Leita í fréttum mbl.is

Gakktu hægt um gleðinnar dyr og gá að þér...

þAÐ MÁ MEÐ SANNI SEGJA AÐ SUMARIÐ Í REYKAJVIK HAFI VERIÐ GOTT

Já ég er að tala um veðrið! 

Þessa niðurstöðu leiði ég af fullyrðingunni "Allt er gott sem endar vel!"

19. ágúst er ævintýradagur borgarinnar. Fyrst er upphitun, dagur borgarinnar þann 18. og falleg hús, með fallegar lóðir fá viðurkenningu. Síðan rennur Dagurinn upp. Bærinn iðar af lífi í orðsins fyllstu merkingu.

Það má eiginlega segja að það hann iði af rauðu lífi.  Ekki kom það mér samt á óvart þar sem að hlaupandi fólk hefur verið í öllum hverfum undanfarnar vikur. Snemm í morgun byrjuðu maraþonhlauparar að spretta úr spori og hafa verið á sprettinum í nokkra klukkutíma. Þrjár kynslóðir hlupu í minni fjölskyldu :)

Ég er auðvitað hin stoltasta yfir því. Enn skemmtilegra að það sem næst mér stendur er tengdapabbi, eiginmaður og sonur. Þeir hafa gefið hlaupageninu lausan tauminn og notið dagsins allir þrír. Nú ætlum við dóttir mín að hefja æfingar fyrir hlaup næsta árs ;)

Mér líst vel á hlaupandi Íslendinga. Maðurinn minn hefur stefnt á að feta í fótspor pabba síns en hann hefur 5 ár til stefnu. Tengdapabbi hefur bætt við sig tvennu síðan á síðasta ári. Einu ári og nýju hraðameti! Hver er svo að segja að það sé eitthvað slæmt við að eldast?

Nei lítum á setningar eins og Batnandi mönnum er best að lifa og æfingin skapar meistarann!

Til hamingju allir hlauparar dagsins, það mikilvægasta af öllu var að taka þátt og mér finnst svo frábært framtakið hjá Magnúsi íþróttaálfi að hvetja öll þessi rúmlega 4000 börn til að hreyfa sig og fara út að HLAUPA

Hann er maður dagsins ásamt öllum þeim sem gerðu hann að honum það er BÖRNUNUM!!!

GAKKTU  HÆGT UM GLEÐINNAR DYR OG GÁ AÐ ÞÉR 

ENGINN VEIT SÍNA ÆVINA FYRR EN ÖLL ER

GÓÐA SKEMMTUN Í KVÖLD OG NÓTT ;) 

 

 


mbl.is Tæplega 10.000 manns hlupu í Reykjavík í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband