Leita í fréttum mbl.is

Þessi þáttur var aldeilis á öðrum nótum og Magni slær Bowie út!

Zayra  var fyrsti flytjandinn og flutti fumsamda lagið sitt Lluvia De Mar . Fyrst var ég hissa á henni að flytja 5 ára gamalt lag, en það var víst eitthvað sem þátttakendur máttu gera. Þetta er auðvitað ekki að sýna hver hún er í dag. Mér fannst þetta bara fallegt hjá henni.... ekkert rokk í því

Magnivar næstur í röðinni með Starman (David Bowie) Magnig bregst manni ekki. Mér finnst hann bara stöðugt batna. Ég var búin að hlusta á Bowie og fílaði ekki þetta lag hjá honum. Magni hitti hins vegar í mark með það fyrir minn smekk (sorry Bowie aðdáendur) Flottur karl í hvítum fötum. Sagðiswt aldrei hafa verið svona vel klæddur:) Hann fékk flotta dóma.

Patrice – þá var komið að henni með Message in a Bottle (The Police). Ég er orðin þreytt á henni. Mér finnst hún einhvern vegin alltaf hljóma eins. Þetta er eiginlega synd því að hún hefur heilmikla rödd. En svona er þetta. Ég nota tímann til að fá mér að drekka skrifa hér inn nokkrar línur o.s.frv. En þetta var svo ófrumlegt og dómarnir lélegir

Lukas var góður eins og síðast. Hann ætlar sér greinilega að reyna að hafa hálsinn opinn svo að tónarnir komist til skila. Eitthvað gleymdi hann sér nú samt. En lagið Hero (Chad Kroeger) hljómaði vel hjá honum þó ég hafi ekki smekk fyrir lagið.

Storm var með eitt af mínum uppáhaldslögum I Will Survive (Gloria Gaynor). Ég fíla bæði lag og texta. Ég óttaðist að hún myndi ekki ná að flytja þetta fyrir minn smekk sem og var. Ég veit ekki hvernig fer fyrir henni en hún á nú slatta af aðdáendum. Supernova gaurarnir voru ekki hressir með hana. Hrikalegt..... Vegas ferðin hefur líklega tekið sinn toll... ef til vill var það hluti af planinu

Toby tekur Solsbury Hill (Peter Gabriel) – með Gilby on acoustic guitar. ..... Ekkert sem stóð upp úr en ég hafði samt gaman af bongo trommunum . Þeir voru ánægðir með hann en þó sérlega Tommy Lee yfir að hann hefði hlaupið nakinn í kringum laugina til þess að fá lagið!


Ryan var með In the Air Tonight (Phil Collins) Var þokkalega góður en samt smá erfitt þegar hann fór upp. Supernova voru mjög ánægðir og Dave fannst þetta besta lag so far. Ég er  nú aldeilis ekki sammála honum. Mér finnst Ryan vera að þroskast í söngnum en er ekki alveg fullvaxinn ;)

DilanaCat’s in the Cradle (Harry Chapin) söng vel að vana en mér fannst Magni langbestur. Dave fannst Dilana vera best.

Ég hef áhyggjur af Storm í bottom 3, Patrice, Ryan og Zayra. Ef að tveir verða sendir heim aftur þá grunar mig að Patrice sé annar aðilinn og annað hvort Ryan eða Zayra? 

Niðurstaðan eftir fyrstu tölur

Zayra, Patrice og Toby 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú er farið að verða meira spennó. Ég bara þoli ekki Zayru og Patrice, mér finnst þær aldrei gera það sem þeim er bent á, . Storm var ekki sérstök en samt ok. Lukas er góður og hefur lagast með röddina, Ryan er upp og niður, annaðhvort á botni eða á toppi, var samt ágætur í kvöld. Toby er að dala hjá mér, hann var þræl góður en í kvöld greip hann mig ekki. Dilana er góð, EN Magni var alveg frábær og með alveg gífulega fallega rödd. En hver fer heim?? Líklega Patrice, Zayru verður haldið inni fyrir uppátækin hennar. Sigrún

sigrún (IP-tala skráð) 16.8.2006 kl. 02:24

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Takk fyrir að blogga um þættina, - ég hef ekki sjónvarp og gæti ekki vakað á næturnar en er forvitin um gengi Magna "okkar" :) - eins og þorri Íslendinga vonandi. Kíki á hann á netinu þegar búið er að setja flutninginn upp þar.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 16.8.2006 kl. 07:41

3 Smámynd: Árný Sesselja

Ég vakti nú í nótt eins og ég hef gert síðan að þetta byrjaði og ég verð eiginlega að segja það að ég er orðin pínu þreytt á Zayra og Patrice. Þær eru báðar að mér finnst "eins". Zayra er eitthvað furðulegt sem á ekki heima þarna. Ég spái annað hvorri þeirra út í kvöld... Vonandi ekki Ryan strax því að hann getur mun meira en hann hefur verið að sýna, hann hefur verið að stig vaxa, má bara ekki vaxa um of svo að hann skyggi ekki á Magna ;o)

Árný Sesselja, 16.8.2006 kl. 09:14

4 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Sammála ykkur um Patrice og Zayru ætli þær verði báðar sendar heim? Ég frétti um daginn að lokaþátturinn ætti að verða 20. sept en svo var ég að frétta að hann yrði líklegz 13.sept? Sáuð þið INEX í fyrra? Hvað voru margir eftir í lokaþættinum 2 eða 3?

Nú eru 8 að verða 7 eða 6 eftir.

Jóhanna gaman að heyra að bloggið mitt skipti máli ;) Ég er nú svolítið spennt fyrir Elimination þættinum. Hvað gerist? Fáum við einhverjar frekari fréttir frá Vegas ferðinni.

Fannst ykkur Storm ekki fá grimmilega meðferð hjá þeim? Ég velti því fyrir mér hvort að hún hafi verið að gera allt vitlaust í Vegas? Mér fannst hún ekki fara vel með lagið en það er auðvitað eitt af mínum uppáhalds þannig að það er erfitt að gera mér til hæfis. En mér fannst þeir óvenju grimmir í dómunum.

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 16.8.2006 kl. 10:04

5 identicon

Jú Storm fékk frekar grimmilega dóma frá þeim, hún var ekki svo slæm. Var að hlusta á þáttinn áðan og mér fannst Magni bestur en þar spilar líka þjóðarstolt inní, en það er sama, hann er alveg frábær, röddin alveg æðisleg þarna í Starman. Z með tunguna og P með háðbrosið,ææææiiii þær bara fara í mínar fínu taugar. Lukas var mun betri en Toby og Ryan. Dilana stendur sig alltaf. Sá á blogginu Magna áðan að hann saknar Josh og hefði vilja sá hann syngja Starman því að Josh væri Starman. Mig minnir að það hefðu verið 3 eftir í INEX. Mig var settur út og eftir stóðu JD og Marty C. Lokaþáttur er verður 13 sept. Sigrún

Sigrún (IP-tala skráð) 16.8.2006 kl. 12:41

6 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Ef að lokaþáttur er 13. sept þá eru 4 vikur eftir. Núna eru 8 keppendur. Í lokaþættinum standa þá líklega tveir eftir, þannig að ef að tveir fara heim í nótt þá þurfa fjórir að fara á næstu þremur vikum ekki satt?

Úff ég fæ nú bara smá herping í magann hahahaha.... Nú fer þetta að verða erfiðara þar sem að bráðum fara heim söngvarar sem mér finnst gaman að hlusta á. Þetta var bara spennandi á meðan væntingar voru fyrir því að sá eða sú sem mér fannst standa sig verst færi heim.

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 16.8.2006 kl. 12:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband