19.9.2006 | 12:37
Fyrsta hugsun mín. Hvað ætli margir hafi látist?
Ég ók í austur eftir Miklubraut og þegar ég kom að gatnamótunum við Grensásveg þá tók ég eftir lögreglubíl á gatnamótunum og einnig því að ég kæmist ekki lengra eftir fyrirhugaðri leið minni þessa stundina.
Fyrsta hugsunin var, nú hefur orðið slys. Hvað ætli margir hafi látist. Ég ók síðan heilmikla krókaleiðir til þess að komast á áfangastað og velti þá í framhaldi fyrir mér hvað ég er orðin vanaföst. Ætli maður keyri ekki svolítið á autopilotinum þegar maður venur sig á að fara yfirleitt sömu leið á sömu áfangastaði?
Nú þurfti ég að breyta til og þekkti mig frekar lítið en þetta tókst nú allt að lokum. Það er annars að segja af Miklubrautinni að á álagstímum þá er hún ansi seinfarin. ég var ekki lítið fegin þegar ég las fréttina um slysið í Ártúnsbrekkunni. Þvílíkt lán að ekki var mikil umferð á þeim tíma sem þetta gerðist. Það hefurauðvitað orðið mikið tjón en stærsta tjónið sem verður í umferðinni er þegar það kostar mannslíf.
Samkvæmt fréttum þá verður Miklubraut frá Grensásvegi og upp fyrir Ártúnsbrekku lokuð til klukkan 13:00 á meðan verið er að hreinsa glerbrotin af götunni.
Ártúnsbrekkan lokuð eftir að vörubíll með glerfarm valt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ferðalög, Stjórnmál og samfélag, Dægurmál | Facebook
Tenglar
Heimasíður
Heimasíður til fróðleiks og skemmtunar
- Lifeðlisleg sálarfræði Spennandi rannsóknir
- Mind and Life Áhugavert
- Vísindagreinar á PubMed
- Okala foundation Kanadískt stryktarfélag fyrir fátæk börn í Camroon í Afríku
Athugasemdir
Úff já , keyrði einmitt framhjá þessu á leið í vinnuna, var á leið vestur miklubraut ( segir maður það ekki annars) og dauðbrá þegar ég sá vörubílinn á hlið á akreininni á leið austur. Hélt fyrst að um stórslys væri að ræða. Sem betur fer slasaðist enginn.
Ester Júlía, 19.9.2006 kl. 21:50
Já svona er þetta Ester. Það hafa orðið svo mörg slys að það er það er óneitanlega fyrsta hugsun manns.
Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 20.9.2006 kl. 19:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.