11.1.2008 | 22:00
Lífið er svo spennandi ....
Allt að gerast !
Það eina sem ég vildi breyta er að geta aðeins hægt á hraða tímans. Fjölskyldan og námið hefur átt allan mig hug síðustu mánuðina. Ekki er ég hissa þó að einhver hafi haldið að ég hafi bara sprungið á limminu en nei aldeilis ekki.
Þannig hefur það nú verið undanfarin 7-9 ár að ég hef alltaf fengið kvef og hálsbólgu um jól eða áramót og er það bara orðinn hálfgerður brandari. Ég var farin að halda að ég hefði ofnæmi fyrir grenitrjám eða einhverju öðru sem fylgdi jólahaldinu.
Nú var ég hins vegar heilsuhraust og hef haft hátt um það hvar sem ég hef komið ;)
Búin að komast fyrir vandan og verð líkelga ekki veik aftur á þessum árstíma. En ég var aðeins of góð með mig og hrósaði happi full senmma því að nú ligg ég í kvefinu og hálsbólgunni sem hefur ekki sleppt því að líta við hjá mér um hver áramót!
Ekki að ég hafi nú saknað þeirra og var best að segja drullufegin að vera nú loks laus. En fátt er svo með öllu illt og um að gera að vera bjartsýn. Ég þarf að mæta í eitt próf seinni partinn í janúar og því eins gott að kvefið kom núna en ekki þá eða þannig.
Annars gekk mér vel í prófunum nema helst í sögu sálfræðinnar en sá kúrs er bara ótrúlega skemmtilegur og erfiður að sama skapi. Ég er nú farin að sjá fyrir endann á BA náminu og skil bara ekki hvað þetta leið hratt. BA ritgerðin er stóra verkefni vorannar og svo væntanlega réttarsálfræði svona til að hitta skólafélagana ;)
Ég hitti tvo unga sálfræðinga í Kvíðameðferðarstöðinni sem mér leist mjög vel á. Önnur þeirra Sóley Dröfn Davíðsdóttir útskrifaðist hér á Íslandi 2001 og hin Sigurbjörg Lúðvíksdóttir útskrifaðist í Bergen 2003. Þær reka Kvíðameðferðarstöðina í Lágmúla ásamt tveimur öðrum.
Það var afskaplega gott að koma til þeirra og spjalla við þær um starfið. Eins og nafn stöðvarinnar gefur til kynna þá eru þær að einbeita sér að kvíðaröskunum en til þeirra teljast m.a. allar tegundir af fælni, felmturröskun eða panic og almenn kvíðaröskun. Félagsfælni er eitt af því sem þær hafa sérhæft sig í. Ég hvet alla þá sem vilja, þurfa eða þekkja einhvern sem þarf á aðstoð að halda að kíkja á heimasíðuna þeirra kms.is eða hafa samband við þær í síma 822-0043
Miðvikudaginn 16. janúar munu þær ásamt Þresti Björgvinssyni doktor í sálfræði, en hann hefur sérhæft sig í áráttu og þrjáhyggjuröskun vera með kynningu í Odda stofu 101 klukkan 12:10.
Annars er bara allt hið besta að frétta af mér og mínum fyrir utan nefrennsli, hæsi og hósta.
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt 12.1.2008 kl. 16:07 | Facebook
Tenglar
Heimasíður
Heimasíður til fróðleiks og skemmtunar
- Lifeðlisleg sálarfræði Spennandi rannsóknir
- Mind and Life Áhugavert
- Vísindagreinar á PubMed
- Okala foundation Kanadískt stryktarfélag fyrir fátæk börn í Camroon í Afríku
Athugasemdir
Bestu nýjárs og hestaheilsu óskir til þín frá mér hér í útlöndum, ætla á kíkja á þessa síðu, á eina 15 ára með þetta.
Knús og klem
Sigrún Friðriksdóttir, 12.1.2008 kl. 00:46
Gaman að heyra frá þér Sigrún og takk fyrir góðar kveðjur. Doktor.is og persona.is er líka góðar síður og í góðu samræmi við þá kennslubók sem ég var að læra síðastliðið haust.
Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 12.1.2008 kl. 11:18
Gleðilegt nýtt ár og gaman að sjá þig hér.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 12.1.2008 kl. 11:40
Takk fyrir Jórunn og sömuleiðis
Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 12.1.2008 kl. 14:29
Gott að heyra að þú ert ekki alveg heillum horfin. Gleðilegt nýtt ár annars, og kamillute með hunangi reynist mér ágætlega við kvefpestinni. Kveðjur til þín, Sigga
Sigríður Jósefsdóttir, 15.1.2008 kl. 20:48
En gaman að heyra frá þér Sigga og sömuleiðis Gleðilegt ár ég prófa hunangið og kamillute það hefði mér nú ekki dottið í hug en hef verið að reyna við engiferrótina ;)
Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 16.1.2008 kl. 16:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.