Leita í fréttum mbl.is

Frábær þátttaka

Nærri tvöföldun á þátttökufjölda í maraþonhlaupinu á morgun. Við fórum niður í Laugardalshöll fyrir kvöldmat og þá var talsverð traffik. Feðgarnir ætla að hlaupa í Latarbæjarhlaupinu :)

Ég var nú svolítið hissa á hve mikil aukning hefur orðið á þátttökufjöldanum. Ég var búin að fá upplýsiingar um rúmlega 1900 krakkar en nú eru þau orðin 4000. Svo eru foreldrar með mörgum þeirra en þeir eru ekki skráðir. Það gæti því orðið þokkalega stór hópur sem hleypur á morgun með íþróttaálfinum.

Þetta minnir mig á atvik sem gerðist fyrir nokkrum árum síðan. Við hjónin fórum á ráðstefnu í Háskólabíói en þar var Magnús Scheving eins konar ráðstefnustjóri. Við heyrðum þar söguna af Latarbæjarverkefninu hans en þetta er áður en að hann fer út og nær þessum góða árangri.

Ég var að segja dóttur minni frá þessu í dag að velgengni hans uppskar hann eftir rúmlega 15 ára stöðuga vinnu. Að sjá einstaklinginn ná árangri gleður mig alltaf það er svona eins og að sjá nýfætt barn og alla þá möguleika sem það barn gæti átt í vændum :)

Hlaupastundin á morgun verður áreiðanlega ánægjuleg. Allir þessir 4000 krakkar að hlaupa með íþróttaálfinum og vonandi einhverjum fleirum úr Latabæ. 


mbl.is Yfir 9.000 skráðir í Reykjavíkurmaraþon
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband