23.9.2006 | 17:53
Myndir þú vilja lifa skýrlífi ef þú gætir með því orðið 100 ára?
Nú hef ég setið hér í dag og lesið og lesið og LESIÐ hugfræði fyrir prófið í næstu viku. Það var sannarlega kominn tími til að pása stórt!!!!
Nú er ég búin að hlæja mig máttlausa að þessu.................
A psychiatrist was conducting a group therapy session with four young mothers and their small children. "You all have obsessions," he observed.
To the first mother he said, "You are obsessed with eating. You even named your daughter Candy."
He turned to the second mom. "Your obsession is money. Again, it manifests itself in your child's name, Penny."
He turned to the third mom. "Your obsession is alcohol and your child's name is Brandy."
At this point, the fourth mother got up, took her little boy by the hand and whispered, "Come on, Dick, let's go home."
En þetta minnti mig auðvitað á bresku fréttina af þeim sem voru tilbúnir til þess að sleppa kynlífi alveg ef það væri garanterað að þeir yrðu þá 100 ára! Nú mega Bretar búast við því að verða 85 ára þannig að það að fórna kynlífi ( sem annars gæti lengt líf þeirra og lífsgæði) myndi þá gefa þeim 15 árum lengra líf og það væri þá frá 85 til 100 ára.
Stóra spurningin er hins vegar hvers konar lífi lifir fólk frá 85 - 100 ára ? Er þetta þess virði?
Samkvæmt fréttinni þá vilja Bretar ekki sleppa peningum eða vináttu og fjölskyldutengslum og fá í staðinn extra 15 ár. Nú vantar mig auðvitað þessa skoðanakönnun og þær spurningar sem notaðar vour í henni.
Lifði ef til vill meiri hluti þeirra sem tóku þátt ófullnægjandi kynlífi? Þá er auðvitað engu að tapa. á hvaða aldri voru þátttakendur? Áttu þeir börn fyrir?
Já það er mörgum spurningum ósvarað til þess að hægt sé að átta sig á þessari niðurstöðu. Mig grunar hins vegar að það hafi ekki verið margir þátttakendur sem voru barnlausir og/eða stunduðu gott og fullnægjandi kynlíf.
Nei takk, ég myndi ekki vilja skýrlífi þó að það lengdi líf mitt til 100 ára. Í fyrsta lagi þá eru nokkrir ættingar mínir í báðum ættum sem hafa farið nálægt 100 ára aldri og 4 árum betur en hundrað ára. Þannig að ég á nú þokkaleg möguleika á því að ná þessum aldri án þess að fórna kynlífinu! Hitt er svo það að lífið er til þess að lifa því og njóta þess og ef kynlíf er eitt af því sem að þú nýtur, þá er það sannarlega ekki þáttur sem þú vilt fórna. Það mætti líka færa fyrir því líffræðileg rök en það léttir á spennu, því fylgir mikil brennsla, sem sagt er ágætis heimaleikfimi, stuðlar að hamingjusömu sambandi svo eitthvað sé nefnt.
Margir Bretar vilja heldur langt líf en kynlíf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Vísindi og fræði, Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:00 | Facebook
Af mbl.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 71775
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Heimasíður
Heimasíður til fróðleiks og skemmtunar
- Lifeðlisleg sálarfræði Spennandi rannsóknir
- Mind and Life Áhugavert
- Vísindagreinar á PubMed
- Okala foundation Kanadískt stryktarfélag fyrir fátæk börn í Camroon í Afríku
Nýjustu færslurnar
- Stóri misskilningurinn
- Vonbrigði þegar stjórnmálamenn komast til valda að þeir standa ekki við orð sín
- Var Gunnar Bragi blekktur?
- Orkuskortur og óraunsæi með rafbílavæðingu
- Í tilefni af þeirri BÆNAVIKU sem að nú stendur yfir hjá öllum KRISTNUM söfnuðum, að þá er rétt að minna á að OPINBERUNARBÓK NÝJA-TESTAMENTISINS fjallar um allt það sem á eftir að gerast ?
Athugasemdir
Alltaf finnur þú eitthvað áhugavert til að blogga um Pálína mín ha ha
Sigrún Sæmundsdóttir, 23.9.2006 kl. 19:14
hehe
Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 23.9.2006 kl. 19:38
Það er eitt slæmt við þennan flokk, það þorir enginn að tjá sig um hann ;)
Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 23.9.2006 kl. 19:42
Ég væri kannski til í að prufa skýrlífi í e-n tíma en varla skírlífi nema í tæpa viku (kannski).
kýrskýr (IP-tala skráð) 23.9.2006 kl. 22:05
Ja bretar eru furdulegir karakterar. Ad velja Langlifi fram yfir kynlif............. Tha er her ein spurning. Tharf madur ekki lika ad vera heill heilsu thessi vidbotar ca 15 ar? Ekki vaeri nu spennandi ad fa auka 15 ar rumliggjandi!!! ;)
Magga (IP-tala skráð) 25.9.2006 kl. 18:12
:)
Bretar virðast vera þokkalega bjartsýnir með tímabilið 85 ára til 100 ára.
Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 26.9.2006 kl. 19:01
Kynlíf er stórlega ofmetið fyrirbrigði. Frekar 15 ár í viðbót takk, ef það verða 15 góð ár.
Sigurjón, 28.9.2006 kl. 09:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.