29.9.2006 | 21:34
Ég leyfi mér að gera athugasemd við þessa frétt.
Þegar ég les niðurstöður eða réttara sagt smábrot af einhverri rannsókn sem innihledur upplýsingar eins og þessi gerir þá verð ég áhyggjufull. Það er mikilvægt að setja inn heimild eða link á þann sem er að birta niðurstöðurnar.
Fyrst er sagt að það auki á hættu ef að konan þyngist en síðar í fréttinni er talað um í fyrstu meðgöngu. Hvað er eiginlega átt við? Er átt við að ef að konur þyngjast í fyrstu meðgöngu meira en eðlilegt telst að þá aukist hætta á þeim vandamálum sem talin eru upp og vísa ég þá í fréttina.
þegar verið er að fjalla um kannanir á áhættuþáttum sem tengjast heilsu fólks þá er mikilvægt að allt Að sem máli skiptir komi fram eða þá að lesandi eigi færi á að komast í frekari upplýsingar.
Ég er sannarlega fylgjandi því að konur þyngist ekki of mikið á meðgöngu en ég hef áhyggjur þegar fréttir eru óskýrar og gætu ef til vill lætt óþarfa áhyggjum að í huga ófrískra kvenna.
Hvað með konur sem þyngjast eðlilega í fyrstu meðgöngu en þyngjast of mikið í annarri meðgöngu?
Meiri hætta á meðgönguvandamálum kvenna sem hafa bætt á sig við fyrri meðgöngu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Vísindi og fræði, Lífstíll | Facebook
Tenglar
Heimasíður
Heimasíður til fróðleiks og skemmtunar
- Lifeðlisleg sálarfræði Spennandi rannsóknir
- Mind and Life Áhugavert
- Vísindagreinar á PubMed
- Okala foundation Kanadískt stryktarfélag fyrir fátæk börn í Camroon í Afríku
Athugasemdir
Þegar svona illa er eftir haft er lítið á að græða. Mér finnst að íslenskir blaðamenn ættu að sleppa því að fjalla um rannsóknir ef þeir geta ekki haft rétt eftir, og ef þeir geta ekki drullast til að segja ekki einungis frá "pop-science" og "nýjasta nýtt" (sem er kannski hrakið eftir nokkurn tíma!) þá ættu þeir kannski að sleppa því að fjalla um rannsóknir almennt.
Það sem almenningur þarf að vita er nefninlega ekki það sem er nýjasta nýtt, endilega, heldur það sem er viðurkennt (hamra á því dálítið) og því sem misskilnings gætir um í samfélaginu - t.d. að rottur séu ofsa gáfuð dýr, eða að spínat innihaldi mikið járn.
Guðmundur D. Haraldsson (IP-tala skráð) 30.9.2006 kl. 01:42
Eins og venjulega er blaðamönnum kennt um allt sem miður fer. Frétt er í eðli sínu það sem er nýjasta nýtt. Annars er það varla frétt eða hvað? Ég er sammála að það verður að þýða rétt, en er það nú samt ekki oftar gert en ekki, er það ekki? Mér finnst merkilegt hvað fólk er upptekið af mistökum blaðamanna, hvað með það sem er vel gert? Þið eruð væntanlega óskeikul í ykkar störfum, það hlýtur bara að vera af því þið gerið kröfu til þess af blaðamönnum.
Hr. Jákvæður (IP-tala skráð) 30.9.2006 kl. 17:21
Hr. Jákvæður:
Nei, ég er ekki óskeikull, en ég reyni eins og ég mögulega get að forðast kerfisbundin mistök, en einmitt þau mistök sýnist mér vera gerð með þessar vísindagreinar. Það koma vissulega greinar annað slagið sem eru fínar og það mega blaðamennirnir eiga.
Ég sé ekki alveg hvað þetta með mín störf og blaðamennina hefur með málið að gera... það meikar einhvernveginn ekki sens. Þarf ég að vera góður rithöfundur til að mega gagnrýna augljós léleg vinnubrögð arkitekta? Þarf ég að vera góður leikari til að gagnrýna mistök lækna og koma með úrbætur? Þarf ég að vera góður námsmaður til að gagnrýna störf iðnaðarmanna? Þetta meikar ekki sens.
Svo er það hitt sem maður heyrir oft, en þú nefnir ekki en best að koma með það samt...; það að maður sjálfur verði að geta gert betur en sá sem maður er að gagnrýna - er frekar bjánalegt oftast nær. Tökum dæmi: Verð ég að vera rosalega fær skurðlæknir til að gagnrýna slæleg vinnubrögð lækna? Þarf ég að vera rosalega góður blaðamaður til að mega gagnrýna vinnubrögð annarra blaðamanna? Verð ég að vera góður forritari til að mega gagnrýna léleg forrit? Eins og þú vonandi sérð þá verða þessi rök að rugli ansi fljótt. Maður þyrfti að vera sérhæfður, eða því sem næst, í öllu til að mega gagnrýna.
Gagnrýni ein og sér á oftast nær fyllilega rétt á sér, óháð því hvað sá sem leggur þau fram gerir eða er, hvaða skoðanir hann hefur og svo frv.
Guðmundur D. Haraldsson (IP-tala skráð) 1.10.2006 kl. 14:13
Takk fyrir kommentin ykkar. Ekki veit ég hvort herra Jákvæður er blaðamaður en ef svo er þá finnst mér einkennilegt að athugasemd eins og þessi skuli ekki frekar hljóta lof en last. Er ekki líka mikilvægt að fréttir skila árangri? Er ef til vill mikilvægast að birta þær? Ekki ætlast ég til þess að blaðamenn séu sérfræðingar í tölfræði, en ég og fleiri hafa oft tekið eftir því að tölfræðilegar upplýsingar eru ekki rétt túlkaðar í texta, einmitt þess vegna er svo mikilægt að lesendur geti fundið upprunalegu könnunina eða rannsóknina og lesið sér betur til eins og ég hefði viljað gera í þessu tilfelli.
Guðmundur þakka þér fyrir innihaldsríkt innlegg og góðan rökstuðning. Ég er svo sammála þér í þessu.
Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 1.10.2006 kl. 17:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.