ef ég eyði jafnmörgum klukkutímum á sólarhring í þann undirbúning eins og í undirbúninginn fyrir prófin.
Í dag er nú enginn æsingur í mér en það er eins gott að enginn sé að þvælast fyrir mér í fyrramálið hohohohó. Nú et ég líka lesið fréttirnar og bloggin og og og ....
Já það er ekkert smá svigrúm sem skapast þegar síðasta prófið er afstaðið. Bara endalaus tími. Það er eins gott að ég er búin að slíta barnsskónum því annars myndi óþolinmæðin eftir jólunum alveg ná tökum á mér. En ég hef nú þroskast ögn og gæti alveg frestað þeim svona um 5 daga eða svo :)
Strákarnir eru greinilega orðnir spenntir eða óþreyjufullir eða hvað var þetta annars kallað? Tja ég held að þeir hlakki bara aðeins of mikið til jólanna. Þegar ég hugsa um jólin þá kemur friður, gleði og kærleikur upp í huga mér. Ég held að þeim þáttum sé samt mjög misskipt á meðal manna eins og svo margt annað. En sannarlega óksa ég öllum þess að upplifa eitthvað af þeim þáttum.
Af mbl.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Heimasíður
Heimasíður til fróðleiks og skemmtunar
- Lifeðlisleg sálarfræði Spennandi rannsóknir
- Mind and Life Áhugavert
- Vísindagreinar á PubMed
- Okala foundation Kanadískt stryktarfélag fyrir fátæk börn í Camroon í Afríku
Nýjustu færslurnar
- Hver ER; LJÓSBERI jarðarbúana þegar að það kemur að heimsóknum gesta frá öðrum stjörnukerfum?
- Hægt með krónunni?
- Er Kína í stríði við Evrópu??
- Karlmannatíska : RALPH LAUREN Polo Holiday 2024
- Hérna eru gamlar TÆKNITEIKNINGNAR af HINU NÝJA GOSI sem að er nú NÝ HAFIÐ: 20.NÓVEMBER 2024 en beðið er eftir NÝJUSTU TÆKNITEIKNINGUNUM:
Athugasemdir
Gaman að sjá þig aftur hér eftir allan þennan tíma Pálína mín. Til haningju að vera búin með prófin og njóttu jólaundirbúningsins vel. Vonandi þreytir hann þig ekki. Gleðileg jóla óska ég þér og þínum. Kveðjur Jórunn
Jórunn Sigurbergsdóttir , 20.12.2006 kl. 16:21
Takk Jórunn mín og sömuleiðis. Nú fer ég að kíkja hér inn daglega og heimsækja ykkur bloggvinina. Á morgun verð ég í jólasta jóla skapinu mínu það verður gaman að heyra í mér hljóðið þegar líður að kvöldi dags hehe
Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 20.12.2006 kl. 19:37
Það er gaman að heyra í þér hljóðið núna. Ef maður getur sagt það. Þú hljómar svo hress og kát.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 20.12.2006 kl. 20:42
Gaman að sjá eitthvað frá þér. Til hamingju með próflok - í bili.
Birna M, 21.12.2006 kl. 00:21
Gleðileg jól og gaman að sjá þig hér á ný
Ólafur fannberg, 21.12.2006 kl. 08:25
Til lukku með að vera búin með prófin. Gaman að sjá blogg frá þér aftur.
Sigrún Sæmundsdóttir, 21.12.2006 kl. 14:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.