17.9.2006 | 20:37
Magni í Smáralind og Dilana væntanleg til landsins
Ég var í Smáralindinni í dag þegar þúsundir Íslendinga tóku á móti honum. Við mæðgurnar mættum um þrjúleytið og hittum Siggu yfir kaffibolla á Te og Kaffi. Takk fyrir samverustundina Sigga mín það var einstaklega gaman að hitta þig. Þetta er nú fyrsta reynsla mín af því að kynnast mannenskju í gegnum netið og hitta hana svo læf ;)
(Ég fékk þesssa mynd lánað af rockband.com :))
Ég er sannarlega ríkar eftir en áður. Ef til vill voru fleiri mbl.is bloggarar á svæðinu. Mér fannst hugmyndin um að bloggarar af mbl.is myndu fylkjast saman á tónleikana algjör snilldarhugmynd eftir að ég hitti Siggu. Þetta var rosa spes.
Það var engin smá stemning á svæðinu og fólk á aldrinum 2ja til sirka 80 ára. Magni og Á móti sól tóku Hendrix Fire ásamt nokkrum öðrum lögum og síðan tók Magni Dolphins Cry einn og sér. Hér er linkur á nfs beinu útsendinguna
Það var eitthvað svo spes að sjá hann með Á móti sól. Þeir hafa auðvitað ekkert verið að spila í 3 mánuði en það kom að sjálfsögðu ekki að sök. Magni sagði okkur að Dilana væri væntanleg til Íslands og er stefnt að tónleikum á Broadway 30. sept. Svo nú að bara að drífa sig ;)
Magni mætti líka í Kastljósið áðan hjá Evu Maríu og var einstaklega gaman að horfa og hlusta á það sem þar fór fram. Þar var rætt um samskipti Magna og Jasons og sagðist Magni vera með símanúmerið hans. Þeir hefðu samið nokkur lög saman og tekið upp. Hver veit ef til vill eiga þeir eftir að gera eitthvað meira saman. Það væri held ég frábært, enda er ég hrifin af Jason.
Ég óska Magna velkominn heim og allrar þeirrar velgengi sem hann er tilbúinn að taka á móti í framtíðinni. Það er svo frábært að hugsa til þess að einn Íslendingur fer og gerir eitthvað, sem að fjölmiðlar gera mér og fleirum kleift að fylgjast með og spennu og gleðistundir læðast inn í líf mitt, ég kynnist nýju fólki og og og.....
Takk Magni, Skjár einn, mbl.is, bloggarar þar, Supernova, Dave Navarro og Mark Burnett og allir hinir sem ég man ekki eftir sem gerðu þetta kleift. Broadway 30. sept. er næst á dagskrá og jibbý ekkert próf um það leyti í skólanum hjá mér. Jabb ég er búin að tékka á því!
Ég gleymdi nú alveg spaugstofunni en í henni er gert grín að Magnaæðinu hahahaha
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Tónlist, Sjónvarp, Vinir og fjölskylda, Dægurmál, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:09 | Facebook
Tenglar
Heimasíður
Heimasíður til fróðleiks og skemmtunar
- Lifeðlisleg sálarfræði Spennandi rannsóknir
- Mind and Life Áhugavert
- Vísindagreinar á PubMed
- Okala foundation Kanadískt stryktarfélag fyrir fátæk börn í Camroon í Afríku
Athugasemdir
Ég er að bíða eftir að miðarnir á Broadway komi í sölu, þó ég haldi að Broadway sé enganveginn nóg. Fólk á eftir að flykkjast til að sjá Dilönu. Egilshöll væri nær lagi;)
Birna M, 17.9.2006 kl. 21:20
Miðað við fjöldann sem var í Smáralind 8.000 manns þá grunar mig að þú hafir rétt fyrir þér Birna. Ertu ekki annars að hressast af pestinni?
Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 17.9.2006 kl. 22:15
Ekki komst ég til að sjá Magna og ekki náði ég að sjá NFS. Takk Pálína fyrir að setja NFS-linkinn, ég náði að horfa núna. Mér líst vel á að mbl-bloggarar mæti á Magna og Dílönu.
Sigrún Sæmundsdóttir, 19.9.2006 kl. 17:53
Jæja, þegar fjöldskyldan frétti að ég ætlaði að fara á tónleika með Magna og Dílönu var mér tilkynnt að það ætluðu allir að koma með mér, sleppa Laufskálarétt. Þá er mikið sagt er þeir hörðustu sleppa þeirri rétt. Ég held að ég sé sammála Birnu um að Broadway.
Sigrún Sæmundsdóttir, 19.9.2006 kl. 18:19
Það var stuð í Smáralindinni. Hvernig heldurðu að það verði á Broadway?
Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 19.9.2006 kl. 19:09
Það verður fjör þar, og mikið sungið með. Á sunnudag var svo lítið um utanbæjarfólk í R, það var alstaðar verið að smala og annað eftir því. Ég heyri nálægt mér að það er mikil stemmig með að fara á Magna og Dílönu og ég tali nú ekki um Húsbandið og þau hin sem kæmu. Tað er alveg ótrúleg stemming fyrir því. Ég er viss um að NFS hefur bjargað miklu með því að útvarpa, það hafa margir verið heima og horft á sem annars hefðu mætt i smáralind. En á tónleikanna mæta ausfirðingar, norðlendingar og vestfirðirnir.
Sigrún Sæmundsdóttir, 19.9.2006 kl. 20:10
Það verður fjör þar, og mikið sungið með. Á sunnudag var svo lítið um utanbæjarfólk í R, það var alstaðar verið að smala og annað eftir því. Ég heyri nálægt mér að það er mikil stemmig með að fara á Magna og Dílönu og ég tali nú ekki um Húsbandið og þau hin sem kæmu. Tað er alveg ótrúleg stemming fyrir því. Ég er viss um að NFS hefur bjargað miklu með því að útvarpa, það hafa margir verið heima og horft á sem annars hefðu mætt i smáralind. En á tónleikanna mæta ausfirðingar, norðlendingar og vestfirðirnir.
Sigrún Sæmundsdóttir, 19.9.2006 kl. 20:10
Ég og dóttir mín fórum í Smárann til að sjá Magna. Vá þetta var æðislega gaman. Svo í dag var ég að hlusta á Bylguna og þar kom hann Magni í viðtal og talaði Magni um balli á Broadway. Hann talaði að þeir þurfa að æfa sig fyrir ballið og Dilönu, svo þeir geta tekið lögin hennar. Mig minnir að miðarnir eiga að koma fljótlega í sölu í vikunni en er samt ekki alveg með þetta á hreinu. En það væri gaman að fara á ballið með þeim á Broadway og sjá þetta allt saman. Nú er bara að fylgjast með fréttunum hvenær miðarnir verða settir á sölu. Hef grun að það verði mjög fljótt uppselt á ballið.
Rannveig (IP-tala skráð) 20.9.2006 kl. 00:59
Svona á lífið að vera. Ég stefni á að ná mér í miða og bregða undir mig betri fætinum. Eru ekki allir í stuði?
Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 20.9.2006 kl. 19:25
Heldur betur í stuði, var að horfa á 6-7 sem var á mánudag með Magna áðan á netinu, meiri háttar þáttur. Þið sunnanmenn verðið að passa að láta okkur norðanmenn vita um miðasöluna og jafnvel bjarga okkur ha ha svo að við missum ekki af.
Sigrún Sæmundsdóttir, 20.9.2006 kl. 21:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.