Leita í fréttum mbl.is

Það er búið að stofna enska Fan síðu fyrir Magna

Netflakkarinn hún Sigrún sendi inn þennan link 

Ég man eftir að hafa lesið það á rockband.com spoilernum að einhver þar ætlaði að hefja björgunarleiðangur til að tryggja það að Magni yrði ekki sendur heim. Sú var svo hrifin af flutningi hans á Creep.

Ekki veit ég hvort þetta er sama manneskjan en alla vegana þið sem hafið áhuga getið kíkt þangað, tekið þátt eða bara fylgst með.

Takk fyrir þetta innlegg Sigrún þú ert ein af mörgum sem gerir síðuna mína áhugaverðari ;) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna M

Þetta var æðislegt.

Birna M, 18.8.2006 kl. 17:05

2 Smámynd: Birgitta

Og hún er frá Manilla í Filipseyjum þessi :).

Hef tekið eftir því á bloggsíðu Magna að það eru margir Filipseyingar sem virðast fíla hann í botn.

B

Birgitta, 18.8.2006 kl. 17:37

3 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Gaman að heyra. Ég var ekki búin að taka eftir þessu á blogginu hans.

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 18.8.2006 kl. 18:08

4 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Jeminn eini, drengurinn er aldeilis að setja Ísland á kortið. Kaninn fattar það þá kannski að við búum ekki í snjóhúsum og höfum ísbirni fyrir gæludýr!!!! Eða að Ísland sé eyja rétt hjá Nýja-Sjálandi. (Algengar spurningar þegar ég var þar skiptinemi). Reyndar verð ég að taka undir þá skoðun að maður eiginlega óskar honum þess ekki að vinna þetta. Þvílík skelfing að þurfa að túra með Tommy Lee og þess háttar karakterum. En auðvitað óskar maður þess að hann nái að skapa sér nafn í bransanum, ef það er það sem hann er að sækjast eftir. En, við sjáum nú til..... hann er allavega að standa sig með prýði og er landi og þjóð til sóma :-)

Sigríður Jósefsdóttir, 18.8.2006 kl. 18:23

5 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Það er líka búið að stofna íslenska aðdáendasíðu þið sjáið allt um það hjá Birnu M. Frábært framtak :)

http://biddam.blog.is/blog/biddam/

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 18.8.2006 kl. 19:56

6 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Það er nú ekki bara það að Ísland hafi komist á kortið. Hvað haldiði að margir Íslendingar séu farnir að vaka í miðri viku eins og þeri eru vanari að gera um helgar?

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 18.8.2006 kl. 21:24

7 Smámynd: Sigrún Sæmundsdóttir

Er mig farið að misheyra eða er útsending á RockStar kl 2 aðfaranótt þriðjudags????? Verð að fara að útvega vökustaura ef það er rétt.

Sigrún Sæmundsdóttir, 18.8.2006 kl. 23:26

8 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Samkvæmt dagskrá Skjás eins á www.skjarinn.is fyrir þriðjudaginn 22. ágúst þá er Rockstar: Supernova, tónleikarnir á dagskrá kl. 02:00 eftir miðnætti. Spurning um að fá sér lúr eftir kvöldmat???????

Sigríður Jósefsdóttir, 19.8.2006 kl. 09:53

9 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Hvað er í gangi? Hvernig stendur á því? Tja eitthvað verður maður að gera

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 19.8.2006 kl. 10:26

10 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

þættinum hefur verið s9einkað úti. Byrjar klukkan 22:00 og það er 4 klst. munur :(

Ætli þetta hafi eitthvað með áhorfið að gera. Mér skilst að það sé ekki eins mikið og búist var við og það skýriri að hlut hvers vegna þátturinn er færður seinna á kvöldið.

Ekki veit ég nú enn til hvaða ráða á að grípa en líklegast fer fjölskyldan bara að sofa eins og litlu börnin og vaknar svo rétt fyrir útsendingu hahahahaha

Mér líst ekkert á vökustaurana þína Sigrún!

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 19.8.2006 kl. 19:48

11 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

þættinum hefur verið seinkað úti. Byrjar klukkan 22:00 og það er 4 klst. munur :(

Ætli þetta hafi eitthvað með áhorfið að gera. Mér skilst að það sé ekki eins mikið og búist var við og það skýrir að hluta hvers vegna þátturinn er færður seinna á kvöldið.

Ekki veit ég nú enn til hvaða ráða á að grípa en líklegast fer fjölskyldan bara að sofa eins og litlu börnin og vaknar svo rétt fyrir útsendingu hahahahaha

Mér líst ekkert á vökustaurana þína Sigrún!

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 19.8.2006 kl. 19:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband