Leita í fréttum mbl.is

Gilby leist ekkert á ljóðasmíð Magna

Ég var nú bara hissa ekki endilega á því að honum litist ekki á það sem Magni var að gera heldur að hannbæri ekki Dilönu á gullstól. Gilby fær eiginlega punkt fyrir það. Ég er alveg sammála honum um Toby og Storm svona miðað við það sem við fáum að sjá í raunveruleikaþættinum.

Magni talaði nú fyrst um að hann væri auðvitað ekki að semja á móðurmálinu en fannst þetta auðveldara en hann hafi átt von á. Gilby nefndi líka að nú skipti máli að þátttakendur gætu sýnt fram á hverju þeir gætu bætt við hljómsveitina.

Ég var hissa á þessari umræðu í sambandi við ljóðagerðina því að margir góðir ljóðasmiðir eru farnir heim.  


mbl.is Magni syngur frumsamið lag og verður annar í röðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna M

Já verð að vera sammála núna, mér hefur oft fundist þeir hafa meira dálæti á henni en efni standa til. Eins og þeir hafi pínulítið vaknað núna. En eins og ég sagði í minni færslu, mér finnst efni Supernova svo mikið rusl að það er varla þess virði að semja almennilega línu eða texta við það;)

Birna M, 4.9.2006 kl. 11:50

2 identicon

Fylgist alltaf með síðunni hjá þér... frábært að geta fylgst með hvað er að gerast... Annars missti ég af þættinum (flutningnum) síðast og var að velta fyrir mér hvort þú (eða einhver sem les þetta) vissir hvort það væri einhvers staðar hægt að sjá þegar Magni svarar Dave Navarro varðandi myndatökuna sem þátttakendurnir fóru í og líka þegar hann segir að fólk ætti að kjósa hann því hann hafi lagt á sig að læra ensku! Er sko búin að heyra umfjöllun um þessi tvö atvik á fullt af stöðum og langar svo að sjá það sjálf ;)

AJ (IP-tala skráð) 4.9.2006 kl. 15:05

3 Smámynd: Sigrún Sæmundsdóttir

Ég var nú loksins að komast í tölvu og hef ekki séð raunveruleikaþáttin eða séð neitt um hvað er að ské. Svo að ég verð að fara að bretta upp ermar. En ég er búin að komast að því að það er til fólk hér í USA sem heldur að jörðin sé flöt, og allt utan þeirra sýn, eru moldbúar eða óraunverulegt. Það er alveg ótrúlegt hvað sumt fólk hér veit lítið. En nú verð ég að fara að skoða hvað er að gerast fyrir annaðkvöld. Verðum að koma Magna inn í topp 4

Sigrún Sæmundsdóttir, 4.9.2006 kl. 19:57

4 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Já þau lofa ekki góðu lögin sem hafa komið frá þeim hingað til Birna. ég var ekki búin að lesa bloggin í dag þetta hefur verið svo annasamur dagur hjá mér.

AJ alltaf gaman að heyra frá þeim sem kíkja hér inn, vonandi finnurðu eitthvað hér sem þú hefur gaman af. Því miður veit ég ekki hvað hægt er að nálgast þessa búta úr þættinum það virðast bara vera linkar á lögin sem voru flutt þetta kvöld og sönginn hans Lúkasar með Supernova.

Ef þú finnur þetta þá þætti mér afskaplega vænt um að frétta af því.

Sigrún gaman að heyra frá þér. Þetta er fínn þáttur þó að Gilby hafi nú ekki farið fallegum orðum um hæfni Magna til ljóðasmíðar.

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 4.9.2006 kl. 20:31

5 identicon

Þau fengu svo rosalega stuttan tíma til að "melta" textann... bara tæpan sólarhring.

Supernovafan (IP-tala skráð) 4.9.2006 kl. 21:45

6 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Já ég var einmitt að pæla í því í gærkvöldi hvort qað Magni væri ekki einn af þeim sem tækju sér meiri tíma. Þatta var auðvitað hraðsoðið

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 5.9.2006 kl. 07:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband