Leita í fréttum mbl.is

Blessuð sé minning hans

Dóri bróðir hans pabba hefur nú kvatt þetta líf og fylgdum við honum í dag. Blessuð sé minning hans. Þá eru ömmur og afar, mamma og pabbi og öll systkini þeirra farin. Það er skrítið til þess að hugsa að við syskinin séum nú orðin elsta kynslóðin.

Svona er gangur lífsins. Klukkan tifar og hvert ár, hver mánuður, hver vika, já hver dagur  getur skipt sköpum. Það er samt svo einkennilegt að sú hugsun er líklegust til þess að koma upp þegar alvarleg slys ber að höndum eða við jarðafarir.

Á þeim stundum förum við að hugsa um það hvað lífið er dýrmætt og hve lítið við gerum að því að hittast. Ég man eftir því undanfarnar 4 - 6 jarðafarir að eitthvert frændsystkina minna hafi haft orð á því að nú ættum við að koma saman við annars konar tækifæri.

Svo líða dagar, vikur og jafnvel ár eða þar til boðað er til næstu jarðafarar. Þetta er víst gangur lífsins. Allt gerist svo hratt og allir hafa svo mikið að gera í sínu daglega lífi. Ég er sannarleg engin undantekning frá því.

Tilgangur minn með því að setja þessar hugsanir niður á blað er aðallega til þess að minna mig á hvað ég og fleiri viljum, ef til vill mun það verða hvatning til þess að hrinda því í framkvæmd. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Ég sendi þér innilegar samúðarkveðjur og ég vona að þið frændsystkinin geri eitthvað í því að hittast.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 7.10.2006 kl. 10:27

2 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Takk fyrir það Jórunn mín. Ég vona að okkur takist það :)

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 7.10.2006 kl. 22:40

3 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Samhryggist þér innilega Pálína mín, þurfum að fara að hittast aftur yfir kaffibolla eða súpudisk. Kveðjur, Sigga

Sigríður Jósefsdóttir, 9.10.2006 kl. 10:20

4 identicon

Gaman að ná í skottið á þér elsku dúllan mín. Dísa mín var að byrja í sálfræði í haust, finnst þetta alveg hræðilega erfitt.Er að fara á fund heyri meira í þér seinn. Kveðja Rúna litla Robba

Hafrún Róbertsdóttir (IP-tala skráð) 10.10.2006 kl. 11:42

5 Smámynd: Sigrún Sæmundsdóttir

Er farin að sakna að sjá ekkert frá þér. Fór í dag að hugsa um það er ég sá á heimasíðu Magna þar sem hann skrifar um des.

Sigrún Sæmundsdóttir, 11.10.2006 kl. 23:15

6 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

TAkk fyrir elskurnar mínar það hægist aðeins um hjá mér eftir helgina. Rúna mín ekkert smá frábært að heyra frá þér . Ég þarf að hafa augun opin þegar ég er í fyrirlestrum í Háskólabíó Dísa þín er væntanlega mikið þar ;)

Sendi inn almennilega færslu eftir helgi.

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 12.10.2006 kl. 09:14

7 Smámynd: Sigrún Sæmundsdóttir

Veit Pálína mín að þú sérð þetta á næstunni svo að ég bara varð að setja inn hér link, ég er svo gáttuð á þessu en kemur manni kanski ekki svo mjög á óvart.

http://www.tmz.com/2006/10/11/more-problems-for-rockstar-supernova

Sigrún Sæmundsdóttir, 12.10.2006 kl. 21:46

8 Smámynd: Birna M

Samúðarkveðjur Pálína mín.

Birna M, 13.10.2006 kl. 15:40

9 Smámynd: Ólafur fannberg

samhryggist

Ólafur fannberg, 14.10.2006 kl. 02:29

10 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Kærar þakkir fyrir kveðjurnar bloggvinir og Sigrún mín ég er nú eiginlega ekkert hissa á þessu. Ég var meira hissa á því að það stæði til að hafa allan þennan hóp með.

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 14.10.2006 kl. 21:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband