Leita í fréttum mbl.is

Ég hef nú alltaf verið mikið gefin fyrir miklar annir en......

Fyrr má nú rota en dauðrota! Sennilega hef ég nú einhvern tímann áður haft svona mikið að gera, ég er bara búin að gleyma því ;)

Ég sé nú svo sem ekki fyrir endann á þessu fyrr en upp úr miðjum nóvember að ég held. Mér finnst hræðilegt að dragast aftur úr og hef því nánast lært yfir mig undanfarna daga. Það er þó bót í máli að flest af þessu er svo áhugavert að ég týni mér í því.

Það var hér um daginn að ég sat á ganginum upp í Háskólabíó að ég heyrði á tal nemenda á 1. ári í Sálfræði. Þeir voru að glíma við ýmis hugtök í tölfræði. Ég þurfti nú bara að sitja á mér að fara ekki yfir til þeirra og leysa úr pælingum þeirra :) Í staðinn reyndi ég allt hvað ég gat til að einbeita mér að hugfræðinni enda afar spennandi efni um hreina tóna, tónkvíslar og heyrnina.

Hugurinn leitaði til fyrsta ársins míns og þeirra stunda sem ég og samnemendur mínir vorum í sömu sporum og nýnemar nú og að sjálfsögðu með eldri nema í umhverfinu sem sjálfsagt hafa hugsað eitthvað líkt og ég nú.

Það er svo sem ekkert nýtt undir sólinni. Allt endur tekur sig aftur og aftur bara nýir maurar komnir í hlutverkin. Mér var hlátur í huga yfir þessari uppákomu.

Í dag hef ég nú bara lifað þokkalega venjulegu lífi að undanskildu því að ég var að vinna upp smá lestur í félagslegu sálfræðinni en annars bara að sjæna svolítið til hjá mér og rifja upp hvernig það er að vera húsmóðir. Þetta á ég nú að þakka góðri samvinnu samnemanda í tölfræði enokkur gekk nokkuð vel að leysa skilaverkefni þessarar helgar og græddi ég því heilan dag á því!

Ég settist meira að segja í gærkvöldi yfir fréttirnar en það hef ég nú ekki leyft mér í nokkra daga og er því bara eins og hver önnur geimvera þegar fólk talar um daginn og veginn. Það var nú svolítið fyndið að ætla að slaka á fyrir framan kassann þegar Gísli Marteinn geislaði af adrenalíni eða þannig. Það er nú bara nokkuð langt síðan ég hef heyrt svona heitar umræður eins og þessar um hlerunarmálin. ég sem ætlaði að slaka á fyrir framan sjónvarpið ;)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 71768

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband