6.10.2006 | 09:45
Persónuleikinn
Enginn afgangstími til að blogga þessa dagana. Ég hef ekki einu sinni gefið mér tíma til að kíkja hér inn í þetta annars ágæta samfélag. Mér varð hugsað til bloggsamfélagsins í fyrirlestratíma í félagslegri sálfræði í gær.
Fyrirlesturinn fjallaði meðal annars um það hvernig og hvar við staðsetjum okkur í hópum. Hvar okkar hópur er staðsettur í samfélaginu í heild t.d. viðurkenndur, vinsæll eða minna áberandi hópur og hvernig við sem einstaklingar finnum okkar innan þess hóps sem við tilheyrum.
Það var gaman að rifja sumarið og haustið upp en það ser sá tími sem ég hef verið virkust í blogginu enda hafði ég meiri tíma þá en nú. Ég sakna nú samt samfélagsins og kíki af og til inn á þær síður sem ég las daglega eða jafnvel tvisvar á dag ;)
Núna eru aðalhóparnir mínir fjölskyldan, skólinn og vinnan og lítill tími aflögu fyrir eitthvað umfram það. Skólasamfélagið er áhugavert og þar er fullt af einstaklingum sem er sérlega gaman að eiga samskipti við. Ég held nú að sálfræðinemar séu ekkert öðruvísi en annað fólk og tel líklegt að nemar í öðrum skorum séu að upplifa þetta spennandi samfélag eins og ég. Það er nú samt þannig að umræður verða meira lifandi og áhugaverðari eftir því sem þú ert meira innviklaður inn í þær.
Í gær var ég að ljúka við að skrifa ritgerð um persónuleikabreytingar vegna höfðumeiðsla og þá sérstaklega vegna meiðsla á framheila. Mér varð hugsað til allra þeirra slysa sem hafa orðið í umferðinni í ár. Greinarnar sem ég las fjölluðu sérstaklega um hatvísa árásarhneigð eða minnkandi getu til þess að stjórna tilfinningum sínum. Nú er ekki hægt að tala um að skaði á framheila orsaki hvatvísa árásarhneigð en í þeim rannsóknum sem ég las á pubmed.com fundust tengsl á milli þessara þátta.
Ég velti fyrir mér í framhaldi af því möguleikanum á því að byggja heilabörkinn upp þar sem einnig hefur komið í ljós að heilabörkurinn heldur áfram að breytast langt fram eftir aldri og fer það eftir því hvaða hegðun þú endurtekur oftast. Rannsóknir hafa til dæmis verið gerðar á breytingum á heilaberki hjá fólki sem hugleiddi (einbeitti sér að öndun sinni) í rúmlega 30 mínútur á dag fimm daga vikunnar. Mér finnst þetta mjög áhugavert og ætla mér að skoða þetta betur, fylgjast með nýjum rannsóknum á þessu sviði. Annars er mikið af áhugaverðum greinum í fullri lengd á pubmed og hvet ég áhugasama til að notfæra sér það.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Leiðin að markmiðinu, Vinir og fjölskylda, Vísindi og fræði, Dægurmál | Facebook
Af mbl.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Heimasíður
Heimasíður til fróðleiks og skemmtunar
- Lifeðlisleg sálarfræði Spennandi rannsóknir
- Mind and Life Áhugavert
- Vísindagreinar á PubMed
- Okala foundation Kanadískt stryktarfélag fyrir fátæk börn í Camroon í Afríku
Athugasemdir
Það væri gaman að heyra meir um þetta hjá þér og líka um ýmsa persónuleika. Bestu kveðjur Jórunn
Jórunn Sigurbergsdóttir , 6.10.2006 kl. 12:25
Gleður mig að heyra það Jórunn
Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 6.10.2006 kl. 17:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.